Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 28. maí 1986 Tíminn 15 Frá aðalfundi Kf. Rangæinga Blómlegur iðnaður - en fjármagnskostnaður þungur í skauti Hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli gekk reksturinn á margan hátt vel á síðasta ári, þrátt fyrir mjög erfiðar ytri aðstæður. Heildarvelta félagsins varð 441,5 milljónir og jókst um 81 milljón frá árinu á undan. Þar af var sala verslunar- deilda 304 milljónir og sala iðnaðar- deilda félagsins 110 milljónir. Frá þessu er skýrt í nýútkomnu hefti af KR-blaðinu sem félagið gefur út, og einnig birtar fréttir frá aðalfundi þess sem haldinn var fyrr í mánuðinum. Þar segir einnig að hjá félaginu hafi orðið rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsútgjöld að fjárhæð um 5 milljónir, samanborið við 3,8 milljónir árið 1984. Eftir fjármagns- gjöld varð hins vegar rekstrarhalli að upphæð 8,2 milljónir, og höfðu þá eignir verið afskrifaðar um 8,4 mill- jónir. Eigið fé félagsins var hins vegar 41 milljón við lok síðasta árs, samanborið við 38,8 milljónir í árs- lok 1984. í skýrslu Ólafs Ólafssonar kfstj. til aðalfundarins kont m.a. fram að aðalástæðan fyrir rekstrarhallanum var hinn óbærilega hái fjármagns- kostnaður sem ríkti á árinu 1985. Einnig höfðu þeir miklu erfiðleikar, sem hrjáðu ullariðnaðinn hér á landi á síðasta ári, slæm áhrif á rekstur félagsins. Á þessu ári hefur lítið rofað til í ullariðnaðinum, og er staða hans enn mikið áhyggjuefni. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Kf. Rangæinga byggt upp mjög góða aðstöðu fyrir ullarverk- smiðju sína, bæði með byggingu vandaðs húsnæðis og með auknum og bættum vélakosti. Þess vegna er það mikið mál fyrir kaupfélagið, og raunar mikilvægt atvinnumál á staðnum, að betri tíð sé framundan á þessum vettvangi. Kf. Rangæinga er einnig athafna- samt í húsgagnaiðnaði, sem átt hefut í vök að verjast á síðustu árunt, og hefur félagið fundið verulega fyrir því. Sala þess á heimilishúsgögnum dróst saman á síðasta ári. Aftur gekk sala á sjúkra- og stofnanahús- gögnum betur, og einnig hefur sala þeirra aukist greinilega á fyrstu mán- uðum þessa árs. Þá gekk reksturinn á vélsmiðju kaupfélagsins ntjög vel á árinu, og var mikið að gera jafnt í þjónustu og framleiðsluverkefnum. Vorið 1985 var lokið við smíði á 100 baggatín- um, sem allar voru seldar áður en framleiðslu þeirra lauk. Nú í vor verða framleiddar 60 baggatínur og eru söluhorfur góðar. Líka er hafin framleiðsla á losunarbúnaði úr vot- heysturnum hjá kaupfélaginu, og eru vonir bundnar við að þar reynist vera á ferðinni notadrjúgt tæki fyrir bændur. I verslunum félagsins hafa verð- kannanir sýnt að verðlag þar er aðeins 1,7% hærra en á Reykjavík- ursvæðinu, og er sá munur undir flutningskostnaði. Á síðasta ári var félagsmönnum greiddur arður í formi afsláttarkorta, samtals að fjár- hæð 1,1 milljón króna. Félagsmenn Kf. Rangæinga eru nú 775, og fjölgaði þeim á síðasta ári um 63. Formaður félagsins er Pálmi Eyjólfsson, en kaupfélagsstjóri er Ólafur Ólafsson. - esig. Hvolsvöllur Leikfangakastalar Komin er út ljóðabók eftir Sjón og nefnist hún Leikfangakastalar sagði hún það er ekkert til scm heitir leikfangakast- alar. Útgefandi er einhver djöfullinn eða Mcdúsa. í bókinnferu tíu-eða ellefu Ijóð. Hún er gefin út í 300 eintökföölQJgí prentuð í Stensli í Reykjavík. Vemd-1.tbl.1986 Útgefandi tímaritsins Verndar er Fangahjálpin og Félagasamtökin Vernd. I ritstjórnargrein segir Jóna Gróa Sigurð- ardóttir. sem er ábyrgðarmaður blaðsins m.a.: „Félagasamtökin Vernd hafa unnið mikið starf við að aðstoða þá, sem koma úr fangelsum og vilja söðla um til betra lífs. Því starfi skal haldið áfram á meðan einhverjir gista refsivistarstofnanir landsins. En leitast verður jafnframt við að koma í veg fyrir fangelsun með því að ryðja jákvæðar brautir í öndverðu." í blaðinu er sagt frá fangavarðanám- skeiði og rætt við nemendur þar. Einnig er viðtal við Björk Bjarkadóttur, form. Fangavarðafélags íslands: Ein vika varð að 14 árum. Þá eru í ritinu nokkrar ' myndir frá heimili Verndar að Laugateigi í Reykjavík og smásaga eftir 18 ára fanga í Síðumúlafangelsi: „Aldrei of seint að iðrastj" heitir'ságan. Gréin er.þm upp- færÖslíi'fdftéáVfangélshlh; þti' fýrir mfrrg;r 1 þeirra sé „kerfið" völundarhús. Vélaeigendur: TAKIÐ EFTIR!!! Eigum fyrirliggjandi eöa útvegum með stuttum fyrirvaraeftirfarandi: x Alla helstu varahluti fyrir Caterpillar og Komatsu vinnuvélar. x Beltakeöjur og aöra undirvagnshluti í allar gerðir beltavéia. x Slitstál, skerablöö og tannarhorn fyrir jaröýtur og veghefla. x Riftannaodda fyrir jaröýtur. x Spyrnubolta og skerabolta ailar stæröir. x Stjórnventla og vökvadælur fyrir 12/24 volta kerfi. x Slitplötur og aöra varahluti í mulningsvélar. x Hörpunet allar stæröir fyrir malarhörpur. x Færibönd og varahluti í færibönd. x Drifkeöjurogfæribandakeöjur fyrir verksmiöjur og landbúnaöarvélar. Einnig fyrir lyftara, vökvakrana, rafstöövar, loftpressur, götusópa, dráttarvélar og flutningatæki. ALLT Á EINUM STAÐ: Og við teljum niður verðbólguna hraðar en margir aðrir. VÉLAKAUP h/f Sími641045 / iu6i. 'pi aimovf! iinf Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins Rauðarárstíg 18 Kosningastjóri er Sigrún Sturludóttir sími 17020 og 24480 skiptiborð. Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að líta inn og ræða málin. Alltaf heitt á könnunni. Góðfúslega hafið samband við hverfa- stjórnir í síma 16209 og 19495. Sjálfboðaliðar: Áhugafólk, sem vill taka þátt í kosningastarfi hafi samband í síma 24480. Hverfastjórnir Hverfastjórnir eru að störfum. Hafið góðfúslega samband í símum 17199 - 19390. Kjördagsvinna Þeir sem vilja vinna fyrir flokkinn á kjördag vinsamlega hafið samband í síma 24480. Kjörskrá Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. Upplýsingar um kjörskrá er að fá í síma 24480. Vinnustaðafundur Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík eru fúsir til að mæta á vinnustaðafundi og aðra fundi þar sem borgarmál eru til umræðu. Hafið samband viðkosningaskrifstofu, síminn er 24480. Kosningastjóri. HUSVIKINGAR Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er í Garðar. Skrifstofan er opin frá kl. 17.30-19.00 og 20.30-23.00. Á KJÖRDAG minnum við stuðningsmenn á að kjósa snemma. Ef ykkur vantar akstur á kjörstað, hafið samband í síma 41225. Bjóðum alla velkomna í kaffi og pönnukökur á kjördegi í Hornbjargi (gengið inn að norðan). Stuðningsfólk sýnið áhuga og hafið samband við skrifstofuna. Frambjóðendur Framsóknarflokksins verða á kosningaskrifstofunni til viðræðna um stefnu flokksins í bæjarmálum. Kosningasíminn er 41225. XSamtaka nú til sigurs! FRAMSÓKNARFÉLAG HÚSAVÍKUR Utankjörstaðakosning Opnuð hefur verið skrifstofa vegna utankjörstaöakosningar aö Rauðarárstíg 18, sími 24480. Beinir símar fyrir kjördæmin eru: 15467 fyrir Austurland - Noröurland eystra - Norðurland vestra og Vestfiröi. 15788 fyrir Vesturland - Suöurland - Reykjanes og Reykjavík. Hafiö samband viö skrifstofuna. Framsóknarflokkurinn. Kosningaskrifstofa Framsóknarfélagsins á Patreksfirði er opin öll kvöld frá kl. 20.30-22.30 sími 1566. Kosningastjóri er Sigurður Ingi Guðmundsson. i Framsóknarfélaq Patreksfiaraar. _____‘

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.