Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 28. maí 1986 Eins og skýrt var frá í Tímanum í gær var aðalfundur Granda hf. haldinn með mikilli leynd þann 16. maí s.l. Þar voru reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir. Á fundinum var endan- lega gengið frá fjárskilum og framlögum hluthafa. Á þessum aðalfundi Granda hf. hefur greinilega verið tekin sú ákvörðun að þegja í hel, að aðalfundurinn hafi verið haldinn og fela framlagða og samþykkta reikninga félagsins fram yfir kosning- ar. Þrátt fyrir það kvisaðist út, að aðalfundurinn hefði verið haldinn. En Ragnar Júlíusson, formað- ur stjórnar Granda, neitaði aðspurður, að aðal- fundur Granda hefði verið haldinn. Þröstur Ólafs- son, sem sæti á í stjórn Granda, skipaður í stjórnina af Davíð Oddssyni, staðfesti hins vegar, að aðal- fundurinn hefði verið haldinn 16. maí, en neitaði að láta reikningana af hendi eða gefa upplýsingar um þá, þar sem ekki væri búið að kynna þá í borgarráði. Á síðasta fundi borgarráðs í gærdag krafðist Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður, þess, að fá afhenta reikninga félagsins. Davíð Óddsson borgarstjóri vísaði þeirri kröfu algerlega á bug á þeirri forsendu, að beiðni um reikningana væri of seint fram komin. Reikningarnir yrðu afhentir og ræddir á næsta fundi borgarráðs n.k. þriðjudag, þ.e. ekki fyrr en eftir kosningar! Þröstur Ólafsson sagði í fyrradag, að hann gæti ekki gefið upplýsing- ar um reikningana vegna þess, að þeir hefðu ekki verið kynntir í borgarráði. Tíminn sneri sér að nýju til Þrastar Ólafssonar í gær og óskaði upplýsinga um reikninga Granda hf. Hann neitaði og sagði það aðeins á færi aðaleiganda félagsins, þ.e. Reykjavík- urborgar, sem á tæp 80% Nú er það svo, að Þröstur á einmitt sæti í stjórn Granda hf. sem fulltrúi Reykjavíkurborgar. Hann er skipaður í stöðuna af borgarstjóra. Þessi skipun Þrastar Ólafssonar í stjórn Granda hf. var af flestum skilin svo, að hann væri í stjórninni til að gæta hagsmuna minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, ogþar með að tryggja, að minnihluta- flokkarnir fengju áreiðanlegar upplýsingar um hag og rekstur þessa nýja fyrirtækis Reykvíkinga. Af svörum Þrastar Ólafssonar er hins vegar ljóst, að Þröstur lítur ekki þann veg hlutverk sitt. Það er enginn að væna Þröst um, að hann hafi tekið skipan í stjórninni með því skilyrði, að hann þegði yfir því, sem kynni að misfarast í rekstri fyrirtækisins. Óneitanlega er þó engu líkara en að hann sé í eiðsvörnu samsæri með borgarstjóranum um að þegja og fela reikninga Granda hf. fram yfir kosningar. Hvað segja frambjóðendur Alþýðubandalagsins um þetta mál? Ekkert hefur heyrst frá þeim, þegar þetta er skrifað. Sigurjón Pétursson þagði þunnu hljóði TÓorgarráði. Ælíar Þjóðyiljinn og „lýðræðis kynslóðin“ á þeim bæ að þegja líka? GARRI 65.3% á móti ólfusvatnskaupunum! I skodaiiakönnuii Félagsvísinda- stofnunar háskólans. sem fram fór um síðustu helgi um afstöðu kjós- enda í Reykjavík til kaupa Reykja- víkurborgar á Ölfusvatni, er niður- staðan sú, að 65,3% þcirra, sem taka afstöðu, eru mótfallnir kaup- unum. Kjóscndur í Reykjavík eru vafa- laust ekki á móti því að Reykja- víkurborg reyni að tryggja sér vinnsluréttindi á jarðhita á skynsamlegum kjörum. En það er máltilbúnaöur allur og margháttuð fríðindi seljendanna í 50 ár, sem fólk fellir sig ekki við. Af þeim þætti málsins leggur ólykt spiilingar. Jarðhitaréttinn mátti tryggja borg- inni, án þess að kaupa jörðina alla á þeim ótrúlegu kjörum, sem Davíð samdi um. Þctta sjá lang- flestir kjósendur í Reykjavík í hendi sér. Þess vegna eru 65,3% þeirra andvígir þessu ótrúlega bruðli á fjárinunum Reykvíkinga. Reid Mbl. -grein Davíðs baggamuninn? f rauninni var það Davíð Oddsson, öndvert tilgangi lians, sem lagði til sterkustu röksemdir gegn þessum jaröakaupum í grein, scm hann skrifaði í Mbl. í síðustu viku. Þar birti hann m.a. kort af landi Ölfusvatns með skýringum. Á kortinu var sá hluti jarðarinnar, sem er ineð öllu óbyggilegur eða „ofan byggðamarka“, skyggður til aðgreiningar frá hinum hluta jarð- arinnar þar sem láglcndi er nokkurt. Þar kemur í Ijós, að hinn óbyggilegi hluti jarðarinnar er hvorki meira né minna en tveir þriðju hlutar landsins. En eins og Garri hcfur bent á áður, er jarðhita Ölfusvatnslandsins einungis að fínna í hinum óbyggilega hluta jarðarinnar í bröttum hlíðum Hengilsins. Jarðhiti Ólfusvatns er uppi í hiíðum Hengiis Það er einmitt hinn óbyggilegi hluti jarðarinnar, sem er áhuga- verður fyrir Hitaveitu Reykjavíkur til nýtingar einhvern tíma á næstu öld. Kaup bitaréttinda á þessum hluta landsins á sanngjörnu verði hefðu naumast sætt gagnrýni og andstööu Reykvíkinga. Áhugi seljenda jarðarinnar var og er aðeins bundinn við láglcndi jarðarinnar við Þingvallavatn og veiðinni þar. Þar vill Engeyjarætt- in una í höllum Sumarlandsins. Þeir hafa engan áhuga á óbyggileg- um og snarbröttum hlíðum Heng- ilsins. „Greiðasemi“ um skör fram Þess vegna sýnist niönnum rétti- lega, að „greiðasemin“ hafi gengið um skör fram við fyrrverandi eig- endur. Þeir halda öllu því, sem áhugavert er fyrir þá í 50 ár og fá 60 milljónir á borðið að auki. Það má með sanni segja að rausnarleg- ur er Davíð við vini sína þegar tjármunir Rcykvíkinga eru honum handbærir! Akkilesarhællinn Grein Davíðs í Morgunblaðinu í fyrri viku, sem Mbl. sagði að væri svo snjöll, að víst væri, að hefði þau áhrif, að menn myndu flykkj- ast fram til að vegsama stjórn- kænsku og fjármálavit borgarstjór- ans, hefur einmitt orðið hans Akk- ilesarhæll. Hún svipti hulunni af þeirri staðreynd, að jarðhitaréttinn í hlíðuni Hengilsins mátti tryggja, án þess að kaupa láglendi jarðar- innar, hvað þá fyrir það okurverð, sem um var samið, vegna þess, að Hitaveita Reykjavíkur mun aldrei að eilífu hafa nokkur not af þeim hluta jarðarinnar Ölfusvatns. Garri VÍTTOG BREITT lllllllllll ÞETTA SEM HELST NÚ VARAST VANN Það er mikið lán fyrir þjóðina að njóta traustrar leiðsagnar Morgun- blaðsins um hvernig gera á grein- armun á réttu og röngu og taka ábyrga afstöðu til mála. Moggi hefur t.d. ákveðið að í kosn- ingabaráttunni vegna borgar- stjórnarkosninga megi ekki minn- ast á Hafskipsmálið, ekki kaup- verðið á Ölfusvatni, né af hverjum jörðin var keypt og það á ekki að gagnrýna kaupin á Isbirninum og hvernig staðið var að stofnun Granda hf. Morgunblaðið gefur stundum öðrum blöðum föðurlegar áminningar um hvernig þau eiga að haga skrifum sínum og efnisvali og vandar um þegar önnur blöð eða fréttastofur Ríkisútvarpsins voga sér að viðhafa önnur efnistök en Moggi getur sætt sig við, og eru þar með almennt viðurkennd. Hugrenningar Víkverja eru einn af hornsteinum Morgunblaðsins. Víkverji hefur étið af skilnings- trénu og kann að gera greinarmun á réttu og röngu. Víkverji veit hvernig á að kjósa í borgarstjórnarkosningum og af hverju. Hann veit líka hvað er fallegt og hvað ljótt og hvað er menning og hvað ómenning. Hann veit að meirihlutastjórnir eru við völd í Danmörku og Noregi, sbr. pistilinn 24. maí s.l. og á mörgu, mörgu fleiru kann Víkverji skil. I laugardagshugvekjunni er víða komið við. Listaverk við flugstöð leiða hugann að atómbombum á Keflavíkurflugvelli og þaðan beint að undirlægjuhætti Tímans við Rússa. Víkverji upplýsir: „Nútalar enginn lengur um það - að vísu mátti sjá setningu þess efnis í Tímanum, málgagni Framsóknar- flokksins, fyrir rúmri viku, þegar endurbirt var áróðursfrétt úr Prövdu, að kannski vissu íslensk stjðfnVöl'd'''ékk-ort !ýrfti' 'þ'áb', ,1sém'J’ Deilt á Islendinga í málgagni sovéska KommúnLstaflokksins: „Herskáar öldur leika 'im Islandsstrendur“ u þekktir 1 VARGUDIRNIR I Nonlur-AtUnt.hif. « rn hrrakáor öldur kh. um þ - I’uuug brf.I ifrnn. um birtúl «___ máljjagni Kommúnistonokluiinii. 1‘rmxU hrldur Afram .Þvt m4 starfs við hemaðarsérfræðinjrana i i fnun mrð réttu að þ»ð Pt-ntagon og hefur itajfhlaðkl Int nns Atlantshafsbanda ,-mtti„nil Hrrald Tnhun,- lýst ð venju þrýst.r 4. hrldur þessu sem ným uppRrtvun i No'rð I ur-Allantshaf. Íslrnska nTussIj.’.m- svan mrð auknum in hefur 4kveð.ð að auka hlutdeild trmilum Embættis fulllnia smna i hofuðstuðvum All ur riiðum Sj4lfsla-ð anuhafsbandalajrsins ujr taka þ4lt t ekki aðeins bli’Ss- i starfi hemaðamofndar þess Sú sU-fna kemur sjiinskl fynr sjónir. ekki sist fýnr það að landið að Forkólfar Atlanlshafsl>an<lalajrs- ins njr í Pentajrnn hafa lunjrum 41.1 ið Island ákjósanlejrt ujr kaJlað landið úsukkvanl.trl nujrmóðursk.p Bandansk. riðhorrann. L-hman. sajrð. ný-v.Tið a,' Handahkin þyrflu að hafa sljum a hafinu milli ísiands .■jr Niwvjrs Ban.1ahkjam.-nn haf. -naraukv' h,-nuðarumsvif ,ín 4 -vas'inu I hersUAnn. . K.-flavik haf.. F-1 omislu spn-njouflujnélar u-kk' við af h.num .-Idn t 1 -y þar hefur venð komið fynr A" Ai -flupsélum Tvær mnViovar fvnr hlerunarkerf. sjóhers Bandankjamanna neðan s.,iv,.r eru e.nnqr staðseliar 4 Is v-;, ovic dæmdur ■s-;r;:-5:Tiða.fyrir iomstóli Við hér á Tímanum berum mikla virðingu fyrir Víkverja, eins og öðrum þungaviktarskribentum Þrss. hemaðammsv.f eru v.ssu l.-jra aýnu me.n en þorf er 4 t.l vanur laland. ojr þjóna i raun ein- vörðunjru - hemaðarstefnu Aliants- hafshandalajrsuiv ,y Bandankja Ihm. jriojori vilni Það ,-r enmn væri að finna á Keflavíkurflugvelli. Víkverji hélt, að dylgjur af þessu tagi heyrðu sögunni til. Ekki er að efa að þær hafa glatt þá, sem standa að Prövdu.“ Víst hafa dylgjurnar í Tímanum glatt þá hjá Pravda. En hvílík ofsagleði hlýtur ekki að hafa gripið um sig á þeim bæ þegar Morgun- blaðið málgagn Sjáifstæðisflokks- ins birti orðrétta fréttina úr mál- gagni Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna. Tíminn birti smáfrétt um grein- ina neðst á síðu. Morgunblaðið gleypti hana alla og sló upp með tveim fyrirsögnum efst á síðu. Grein þessi var þýdd í sovéska sendiráðinu í Reykjavík og send blöðunum. Tímanum þótti ekki ástæða til að birta hana orðrétta, en telur samt fréttnæmt þegar grein birtist um íslensk málefni í stórbi- aði í útlöndum, sem hlutfallslega hefur eins mikla útbreiðslu og áhrif í Sovétríkjunum og Morgunblaðið á íslandi. Því var getið lítillega um Pravdagreinina. En Morgunblaðið brást ekki upplýsingaskyldu sinni og kýl'di boðskapnum öflum í síha mórgU'-og dyggu lesértdtWLaíi01 u'r Kjril Moggans, og viljum gjarna njóta leiðsagnar þeirra og óbilandi dóm- greindar um hvað má skrifa og hvað ekki. En nú hefur Víkverji sett okkur í vanda. Það sem er endurbirt áróðursfrétt úr Pravda og dylgjur, sem gleðja ráðamenn í Moskva, þegar efnið birtist mikið stytt í Tímanum, er allt í góðu lagi þegar Moggi gerir sama efni marg- falt betri skil. Hér er komið upp vandamál sem við ráðum ekki við, og treystum okkur því ekki til að taka áminningar Morgunblaðsins alvar- lega og enn síður að láta það segja okkur fyrir verkum. En þótt Víkverji sé margfróður og óskeikull í dómum verður hann þó að sætta sig við að sjálfur Mogginn getur brugðist honum og við á Tímanum tökum undir með sálmaskáldinu góða: „Petta sem helst nú varast vann varð þó að koma yfir hann. “ OO íegtn! cjíub 6iv muji:v ivfi .unnivm. 6 Timinn Tírnirm MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjóri: GuðmundurHermannsson Aðstoðarf réttastjóri: Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.