Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Flensborgarskólinn I Hafnarfiröi FlenSbOrgarSkÓla
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði erframhaldsskóli,
sem starfar eftir Námsvísi fjölbrautaskóla. Þar
verða næsta haust teknir inn nýir nemendur á
eftirtaldar námsbrautir:
EÐ Eðlisfræðibraut, 4ra ára námsbraut til stú-
dentsprófs.
FÉ Félagsfræðabraut, 4ra ára námsbraut til stú-
dentsprófs.
F1 Fiskvinnslubraut 1,1 árs nám í tengslum við
nám í fiskiðn í Fiskvinnsluskólanum.
F2 Fiskvinnslubraut 2, 2ja ára nám í tengslum við
fisktækninám í Fiskvinnsluskólanum.
HA Hagfræðibraut, 4ra ára námsbraut til stú-
dentsprófs.
HE Heilsugæslubraut, 2ja ára námsbraut til undir-
búnings námi í sjúkraliðaskóla (hluti af
sjúkraliðanámi).
ÍÞ íþróttabraut, 2ja ára námsbraut
MÁ Málabraut, 4ra ára námsbraut til stúdents-
prófs.
NÁ Náttúrufræðabraut, 4ra ára námsbraut til
stúdentsprófs.
TÓ Tónlistarbraut, 4ra ára námsbraut til stú-
dentsprófs tekin samhliða námi í tónlistar-
skóla.
TB Tæknabraut, 1 árs nám að loknu iðnnámi til
undirbúnings iðntæknanámi í Tækniskóla
íslands.
TÆ Tæknifræðibraut, 2ja ára nám að loknu
iðnnámi til undirbúnings tæknifræðinámi í
Tækniskóla íslands. Þessari braut lýkur
með tæknistúdentsprófi.
UP Uppeldisbraut, 2ja ára nám til undirbúnings
fóstrunámi eða skyldu námi.
VI Viðskiptabraut, 2ja ára námsbraut sem lýkur
með verslunarprófi.
Umsóknir nýrra nemenda um skólavist í dag-
skólanum á haustönn 1986 þurfa að hafa borist
fyrir 6. júní n.k.
Innritun í öldungadeild fer fram í ágúst og
verður nánar auglýst síðar.
Skólameistari.
FJÖLBRAUTASKOLINN VIÐ ARMULA
4RMULA 10-12, 105 R SIMI 84022
Frá Fjölbrautaskólanum
við Ármúla
Innritun ferfram í Miðbæjarskólanum 2. og 3. júní
frá kl. 9.00 til 18.00 og á skrifstofu Ármúlaskóla 2.
til 6. júní frá kl. 8.00 til 15.00. Skólinn býður upp á
nám á eftirtöldum brautum:
Heilsugæslubraut, bæði aðfaranám sjúkraliða-
skólans og til stúdentsprófs, íþróttabraut, tveggja
ára og til stúdentsprófs, Málabraut til stúdents-
prófs, Náttúrufræðibraut til stúdentsprófs, Sam-
félagsbraut til stúdentsprófs, Uppeldisbraut,
aðfaranám fósturskóla og'til stúdentsprófs, Við-
skiptabraut til almenns verslunarprófs og stú-
dentsprófs.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
skólans s. 84022.
Skólameistari.
Bændur
12 ára stúlka, dugleg og hefur gott lag á börnum
óskar eftir sveitaplássi í sumar.
Upplýsingar í síma 92-3716.
Miðvikudagur 28. maí 1986
Þjóðleikhúsið: Helgispjöll ettir Peter
Nichols. Þýðandi og leikstjóri: Benedikt
Árnason. Leikmynd: Stígur Steinþórsson.
í>að fer ekki á milli mála að Peter
Njchols er kunnáttusamur leikrita-
jiöfundur. Helgispjöll er tæknilega vel
skrifað leikrit, athyglisvert hvernig
höfundur vinnur úr efniviði sínum á
sviðinu. En mér er ómögulegt að
sjá að hér sé mikilsháttar leikskáld á
ferðinni. Framhjáhaldsstúdían sem
boðið er upp á er sannast sagna
ósköp hversdagsleg. Þjóðleikhúsið
hefur ekki heldur lagt verulega rækt
við viðfangsefnið, svo að sýningin er
tæpast fullæfð. Það er raunar óafsak-
anlcgt því að verkið er kröfuhart og
þarf fagmannlegrar snerpu við eigi
það að njóta sín.
Efnið er framhjáhald, sagði ég.
Hér segir sem sé af hjónunum James
og Eleanor sem hafa verið lukkulega
gift um langt skeið. Svo kemur þar
að vinkona þeirra, ung ekkja fer að
leggja snörur fyrir karlinn. Hann
stenst ekki mátið og leiðist æ lengra
út í leikinn svo að hjónabandið
bíður óbætanlegan skaða af. Með-
ferðin á þessu efni er ósköp þurrleg
og rasjónalísk, enda segir um höf-
undinn í langri leikskrárgrein að
hann sé skarpskyggn í meira lagi:.
„Þessi hæfileiki Peter Nichols að sjá
í gegn um blekkinguna er ef til vill
helsta einkenni hans sem höfundar,
því það er jafnan af fullkominni
skynsemi og miskunnarlausu raunsæi
sem hann meðhöndlarefniviðsinn."
Þetta er allt rétt: Helgispjöll er
klárt og kvitt verk. En ef við lítum á
það sem könnun á sálrænum áhrifum
ótryggðar á hjón verður ekki mikið
úr því. Eiginlega var manni nokkuð
sama um þetta hjónaband þegar á
leikinn var hofft.
Það er tæknibragð höfundar, og
verður nokkuð skemmtilegt í leikn-
um, að hann skiptir persónum hjón-
anna í tvennt og lætur innri manninn
koma fram þegar úti er um trúnaðar-
traustið. Þetta verður til þess að
setja áhorfanda einkar skýrt fyrir
sjónir hvernig hjónunum líður. Á
hinn bóginn hefur það í för með sér
að höfundurinn tyggur alla hluti í
áhorfandann. Hann er þannig svipt-
ur færi á innlifun í hugarheim hjón-
anna, ekkert er ímyndunaraflinu
eftir skilið. Ég verð að gera þá
játningu að slík skáldverk höfða lítt
til mín.
Benedikt Árnason er þrautreynd-
ur leikstjóri og ber sýningin þess að
ýmsu glöggt vitni: Sviðið nýtir hann
vel, staðsetningar vel útfærðar og
gangur leiksins sæmilega greiður.
Enda byggist ekki lítið á því. Textinn
er svo þétt spunninn að engu má
skeika í hraða tilsvaranna. Leifði
raunar ekki af að leikararnir héldu
uppi dampinum. Um textann er
annars það að segja að hann er
býsna klúr að nútímahætti. En hið
blautlega tal var oftar en ekki vand-
ræðalegt í munni leikaranna. Klám-
fenginn texti bætir" því miður ekki
upp á ástríðuskort höfundarins að
baki verksins. Það fannst mér sann-
ast á Helgispjöllum.
Þjóðleikhúsið teflir fram þraut-
reyndu liði í sýningunni. Róbert
Arnfinnsson fer með hlutverk James
og á létt með að draga upp mynd
þessa gæflynda heimilisföður sem
víxlsporið ruglar í ríminu. Margrét
Guðmundsdóttir leikur Eleanor og
er vel valin í það hlutverk. Jim, innri
maður James er Bessi Bjarnason og
naut sín vel, án þess að sýna nýja
hlið á leik sínum, - og má raunar
segja hið sama um aðra leikendur:
Nell, hinn partur Eleanor, er í
höndum Þórunnar Magneu Magnús-
dóttur, og Anna Kristín Arngríms-
dóttir leikur Kate sem veldur öllu
bölvi, dæmalaust frökk og ágeng
þegar hún fær James til við sig.
Áleitni Kate gengur raunar úr hófi
fram, er það enn eitt dæmi um
ofurskýrleika höfundar sem leik-
stjóri gerir lítið til að tempra. Vin-
konan Agnes er einna skemmtileg-
ust persóna leiksins og fór Sigurveig
Jónsdóttir með það hlutverk af ör-
yggi og skörungsskap. Gaman að sjá
þessa leikkonu og mætti oftar gerast.
Aðrir leikendur eru í þöglum hlut-
verkum og ástæðulaust að þylja nöfn
þeirra.
Hvers vegna heitir þetta natúral-
íska leikrit svo Helgispjöll? Því er
svarað í leikskrá: Það heitir sem sé
á enskunni „Passion Play“. Og pass-
ion þýðir á nútímamáli ástríða eins
og kunnugt er, en eldri notkun órðsins
vísaði til píslarsögunnar, passíunn-
ar. Þessu tengist þad aö tleanor
syngur í kór sem flytur kirkjutónlist,
passíur, og James gerir við skemmd
málverk, einkum Kristsmyndir. -
Allt er þetta gott og blessað, en
auðvitað ofætlun að slíkum skír-
skotunum verði skilað í íslenskri
þýðingu. Hafi leikritið hins vegar átt
að miðla píslarsögu hjóna sem bíða
skipbrot í hjúskap sínum tókst það
ekki með (reim hætti að ýtti við
áhorfandanum.
Sú var að minnsta kosti mín
reynsla. Að öllu samanlögðu verður
ekki sagt að risið á þessu leikári
Þjóðleikhússins hafi vaxið með síð-
asta verkefninu.
Gunnar Stefánsson.
Fagna
bankakortum
Stjórn Sambands veitinga- og
gistihúsa fagnar því samkomulagi
sem bankar og sparisjóðir hafa ný-
verið gert með sér að gefa út banka-
kort til viðskiptamanna sinna.
Útgáfa innistæðulausra tékka og
fölsun hefur um langt skeið verið
mikið vandamál hér á landi, og hafa
móttakendur borið alla ábyrgð. Það
er því fagnaðarefni þegar reiknings-
bankar taka á sig ábyrgð á tékkum
þótt með takmörkunum sé, og Ijóst
að almenn notkun slíkra bankakorta
mun óhjákvæmilega tryggja mun
betur er nú er öryggi í tékkavið-
skiptum.
‘JA | I: