Tíminn - 28.05.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5
Miövikudagur 28. maí 1986
Amnesty International 25 ára:
Mikið áunnist,margt ógert
Mannréttindasamtökin berjast enn af krafti gegn handtökum af stjórnmálalegum ástæðum, pyndingum og aftökum
Lundúnir-Reuter
Nú eru 25 ár liðin síðan mannrétt-
indasamtökin Amnesty Internation-
al voru stofnuð og enn reyna samtök-
in að framfylgja stefnumörkun sinni
sem var að útmá handtökur af stjórn-
málaástæðum, pyndingar af hálfu
yfirvalda og aftökur.
f yfirlýsingu samtakanna, sem
birtist í dag, er því fagnað að tekist
hefur að beina athygli heimsins að
mannréttindamálum. Hins vegar er
bent á að mannréttindasamtök um
allan heim séu ung að árum og fátæk
miðað við ríkisvöld sumra landa þar
sem pyndingar, dráp og ógnanir eigi
sér langa sögu.
Samtökin, sem aðsetur hafa í
Lundúnum, halda því fram að í einu
af hverjum þremur löndum séu íbú-
arnir beittir skipulögðum pynding-
um og að í helmingi allra landa séu
til samviskufangar.
Amnesty voru stofnuð sem svar
við dagblaðsgrein breska lögfræð-
ingsins Peter Benenson þar sem hann
hvatti almenning til eins árs baráttu
fyrir frelsun pólitískra fanga. í dag
eru í samtökunum rúmlega 500
þúsund manns og stuðningsmenn
þeirra má finna í meira en 150
löndum. Samtökunum voru veitt
friðarverðlaun Nóbels árið 1977.
Þrátt fyrir að samtökin hafi aukist
af mannafla og krafti viðurkenna
talsmenn þeirra að mikið starf sé
óunnið.
„Við vitum ekki hvort mannrétt-
indi hafi aukist ellegar minnkað á
síðustu 25 árum. Við vitum hinsveg-
ar að við getum ekki séð inn í öll
horn myrkustu fangelsa heims-
byggðarinnar," sagði David Laulicht
bíaðafulltrúi Amnesty.
„Ríkisstjórnir veita gífurlegu fjár-
magni í að koma í veg fyrir að fréttir
um mannréttindabrot berist út en
meiri og meiri upplýsingar eru ávallt
að sleppa út,“ sagði Laulicht.
Skýrslur Amnesty um brot á
mannréttindum hafa oft valdið ríkis-
stjórnum verulegum vandræðum.
Má í þessu sambandi nefna skýrslu
frá árinu 1979, þar sem greint var frá
morðum á hundrað skólabörnum í
Mið-Afríkulýðveldinu. Sú frétt
leiddi til falls Bokassa keisara af
valdastóli.
Amnesty hefur um 200 rannsókn-
arsérfræðinga í vinnu en treystir
hinsvegar mest á mátt sjálfboðaliða
samtakanna. Samtökin eru sterkust
í V-Evrópu og Bandarjkjunum en
nýlega hefur orðið talsverð aukning
í meðlimafjölda á öðrum svæðum
t.d. í Suður-Ameríku..
Sissy Spacek leitar manns síns ásamt
Jack Lemmon, tengdaföður sínum
í mynd Costa Carves „Missing“.
Amnesty Intemational hafa margoft
skýrt frá mannréttindabrotum í
Chile sem og annars staðar í heimin-
um.
Sovétríkin:
Breytt og betri
utanríkisstefna?
Því hélt Dobrynin fram í gær-Hvatti Bandaríkjastjórn til aötaka
þátt í „nýjum pólitískum hugsanagangi“
Er utanríkisstefna Sovétmanna orðin sveigjanlegri og kröftugri? Því heldur
Dobrynin fram. Myndin er frá 27. flokksþingi sovéskra kommúnista fyrr á
þessu ári.
Hvalveiðar Norömanna í sviösljósinu:
Moby Dick á miðin
Hamborg-Reuter
Moskva-Reuter
Anatoly Dobrynin, helsti ráðgjafi
Sovétstjórnarinnar í utanríkismál-
um, hvatti Bandaríkjastjórn í gær til
að taka þátt í „nýjum pólitískum
hugsanagangi" og bætti við að sov-
ésk stjórnvöld hefðu engan hug á að
velta kaptíalisma úr sessi.
Dobrynin, sendiherra Sovétríkj-
anna í Washington áður en hann
snéri heim í síðastliðnum marsmán-
uði, fór nokkrum orðum um utanrfk-
isstefnu Sovétmanna í ræðu sem
hann flutti á vísindaráðstefnu.
I ræðunni tók hann undir með
Gorbatsjov flokksleiðtoga um yfir-
standandi hættu vegna framleiðslu
nýrra kjarnorkuvopna og sagði hana
neyða bæði austrið og vestrið til að
taka upp nýjan hugsunarhátt.
„Hinn nýi pólitíski hugsanagangur
gerir ráð fyrir ... meiri sveigjanleika
í utanríkisstefnunni, vilja til að fall-
ast á viðunandi sáttartillögur mótað-
ila sinna,“ sagði Dobrynin.
Dobrynin sagði hættuna á kjarn-
orkufári leiða til þess að baráttan
milli kommúnistaríkja og ríkja kapít-
alismas gæti aðeins farið friðsam-
lega fram og sagði stjórn sína ékki
hafa í hyggju að velta kapítalisman-
um úr sessi.
Dobrynin leiðir nú alþjóðamála-
deild kommúnistaflokksins og er af
vestrænum stjórnmálaskýrendum
talinn vera helsti ráðgjafi Gorbat-
sjovs í utanríkismálum. Embætti
Dobrynins og skipan Eduards She-
vardnadze í embætti utanríkisráð-
herra á síðasta ári í stað Andreis
Gromyko þykir benda til að flokkur-
inn vilji hafa meira að segja í
sambandi við utanríkisstefnuna.
I ræðu sinni hélt Dobrynin því
fram að utanríkisstefna Sovétmanna
væri nú orðin kröftugri og sveigjan-
legri...“ og jafnvel þeim sem ekkert
er gefið um Sovétríkin viðurkenna
það,“ sagði utanríkismálaráðgjaf-
inn.
Grænfriðungasamtökin hafa ákveð-
ið að senda skip sitt „Moby Dick“ til
móts við norska hvalveiðiflotann til
að reyna að trufla hrefnuveiðar
Norðmanna.
í tilkynningu samtakanna voru
áhafnarmeðlimir skipsins, sem nú er
í höfn í Hamborg, sagðir ætla að fara
í minni báta þegar á miðin kemur og
koma sér á milli hvalveiðibátanna og
bráðarinnar.
Norðmenn eru eina þjóðin sem
virt hefur alþjóðabann á hvalveiðar
í gróðaskyni að vettugi og var floti
þeirra sendur út á miðin á Norð
austur Atlantshafi nú í fyrradag.
Flotinn hefur veiðikvóta upp á 400
hrefnur sem veiða má næstu þrjá
mánuðina.
Grænfriðungaskipið ber nafn þess
fræga hvíta hvals sem Herman Mel-
ville skapaði í sögu sinni um baráttu
hvalveiðifangarans Ahab við hinn
ósýnilega hvíta hval Moby Dick.
Nýja Jórvík:
Kona á níræðisaldri
hljóp uppi og barði
þrítugan töskuþjóf
Nýja Jórvík-Reuter
Kona, sem lögreglan í Nýju Jórvík
lýsti sem enskri hefðarkonu, barði
duglega á þjóf þar í borg eftir að
hann hafði rænt handtösku hennar.
Konan barði manninn með
regnhlíf sinni og hélt honum þar til
lögreglan kom á vettvang.
Sara Tucker, sem er 87 ára
gömul og býr á Manhattan, var á
göngu nálægt heimili sínu þegar
Jose Ramos kom aðvífandi á hjóli
sínu og greip af Söru handtöskuna.
Jose er þrítugur.
Að sögn lögreglunnar elti sú
Paraguay:
Vestrænn styrkur til
handa lýðræðissinnum
Blaðið Nýju Jórvíkurtíðindi telur það spurningu
um tíma hvenær einræðisstjórnin í Paraguay fellur
gamla þjófinn og náði honum við
nálæg umferðarljós. Þar hrinti hún
honum af hjóli sínu og barði hann
með regnhlíf. Lögreglan var kölluð
út og fann Jose í hnipri á gangstétt.
Hann var handtekinn og ákærður
fyrir þjófnað.
Jose sagðist ekki geta skilið
hvernig sú gamla hefði getað
hlaupið hann uppi og var á að hér
hefði verið um mjög ákveðna konu
að ræða. Sara tók það rólega á
heimili sínu eftir átökin sem henni
varð ekki meint af.
Nýja Jórvík-Reuter
Andstæðingar Alfredo Stroessners
hershöfðingja og einvalds í Paraguay
Utlönd
Umsjón:
HEIMIR
BERGSSON
eiga skilinn stuðning og vináttu vest-
rænna lýðræðisríkja. Þetta kom fram
í ritstjórnargrein Nýju Jórvíkurtíð-
inda (New York Times) í gær.
í greininni var bent á að raunveru-
legt lýðræði hefði aldrei þrifist í 175
ára sögu Paraguay. Nú væri landið
hinsvegar orðið umlukið lýðræðis-
ríkjum sem Bandaríkin styddu við
bakið á, einungis Paraguay og Chile
væru „óþægilegar undantekningar".
„Núlifandi kynslóð hefur enga
aðra stjórnmálalega reynslu en þá
að lúta einræðisstjórn Stroessners
hershöfðingja,11 sagði í greininni.
Nýju Jórvíkurtíðindi sögðu Parag-
uaybúa eiga rétt á stjórnmálalegu
frelsi eins og nágrannar sínir og
bætti við í lokin að kannski væri það
einungis orðið spurning um tíma
hvenær einræðisstjórn Stroessners
yrði velt úr sessi.