Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.06.1986, Blaðsíða 12
^RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-86009: Þrífasa dreifispennar 800-1600 kVA. Opnunardagur: Fimmtudagur 10. júlí 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 5. júní 1986 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 3. júní 1986 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS K3RARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-86010: Einfasa einangrunarspennur 315-500 (800) kVA. Opnunardagur: Föstudaginn 11. júlí 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og veröa þau opnuð á sama staö að viðstöddum þeim þjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,.Lauga- vegi 118, 105 Reykjavík, frá og með föstudegi 6. júní 1986 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Reykjavík 5. júní 1986. Rafmagnsveitur ríkisins MÝVATN SKimiSTADAHREPFUR Skútustaðahreppur auglýsir stöðu umsjónarmanns vatns og hitaveitu áhaldahúss og véladeildar hreppsins Starfið er stjórnunarstarf og krefst góðrar þekking- ar og reynslu á sviði málmiðnaðar- og vélvirkjunar eða vélgæslu. Leitað er að traustum starfsmanni, starfsömum og útsjónarsömum. Starfinu fylgir einbýlishús í kyrrlátu og góðu umhverfi í sveitarfélagi með góða félagslega þjónustu, svo og góð starfsaðstaða. Umsóknarfresturertil 4. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 96-44263 og heima í síma 96-44158 Sveitarstjórinn í Mývatnssveit Arnaldur Bjarnason dalvíkurskdli Kennarar-kennarar Að Dalvíkurskóla vantar kennara í eftirtaldar kennslugreinar: íþróttir, tungumál, stærðfræði og almenna kennslu. Þá vill skólinn ráða sérkennara fyrir næsta skólaár. Dalvíkurskóli er grunnskóli og við skólann er starfrækt skipstjórnarbraut sem útskrifar nemend- ur með fyrsta stigs skipstjórnarpróf. I skólanum eru 300 nemendur. Kennurum verður útvegað ódýrt leiguhúsnæði. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma (96)61380/ (96)61491. Skólanefnd Dalvíkur Notaðar búvélar til sölu Súgþurrkunarblásari H-12, TAARUP-sláttutætari, vinnslubreidd 135 cm., TAARUP-sláttutætari, vinnslubreidd 150 cm., PZ-sláttuþyrla, vinnslu- breidd 150 cm., KUHN-stjörnumúgavél, BAN- FORD-múgavél. Upplýsingar í síma 99-1926. 12 Tíminn Föstudagur 6. júní 1986 DAGBÓK Helgarferðir F.í. 13-15. júní Mýrdalur-Höfðabrekkuheiöi - Kerlingar- dalur. Gist í svefnpokaplássi. Stórbrotið landslag, forvitnilegar gönguleiðir. Þórsmörk - Gist í Skagfjörðsskála. Salernisaðstaða er á staðnum. Heimsækið Ferðafélagið í Þórsmörk, það er ferðar- innar virði. Dagsferð F.í. á laugardag á Esju Á morgun, laugard. 7. júní, cr fyrsta Esjugangan af fjórum, sem Ferðafélagið efnir til í tilefni 200 ára afmælis Reykja- víkur (hinar þrjár 14.. 17. og 21. júní). Ferðirnar hefjast frá Umferðamiðstöð- inni, austanmegin kl. 13.00 (nema síðasta ferðin kl. 20.00). Fólk á eigin bílum er velkomið með, en lagt er á fjallið frá Esjubergi. Þátttakendur fá viðurkenning- arskjal að göngu lokinni og einnig happ- drættismiða og eru vinningar ferðir á vegum félagsins. Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugard. 7. júní. Lagt er af stað frá Digranesvegi 12, kl. 10.00. Allir Kópavogsbúar - ungir og aldnir - eru velkomnir með í laugardagstrimmið. Samvera, súrefni og hreyfing er markmið göngunnar. Hljómsveitin Upplyfting: f.v. Ingimar Snorrason og Ingimar Jónsson. Upplyfting á Austfjórðum Hljómsveitin Upplyfting verður á ferð- inni í sumar á sveitaböllum. Það verður byrjað um helgina á Austfjörðum: Á Jónsson, Sigurður Dagbjartsson, Kristján Djúpavogi á föstudagskvöldið, Egilsstöð- um á laugardagskvöld og Eskifirði á sunnudagskvöld. Þær breytingar hafa orðið í hljómsveit- inni, að Sigurður Dagbjartsson hefur aftur gengið til liðs við hljómsveitina eftir tveggja ára hlé. „Úr Þingholtum" eftir Mattheu. Sýning Mattheu Jónsdóttur í Kópavogi Á morgun, laugard. 7. júní opnar Matthea Jónsdóttir málverkasýningu í vinnustofu sinni Digranesvegi 71, Kópa- vogi. Á sýningunni eru rúmlega60myndir - flest olíumálverk og nokkrar vatnslita- myndir. Verkin eru öll til sölu. Sýningin er opin kl. 14.00-22.00 um helgar og 16.00-22.00 virka daga. Athygli skal vakin á því að aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir. Árbæjarsafn Þann 1. júní var opnað á ný Árbæjarsafn og er það opið almenningi kl. 13.30-18.00 alla daga nema mánudaga en þá er lokað. Listahátíð í Reykjavík Sýning í Ásgrímssatni í Ásgrímssafni hefur veriö opnuð sýn- ing á Reykjavíkurmyndum Ásgríms Jóns- sonar í tilefni af Listahátíð í Reykjavík og 200 ára afmæli borgarinnar síðar í sumar. Flestar myndirnar eru málaðar á árun- um 1910-1920 en 1909 snýr Ásgrímur heim frá námi erlendis og sest að í Reykjavík. Á þessum árum bjó hann víða um borgina, m.a í Vinaminni í Griótaþorpi. I heimili Ásgríms á Bergstaðastræti 74, eru á neðri hæð hússins sýndar vatnslita- myndir, en uppi á vinnustofunni hefur verið komið fyrir olíumálverkum. Ásgrímssafn verður í sumar opið alla daga, nema laugardaga, milli kl. 13.30 og 16.(X). Aðgangur er ókeypis. Minningarkort Áskirkju Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju hafa cftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742. Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775. Þjónustuíbúðir aldraða, Dalbraut 27. Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1. Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984. Holtsapótek, Langholtsvegi 84. Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og mun kirkjuvörður annast sendingu minn- ingarkorta fyrir þá sem þess óska. Verðlaunabókin Emil og Skundi Bókaforlagið Vaka/Helgafell hefurgef- ið út barna- og unglingabókina Emil og Skundi eftir Guðmund Ólafsson, en Guðmundur hlaut íslensku barna- bókaverðlaunin fyrir þessa sögu. Verð- launasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður á síðastliðnu ári í tilefni af sjötugsafmæli barnabókahöfundarins vin- sæla, Ármanns Kr. Einarssonar. Fjöl- skylda Armanns og bókaútgáfan Vaka/ Helgafell lögðu fram stofnfé sjóðsins. Dómnefnd valdi söguna af Emil og hundinum hans Skunda úr 45 handritum sem bárust. (áliti dómnefndar segir m.a.: „Sagan er vel samin og skemmtileg. Persónusköpun góð, söguhetjan trúverð- ug og bregst við vandamálum á rökréttan hátt. Söguþráður er spennandi og um- hverfi allt rótfast í íslenskum veruleika." Verðlaunabókin EMIL OG SKUNDI er 120 síður, og unnin í Prentstofu Guðmundar Benediktssonar í Kópavogi. Verð 496 kr. Hluti útskriftarnemenda ásamt skolameistara. Skolaslit Fjölbrautaskólans á Akranesi Níunda skólaári Fjölbrautaskólans á Akranesi lauk með skólaslitum laugard. 24. maí s.l. Þá voru brautskráðir 168 nemendur frá skólanum, þar af 54 nemendur frá framhaldsskólanum, 114 nemendur luku grunnskólaprófi, 20 nemendur luku stúdentsprófi, 26 burtfar- arprófum af tæknisviði, 5 luku verslun- arprófi og 3 nemendur luku 2ja ára aðfararnámsbrautum. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Bjarni Jónsson, stúdent af málabraut. Alls hlutu 13 nemendur viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan námsárangur. Listaklúbbur skólans fékk listaverðlaun Nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi fyrir sýningu sína á leikritinu Kitlur eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Hafdís Björg Hjálmarsdóttir fékk viður- kenningu úr minningarsjóði Elínar írisar Jónasdóttur fyrir íslenska ritgerð. í ræðu Þóris Ólafssonar skólameistara kom fram að undanfarna 3 vetur hefur nemendum í 9. bekk grunnskóla, sem verið hefur undir stjórn Fjölbrautaskól- ans, gefist kostur á því að hefja fram- haldsnám í kjarnagreinum á vorönn, hafi þeir náð tilsettum árangri á haustönninni. Hefur áfangakerfi skólans nýst vel til þess að veita nemendum í 9. bekk viðfangsefni í hverri námsgrein sem mest í samræmi við getu hvers og eins. Heur starfið undanfarin 3 ár staðfest að nokkur hluti grunnskólanemenda getur uppfyllt náms- kröfur grunnskólans fyrr en við lok bekkjar og þar með hafið framhaldsná fyrr en lög leyfa gefist þess kostur. Bæjarstjórn Akraness hefur nú sar þykkt að ganga til samkomulags v önnur sveitarfélög á Vesturlandi u rekstur sameiginlegs framhaldsskól Fjölbrautaskóla Vesturlands. Með stof un slíks skóla yrði brotið blað í söj framhaldsmenntunar á Vesturlandi. Mikil aðsókn nemenda frá svæðu utan Akraness var að Fjölbrautaskólai um á Akranesi s.l. vetur og sóttu t.a.n 150 nemendur um pláss á heimavi skólans. Alls stunduðu 540 nemendi reglulegt framhaldsnám við skólann s. skólaár, 89 nemendur sóttu öldungadeil og 114 stunduðu nám í 9. bekk. Kennari skólans á haustönn voru alls 48 en 49 vorönn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.