Tíminn - 06.06.1986, Page 15

Tíminn - 06.06.1986, Page 15
Föstudagur 6. júní 1986 lilllllllllll HELGIN FRAMUNDAN Tíminn 15 Listasafn ASÍ: Tryggvi Magnússon yfirlitssýning Nú stendur yfir í Listasafni ASl yfirlitssýning á verkum Tryggva Magnússonar. Á sýningunni eru frummyndir af á annað hundrað teikningum sem birtust í Speglinum, frummyndir af fornmannaspilum, olíumálverk, teikningar og skúlptúr- verk. Sýningin stendur til 22. júnf og er opin virka daga kl. 16.00-20.00 og um helgar kl. 14.00-22.00. Tryggvi Magnússon fæddist að Bæ á Selströnd 6. júní 1900, en lést í Reykjavík 7. sept. 1960. Jón Sigurbjörnsson og Gísli Halldórsson. Leikfélag Reykjavíkur: Síðustu sýningar á Land míns föður Þrjár síðustu sýningar á stríðsára- söngleik Kjartans Ragnarssonar Land míns föður verða nú um helg- ina, föstud. og laugardagskvöld kl. 20.30, - en athygli er vakin á síðdeg- issýningu á sunnudag kl. 16.00. Sýn- ingin á sunnudag er sú 140., en áhorfendafjöldi á sýningunum er þá orðinn rúm 30.000 manns. Með helstu hlutverk fara: Helgi Björnsson, Sigrún Edda Björnsdótt- ir, Jón Sigurbjörnsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Steinunn Ól- ma Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Ragnheiður Arnardóttir o.fl. en alls taka á milli 30-40 manns þátt í sýningunni, leikarar, söngvar- ar, tónlistarmenn og dansarar. Leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson, tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Jóhann G. Jóhannsson annast tónlistar- stjórn, Ólafía Bjarnleifsdóttir gerði dansa, Steinþór Sigurðsson leik- mynd, Gerla búninga, Daníel Will- iamsen sá um lýsingu. Árbæjar- safn Árbæjarsafn hefur verið opnað aftur eftir vetrarlokun. Safnið er opið um helgina föstud., laugar- dag og sunnudag kl. 13.30-18.00. Lokað verður á mánudag. Tónleikar í Hólma- víkur- kirkju Næstkomandi laugardag 7. júní, verða haldnir tónleikar í Hólmavík- urkirkju til fjáröflunar vegna píanó- kaupa í kirkjuna. Á tónleikunum koma fram þrír nemendur úr Tón- listarskóla Garðabæjar, þau Gróa M. Þórðardóttir sópran, Sigmundur Jónsson tenór og Gunnar Jónsson baritón. Undirleikari verður David Knowles. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir íslensk og erlend tónskáld. Tónleikarnir í Hólmavíkurkirkju hefjast kl. 16 á laugardag. Flóamarkaður kaffisala Uppeldis- og meðferðarheimilið að Sólheimum 7, Reykjavík, er heimili fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára, sem þurfa á aðstoð að halda. Heimilið er arftaki Með- ferðarheimilisins að Kópavogs- braut 17 og tilheyrir það Unglinga- heimili ríkisins. Heimilið tók til starfa 1. sept- ember 1985 og getur vistað allt að 7 unglinga. Það býður aðstandend- um unglinganna upp á fjölskyldu- meðferð. Heimilið leggur mikla áherslu á tómstundaiðkanir ýmiss konar og skipa ferðalög þar stóran sess. Nú hefur verið ákveðið að leggja land undir fót og stefna til Hollands í sumar. Fjáröflun er í fullum gangi. Einn liður í henni er að halda flóamarkað og kaffisölu næstkomandi laugardag þ. 7. júní. Flóamarkaðurinn verður haldinn í safnaðarheimili Langholtskirkju á milli kl. 14 og 19. Einnig tombólu- borð og uppboð á góðum munum. Frá Reykjavík 1909 eftir Ásgrím Sýning í Asgrímssafni á Reykjavíkurmyndum I Ásgrímssafni hefur verið opnuð sýning á Reykjavíkurmyndum Ás- gríms Jónssonar í tilefni af Listahá- tíð í Reykjavík og 200 ára afmæli borgarinnar síðar í sumar. Flestar myndirnar eru málaðar á árunum 1910-1920, en 1909 snýr Ásgrímur heim frá námi erlendis og sest að í Reykjavík. Á þessum árum bjó hann víða um borgina, m.a. í Vinaminni í Grjótaþorpi. í heimili Ásgríms á Bergstaðar- stræti 74 eru á neðri hæð hússins sýndar vatnslitamyndir, en uppi í vinnustofunni hefur verið komið fyr- ir olíumálverkum. Ásgrímssafn verður í sumar opið alla daga, nema laugardaga, milli kl. 13.30 og 16.00. Aðgangur er ókeyp- is. ■P' í ftíSSSS :Áí\\ : sllfl Hólmavíkurkirkja.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.