Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. júní 1986
Tíminn 3
Akureyri:
Brekkuhlaup
og fjöltefli
Um 450 börn á aldrinum 3-14
ára þreyttu svonefnt Brekku -
hlaup, nú fyrir skömmu.Pað eru
hjónin Auðunn Þorsteinsson og
Hildigunnur Ólafsdóttir eigend-
ur verslunarinnar Garðshorn
sem gangast fyrir hlaupinu.
Þetta er í annað skipti sem
Brekkuhlaupið er haldið og
stefnt er að því að þetta verði
árviss viðburður. Keppt er í
telpna- og pilta-flokkum undir 8
ára, 9-11 ára, og 12-14 ára. Þeir
hlutskörpustu í hverjum flokki
hlutu að launum útsýnisflug yfir
Akureyri og 3 efstu sætin í
hverjum aldurshóp fengu bikar
frá Skarti. Allir keppendur
fengu sælgæti frá súkkulaðiverk-
smiðjunni Lindu og gos frá Sana
að keppni lokinni, og skæða-
drífu af karamellum var varpað
yfir svæðið úr flugvél. Fallhlífar-
stökkvarar léku listir sínar og
Jóhann Hjartarson stórmeistari
tefldi fjöltefli við 42 skákáhuga-
menn á ýmsum aldri. Jóhann
vann 39 skákir, en gerði jafntefli
við Þór Valtýsson, Pál Þórsson
og Arnar Þorsteinsson.
Auðunn Þorsteinsson sagði að
þetta virtist mælast vel fyrir, og
í bígerð væri að halda hjólreiða-
keppni og hljómleika síðar í
sumar og jafnvel mætti eiga von
á fleiri uppákomum ef vel viðr-
aði. Úrslit Brekkuhlaupsins
urðu þannig:
0-8 ára stúlkur: Linda Sigfús-
dóttir.
drengir: Rúnar Freyr Rúnars-
son.
9-11 ára stúlkur: Linda Björk
Sveinsdóttir.
drengir: Ómar Kristinsson.
12-14 ára stúlkur: Birna Björns-
dóttir.
drengir: Kristján Magnússon.
texti og myndir: HIA
Norræna áhugaleikhúsráðið og
Bandalag íslenskra leikfélaga:
Norræn leiklistar-
hátíð áhuga-
manna í Reykjavík
I fyrsta sinn í sögu norræns
samstarfs á sviði leiklistar koma
saman í Reykjavík allar norræn-
ar þjóðir. Aður hafa Danir,
Svíar, Norðmenn, Finnar og
íslendingar mætst á slíkum há-
tíðum, en nú bætast í hópinn
Færeyingar, Grænlendingar,
Samar og Álandseyingar. Við
fögnum því sérstaklega að þess-
ar jaðarbyggðir Norðurland-
anna skuli koma hingað og sína
okkur brot af sínum menningar-
arfi á leiksviðinu.
Undirbúningur að Leiklistar-
hátíðinni í Reykjavík hófst
1983, þegar ákveðið var að efni
leiksýninganna skyldi tengjast
norrænum menningararfi í sinni
víðtækustu mynd og hvernig
áhrif hans birtust í leikhúsi nú-
tímans. Eftir ráðstefnu Norræna
áhugaleikhúsráðsins á Húsavík
1983 um sama efni, snéri hver til
síns heima og hafist var handa
við að skrifa og leita uppi efni
sem erindi ætti uppá leiksvið.
Flest þeirra leikrita sem sýnd
eru á hátíðinni eru ný af nálinni
og skrifuð eftir Húsavíkurráð-
stefnuna. Þó má finna innan um
eldri og sígild verk, eins og t.d.
Galdra-Loft, sem Leikfélag
Hafnarfjarðar sýnir.
Leiksýning finnskumælandi
Finna, Járnöldin (Rauta-Aika)
byggir á Kalevalakvæðinu, en
Svíar hafa leikað fanga í Snorra-
Eddu og hið sama má segja um
Færeyinga með glænýtt leikrit
eftir Regin Djurhuus Paturson,
sem tengir goðafræðina færeysk-
um menningararfi, fornum og
nýjum, m.a. mun skáldið Rói
Patursson flytja ljóð á sýning-
unni.
Kastrup hópurinn frá Dan-
mörku mun leika á Lækjartorgi,
litríka ævintýrasýningu. í Þjóð-
leikhúsinu leika auk Færeyinga,
Teaterlaget í BUL í Niðarósi og
samíski leikhópurinn Beaivvas.
Efni þeirrar sýningar tengist að
sjálfsögðu lífi hirðingja með
kröftugu tónlistarívafi. í Iðnó
leika Grænlendingar 3 einþátt-
unga, og sænskumælandi Finnar
einnig. Ennfremur verður þar
frumflutt nýtt íslenskt verk eftir
Jón Hjartarson, sem hann skrif-
aði sérstaklega fyrir Leikfélag
Kópavogs í tilefni hátíðarinnar.
í Bæjarbíói í Hafnarfirði sýna
Svíar, Álandseyingar og Hafn-
firðingar sjálfir en áhugaleikfé-
lag Reykjavíkur, Hugleikur,
verður með sýningar á Sálum
Jónanna á Galdaloftinu í Hafn-
arstræti 9.
í tengslum við hátíðina verður
haldin leiksmiðja í Kramhúsinu
við Bergstaðastræti og hefur
breska kvikmyndaleikkonan
Ailse Berk verið fengin til að
kenna.
Auk leiklistarhátíðarinnar
verður haldinn í Reykjavík aðal-
fundur Norræna áhugaleikhús-
ráðsins.
170 áhugaleikarar frá Norður-
löndunum koma hingað til að
leika á hátíðinni, í íslensku leik-
hópunum eru um 50 manns.
Alls eru væntanlegir hingað 240
þátttakendur í hátíðinni utan-
lands frá. Fjölmennastir eru
Finnar 70 manns.
Leiklistarhátíðin er styrkt af
Norræna menningarmálasjóðn-
um, menntamálaráðuneytinu og
Reykjavíkurborg.
Verndari hátíðarinnar er for-
seti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir.
Jóhanni Hjartarsyni, stórmeistara, tókst ekki að leggja alla að velli í skáklistinni.
Sprett úr spori í Brekkuhlaupi.
Tvö þekkt nöfn á einni vél
CASE INTERNATIONAL
Frá 47 hestafla til 97 hestafla
á mjög hagstæðu verði
T.D. .
KlHllfl 585XL2 62hö
VERÐ
KR.
610.000.-
STERKIR
★
LIPRIR
★
STÍLHREINIR
★ A Ihœfður gírkassi 16 áfram og 8 afturábak ★ Vel einangrað lúxus öryggis-
hús með miðstöð og sléttu gólfi ★ Yfirstœrð af rafgeymi ★ Demparasœti
★ Vökvalyftur dráttarkrókur ★ Niðurgírun óháð kúplingu og fleiri auka-
hlutir til þæginda
i a r* I
HF
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180