Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. júní 1986 Tíminn 9 Götumynd frá Juchitán í Oaxaca-fyíki, þar sem vinstri menn náðu meirihluta í kosningum. statt miðað við önnur lönd í róniönsku Ameríku? Ef við not- um mælikvarða eins og heils- ugæslu, læsi, menntunarstig og svo almenna afkomu? „í stórum dráttum er efna- hagsástand í Mexíkó svipað og í öðrum löndum róinönsku Ame- ríku. Síðustu áratugina hefur fólk verið að flykkjast úr sveitunum í borgirnar í von um betri af- komu sem hefur viljað láta á sér standa, enda hafa Mexíkanar orðið fyrir miklum efnahagsá- föllum. Þeir söfnuðu ntiklum erlendum skuldunt og af því leiddi mikið fall gjaldmiðilsins, pesosins. Síðar kom til sögunnar verðhrun á olíunni, sem var helsta von Mexíkana um betri framtíð og skuldasöfnunin var réttlætt með uppbyggingu olíu- iðnaðarins. Núna eru hlutföllin þannig, að um 60% þjóðarinnar búa í borgum en 40% í sveitum. Þetta fólk sem flust hefur milljónum saman í borgirnar býr þar í fátæktarbælum við ólýsanlega eymd. Inn í verstu fátækrahverf- in í Mexíkóborg fara engir utan- aðkomandi. Lögreglan ferþang- að ekki nema að degi til og þá með alvæpni. Þetta fólk lifir aðallega á ránum og betli. í sveitunum getur fólk þó ræktað upp í sig og er ótrúlega nægju- samt. Sumsstaðar lifir fólk næst- um eingöngu á maís, salti og baunum. Við sjóinn er ástandið mun skárra, þar getur fólk veitt fisk sér til matar. Ég veitti því athygli í Oaxaca að fólk hafði miklu betra viðurværi í fiski- þorpunum en uppi í sveit. En það er engin verslun með fisk frá fiskimannaþorpunum upp í sveitaþorpin. Ég kom í indíána- þorp aðeins 10 kílómetra frá ströndinni og þar bragðaði fólk aldrei fisk allan ársins hring, það hafði einfaldlega enga peninga til að kaupa hann fyrir. Við færðum fólkinu þarna nokkrum sinnum fisk og það var eins og ég hefði boðiö því til herlegrar veislu. Því var spáð að efnahagserfið- leikarnir mundu leiða til þjóð- félagslegrar ólgu meðal fátæk- asta hluta þjóðarinnar, en það hefur ekki gerst. Og skýringin á því er tiltölulega einföld, hann lifir ekki í sama hagkerfi og hinir. Fyrir þá sem lifa af betli eða vasaþjófnaði eða rækta uppí sig til að draga fram lífið skipta viðskiptakjörin eða staða pesos- ins engu máii, slíkir hlutir hafa ekki áhrif á þeirra framfærslu. Það eru frekar hinir sem finna fyrir kreppunni og þá einkum fátækari hluti millistéttanna, sem hefur verið háður innflutt- um vörum til að halda uppi sínum lífsstíl. Kreppan hefur bitnað verst á því fólki, en það rís ekki upp með kjaft, það þorir það ekki af ótta við þá sem eru enn neðar í stiganum. Frekar bíður það í von um að stjórnvöld færi hlutina til betri vegar. Þeir sem mest döngun er í hafa leitað norður fyrir landa- mærin i leit að atvinnu og af- komu fyrir sig og sína. Undan- farin ár hefur gríðarlegur fjöldi Mexíkana farið til Bandaríkj- anna, einkum eru það ungir karlmenn með nógu mikla döng- un og framtakssemi til að neita að sætta sig við það líf sem þeim er búið heima fyrir. Þetta gerist með þegjandi samþykki beggja ríkjanna. Mexíkönsk stjórnvöld losna við þá sem helst væru líklegir til að verða þeim til vandræða heima fyrir, í staðinn afla þeir gjaldeyristekna, þeir vinna fyrir fjórföldum launum á við það sem þeir gætu haft heima hjá sér og senda pening- ana heim og framfleyta fjöl- skyldum sínum þar. Bandaríkja- menn eru ánægðir með að fá ódýrt vinnuafl. Hins vegar skap- ar þetta ákveðin vandamál hjá þeim. í mörgum borgum í Suð- Vesturríkjunum eru heil hverfi þar sem einvörðungu búa Mex- íkanar. í Mexíkó er spaugað með þetta og sagt, „Nú hefnist þeim fyrir allt sem þeir höfðu af okkur, við leggjum þá undir okkur smátt og smátt.“ Reyndar er ótrúlegur fjöldi spænskumæl- andi fólks í Bandaríkjunum, það eru til dæmis ekki allir sem vita að 50% íbúa Los Angeles tala spænsku. Mexíkanar hafa 6 ára skóla- skyldu, sem illa hefur gengið að framfylgja, einkum upp til sveita. Börnin eru einfaldlega tekin úr skólunum, þegar þörf er á vinnuafli þeirra. Þessu hafa yfirvöld svarað á býsna sniðugan hátt, þau gera miklar kröfur fyrstu tvö skólaárin og að þeim loknum eiga allir nemendur að vera orðnir læsir og skrifandi. Þau vita sem er að skólagangan verður ekki lengri hjá fjöldanum öllum af nemendum. Ég hugsa að þetta séu þyngri kröfur en gerðar eru til nemenda í byrjun barnaskóla hérlendis. Svo koma þarna til erfiðleikar vegna tungumálanna. Það er áætlað að 85% Mexíkana hafi spænsku að móðurmáli, 3 millj- ónir tali gamla Aztekamálið og ein milljón Majamálið. Stærri Indíánamállýskurnar hafa eigið ritmál, en önnur ekki. En sumt af því fólki sem af yfirvöldum er flokkað tvítyngt talar mjög litla spænsku." Er þá haldið uppi útgáfu og kennslu á öðruni málum en spænsku? „Nei, yfirleitt fer öll kennsla fram á spænsku. I Aztekaþorpi, sem við þekktum vel til þegar við dvöldumst þarna, töluðu konur yfirleitt enga spænsku, ungir karlmenn einhverja spænsku og aðrir bara sitt az- tekamál. Þarna var skóli, sem hafði verið komið á fót nýlega og þar kunni kennarinn ekkert tungumál annað en spænsku. Börnin verða því að læra eitt- hvað í henni í skólanum, en tala hana yfirleitt ekkert þar fyrir utan. Það er mjög umdeilt hvernig á að bregðast við þessu tungu- málavandamáli. Ríkisvaldið segir; við verðum að kenna öll- um spænsku, annars náum við aldrei til þeirra með áróðurfyrir framförum í heilbrigðismálum, menntun og öðru þess háttar. Svo eru aðrir sem eru á þveröf- ugri skoðun og segja það vera vísustu leiðina til að drepa niður öll menningarleg séreinkenni, sem fólkið sjálft vill varðveita. Um þetta er rifist heiftarlega. Raunar eru nokkrar mállýskur nú þegar að deyja út, það eru til indíánamál, sem aðeins nokkur hundruð manns tala. En þótt allir töluðu spænsku þá leysti það ekki öll vandamál. Alþýða manna hefur það víða ekkert betra en indíánarnir, kjörin eru ósköp áþekk. Og ég sé ekki nein teikn á lofti um að það breytist, kannski frekar hið gagnstæða." Heilbrigðismál...? „Þau eru í jafn hroðalegu horfi eins og annarsstaðar í álf- unni. Til dæmis er ungbarna- dauði einna mestur í Mexíkó af löndum rómönsku Ameríku. Þá er það ógnvekjandi staðreynd að yfir 20% allra dauðsfalla stafa af bráðasýkingum, yfirleitt er þar um að ræða maga- eða lungnasýkingar. Það hefur verið í fréttum að leikmenn í heims- meistarakeppninni hafi verið þungt haldnir af magakveisum fyrstu dagana í Mexíkó og sumir ófærir um að leika. Þetta kemur engum á óvart sem til þekkir, flestir útlendingar sem koma til Mexíkó eiga við þessi vandamál að stríða. Innfæddir kalla þetta fyrirbæri hefnd Moctezuma. Lungnasýkingarnar kunna að eiga rót sín að rekja til hæðar- mismunarins í landinu að ein- hverju leyti og magasýkingarnar til hins landlæga sóðaskapar hjá alþýðu manna, þótt það skýri ekki allt.“ Nú kemur fram í skýrslunni frá Amnesty International sem við minntumst á áðan, að stjórn- völd hafi verið mjög samvinnu- þýð, greitt fyrir rannsókninni og raunar nýlega sett lög sem eigi að tryggja mannréttindi og hindra að menn séu teknir hönd- um og settir inn eða drepnir án dóms og laga? „Já, já, en spurningin er frek- ar um það hverju ríkisvaldið kemur til leiðar en um góðan vilja þess. Þá komum við aftur að því mikla valdi, sem héraðs- stjórnir og landeigendur hafa í krafti aðstöðu sinnar innan Bylt- ingarflokksins. Flest uppþot eiga sér stað úti á landsbyggðinni og manndráp og fangelsanir án dóms og laga eiga rætur að rekja til átaka bænda og landeigenda. Bænd- urnir eru þá oft ekki að fara fram á annað en að fá að nýta það land, sem þeir eiga sam- kvæmt lögum. Þá hefur Bylting- arflokkurinn alla upplýsinga- miðlun í greip sinni. Það má heita að aðeins eitt blað hafi stundað gagnrýna blaða- mennsku og birt fréttir af svona átökum, en það eru takmörk fyrir því hvað það má ganga langt. Satt að segja undraðist ég oft hvað það komst upp með. Sumir landeigendur og hér- aðshöfðingjar hafa einkalög- reglu undir sinni stjórn og af völdum slíkra „löggæslumanna“ hafa leiðtogar bænda týnst eða fundist dauðir úti í skurðum án þess að það hefði frekari eftir- mál. Ég get sagt þér eina kosn- ingasögu, sem sýnir vel hvernig þessir aðilar beita sér, ef völdum þeirra er ógnað. Það gerðist meðan við dvöldumst í Mexíkó í bæ einum, að sameinaðir vinstri flokkar unnu kosningar til bæjarstjórnar og Byltingar- flokkurinn viðurkenndi ósigur sinn. En kosningarnar voru varla afstaðnar þegar bærinn var kominn í nokkurs konar umsát- ursástand, fylkisstjórnin sendi hreinlega her á vettvang og bæjarfulltrúar fóru að týna töl- unni. Sjálfur varð bæjarstjórinn að hafa um sig tuga manna einkalífvörð. Éggerði ítrekaðar tilraunir til að hitta og fá viðtal við þennan mann, en tókst það ekki. Ég hef ekki haft neinar fregnir af því hvernig honum hefur reitt af.“ Engu að síður hefur Mexíkó notið ákveðinnar virðingar út á við? „Það er rétt og að sumu leyti verðskuldað. Þeir hafa vissulega af ýmsu að státa umfram ná- granna sína, og þeir hafa komið á ýmsum umbótum í krafti þessa sterka ríkisvalds síns, þótt verk- efnið sé tröllauknara en svo að búast megi við skjótum breyt- ingum. Þær gerast ekki nema á löngum tíma að mínu mati. Þrátt fyrir allt líta önnur ríki í rómönsku Ameríku á Mexíkó sem fyrirmynd. Mexíkó hefur ávallt haft uppi ákveðna sjálf- stæðistilburði a.m.k. í orði gagn- vart grannanum í norðri og talað þar máli rómönsku ríkjanna í álfunni gegn stóra bróður. Mex- íkó og Miguel de la Madrid forseti hafa verið í forustu fyrir Contadora ríkjunum í friðarum- leitunum í Mið-Ameríku. Það var áreiðanlega djarft til- tæki að halda heimsmeistara- keppnina í Mexíkó. Það má ekki mikið út af bera til að upp úr sjóði. Alþýða manna í Mex- íkó hefur ekki efni á að kaupa sig inn á leikvangana og það hefur verið komið upp sjón- varpsskermum á götum úti þar sent fólk getur komið saman og fylgst með. Þarna sýnist manni teflt á tæpasta vað. 1968 voru haldnir Olympíuleikar í Mex- íkó, þá var róttæknibylgjan í hámarki, eins og annars staðar og það voru hreinlega fram- kvæmdar hreinsanir fyrir leik- ana til að ekki félli bletlur á, yfir 500 manns hurfu og hefur aldrei verið gerð grein fyrir þeim. En hingað til hefur ekki frést að neitt slíkt hafi hent. Mexíkönum er í mun að efla virðingu sína í heiminum og knattspyrnan er nærtæk þegar bjóða á þegnunum upp á brauð og leiki, að hætti Rómverja hinna fornu. Gallinn er sá að það vill fara lítið fyrir brauð- inu.“ Litlir, skítugir betlarar i Mexíkóborg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.