Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22. júní 1986
Tíminn 17
Hollywoodstjarnan Ryan
O'Neal liggur ekkert á því hvaða
skoðun hann hefur á væntanleg-
um tengdasyni sínum, tennis-
snillingnum John McEnroe. „Ég
þoli þennan náunga ekki, en
dóttir mín er nógu gömul til að
vita hvað hún vill.“
Tatum O’Neal, sem er orðin
22ja ára hefur líka litlar áhyggj-
ur af því hvað pabba gamla
finnst. Þrátt fyrir allar aðvaranir
hefur hún nú eignast dóttur með
þessum hvirfilbyl tennisvallar-
ins. Tatum hefur líka haft gott
sjálfsálit frá því er hún átta ára
hlaut Oscarsverðlaun fyrir hlut-
verk sitt í „Papermoon." Eftir
það hefur henni líka veist létt að
koma því í kring sem hún hefur
hugsað sér og þar á meðal að
fanga McEnroe.
Hann sagði fyrir fæðingu
barnsins: „Þar til barnið er kom-
ið í heiminn tek ég ekki þátt í
neinni keppni. Ef ég ætla að
verða á toppnum verð ég að
hugsa um tennis og aftur tennis,
en nú hef ég svo margt um að
hugsa, sem verðandi faðir. að
það er mér meira virði en allir
Wimbledonleikir. Þetta er
stærsti viðburður í lífi hvers
manns.“
Þessi orð kornu honum vel
þcgar hann í janúar sl. tapaði
fyrir hinum alls óþekkta Brad
Gilbert á leikum í New York.
Hann lést eftir það hafa misst
allan áhuga á tennis og kvaðst
ætla í langt frí. „Jón skamma-
kjaftur" eins og Ameríkanar
hafa kallað hann er nú númer
þrjú á listanum yfir þá færustu í
tennis og er það lakasta staða
hans frá 1980.
Skömmu eftir að þau Tatum
hittust í samkvæmi hjá vinkonu
hennar í árslok 1984 tók að
færast fjör í leikinn. Á aðfanga-
dagskvöld sama ár fluttist hún
heim til hans í New York með
22 ferðatöskur og allir göptu af
undrun. Það kom fram í Center
Courts keppninni sumarið 1985
að hún hafði dregið úr honum
talsverðan mátt, því þar tapaði
hann fyrir Svíanum Mats Wil-
ander og á Wimbledon sýndi
hann takmarkaðan keppnisþrótt
í viðureign við landa sinn Kevin
Curren.
Það er engin vafi á að Tatum
krafðist að fá sinn skerf af tíma
McEnroe og sætti sig ekki við
leiðigjarna daga við tennisæfing-
ar. En aftur á.móti bitnaði fræg
geðvonska tennissnillingsins á
ástarsambandi hans.
Brúðkaupinu, sem átti að
verða hinn 17. febrúar, var
skyndilega frestað og enginn nýr
dagur ákveðinn. Tatum vildi að
brúðkaupið yrði haldið í húsi
John á ströndinni í Malibu og
aðeins vinir og kunningjar yrðu
viðstaddir, en foreldrar John
vildu hafa stórbrúðkaup í New
York. Þetta gekk svo langt að
Tatum sagði: „Það verður ekk-
ert brúðkaup, Gleymum
þessu?“ Hún kveið því líka að
John yrði of ráðríkur í hjóna-
bandinu.
Kunningi þeirra ljóstraði því
líka upp að þau greini á um
aðferðir við barnauppeldi. Tat-
um átti að hafa sagt að John
mundi fá barninu tennisspaða í
hendur, áður en það gæti gengið
og að það kærði hún sig ekki
um. Hún sagðist heldur ekki viss
um að hann yrði góður faðir...
Þegar frá leið tókst ekki að
hemja ágreiningsefnin innan
fjögurra veggja heimilisins. Á
götu í Malibu bað John vinkonu
sína um að stilla sér upp fyrir
Ijósmyndara, til þess að þau
losnuðu við þá. En Tatum sem
kærði sig aldeilis ekki um þá,
æpti upp, stökk upp í Poiscíiebíl
og spýtti í. McEnroe stóð þarna
peningalaus og lyklalaus og varð
að fá aðstoð við að komast inn í
eigin íbúð. Tatum lét ekki sjá sig
um sinn.
„Eiturlyf? Áfengi? McEnroy
misþyrmir Tatum óléttri,“ sögðu
fyrirsagnir blaðanna. „Þetta eru
tómar lygar," sagði faðir tennis-
leikarans. „Sonur minn stefnir á
að hefja tennisleik að nýju.
Hann er að grenna sig og er með
strangt æfingaprógram. En það
er enn ekki kominn tími til fyrir
hann að hefja keppni.“
Um þessar mundir fara þau
hjúin á fætur klukkan ellefu að
morgni, John hleypur um stund
á strönd Kyrrahafsins kaupir
dagblað og þau Tatum fara í
leiki.
Þegar hann fer í tennisklúbb-
inn reynir McEnroy að dyljast
með því að bera dökk sólgler-
augu og húfu með merki „Chic-
haco Bears". Á kvöldin má svo
sjá parið á næturklúbbum að
snæðingi við kertaljós eða þá í
fylgd með vini þeirra Jack Nic-
holson í körfuboltaklúbbnum.
En þrátt fyrir alla illgirni um-
hverfisins vonar tennisheimur-
inn statt og stöðugt að sjá
McEnroy í keppni að nýju.
Þótt ástin hafi kennt McEnroy
margt þykir hann enn temja
sér ýmsa ósiði, sem sjá má.
GULUBETRI
Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson:
Erlendar körfuknattleiksstjörnur í NBA-deildinni:
Stórir og sterkir
- þó ekki allir því Manute Bol er eins og brothætt hrísla
- „Draumurinn“ sendur sig vel - íslendingur á meðal
þeirra sem setja svip á NBA
Erlendir leikmenn, þar á með-
al fyrrum markvörður í knatt-
spyrnu frá Nígeríu og súdanskur
fjárhirðir sem eitt sinn drap ljón
til að bjarga rollum sínum, setja
nú mikinn svip á bandarísku
NBA körfuknattleiksdeildina:
NBA-deildin er talin sú besta í
körfuknattleik í heiminum og
þeir íþróttamenn sem þar spila
með betri íþróttamönnum á
jarðkúlunni.
Sá sem hve mest áhrif hefur
haft á NBA deildina er Akeem
Olajuwon frá Nígeríu. Hann er
gjarnan kallaður „Draumurinn"
og er 2,13 m á hæð og 113 kílóa
þungur. Akeem kom til Banda-
ríkjanna fyrir fimm árum og
spilaði með Houston Háskólan-
um í þrjú ár áður en hann
gerðist leikmaður með Houston
Rockets í NBA-deildinni. Hann
hafði ekki leikið körfuknattleik
í skóla áður, en var markvörður
í menntaskólaliðinu í Moslem
Teachhers College í Lagos. Ak-
Akeem „The Dream“ Olajuwon
hrifsar hér boltann af Adrian
Dantley frá Jazz. Olajuwon er
þegar orðinn einn af stjörnuleik-
mönnum NBA-deildarinnar
eem hefur þegar komist á blað
meðal þeirra bestu í NBA eftir
aðeins tveggja ára veru þar.
Hann var áttundi stigahæsti leik-
maðurinn í NBA á þessu
keppnistímabili og var maður-
inn á bak við frábæran árangur
Rockets sem spiluðu til úrslita
gegn Boston Celtics um
meistaratitilinn. Olajuwon var
fyrstur af öllum leikmönnum er
NBA-liðin völdu sér leikmenn
úr háskólunum fyrir tveimur
árum.
Ári síðar varð Patrick Ewing,
sem fæddur er á Jamaica, valinn
fyrstur af NBA liðunum er há-
skólunum lauk. Hann hafði þá
verið aðalmaðurinn hjá George-
town Háskólanum í Washington
og komið liðinu í úrslit háskóla-
keppninnar í körfuknattleik tvö
ár í röð. Ewing spilaði körfu-
knattleik í menntaskóla í
Massachusetts áður en hann fór
í háskólann svo hann hafði mun
betri undirstöðu en Oljajuwon.
Ewing var síðan valinn til að
keppa með New York Knicks og
þrátt fyrir að hafa misst af yfir
30 leikjum á keppnistímabilinu
þá var þessi 2,13 m leikmaður
valinn nýliði ársins í NBA.
Sá erlendu leikmannana í
NBA sem hefur þó vakið hve
mesta athygli og þá sennilega
útlitsins vegna er Súdaninn
Manute Bol sem spilar nú með
Hann hefur gífurlegt vænghaf
hann Manute Bol enda varði
hann tæp 400 skot á síðasta
keppnistímabili.
Washington Bullets. Bol er2,29
á hæð en er um leið ekki nema
um 90 kíló að þyngd. Hann
hefur vænghaf á við meðal þotu
og ver skot andstæðingana af
gríð og erg í leikjum sínum.
Hann er þó afar brothættur, ef
nota má það orð, því hann er
þvengmjór. Bol spilaði með há-
skólaliði Bridgeport Háskólans
í Connecticut eftir að hann var
uppgötvaður í Súdan og færður
til Bandaríkjanna. Síðan spilaði
hann í eitt ár með Rhode lsland
G. Seagulls í einskonar 2. deild
í Bandaríkjunum áður en hann
fór til Bullets. Það sem þjálfur-
um Bullets hefur tekist hve best
upp við í notkun sinni á Bol er
að láta hann verja skot. Á þessu
keppnistímabili „blokkaði" hann
397 skot og áttu margar reyndar
stjörnur erfitt viðureignar í leik-
um gegn Bullets vegna Bols.
Hinsvegar virðist erfitt að koma
á hann holdum. Það er sama
hversu marga hamborgara hann
étur og hversu mörgum tímum
hann eyðir í þrekmiðstöð
Bullets hann virðist ekki ætla að
þyngjast.
Þó þessir þrír leikmenn hafi
komið hve mest við sögu er-
lendra leikmanna í NBA þá eru
nú fleiri sem eru að stíga sín
fyrstu skref í deildinni. Meðal
þeirra eru V-Þjóðverjarnir Uwe
Blab og Detlef Schrempf sem
báðir leika með Dallas og Búlg-
arinn Georgi Glouchkov sem
spilar með Suns. Þá er auðvitað
íslendingurinn Pétur Guð-
mundsson nú á meðal þeirra
leikmanna sem setja svip sinn á
NBA-deildina. Loks má geta
þess að í lok síðustu viku þá
byrjuðu NBA-liðin að velja sér
leikmenn úr háskólunum og
vakti athygli að Sovétmaðurinn
Arvidas Sabonis var valinn af
Portland í fyrstu umferð en
hann hefur ekki spilað í Banda-
ríkjunum hingað til. Hann er
hinsvegar sagður vera besti
leikmaður í körfuknattleik utan
Bandaríkjanna. Portland hafði
áður gert samning við Spánverj-
ann Fernando Martin. í fyrstu
umferð þá völdu núverandi
meistarar Boston Celtics Len
Bias framherja frá Maryland
Háskólanum.