Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur 22. júní 1986 HOLLUSTU- HORNIÐ Svanfríður Hagwaag Adalréttir úr jurtaríkinu Aðalréttir eru venjulega helsta uppspretta þeirrar eggjahvítu sem við neytum þó það þurfi ekki að vera algild regla. Eggjahvíta í matvælum er byggð upp af mörgum aminósýrum sem eru nauðsynlegar til að halda heilsu. Líkaminn verður að fá allar helstu aminósýrurnar í réttum hlutföllum á sama tíma svo honum notist þær að fullu. f>að eru til mismunandi aðferðir til að ná jafnvægi í aminósýrunum. Venjulegast er að blanda saman tveimur eða þremur mismunandi tegundum af jurtaeggjahvítu. Þá blandast aminósýrurnar og jafnvægi fæst. Önnur aðferð er að blanda jurtaeggjahvítu saman við eggjahvítu úr dýraríkinu eins og mjólk, egg og ost. Hver kannast ekki við gamla góða hrísgrjónagrautinn. Með því að nota eggjahvítu úr jurtaríkinu fáum við ódýra eggjahvítu í háum gæðaflokki. Hnetur og baunir eru þar í háum gæðaflokki þar sem þær innihalda mikið magn af eggjahvítu og þar standa sojabaunir fremstar í flokki. Hér á eftir koma tvær uppskriftir sem innihalda hnetur og sojabaunir. Lúxushnetuhleifur 3 msk matarolía 1 meðailaukur, fínsaxaður 1 græn paprika, söxuð 1/3 bolli tómatar, saxaðir, síaðir 2. msk. söxuð steinselja 1 bolli soðin brún hrísgrjón 1/3 bolli rasp 1 bolli saxaðar valhnetur 1 egg, þeytt 3/4 tsk. sjávarsalt 1/4 tsk. paprika 1 tsk. rifinn sítrónubörkur 1 1/2 bolli marðar kartöflur Skraut: steinselja tómatar Hitið pönnu við meðalhita og látið síðan út á hana matarolíuna. Bætið út í lauknum og paprikunni og steikið þangað til hvorttveggja er íarið að mýkjast. Blandið steikta grænmetinu saman við næstu 9 atriði. Látið deigið í smurt ofnfast mót sem tekur um það bil 1 lítra og bakið við 160-170°C í um það bil 30 mínútur. Takið úr ofninum. Þekið með krydduðum mörðum kartöflum, stráið aðeins papriku yfir og bakið í ofninum þangað til kartöflurnar eru farnar að brúnast eða um það bil 15 mínútur. Skreytið með saxaðri steinselju og tómatsneiðum. Berið fram með rauðrófum og góðu grænu salati. Sojabaunahleifur 2 bollar sojabaunir 3 msk. matarolía 2 sellerístilkar, fínsaxaðir 1/2 bolli saxaður laukur 1 1/2 bolli rasp 1 egg 1 tsk. sage 2 msk. hunang 2 tsk. sjávarsalt 2 hvítlauksbátar 1/4 tsk. cayennepipar 1 bolli heimatilbúin tómatsósa Látið sojabaunirnar liggja í bleyti yfir nótt og sjóðið þær síðan þangað til þær eru meyrar. Látið renna af þeim. Geymið soðið og notið í súpur og sósur. Látið baunirnar í blandara 1/3 bolla í einu og malið eða notið kvörn. Það er líka hægt að hakka baunirnar. Hitið stóra steikarpönnu. Látið á hana olíuna og sojabaunirnar. Steikið þangað til baunirnar eru byrjaðar að brúnast. Bætið út í afganginum af efnunum nema um það bil 1/4 bolla af tómatsósunni. Hrærið létt saman. Mótið í hleif og látið í smurt brauðform. Bakið í 1 klukkustund við 170°C. Hellið afganginum af tómatsósunni yfir hleifinn og bakið í nokkrar mínútur í viðbót. Það er líka hægt að strá rifnum osti yfir og baka þangað til hann er bráðnaður. Berið fram með tómatsósu eða brúnni sósu. Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig 1,1 " 1 1- Okeypis þjónusta ^TTV • J ímmn Reykholtsdælingar á léttu skeiði til messu. Þjóðhátíð í Reykholtsdal 17. júní var haldinn hátíðleg- ur í Reykholtsdal, svipað og undanfarin ár. Þó hófust hátíða- höldin öðruvísi að þessu sinni, þ.e. að efnt var til hópreiðar, til messu í Reykholtskirkju kl. 11.00, að morgni. Um 30 manns komu ríðandi til messu. Fána- beri í broddi fylkingar var Sigfús Jónsson í Skrúð. Kl. 15.00 hóf- ust hátíðahöld í Logalandi. Byrjað var á að fara í ýmsa leiki, með þátttöku bæði barna og fullorðinna. M.a. fór nýkjörin hreppsnefnd sveitarinnar í reip- tog við fráfarandi hreppsnefnd og fóru leikar þannig að gamla hreppsnefndin reyndist sterkari, bæði upp og niður brekkuna. Að loknum leikjum var farið inn og þar hélt fjallkonan ræðu og Jón Þórisson flutti ræðu dagsins. Kaffiveitingar voru síðan á boðstólum. Um kvöldið var Unglingadansleikur í Loga- landi. Magnús Magnússon, fréttaritari Tímans í Borg- arfirði. Fjallkonur í Reykholtsdal. Helstu flokkadráttum er lokið en núverandi hreppsnefnd lætur þá eldri draga sig upp og niður brekkur. Tímaritið TURBO. Enn eitt bflablaðið á markað Út er komið 1. tölublað tíma- ritsins TURBO. Ritstjórar eru stórhuga ungir menn, Árni Björgvinsson og Karl Gunn- laugsson. Tímaritið TURBO er alhliða tímarit um bíla, vélhjól, vél- sleða, jeppa og allt það sem viðkemur akstursíþróttum innanlands sem utan, segir í fréttatilkynningu frá útgáfu- mönnum. Efni 1. tölublaðs er m.a. Bíla- naustrallý ’86, torfærukeppni Bílaklúbbs Akureyrar, trukka- kappakstur í Englandi, kvart- mílukeppni í Bandaríkjunum og heimsmeistarakeppni í Formúla 1 - rallakstri og vélhjólakapp- akstri. Þá er og lagður dómur á ýmis tryllitæki og í miðopnu er glæsilegt veggspjald í litum. í blaðinu er urmull litmynda og sagt er frá mikilli bílasýningu Forsíða tímaritsins nýja. sem ritstjórar TURBO stóðu fyrir á dögunum. Ráðgert er að koma blaðinu út með fimm vikna millibili í sumar og er næsta tölublað vænt- anlegt 20. júlí nk. Tímaritinu er dreift í bóka- og blaðsölustaði um land allt. Útgefandi blaðsins TURBO er fyrirtækið Hugsýn sf. til heimilis að Goðatúni 2 í Garð- abæ, s: 651501.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.