Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 13
Sunnudagur 22. júní 1986 Tíminn 13 A JLMERÍKUMENN halda því fram að harðsoðni, kaldhæðni einkaspæjarinn í leynilögreglusögunum hafi fæðst í því útvalda landi. Þeir hafa meira að segja reynt að sýna fram á að hann sé sprottinn beint út úr amerískri sögu og menningu. Og doktorsritgerðir hafa verið skrifaðar um að spæj- arinn sé kominn í beinan karl- legg frá frumbyggjahetjum sem, samkvæmt þjóðsögnunum, þurfti að vera ófyrirleitnir, hug- rakkir en um leið heiðarlegir á sinn hátt til að komast af. Og þegar vestrið var tamið upp úr aldamótunum hafi þessir kappar hætt að berjast við indíána og nautgripaþjófa en snéru sér að frumskógum stórborganna. Sjálfsagt vilja nú einhverjir meina að fleiri þjóðir hafi komið við sögu í sköpun þessara sögu- persóna; Bretar vilja varla láta þegja Bulldog Drummond eða Dýrlinginn í hel. Hinsvegar hef- ur hinn ameríski einkaspæjari þróast á alltannan hátt en t.d. sá breski og sú þróun hófst strax upp úr lokum fyrri heimsstyrj- aldar á síðum tímarits, Svörtu gríntunnar, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þessa sagnagerð, ekki síst fyrir þá sök að bæði Dashiell Hammett og Raymond Chandler skrifuðu sínar fyrstu sögur í það. Þeir Hammett og Chandler eru eiginlega guðfeður þessarar skáldsagnagerðar og söguhetja Chandlers Philip Marlowe, er sjálfsagt frægasti einkaspæjari fyrr og síðar. Marlowe hefur síðan verið fyrirmynd ótal spor- rekjenda sem reynt hafa, með mismunandi árangri, að líkja eftir kaldhæðnislegum stíl og tilsvörum Marlowe, sem oftast voru mun beittara vopn í með- förum hans en hnífar og skamm- byssur. FORMÚLA EINKASPÆJARANS Chandler reyndi þó að hjálpa kollegum sínum og skrifaði upp formúlu einkaspæjarans í grein sem hann nefndi: The Simple Art of Murder. Par segir Chand- ler í lauslegri þýðingu: Hann (spæjarinn) er tiltölulega efna- lítill maður, annars væri hann tæplega í þessu starfi. Hann er alþýðumaður, annars gæti hann ekki umgengist alþýðuna. Hann hefur ábyrgðartilfinningu, ann- ars gæti hann ekki gegnt starfi sínu. Hann tæki aldrei við óheið- arlega fengnum peningum og þolir engum ósvífni án þess að hefna þess grimmilega. Hann er einmana og hans eina stolt er að aðrir viðurkenni stolt hans. Hann notar tungutak samtím- ans, þ.e. ruddalega kímni, ber skyn á það óvenjulega, hefur ógeð á vesalmennum og viðbjóð á óheiðarleika." Frá blómatíma Marlowe hafa margir frændur hans fæðst í ritvélum rithöfunda og sumir hafa gleymst um leið en aðrir orðið lífseigari. „Persónuleiki" þessara söguhetja hefur einnig tekið breytingum eftir því sem þjóðfélagið, menningin og við- horfin hafa breyst. Nú eru t.d. einkaspæjarar sem slíkir ekki í tísku, cnda gera þeir, í daglegu lífi, lítið annað en eltast við ótrúa eiginmenn eða konur til að safna sönnunargögnum í skilnaðarmálum, eða leita uppi týnda unglinga sem stungið hafa af frá heintilum sínum. Hinsveg- ar lifir þessi bókmenntagrein góðu lífi og byggir enn á svipuð- um formúlum og Chandler not- aði, þó söguhetjurnar séu meira menn síns tíma. íslendingar hafa lítið fengið að kynnast þessari bókmennta- Er einkaspæj arinn fæddur í Ameríku? NOKKRIR SPORGÖNGUMENN PHILIP MARLOWE KYNNTIR grein Ameríkumanna, nema þá helst í gegnum kvikmyndir, og sjónvarpsþætti. Að vísu hefur verið hægt að fá bækur á ensku hér í bókabúðum ef menn vita að hverju þeir eiga að leita, en íslenskar þýðingar hafa verið fátíðar ef nokkrar. Hér er því ætlunin að kynna helstu merkis- bera þessarar tegundar spennu- sagna í Ameríku. MISSKILIN BJÖRGUN Sá sem best þykir halda uppi merki Chandlers, og Marlowe, er Robert B. Parker. Sá er dokt- or í bókmenntum og skrifaði raunar ritgerð um tengsl einka- ELMORE LEONARD, ein skærasta stjarna glæpasagn- anna ROBERT B. PARKER, doktor í einkaspæjurum og höfundur bókanna um Spenser. Ein sögupersóna Elmore Leonard er Stick, og Burt Reynolds reyndi að líkamna hana á hvíta tjaldinu. Mönn- um ber ekki saman um árang- urinn. spæjarans við frumbyggja Ame- ríku. Parker hefur skrifað nokkrar bækur um einkaspæjar- ann Spenser og félaga hans, blökkumanninn Hawk og vin- stúlkuna Susan. Spenser er harðsoðinn nagli sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna, en hefur oft svipaðar skoðanir á lífinu og tilverunni og Marlowe. Síðasta bókin um Spencer heitir A Catskill Eagle og þykir mörgunt sú vera ein af hans bestu. Par er á skemmtilegan háft fléttað kringum gamla þjóðsögu þemað um hetjuna sem reynir að bjarga mey sent er höfð í haldi í kastala. Pað kemur síðan í Ijós að árið 1985 er slíkt býsna flókið. „Mærin" er Susan, vinkona Spcn6ers, sá sem hefur hana í haldi er vonbiðill Spensers, hún hcfur í rauninni ekki streist mikið gegn því að vera svipt frelsinu. Peir sem gæta hennar eru einnig starfs- menn alþjóðlegs vopnasala, og Spenser verður að leita á náðir lesbískrar blaðakonu, fullorðins kvennsálfræðings, siðblindra CIA manna og auðvitað Hawks. Spenser hefur erft viöhorf Marlowe gegn fjandmönnum sínum og kímnigáfan cr einnig í lagi. Það sem skilur þá að er að Spenser notar ntun blóðugri að- ferðir við að ná sínu marki. { A Catskill Eagle myrðir hann t.d. mann með köldu blóði, í fyrsta skipti segir hann. Lesandinn fyrirgefur það þó, bæði vegna þess að sá myrti er melludólgur sem hefði annars misþyrmt tveim starfskonum sínum fyrir að hjálpa Spenser; og eins líður Spenser ekki vel eftir verknað- inn, sem sannar fyrir lesendum að hann sé mannlegur og sjái svolítið eftir öllu saman. DULARFULLT STARFSHEITI Lífseigasta söguhetjan er ör- ugglega Travis McGee sem John D. MacDonald skapaði fyrir rúmum 20 árum. Á þeim árum hafa kontið jafnmargar bækur út um þennan kappa, sú síðasta heitir The Lonely Silver Rain. Travis McGee Flush. Nafnið er þannig til komið að Travis vann einu sinni stórar upphæðir í póker, cftir að hafa unnið fyrsta pottinn á „brotnunt lit" þ.e. blöffi. McGee ber það dularfulla starfsheiti björgunarsérfræðing- ur, og björgunarstörf hans felast aðallega í því að hjálpa ungum stúlkum sent lent hafa í klónt vondra manna. Til þess nýtur hann oftast hjálpar hagfræð- ingsins Mayer og í samræðum sínum brjóta þeir oft heimspeki- leg vandamál til mergjar. Á tímabili vildi atburðarás þessara Travis McGee bóka falla í skuggann á heimspekilegum vandamálalausnum, en þó mál- far bókanna sé e.t.v. einum of uppskrúfað og bókmenntalegt fyrir allra smekk, eru þessar bækur spennandi og það er gam- an að fylgjast með þeim breyt- ingum sem verða á söguhetjun- um gegnum árin og bækurnar. Pær cldast eins og hinir föstu lesendur og mótast frá einni bók til annarrar. Það er eins og mig ntinni að hafa séð eina eða tvær Travis McGee bækur í íslenskum vasa- bókaútgáfum, en mönnum er ráðlegt að lesa þær frekar á ensku. NÆRBUXURNAR LÍKA Nýjasta stjarna glæpasagn- anna í Ameríku heitir Elmore Leonard. Hann hefur að vísu talsverða reynslu því hann er 60 ára gamall og hefur skrifað glæpasögur í yfir 30 ár. En á síðustu 3-4 árum hefur honum skotið upp á stjörnuhimininn og það verðskuldað. Leonard skrifar ekki um hetjur, söguhetjur hans eru frek- ar óhrjálegar, stundum jafnvel glæpamenn. Hann þykir ekki ED MCBAIN hefur lengi skrif- að um lögregluna í 87. stöð. JOHN D. MACDONALD, skrif- ar bókmenntalegar spennu- sögur. CHEVY CHASE brá sér í gervi Fletch, sögupersónu Gregory Mcdonald, og myndin varð vinsæl en lítt trúverðug fyrir- myndinni. sérlega frumlegur, en bækur hans eru skemmtilega skrifaðar, persónur vel upp byggðar og trúverðugar, smáatriði nákvæm og vel hugsuð, þannig að útkom- an er yfirleitt mjög fullnægjandi bók, ef þannig er hægt að kom- ast að orði. Síðasta bók Leonard heitir Glitz og fjallar urn lögreglumann sem reynir að sanna rnorð á geðveikan mann, sent nýslopp- inn er úr fangelsi. Sá hefur reyndar á prjónununt að ntyrða lögreglumanninn, til að hefna fyrir að sá kom honum í fangels- ið. Skemmtilegt dæmi um frá- sagnaraðferð Leonard er þegar lögreglumaðurinn er um það bil að skríða uppí hjá girnilegri söngkonu, í hótelherbergi í fjár- hættuspilaborginni Atlantic City, brýst morðinginn inn og reynir að skjóta lögreglumann- inn. Lögreglumaðurinn eitir morðingjann á nærbuxunum út á götu, en ^efst síðan upp og snýr við. A leiðinni til baka rekst lögreglumaðurinn á róna, sem gefur honum gott ráð. Á næstu blaðsíðum talar lögreglu- maðurinn oft um þetta heilræði sem róninn gaf honum. Það kem- ur ekki í Ijós fyrr en 11 blaðsíð- um síðar hvað það var. Nefni- lega: Þú hefðir átt að leggja nærbuxurnar undir líka.maður veit aldrei hvenær heppnin er með. Bækur Leonard hafa nýlega flestar verið gefnar út af Peng- uinútgáfunni, sem sýnir vel stöðu hans sem rithöfundar, og raunar hefur Robert B. Parker einnig komið út í Penguin. íslenskir myndbandaáhorf- endur og kvikmyndahúsagcstir, hafa að undanförnu getað virt fyrir sér eina sögu Leonard, Stick, með Burt Reynolds í aðalhlutverki. Þó ntyndin fylgi sögu Leonards í öllunt atriðum finnst mér hún vafasamur greiði við höfundinn, og hálf bragðlaus kynning. BRAGÐDAUFUR BURT Sama má segja um aðra kvikmynd, um söguhetju Greg- ory Mcdonald, Fletch. Sú mynd, sem Chevy Chase leikur aðal- hlutverkið í, mun vera vinsæl- asta kvikmyndin á myndbanda- markaðnum nú, og þó ekkert sé nema gott um kvikntyndina að segja, á hún lítið skylt við bæk- urnar um rannsóknarblaða- manninn Irwin Maurice Fletcher. Mcdonald hefur skrifað bæk- ur um Fletch í nokkur ár og sú síðasta, Fletch Won, þykir ein sú besta. En Mcdonald hefur fleiri söguhctjur á sínum snærum. t.d. lögreglumanninn Francls X. Flynn. Flctch er að uppruna til rann- sóknarblaðamaður scnt fer sínar eigin leiðir við rannsóknir mála. Fle§tar bækurnar eru mjög skemmtilegar aflestrar, sérstak- lega þær fyrstu sem voru marg- verðlaunaðar. Síðasti höfundurinn scm hér verður sagt frá er Evan Hunter, sem betur er sjálfsagt þekktur undir nafninu Ed McBain. Und- ir McBain-nafninu hcfur þessi höfundur skrifað fjölda bóka um lögreglumcnnina í 87. stöð. Eitthvað af þeim bókum hefur verið þýtt á íslensku og einnig hafa verið gerðar kvikmyndir eftir þeim, t.d. ein þar sem Donald Sutherland lék aðalhlut- verk. Síðasta bókin um 87. stöð heitir Eight Black Horses og þar eiga lögreglumennirnir í höggi við Heyrnarlausa ntanninn, glæpantann sem er slægur, geð- bilaður og skringilegur. í þess- um bókunt er venjulega þéttur söguþráður, gálgahúmor og of- beldi svo út úr flóir, auk þess sem þær eru vel skrifaðar Aðallega byggt á Time/GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.