Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn Sunnudagur 22. júní 1986 „Ég missti alla mina ættingja. Ég stóð einn uppi,“ segir sendiherrann. (Tímamynd Pclur) „Við reyndum að borða trélím með U viðarmylsnu Kosarev sendiherra Sovétríkjanna minnist umsátursdaganna í Leningrad, en í dag eru 45 ár liðin frá innrásardegi Nú á sunnudag, 22. júní eru liðin 45 ár frá innrásinni í Sovétríkin 1941. Þetta var einn mesti atburður styrjaldarinnar og sá sem átti eftir að hafa úrslitaáhrif á gang hennar og örlög þjóða, sem óneitanlega sér stað í heiminum sem við í dag lifum í. Stríðinu í Rússlandi fylgdu miklar og ólýsanlegar þjáningar fyrir íbúana og þær sögur verða ekki tölum taldar sem um það efni hafa verið ritaðar, - sögur um reynslu heilla byggða, borga og svo af persónulegri reynslu einstaklinga. Okkur hafði verið sagt að Evgení Kosarev sendiherra Sovétríkjanna hér á landi hefði verið einn þeirra sem þoldu hörmungar umsátursins við Leningrad og við báðum hann að minnast þessara daga, eins og hann nú man þá, 45 árum síðar. “Já, ég var í Leningrad meðan á umsátri Pjóðverja um borgina stóð,“ segir Kosarev sendiherra. „Ég er fæddur í Leningrad árið 1919, en þar var faðir minn verkamaður. Hann var af smá- bændum kominn, enda eiga flestir okkar Rússa ættir að rekja til verkamanna og smábænda. Ég var ákaflega hrifinn af öllu því sem að tækni laut, þegar ég var barn og unglingur, smíðaði mér módel af ýmsum flugvélunt og tókst meira að segja að taka myndir á myndavél sem ég sjálf- ur smíðaði mér. Líklega var það þessi tækniáhugi minn sem varð til þess að ég komst ungur á einn besta tækniskóla landsins, sem var í Leningrad, þar sem stærð- fræði og tæknifræði voru mín meginfög. En skuggi styrjaldarhættunn- ar grúfði yfir á þessum árum og hafði raunar gert það allt frá því er nasistar tóku völd í Þýska- landi 1933. Hitler hafði löngu lýst því yfir að hann hyggðist ganga á milli bols og höfuðs á bolsevismanum í Sovétríkjun- um og land okkar hafði smám saman verið að búa sig undir hugsanleg átök með uppbygg- ingu vígbúnaðarins. Það höfðu fleiri ríki kapitalisku landanna áður viljað okkur feiga, eins og sýndi sig bæði 1917 og 1919 og Japanar eftir 1930. 1940 var í Leningrad stofnað- ur flugsmíðatækniskóli og ég settist nú í þann skóla, ásamt þeim af félögum mínum sem bestir vorum taldir í stærðfræði- greinum. Ég stefndi á að verða hönnuður í flugvélasmíði. En skólavistin varð ekki eins löng og til stóð vegna þess að árið eftir, þann 22. júní fréttist um innrás Þjóðverja í land okkar, án stríðsyfirlýsingar. Ég gaf mig strax fram sjálfviljugur og var settur í deild sem barðist á vígstöðvunum milli Leningrad og Moskva. Það var við borgina Chuduvo. En við máttum ekki við herstyrk Þjóðverja í byrjun, enda stóð efnahagskerfi og framleiðslumáttur flestra af Evr- ópulöndum á bak við þýsku stríðsvélina og við urðum að hörva. Við vorum við Chudovo fram í miðjan ágúst, en í byrjun september vorum við komnir heim til Leningrad, sem senn var umkringd af herjum óvinar- ins. Fyrr en varði var ástandið í heimaborg minni orðið skelfi- legt. Veturinn 1941-42 vargeisi- lega harður. Engar vistir bárust til borgarinnar, það var raf- magnslaust og ekkert vatn. Fólk varð að sækja allt neysluvatn í ána. Án afláts voru gerðar loft- árásir og stórskotahríðin dundi af landi dag og nótt. Sprengju- þrýstingurinn braut hverja rúðu í þeim húsum sem ekki urðu fyrir sprengjunum sjálfum og kuldinn í híbýlum fólks varð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.