Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 15
Sunnudagur 22. júní 1986 Tíminn 15 hræðilegur. Þótt kuldinn úti væri gjarna um 30 gráður, var jafnvel enn kaldara inni. Fólk reyndi að negla fyrir gluggana og koma sér upp ofnum sem kyntir voru með öllu því sem tiltækt var, húsgögn voru brotin í eldinn.bækur og blöð voru brennd. Umsátrið stóð í 900 daga, eins og alkunnugt er, en þessi fyrsti vetur var verstur. Það voru alls engir aðflutningar, sem nærri má geta og brátt tók hungrið að sverfa að. Móðir mín var meðal þeirra sem dóu fyrstir, en alls áttu 600 þúsund manns eftir að týna lífinu í umsátrinu. Það er sorglegt að koma í grafreitinn, þar sem allt þetta fólk liggur jarðsett. Það jók enn á neyðina að eldar kviknuðu í ýmsum birgða- geymslunum í borginni, þar sem ógrynni af matvælum urðu eyði- leggingunni að bráð og við það rýrnaði sá skammtur sem fólki var ætlaður enn. Brauðskammt- urinn fór sífellt minnkandi og var lengstum aðeins 125 grömm af lélegu brauði. Það má sjá þennan hungurskammt á safni því í Leningrad, sem stofnað hefur verið til minningar urn umsátrið. Ég og margir reyndum að grafa í rústum birgðageymsl- anna eftir leifum af einhverju matarkyns og það sem fannst reyndi fólk að sjóða í vatni og drekka. Ég man líka að við fundum trélím og reyndum að leggja okkur þetta til munns. Það var seigt undir tönn og þá var tekið til bragðs að vatns- blanda það og sjóða. En þá var lyktin svo andstyggileg að maður ætlaði ekki að koma þessu niður og því var reynt með ýmsum ráðum að bæta bragðið. Við blönduðunt límið líka stundum með trémylsnu. Við þessar skclfilegu aðstæð- ur hélt hergagnasmíðin samt áfram í verksmiðjunum í borg- inni. Fólk svaf á vinnustaðnum við vélarnar. Enginn vildi gefast upp eða láta taka sig til fanga. Já, við trúðum því alltaf stað- fastlega að við mundum vinna þessa baráttu á endanum. Ann- ars hefðum við ekki haldið þetta út svona lengi. En þeir voru margir sem ekki lifðu að sjá sigur í þeirri baráttu, og ég lifði einn af úr mínum herflokki, sem einkum var samsettur af okkur skólafélögunum. Leiðin yfir Ladogavatnið En loks opnaðist leið yfir ísinn á Ladogavatni og aðstoð og birgðir tóku að berast til borgarinnar og það tókst að flytja marga þeirra burtu sem verst voru á sig komnir. Þótt flutningarnir lægju undirstöðug- um árásum átti þessi vegur, sem síðan hefur verið kallaður „veg- urinn til lífsins", eftir að bjarga okkur. Ég var á meðal þeirra sem fluttir voru burt þessa leið. Ég var þá 22j a ára og vóg ekki nema 32 kíló, þegar ég var lagður inn á sjúkrahús. Ég gat þá varla gengið lengur og öll meltingar- færin voru úr lagi gengin. Það voru fjölmargir sem dóu eftir að þeir komust á sjúkrahús. Kraft- arnir voru svo gjörsamlega þrotnir að þeim varð ekki bjargað. Fólk dó meira að segja sex eða sjö mánuðum eftir að það komst undir læknishendur. Sjálfur missti ég alla nn'na aðstandendur í Leningrad. Ég stóð einn uppi. Straumhvörf En svo fóru að verða straum- hvörf í styrjöldinni. Fyrst var það sigurinn við Moskvu og síðan við Stalingrad og við Kursk. Til að byrja með voru allar helstu verksmiðjurnar í Evrópuhluta Sovétríkjanna, en svo var farið að flytja verksmiðj- urnar austar á svæði sem ekki voru í hættu fyrir óvinahernum og hergagnasmíðin tók að auk- ast stórlega. Hægt og hægt sner- ist staðan og Þjóðverjar urðu að láta undan síga. Þegar styrjöldinni var lokið vann ég um skeið í verksmiðju við flugvélasmíðar. en þá æxluð- ust málin svo að ég fékk inn- göngu á diplomataskóla 1947 og var senn sendur til starfa á hernámssvæði okkar í Þýska- landi. Nei, við bárum ekki hefndarhug til þýsku þjóðarinn- ar. Við stefndum markvisst að því að uppræta fasísk öfl í Þýska- landi, en vildum láta Þjóðverj- um að öðru leyti sjálfum eftir að byggja upp eigið land og stjórna því. Stalin sagði líka: „Hitlerar koma og fara, en það verður alltaf Þýskalandi.“ Það átti fyrir mér að liggja að starfa í Þýskalandi bæði austan og vestan við meira og minna í 25 ár og í 17 ár hef ég verið þar búsettur. Þess vegna tel ég mig þekkja vel til mála þar. Við ætluðumst aldrei til að Þýska- ’ landi yrði skipt. Það voru banda- menn okkar úr stríðinu sem stofnuðu Sambandslýðveldið og vildu einangrasovéska hernáms- svæðið og því var ekki um annað að ræða en fara eins að. Þýska alþýðulýðveldið var sett á stofn og Grotewohl varð fyrsti forseti þess.“ Viljum ekki stríð „Því er oft haldið fram í vestrænum blöðum að Sovétrík- in vilji stríð. Það er ósatt., Við vitum hvað stríð er og viljum ekki stríð. Lítum á almenna borgara okkar. Þeir munu verða kallaðir á vígvellina til þess að deyja þar. í stað þess að fram- leiða nauðsynjar handa þjóðinni yrði öllum verksmiðjurekstri stefnt til stríðsþarfa. Skattar yrðu marghækkaðir og kreppa að kjörunum. Nei, við höfum ekki áhuga á stríði. Þær tillögur sem miða að friði hafa líka allar komið frá okkur. Það þarf ekki annað en lesa íslensk blöð til þess að sjá þetta. Við höfum borið fram tillögur sem miða að útrýmingu kjarna- „í byrjun urðum við að hörfa undan sóknarþunga óvinanna" Síður úr dagbók ungu stúlkunnar, Tönju Savicheva, sem Kosarev, sendiherra, getur um í viðtalinu. Einn af öðrum týna ættingjar hennar iífi í hungursneyðinni. Á blaðinu efst til hægri stendur: „Mamma dó klukkan 7.30 í morgun, 13. maí 1942.“ Á blaðinu til hægri að neðan er skrifað: „Bara ég, Tanja, er lifandi." vopna og eftirliti með efnavopn- um. En þessar tillögur hafa ekki fengið hljómgrunn hjá Banda- ríkjamönnum, því þar eru sterk- ir aðilar sem hagnast á að við- halda spennu, menn sem stöðugt vilja viðhalda vopnasmíði, sem þeir safna með gífurlegum auð- æfum. Við höfum líka lagt til frið- samlega hagnýtingu geimsins, sem Bandaríkjamenn vilja víg- væöa. í geimnum höföum við verið að byggja stövar, þar sem ýmis málmsmíði og lyfjagerð fer fram, sem varla er unnt að framkvæma á jörðu niðri. Reynski Sovétríkjanna í geimvísindum er mikil og við hölum nóg fram að leggja til slíkrar vísindalegrar samvinnu milli þjóða. A safninu í Leningrad um umsátriö má sjá bréf frá lítilli stúlku sem hélt dagbók þessa daga. Þar hefur hún skrifað: „í dag dó amma.“ Daginn eftir skrifar hún. „í dag dó systir mín.“ Þar hættir dagbókin sem röðin er komin að hcnni sjálfri. Við ölum æskulýð okkar upp í andúð á stríði og reynum allt til að hann gleynii því ekki hverjar ógnir fylgja styrjöldum. Friður er það mikilvægasta sem heim- urinn þarf að berjast fyrir á okkar dögum.“ íbúar Leningrad hafa grafið sig niður á hálffrosna vatnsleiðslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.