Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 19
Tíminn 19
Sunnudagur 22. júní 1986
Lögreglan
sek
fundin
um
pyntingar
- fanga í New
York gefið raflost
við yfirheyrslu
í máimánuði síðastliðnum
voru tveir lögreglumenn í New
York fundnir sekir um misþyrm-
ingu og pyntingu unglings, sem
grunaður var um sölu maríjú-
ana. Varð mál þetta til þess, að
margir lögreglumenn og stjórar
þeirra stóðu óstöðugum fótum í
stöðum sínum, þegar hafin var
víðtækasta rannsókn á meðferð
sakborninga í lögreglustöðvum
New York borgar í fimmtán ár.
Upp úr 1970 var síðast grisjað í
lögregluliði þar í bæ, er komst
upp um algenga mútuþægni lag-
anna varða.
Nýverið kvað kviðdómur upp
þann úrskurð, að hann teldi að
Jeffrey Gilbert, 34 ára, og Ric-
hard Pike, 42 ára lögreglustjóri,
væru sekir að því, að hafa ítrek-
að notað raftæki til þess að
neyða Mark Davidson, 19 ára
gamlan, að játa á sig að hafa
boðið borgaraklæddum lög-
reglumanni maríjúana til kaups
að jafnvirði tæpra 500 króna
íslenskra.
Sækjendur héldu fram, að
mennirnir tveir hefðu pínt Mark
með raftækinu, - en með því má
gefa 50.000 volta raflost, - í um
tuttugu mínútur, en hann hefði
þrálátt haldið fram sakleysi sínu.
Kæran gegn Davidson, en
hann var handtekinn í apríl á
fyrra ári, var felld. Hann hafði
aldrei lent í útistöðum við lögin
fyrr og sakaskrá hans var hrein.
Gilbert og Pike hinsvegar eiga
nú yfir höfði sér sjö ár fangelsis-
vist vegna þessa máls, en það er
aðeins eitt fjögurra, sem þeir
hafa verið kærðir fyrir. 9. júní
næstkomandi mun endanlegur
dómur liggja fyrir og verða þá
og tekin upp önnur mál, sem
höfðuð hafa verið á hendur
þeim.
Kærurnar gegn lögreglu-
mönnunum hafa leitt til mikillar
röskunar í röðum liðsmanna
New Yorklögreglunnar. 18hátt-
settir lögreglumenn hafa verið
færðir til í starfi og 5 látnir segja
af sér, þar af sá lögreglustjóri
sem gegndi þriðju hæstu stöð-
unni á þeirri deild er pyntingin
átti sér stað. Þar vinna að jafnaði
26.200 manns.
Lostbyssan, sem notuð var til
að krefja menn svara og ná fram
játun sekta, er tæki á stærð við
smáa bók (pappírskilju) og er
tækið lagt að nöktu hörundi og
lostið gefið.
Blaðamaður hafði samband
við Bjarka Elíasson, yfirlögreglu-
þjón, og spurði hann hvort raf-
tæki, sem mætti hafa til sömu
nota og dæmið frá New York
sýnir, séu í eign lögreglunnar
hér. Bjarki svaraði fyrir lögregl-
una í Reykjavík og þeirra er
hann þekkti til og sagði hann
það af og frá, að slík pyntingar-
tæki séu í eigu hennar. „Við
eigum ekkert slíkt og höfum
aldrei notað slík tæki,“ sagði
Bjarki Elíasson.
Þj
Hjörtu á
hálfvirði
í Singapúr er ráðgert að hefja
framleiðslu gervihólfa í hjörtu á
aðeins hálfu vcrði á við það sem
þau seljast nú á. Hólfin eru til
útflutnings til annarra Asíuríkja.
skýrði heilbrigðisráðuneytið í
Singapúr frá 11. júní sl.
Hólfin, sem kosta um 41.000
krónur íslenskar hvert, munu enú-
ast í 15 ár, en hólf sem framleidd
eru í Ameríku og í Evrópu endast
aðeins í tíu ár. Þau rnunu einnig
verða 20 sinnum öruggari en vest-
ræn hólf, segir í skýrslu ráðuneytis-
ins.
í Asíu fara fram 15.000 hjarta-
hólfa aðgerðir á ári hverju, en
annars staðar í heimi eru slíkar
aðgerðir fátíðari, eða samtals um
85.000.
Samstarf Búnaðarbankans og Brunabótafélagsins gerir þér nú
mögulegt að kaupa ferðatryggingu um leið og þú kaupir gjaldeyri
í bankanum.
Ferðatrygging Brunabótafélagsins er samsett trygging
sem bætir tjón vegna slysa, sjúkdóma og ferðarofs, auk tjóns á farangri.
Búnaðarbankinn býður ferðatékka
í 7 gjaldmiðlum, seðla í öllum skráðum gjaldeyristegundum
og Visa greiðslukort.
Ferðatrygging og gjaldeyrir á sama stað.
BÚNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BAVMKI
essemm sIa