Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Sunnudagur 22. júní 1986' Baksvið heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu BRAUÐSKORTIR OG Um þessar mundir beinist athygli 200 milljóna sjónvarpsáhorfenda um víða veröld daglega að Mexíkó, þar sem heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu fer fram. Rómanska Ameríka er álfa knattspyrnuhetjanna, en hún er líka álfa hungurs og fáfræði, og ofbeldis og ánauðar, en um leið álfa ótrúlega fjölskrúðugrar menningar. En það eru knattspyrnuvellirnir sem athyglin beinist að um þessar mundir. 200 milljónir verða jafnnær um hagi Mexikana eftir sem áður. A Æá MRIÐ * 1978 var heimsmeistarakcppnin haldin í Argentínu og gestgjafinn var Videla oddviti herforingja- stjórnarinnar, scm þá réð ríkj- um þarlendis. Vafalítið hefur sá mikli herforingi viljað sýna um- heiminum glæsta og geðslega mynd af ríki sínu og stilla ólgu innanlands. Argentínska lands- liðið gerði það sem til var ætlast af því, vann heimsmeistaratitil- inn, en sigurvíman dugði herfor- ingjastjórninni skammt, nú situr Videla á sakamannabekk ákærður fyrir hroðalega glæpi gegn þjóð sinni. Fyrir nokkrum dögum barst á borð blaðamanns bók sem inni- hélt skýrslu samtakanna Amn- esty International um ástand mannréttindamála í tveim mex- íkönskum héruðum, Oaxaca og Chipas, sem liggja hlið við hlið á Kyrrahafsströnd Mexíkó suð- ur við landamæri Guatcmala. Par kemur ýmislegt fram miður fagurt. Ekki er ætlunin hér að stilla þeim upp sem jafningjum Videla hershöfðingja og Miguel de la Madrid forseta Mexíkó, sem hefur áunnið sér virðingu umheimsins á valdatíma sínunr. f>ó virðist víða pottur brotinn í ríki hans. Siguröur Hjartarson sagn- fræðingur er sérfróður um sögu rómönsku Ameríku og þegar blaðamaður hóf að ræða við hann um það Mexíkó sem er baksvið heimsmeistarakepp- ninnar kom í ljós að hann þekkir vel til í öðru þeirra héraða, sem rannsókn Amnesty Internation- al beindist að, Oaxaca, en þar dvaldist hann um skeið með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum. „Það kemur mér ekki á óvart að athyglinni sé beint að þessum slóðum,“ segir Sigurður. Þarna búa einkum Indíánar og þeir eru tiltölulega sjálfstæðir í þeim skilningi að þeir hafa varðveitt menningu sína og siði betur en Indíánar víðast hvar annars staðar í landinu. Þarna er mjög fjöllótt og þorpin einangruð hvert frá öðru. Það er níðst óskaplega á þessu fólki. En víða hefur því tekist að varðveita sitt og sums staðar hleypa þeir ein- faldlega engum framandi rnönn- unt að sér. Það eru til dæmis til þorp þar sent bannað er að Ijósmynda, ferðamenn fá ekki að fara í kirkju nema f fylgd með oddvitanum eða hreppstjóran- um á staðnum og annað eftir því. Þeir segja einfaldlega sem svo; öll afskipti af okkur utan frá hafa alltaf orðið okkur til ills eins. Við viljum bara fá að vera í friði. Og auðvitað satt og rétt hjá þeim. Hvað liggur á bak við þessar ofsóknir? Sjálfstæðistilburðir, eða er eftir einhverju sérstöku að slægjast í þessum héruðum? íbúarnir þarna hafa varðveitt sína menningu og sérkenni betur en frumbyggjar annars staðar í landinu, eins og ég sagði áðan, en sjálfsagt ræður einhverju að þarna er olía í jörðu, sem ekki er að vísu farið að vinna að marki ennþá en er þó varasjóður fyrir Mexíkana. Uppi í fjöllun- unt eru skógarnir, sem landeig- endur vilja gjarna nýta, en þá eru Indíanarnir fyrir með sín ræktarlönd. Til að byrja með er kannski rétt að lýsa aðeins stjórnkerfinu í landinu. í Mexíkó má heita að einn flokkur sé alls ráðandi, byltingarflokkurinn PRI. Aðrir flokkar eru að vísu leyföir, en þeir mega sín lítils. Byltingar- flokkurinn hefur ríkisvaldið al- gerlega í höndum sér og hefur skapað valdakerfi, sent á sér fáar hliðstæður Vcrkalýðshreyfing og bænda- samtök eru hlutar af flokknum og þar með ríkisvaldinu. Full- trúar flokksins eru alls staðar, allt niður í smæstu einingar þjóðfélagsins. Þetta er í senn bæði styrkur og veikleiki. í Mex- íkó er ríkisvaldið mjög sterkt ef það beitir sér, sterkara en í nokkru öðru landi rómönsku Ameríku að Kúbu e.t.v. undan- skilinni. Á hinn bóginn getur komið fyrir að landeigendur og aðrir, sem hagsmuna eiga að gæta sjái sér ekki hag í því að framfylgja vilja ríkisvaldsins og þá á stjórnin í Mexíkó ekki svo Örsnautt sveitafólk í Oaxaca. hægt um vik. Hún á sitt undir velvilja og stuðningi þessara mannal' Skipting jarðeigna var ofar- lega á blaði í mexíkönsku bylt- ingunni, hvernig hefur fram- kvæmdin orðið? „Hún hefur verið með ýmsu móti. ÁróðurByltingarflokksins er ætíð afskaplega byltingarsinn- aður og þrunginn miklum eld- móði en efndirnar vilja verða alla vega. Landeigendur hafa sterka stöðu innan flokksins og flokkurinn getur illa án atbeina þeirra verið. Ég skal taka eitt dæmi um það hvernig landeigendur geta farið sínu fram hvað svo sem ríkis- stjórnin kann að vilja. í Oaxaca hafa bændur um ómunatíð rækt- að maís upp til fjallanna og hafa haft af því nánast sitt eina lifi- brauð. Nú upp á síðkastið hafa landeigendur svo skipað bænd- unum að leggja maísræktina nið- ur og rækta marijuana í staðinn. Fyrir afurðir þeirrar jurtar er mikill markaður í Bandaríkjun- um og ágóðavænlegur að sama skapi. Þetta hefur haft í för með sér að marijuana er ræktað þarna upp um allar hlíðar. Þegar svo bandarísk yfirvöld kvarta yfir þessu sér stjórnin í Mexíkó sig knúna til að aðhafast eitt- hvað og þær aðgerðir felast þá í því að sett er upp eftirlit á vegunum og þess freistað að grípa sölu- mennina glóðvolga og gera hass- ið upptækt. Þegar við vorum þarna var sífellt verið að stöðva okkur á vegunum og leita og við vissum til að einhverjir Banda- Indíánakona frá Oaxaca vefur á „mjaðmagrind“ ríkjamenn voru skotnir eftir að hafa neitað að svara stöðvun- armerkjum lögreglu og nokkur hundruð kíló af hassi voru gerð upptæk. Þetta gerðist bara steinsnar þar frá sem marijúana akrarnir stóðu í fullum blóma en engum datt í hug að hrófla við þeim, sjálfri uppsprettunni. Svo harkalega gat stjórnin ekki farið að ganga í berhögg við hagsmuni landeigenda. Bændunum er sama, þeir verða að vísu að hætta að rækta sinn maís, en í staðinn fá þeir örlítið fé handa í milli, sem þeir kunna að vísu misjafnlega með að fara, þeir sofa með dollarabúntin undir koddunum, en þora ekki fyrir sitt litla líf að fara nteð þá í banka. Þetta sýnir ákveðinn veikleika kerfisins, en hins vegar sanna dæntin að ríkisvaldið getur verið mjög sterkt. Oft hefur það gerst þegar órói brýst út í einhverju héraði, að þá hefur ríkisvaldið afl til að veita þangað fé til ýmissa umbóta sem nægja til að lægja öldurnar. En það ber þá að hafa í huga að vitund íbúanna er mjög bundin við heimahérað- ið, Mexíkanar hugsa varla sem ein þjóð. Það verður að hafa í huga, að Mexíkó er fjöllótt land og héruðin einangruð hvert frá öðru. Þar að auki eru töluð 56 tungumál í landinu auk spænsku. Þetta hefur í för með sér að þótt uppreisn komi upp í einu héraði breiðist hún ekki út. Bóndi suður í Oaxaca finnur ekki til neinnar samstöðu með verkamanni norður í landi. Vís- ast að hann viti ekkert um kjör hans né heyri yfir höfuð nokkurn tíma af honum.“ En hvernig er Mexíkó á vegi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.