Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn Sunnudagur 22. júní 1986 McEnroe í Myndin sú arna er greinilega tekin við tækifæri þegar sam- komulag hjónaefnanna er með betra mótinu. ERLEND MÁLEFNI Pórarinn Þórarinsson skrifar: Rau segist vera sigurviss í kosningunum á næsta ári Úrslitin í Niedersachsen hafa styrkt stöðu hans JOHANNES RAU, scm vestur- þýskir sósíaldemókratar völdu á síö- astliönu hausti kanslaraefni sitt í þingkosningunum, sem eiga að fara fram á næsta ári, gat bæði fagnað sigri og ósigri í fylkiskosningum, sem fóru fram í Niedersachsen á sunnudaginn var. Hann gat fagnað verulegum sigri í fylkiskosningum, sem fóru fram í Niedersachsen á sunnudaginn var. Hann gat fagnað verulegum sigri, en sósíaldemókrat- ar juku fylgi sitt í 42.1% úr 36.5% í fylkiskosningunum 1982. Hins vegar náðu sósíaldemókratar ekki því marki að fella stjórn kristi- legra demókrata í fylkinu með stuðningi Græna flokksins. Því gat Rau einnig fagnað, því að sósíal- demókratar í Niedersachsen hcfðu þá ef til vill neyðst til þess að leita samstarfs viö græningja, þótt Jo- hannes Rau hafi lýst yfir því, að samstarf við þá komi alls ekki til greina um stjórn Vestur-Þýskalands eftir næstu þingkosningar. Sósíal- demókratar hafa nú samstarf við græningja um fylkisstjórnina í Hess- en og hefði samstarf við þá bæst við í öðru fylki til viðbótar, myndi það hafa dregið úr trúverðugleika þeirrar yfirlýsingar Raus, að samstarf við þá komi ekki til grcina á landsvísu. Það mátti einnig vcra Rau gleði- efni, að græningjar gerðu ekki öllu betur en að halda því fylgi. sem þeir fengu í fylkiskosningunum 1982 eða um 7%. Margir höfðu spáð því, að kjarnorkuslysið í Chernobyl myndi verða vatn á myllu þeirra en svo reyndist ekki. Hins vegar er ekki ólíklegt, að það hafi heldur styrkt sósíaldemó- krata, sem mörkuðu sér þá stefnu nokkru eftir slysið, að fleiri kjarn- orkuver yrðu ekki reist í Vcstur- Þýskalandi en þau 20, sem nú eru starfrækt þar. Þeim verði jafnframt lokað, þegar búið verði að tryggja annari orkugjafa. KRISTILEGIR demókratar geta sleikt sár sín eftir kosningarnar. Þeir unnu mikinn sigur í fylkiskosningun- um 1982. Þeir fengu þá hreinan meirihluta eða 50.7% greiddra at- kvæða og 88 þingmenn kjörna af 171 alls. Nú fengu þeir ekki nema 44.3% greiddra atkvæða og misstu því meiri- hluta sinn á fylkisþinginu. Það var þeim hins vegar hjálp, að frjálslyndir demókratar misstu ekki alla þing- mcnn sína, eins og spáð hafði verið, heldur héldu svipaðri þingmanna- tölu og áður. Samanlagt hafa þcssir flokkar nú cins atkvæðis meirihluta á fylkisþinginu og tekur nú sam- stjórn þeirra við í stað stjórnar kristilegra demókrata einna. Forsætisráðherra fylkisins verður áfram Ernst Albrecht, sem oft hefur verið nefndur sem hugsanlegur eftir- maður Hclmuts Kohl sem kanslara- efni kristilegra demókrata, en senni- legt þykir, að eftir þennan ósigur sé það úr sögunni. En það styrkir ekki Kohl, þótt Albrecht sé úrsögunni, a.m.k. íbili, sem keppinautur hans. Margir kenna Kohl um ósigurinn í Nicders- achsen, því að kosningarnar hafi snúist meira um landsmál en fylkis- mál. Jafnframt sýna skoðanakann- anir, að Kohl er óvinsælli en flokkur- inn. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum halda kristilegir demó- kratar enn velli sem stærsti flokkur Vestur-Þýskalands, en Rau nýtur hins vegar meiri stuðnings sem næsti forsætisráðherra en Kohl. Af þessum ástæðum er nú veru- lega rætt um, að kristilegir demó- kratar skipti um kanslaraefni fyrir þingkosningarnar að ári. Helst er nú tilnefndur sem hugsanlegur eftir- maður Kohls Gerhard Stoltenberg fjármálaráðherra. Fleiri koma einn- ig til greina. Ef til vill hjálpar það Kohl, að ekkert samkomulag verður um annan en hann. Frjálslyndir demókratar eru taldir hafa heldur skárri stöðu eftir en áður, þótt þeir bættu ekki við sig nema tæplega 1% greiddra atkvæða. Þeir hafa aö undanförnu markað sér sérstöðu í ýmsum málum, einkum utanríkismálum, þar sem þeir eru Johannes Rau. ekki eins leiðitamir við Bandaríkin og kristilegir demókratar. Þessu munu þeir vafalítið halda áfram. Sennilega skáka þeir í því skjólinu, að talsvert af kristilegum demókröt- um muni kjósa þá í þingkosningun- um að ári til þess að útiloka að sósíaldemókratar fái meirihluta á þingi. ÚRSLIT fylkiskosninganna í Ni- edersachsen hafa vafalítið styrkt Jo- hannes Rau. Hann hefur um nokk- urt árabil verið forsætisráðherra í Nordrhein-Westfalen, fjölmennasta fylki Vestur-Þýskalands, og vann mikinn sigur í síðustu fylkiskosning- unum þar. Rau hefur þótt dugandi forsætis- ráðherra og nýtur mikilla vinsælda vegna alþýðlegrar framkomu. Hann er Iaginn að koma fyrir sig orði og sniðgengur oft stóryrtar yfirlýsingar. Áður en hann tók við kjöri sem kanslaraefni var hann talinn miðju- maður í flokki sósíaldemókrata eða mitt á milli þeirra Helmuts Schmidt og Willys Brandt. Eftir að hann tók við hlutverki kanslaraefnis hefur hann orðið að reyna að stýra flokkn- um þannig, að hann missi fylgi hvorki til stjórnarflokkanna né græningja. Vegna samkeppninnar við græningja hefur hann í utanríkis- málum og umhverfismálum heldur færst til vinstri eða nálgast Willy Brandt. Kjarnorkuslysið í Chern- obyl og undirgefni Kohls við Banda- ríkin hafa auðveldaö honum þetta. Þess vegna benda síðustu kosninga- úrslit til þess að fylgisaukning græn- ingja sé stöðvuð. I efnahagsmálum hefur Rau það að leiðarljósi að tapa ekki fylgi til stjórnarflokkanna. Þar leggur hann mesta áherslu á útrým- ingu atvinnulcysis. Rau er 55 ára. Þótt sósíaldemó- kratar nái ekki þingmeirihluta á næsta ári, þykir það ekki ólíkleg spá, að Rau verði orðinn kanslari áðuren hann nær sextugsaldri. Sjálfur segir hann. að annað komi ekki til greina en að hann verði kanslari strax á næsta ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.