Tíminn - 28.06.1986, Síða 4

Tíminn - 28.06.1986, Síða 4
4 Tíminn Laugardagur 28. júní 1986 SPEGILL Sophia Loren á ferðalagi - fórnarlamb ljósmyndara Sophia Loren er búin að vera augnayndi blaða- lesenda áratugum saman, enda alltaf vel til höfð og hress þegar hún verður á vegi ljósmyndara, virðist vera. Um daginn brá þó aðeins út af venjunni. Sophia var stödd á Heathrowflugvelli í London og varð að hagnýta sér ferðaþjónustuna þar innan vallar, sem fer fram með rafmangsknúnum farþegasæt- um. Sophia átti sér einskis ills von, þegar farar- tækið beygði allt í einu snögglega og færðist skelf- ingarsvipur yfir andlit hennar. Auðvitað var ljós- myndari nærstaddur. leikkonunni þegar hún hafði jafnað sig og komið sér fyrir í hefðbundar stellingar kvikmynda- stjörnu á ferðalagi! Svona er hin hefðbundna stellin^ kvik- myndastjörnunnar fyrir framan ljós- myndara. ÚTLÖND llllllllllll FRÉTTAYFIRLIT RÓM — Bettino Craxi for- sætisráöherra Italíu yfirgaf ráöstefnu Evrópubandalags- ríkjanna í skyndi og hélttil síns heima. Búist var viö afsögn Craxi í gær eftir aö stjórnin beið ósigur á þingi í fyrrakvöld. Valdaferill Craxi hefur veriö lengri en nokkurs annars for- sætisráðherra á Ítalíu eftir stríö. HAAG — Ráöstefnu Evrópu- bandalagsríkjanna lauk í gær án þess að ákveðið samkomu- lag tækist urrv efnahaaslegar refsiaögeröir gegn Suour-Afr- íkustjórn. Hinsvegar var fallist á tillögur þar sem viöskipta- þvingunum var hótaö ef ástand lagast. ekki innan tveggja mánaöa. MANAGUA — Hin vinstri- sinnaöa ríkisstjórn í Nicaragua lét loka ritstjórnarskrifstofum helsta stjórnarandstöðublaös- ins La Prensa. Stjórnvöld landsins hafa ákveöið aö fylgja fastar eftir neyöarástands- lögunum sem í gildi eru. TEL AVIV — Samkvæmt heimildum innan stjórnmála- heimsins hefur hneyksliö í sambandi viö uppsögn yfir- manns ísraelsku leyniþjónust- unnar skaöaö ímynd Símonar Peres forsætisráöherra og Yitzhak Shamir utanríkisráö- herra. Ekki er þó haldið aö samsteyþustjórn sú sem fer meö völd í landinu riðlist vegna þessa máls. BEIRUT — Hernaöarsinnar lokuðu mörgum skrifstofa sinna í Vestur-Beirút en þar tóku gildi nýjar reglur sem miöa að því að binda endi á stjórnleysi í þessum borgar- hluta múhameöstrúarmanna. Það voru sýrlensk stjórnvöld sem aö nýju reglunum stóðu. WASHINGTON - Banda- ríska jpingiö samþykkti ný fjár- lög fyrir fjármálaáriö 1987. Þar eru fjárlög til hernaöarupp- byggingar lækkuð svo og fjár- magn til margra félagslegra þátta. JÓHANNESARBORG — Stjómvöld í Suður-Afríku sögöu sex manns hafa látiö lífiö í óeiröum sem urðu í hverfum svartra. Einn mann- anna sem lést var svartur lög- reglumaður. BELGRAD — BrankoMikul- ic forsætisráðherra Júgóslavíu lofaði í ræðu sem hann hélt á þingi kommúnistaflokks lands- ins aö koma á verulegum endurbótum í hinu ört versn- andi efnahagslífi Júgóslavíu. BRIONI, Júgóslavía - Olíumálaráöherrar OPEC ríkj- anna héldu áfram ráðstefnu sinni í gær og ræddu fram- leiðslukvóta sinn í smáatrið- um. Olíumálaráðherra írans sagöi stjórnvöld síns lands enn vilja reyna aö ná olíuverði upp í 28 dali á tunnu innan tveggja mánaða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.