Tíminn - 28.06.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
í
Timinn
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aðstoðarf réttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrniLund
OddurÓlafsson
Guðmundur Flermannsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Endurskoðun
bankakerfisins.
Stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæö-'
isflokkur eru sammála um að gera þurfi skipulagsbreyt-
ingar á bankakerfinu sem hafi í för með sér fækkun og
sameiningu viðskiptabankanna.
Innan Framsóknarflokksins er mest fylgi við að
sameina Búnaðarbankann og Útvegsbankann eða með
öðrum hætti að fækka ríkisbönkunum í tvo.
Sjálfstæðismenn leggja áherslu á það sem þeir kalla
„öflugan einkabanka“ með þátttöku ríkisins.
í ræðu sem viðskiptaráðherra, Matthías Bjarnason
flutti á ársfundi Seðlabankans 6. maí sl. kom þessi
skoðun Sjálfstæðisflokksins skýrt fram, eftirfarandi:
„Það er mín skoðun að þessu markmiði skuli náð með
fækkun ríkisviðskiptabankanna og hlutdeild ríkisins í
stofnun öflugs hlutafélagsbanka þar sem stefnt verði að
því að einkaaðilar eigi meirihluta fjár.“
Þessi stefna Sjálfstæðismanna að láta ríkið færa
einkaaðilum fjármagn sem þeir síðan mega ráðskast
með að eigin vild er ekki ný af nálinni.
A stórhátíðum sínum fordæma þeir afskipti ríkisins
og telja þeim flest til foráttu, ekki síst að þau hefti frelsi
einstaklingsins til athafna. Þegar svo grannt er skoðað
kemur í ljós að vilji þeirra er í raun sá að ríkið fjármagni
framkvæmdir og gangi í ábyrgðir en eigi annars hvergi
að koma nærri.
Minna má á Þróunarfélagið í þessu sambandi.
Ætlunin var að fjármagn til þess félags kæmi frá
einkageiranum en þegar upp var staðið varð reyndin sú
að ríkið eða ríkisstofnanir fjármögnuðu félagið að
langstærstum hluta. Samt sem áður þótti það forkastan-
legt að ríkið hefði nokkur afskipti af starfsemi þess.
Sé aftur vikið að stefnu Sjálfstæðismanna í bankamál-
um vekur það athygli nú, þegar þeir vilja að ríkið leggi
fram verulegt fjármagn í einkabanka, að ekki eru nema
fáeinir mánuðir síðan að Alþingi samþykki að selja hlut
sinn í Iðnaðarbankanum. Pað var gert að forgöngu
þáverandi iðnaðarráðherra Sverris Hermannssonar og
þáverandi bankamálaráðherra Matthíasar Á Matthísen.
Þá þótti ekki ástæða til að ríkið hefði nein afskipti af
þeim banka. Nú er hins vegar óskað eftir fjármagni til
stofnunar annars banka úr ríkissjóði.
Fessu eru Framsóknarmenn algerlega andvígir. Þeir
eru tilbúnir að skoða hugmyndir um einkabanka og sem
hugsanlega gæti tekið að sér einhver af þeim verkefnum
sem ríkisbankarnir annast nú, en þeir leggjast alfarið á
móti því að ríkið JjfðÉað flækja sig í stofnun einkabanka
með verulegum i||ipaágrisútlátum úr ríkissjóði.
Þá hafa þeij^öpnig bent á þann möguleika að
Iðnaðarbankinnílltyerslunarbankinn sameinist í einn
öflugan hlutafél^píanka sem ríkið hefði ekki afskipti
af. Auðvelt ætti^Jfvera fyrir sjálfstæðismejin að vinna
að framgangi þesS' þar sem þeir hafa stjórnúb þessara
banka að verulegu leyti á sínu valdi. Samruni þéSsara
banka gæti leitt af sér öflugan einkabanka sem þéir
mæna svo mjög á.
Þessi mál hljótajað verða tekin til alvarlegrar umræðu
milli stjórnarfloifekna innan tíðar.
Laugardagur 28. júní 1986
lllllllllllllllllllllllll GARRI llllllllllllllllllllllllllllll
Næsta stórverkefni
íflugmáium
í grein, sein Jón Kristjánsson
alþin. birtir í Mbl. 25. þ.m. og
IJalIar um flugmál, bcndir hann
rcttilega á, að flugstöðvarbygging-
unni á Keflavíkurflugvclli sé aö
Ijúka og því sé oröið nauðsynlegt
að hyggja að næstu stórátaki á sviði
flugniáía, auk þess sem unnið er að
bættum skilyrðum á minni flugvöll-
uin víða um land.
Jón Kristjánsson telur, að þar
komi endurbygging flugvallar á
Egilsstöðum fyrst til greina. Aust-
urland sé meira háð flugsamgöng-
um en aðrir landsfjórðungar og þar
að auki sé Austurland næst flug-
völlum nágrannalandanna. Egils-
staðaflugvöllur er eini flugvöllur-
inn utan Reykjavíkurflugvallar og
Keflavíkurflugvallar þar sem reglu-
legt millilandaflug sé stundað, þ.e.
til Færeyja. Frá Egilsstaðaflugvelli
haldi Flugfélag Austurlands uppi
reglulegu áætlunarflugi til fimm
minni flugvalla á Austurlandi.
Egilsstaðaflugvöllur
Jón Kristjánsson scgir ennfrem-
ur:
„Á árinu 1985 fóru um Egils-
studaflugvöll 50.548 furþcgur og
hefur verið jöfn ogsígundi uukning
umferðar þur síðustu árin. Flug-
völlurinn er miðpunktur flugsum-
gungnu í fjórðungnum og lykilutr-
iði er uð hunn sé öruggur og vel
búinn. Völlurinn er bækistöð fyrir
þxr sjókruvólur sem ávullt eru
tiltiekurhjá Flugfélugi Austurlunds
og flugu 319 flugtíniu í sjúkruflugi
árið 1985.
Ástnnd þessu flugvullur er ulger-
Jcgu óviðunundi. Hunn er mulur-
völlur á veiku undiriugi og verður
ófær vegnu uurbleytu við viss skil-
yrði, uuk þess sem legu huns býður
ekki uppá bcstu uðflug. Vötturinn
vur yfirkeyrður fyrir tveimur árum
til þess uð vinnu bug á uurbleyt-
unni, en brátt sækir í sumu furið
uftur.
Ég hef orðið vitni uð því uð
ttugmenn Fokker-véla Flugleiðu
hufn átt i erttðleikum vcgnu uur-
bleytu, og þurft uð fá sér vutns-
slöngu og skolu viðkvæmun hjólu-
húnuð vélunnu fyrirflugtak á Egils-
staðuflugvelli.
Slíkt er ekki við hætt miðuð við
þær kröfur sem nú eru gerður.
Sumgöngumálaráðherru hefur
margsinnis lýst því yfir uð endur-
bygging Fgilsstuðuttugvullur verði
næstu stórverkefni í ttugmálum
hér. Þessum skilningi ber uð fugnu
því EgilsstnðafíugvöJlur er mikil-
vægur i innunlandssamgöngunum
uuk þess sem Imnn hefur mögu-
leiku sem millilanduvöllur og varu-
völlur fyrir vélur uf miðlungsstærð
sem notuður eru í millilunduttugi.
Miðuð við þær áætlunir nin upp-
byggingu vullurins sem til eru
mundi /laim endurbyggður og mul-
bikuður geta þjónað þotum uf
gcrðinni Boeing 727 sem vuravöll-
ur. “
Herflugvellir og
varaflugvellir
Jón Kristjánsson ræðir : síöan
þær hugmyndir, sem nú eru uppi
um herflugvelli og varaflugvelli.
Hann segir:
„Hinguð til hefur þuð verið svo
að Bandaríkjamenn og Bretar hafa
kostað stórframkvæmdir í flugmál-
um hérlendisað mestu. Þetta hefur
huft þau áhrif að vurnarmál bland-
ustávulltí umræðuna um stórfram-
kvæmdir við ttugvelli. Menn verða
hér að áttu sig á þvigrundvulluratr-
iði að NATO mun ekki undir
neinum kringumstæðum leggja féí
ttugvött nemu hunn verði notaður
uð stuðaldri sem bækistöð, verði
þar með herflugvöllur. Þuð er
grundvallanitriði að menn viti að
hverju er gengið í þessum efnum.
Ýmsir aðilar reyna að þrýsta á
framkvæmdir í flugvatturmálum
meðþvíuð skírskota til þurfarinnur
fyrir vuruvöll fyrir millilandattug.
Vissulega er þörf fyrir varavött,
vegna reglnu uin cldsncyti, en
likumur fyrir þvi að völlurinn
sé notaður uð murki eru ekki
miklar, því hægt er uð lendu i
Kettavík inær hvuðu veðri sem er.
Endu hefur sunnust sugnu ekki
verið þungur þrýstingur um vara-
vött frá ttugrekstruruðilum.
Með uppbyggingu Egilsstuða-
ttugvullar eru slegnar tvær flugur í
einu höggi. Einn mikilvægasti vött-
ur innanlandsflugsins er byggður
upp, og um leið hentur liunn sem
varavöttur fyrir hluta mittilanda-
ttotans, efþær vélar þurfa að lenda
annars staðar en i Keflavík einu
sinni til tvisvará ári. Þarna erstigið
fyrsta skrefið í uppbyggingu vara-
vullannu. Auðvitað verður síðar
lialdið áfram þeirri uppbyggingu.
Þessa framkvæmd ættum við ís-
lcndingur uð ráðu við einir. “
Vissulega eru þessar hugmyndir
Jóns Kristjánssonar hinar athygl-
isverðustu.
Garri
Nú er lag, Sverrir
olýsíttp
armerkiasetmng»-
'gSn»>'''«'iireosi"S'en’bKllis80
íur »t 'HðsfÉ. Svo
2. K
,UNKT . i sér s'"
, t há C'i"”- , etl"'
, „nnuin
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra hefur vcrið óspar á
stórorðar yfirlýsingar um vilja sinn
til að standa vörð unt íslenska
tungu. Síst af öllu skal út á það sett
hér, enda á hann í því efni að eiga
vísan stuðning allra góðra manna.
Nú á seinni árum fer það heldur .
ekki á milli mála að íslenskan á í <
fjöldamörgum atriðum í viðnáms-
baráttu gegn áhrifum frá ensku.
Hér verður menntamálaráðherra -
og öðrum - bent á lítið atriði þar
sem hún er komin á undanhald í
stríðinu gegn ensku áhrifunum og
aðgerð af hendi ráðherra gæti orðið
til bóta.
Þetta er varðandi greinar-
merkjasetningu í brotatölum. I
ensku er skrifað t.d. „1.5“ og lesið
úr því „one point five“. Með
öðrum orðum notar enskan punkt
bæði í tali og riti til að skilja á milli
hcillar tölu og brots í tilvikum sem
þessum. Hins vegar er í hærri
tölum notuð komma í ensku til að
skilja á milli þúsunda, t.d.
„1,234.5“ sem lesið er úr „one
thousand two hundred thirty-four
point five“. Þetta er forn landssiður
á Bretlandseyjum og hefur flust
þaðan til Bandaríkjanna og ann-
arra landa þangað sem enskan
fluttist á sínum tíma með breskum
nýlenduherrum.
Yfir á meginlandinu, m.a. í
Frakklandi, var hins vegar siður að
nota kommu á undan brotatölum,
og svo er gert á íslandi. Hér á að
skrifa „1,5“ í samræmi við að við
lesum „einn komma fimm“ en ekki
„einn punkturfimm" líkt ogensku-
mælandi fólk. Á sama hátt er í
íslensku notaður punktur til að-
greiningar í stórum tölum þar sem
enskan notar kommu, t.d.
„1.234,5“ sem við lesum úr „eitt
þúsund tvö hundruð þrjátíu og
fjórir komma fimm“.
^-Það er vakin athygli á þessu hér
vegna þess að það er ótrúlega
algengt að sjá enska háttinn hafðan
á í þessu efni nú orðið í textum sem
annars eiga að heita rammíslensk-
ir. Þótt ýmis stórfyrirtæki og stofn-
anir fari rétt með þetta, skýtur það
hvað eftir annað upp kollinum,
jafnvel frá hendi hámenntaðs
fólks. Það er ekki annað að sjá en
að fjöldi manns geri sér enga grein
fyrir því hvað sé rétt íslenska í
þessu efni.
Þetta á sér vafalaust skýringu í
því að þegar þáverandi mennta-
málaráðherra gaf út Auglýsingu
um greinarmerkjasetningu, hinn
3. maí 1974, sem er.n gildir, hefur
láðst að setja ákvæði um þetta inn
í hana. Þar er kyrfilega tekið fram
að punktur eigi að vera á eftir
raðtölustaf, nema hann sé í dag-
setningu með skástriki eða í sviga,
en um greinarmerki í brotatölum
er þar ekkert að finna.
Af þessum ástæðum er líklegt að
í skólakerfinu hafi það fallið meira
eða minna niður að kenna fólki um
þetta og af því leiði vanþekkingin.
Þetta er kannski lítið atriði, en
íslensk tunga verður ekki varin
gegn erlendri mengun nema varð-
staðan sé hvarvetna öflug. Hér er
þörf á að ráðherra láti bæta ákvæði
um þetta inn í gildandi ráðuneytis-
auglýsingu. Meðan það er ekki
gert eru engar fastar reglur í gildi
um þetta og gat á víglínum okkar
gegn ensku áhrifunum.
Hér er því aðgerða þörf. Vilji
menn í alvöru verja íslenska tungu
gegn erlendum áhrifum verður að
nota hvert tækifæri. Og hér er lag
til þess, Sverrir.
-esig