Tíminn - 05.07.1986, Page 4

Tíminn - 05.07.1986, Page 4
4 Tíminn „Richard Clayderman er prins rómantíkurinnar" - segir Nancy Reagan Annie Lennox - var kosin „Kona vikunnar“ í bresku kvennablaði Söngkonan Annie Lennox hefur verið í efstu sætum vinsældalista popplaga um þriggja ára skeið eða lengur. f>að er alltaf viss stíll yfir öllu sem frá henni heyrist og Annie sjálf hefur líka vissan stíl eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Á þessu ári hafa selst einhver ósköp af plötum hennar í Bretlandi og var þar efst á blaði Eurythmics-albúmið. Á þessu ári lék Annie Lennox líka fyrst í kvikmynd. En árið var ekki að öllu leyti gott hjá Annie, því að á þessum sama tíma leystist upp hjónaband hennar og eiginmannsins, Radha Raman, sem tilheyrir Hare- Krishna-söfnuði (hindúatrú). Þrátt fyrir persónulega erfiðleika hefur Annie Lennox mikinn meðbyr sem söngkona. Og þó að eitt lagið hennar heiti „Hver er þessi stúlka?" þá er það víst, að enginn spyr svo um hana sjálfa. Allir þekkja Ánnie Lennox, og nú hefur hún verið kosin „Kona vikunnar“ í bresku útbreiddu kvennablaði. Annie Lennox - „Kona vikunnar“ í vikuritinu Woman. Píanósnillingurinn Richard Clayderman er vinsæll víðar;. en á Islandi. Sjálf Nancy Reagan hefur boðið honum að spila í Hvíta húsinu og sæmt hann heiðursnafnbótinni „prins rómantíkurinnar“! En hvernig heimilisfaðir er þessi rómantíski prins? Richard býr á rómantísku bóndabýli í útjaðri Parísar með eiginkonu nr. 2, ungum syni þeirra og dóttur hans af fyrra hjónabandi. Það má hártoga að Richard „búi“ á þessum góða stað. Hann ferðast nefnilega um allar trissur 10 mánuði á ári, en þá tvo mánuði sem hann tekur sér frí notar hann til að kynnast fjölskyldu sinni. Og hvert frí er næstum eins og nýir hveitibrauðsdagar hjá þeim hjónum, enda segir Richard að ástin hjá þeim sé eins ný og fersk og fyrir 6 árum þegar þau kynntust! Richard mælir sem sagt eindregið með því til að halda lífinu í ástinni og rómantíkinni, að elskendur gefi sér gott frí hvor frá öðrum, en slíti ekki upp tilfinningunum í hversdagslegu amstri. Richard Clayderman og Christine hafa verið saman í 6 ár en eru enn eins og nýtrúlofuð. Enda eru þau aðskilin 10 mánuði á ári! Og börnunum sínum þarf hann að ky nnast upp á nýtt í hvert skipti sem hann hittir þau. Laugardagur 5. júlí 1986 llllllllllllllllllil ÚTLÖNID llillllllllllllllll1 FRÉTTAYFIRLIT HARARE — Jimmy Carter fyrrum Bandaríkjaforseti gekk út er ráðherra Zimbabwestjómar hélt ræðu í formlegu veisluboði sem haldið var í Harare til að minnast þjóðhátíðardags Bandaríkjamanna. Ráðherr- ann gagnrýndi í ræðu sinni stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Suður-Afríku. Cart- • er var greinilega hinn reiðasti vegna ræðunnar og gekk út ásamt fleira fólki. NÝJA JÓRVÍK — Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Francois Mitterrand Frakk- landsforseti hittust vegna há- tíðarhaldanna sem nú standa yfir í Bandaríkjunum til að minnast þess ao hundrað ár eru liðin frá því að franska þjóðin gaf Bandaríkjamönnum frelsistyttuna. Forsetarnir ræddu samskipti austurs og vesturs og hvaða hugmyndir Sovétmenn myndu líklegast hafa fram að færa á næsta leiðtogafundi stórveldanna tveggja. JÓHANNESARBORG - Ríkisstjórnin sagði það jafn- gilda sjálfsmorði fyrir hvita minnihlutann í Suður-Afríku að láta undan þrýstingi vestrænna ríkja um breytingar að aðskiln- aðarstefnunni. Vinna við fjórar námur í eigu De Beers sam- steypunnar lagðist að mestu niður í gær vegna verkfalls svartra námuverkamanna sem krefjast þess að verkalýðs- leiðtogar svertingja verði leyst- ir úr haldi. KUWAIT - Prinsinn í Kuw- ait leysti upp þingið vegna þess sem hann kallaði kreppu í öryggis- og efnahagsmálum. Hann skipaði nýja ríkisstjórn sem hann sagði verða að tak- ast á við áður óþekkta erfið- leika. BEIRÚT - Almennu verkfalli sem boðað var til að mótmæla borgarstyrjöldinni í Líbanon og efnahagsvandamálum lands- ins lauk í gær án þess að nokkur teikn væru á lofti um að tekist hefði að komast út úr hinni stjórnmálalegu sjálf- heldu sem ríkir í landinu. Verk- fallið, sem stóð yfir í sólarhring, naut mikils almenns stuðnings. OSLÓ — Norska ríkisstjórnin var gagnrýnd bæði af andstæð- ingum hvalveiða og stuðnings- mönnum veiðanna í Noregi eftir að hún tilkynnti um bann á hvalveiði í gróðraskyni frá og með næsta ári. HELSINKI — Kommúnista- flokkurinn í Finnlandi, einn sá elsti í heimi, hefur klofnað og hafa harðlínumenn úr hópi Sovétsinna sótt um að bjóða fram í þingkosningunum á næsta ári sem aðskilinn hópur. NICOSIA — Turgut Ozal forsætisráðherra Tyrklands lauk þriggja daga heimsókn sinni til norðurhluta Kýpur með þvi að lofa að styðja sjálfstætt ríki Tyrkja á eynni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.