Tíminn - 05.07.1986, Qupperneq 20

Tíminn - 05.07.1986, Qupperneq 20
feíiííó meðVISA FH-INGAR færöu sig af fallsvæði 1. deildar i gærkvöldi meö 2-1 sigri á Víöi Garði. Þessi sigur sendi Garösbúa jafnframt niöur í hyldýpi botnbaráttunnar. í 2. deild var stórleik- ur er Víkingar tóku á móti KA á gervimottunni í Laugardal. Norðanmenn fóru meö sigur af hólmi. Gerðu eina mark leiksins og eru nú á toppi 2. deildar og verða nema aö Selfyssing- um takist aö sigra Völsunga í dag. Landsmótið á Hellu: Fjölmenni á Rangárbökkum - búist við 20 þúsund manns Nú stendur yfir landsmót hesta- manna á Hellu. Hestamenn fjölmenna hvaðanæva af landinu og ekki nóg með það, heldur sækir mótið mikill fjöldi erlendra hestaáhugamanna, sem leggja mikið á sig að komast á mótsstað. Að sögn Kjartans Ólafssonar, framkvæmdastjóra mótsins hefur verið unnið þrekvirki í undirbúningi og framkvæmd mótsins og hefur undirbúningur og skipulagning tekið mörg ár. Við mótið starfa í sjálf- boðavinnu nokkur hundruð manns og er það óhemju fórnfúst starf,semþað fólk lætur í té. Kjartan sagði að aldrei hefði verið boðið upp á aðra eins þjónustu, á mótsstað sem nú. Aðspurður um ölvun sagði Kjartan að hestamennska væri mikið að breytast og að ekki bæri eins mikið á ölvun nú og áður. Um hádegisleyt- ið í gær var áætlaður fjöldi mótsgesta um 5000, en búist var við 20.000 manns í dag og á morgun. Veður var stillt og mótsgestir fylgdust með ánægju með keppni gæðinga í A- flokki. Rögnvaldur Ingólfsson og Svan- berg Reynir Gunnlaugsson voru langt að komnir, Rögnvaldur frá Bolungarvík og Svanberg frá Bakka í Dýrafirði. Þeir voru ánægðir með framkvæmd mótsins og aðstöðu alla. Báðir eru þeir hestamenn miklir og segja þeir hestamennskuna vera sjúkdóm sem fylgi mönnum til ævi- loka. Jón Sigurbjörnsson leikari var einn af þeim sem fylgdust spenntir með keppni gæðinga í A-flokki. Hann var á sama máli og þeir Rögnvaldur og Svanberg með móts- aðstöðuna. Jón kom á mótið strax á miðvikudag og segist hafa séð mikið af úrvals gæðingum, geltum og ógelt- um. Sjálfur er Jón með einn hest á sýningu. Mótið hófst á miðvikudag með dómsstörfum kynbótahrossa með af- kvæmum. Á fimmtudag voru svo dæmd kynbótahross, og gæðingar í Tvær kynslóðir af þarfasta þjóninum B-flokki, einnig fór fram keppni í eldri flokki unglinga. Á föstudag voru dæmdir stóðhestar og gæðingar í A-flokki og keppni fór fram í yngri flokki unglinga. Þá var kynning á söluhrossum sem Félag hrossabænda stóð fyrir. Um fimmleytið í gær kom svo kaupstaðarferðin ríðandi yfir Rangá með farteski sitt. Síðar um kvöldið var farin hópreið um Rang- árvelli og haldinn dansleikur í Njálsbúð. í dag laugardag kl. 10, setur Stefán Pálsson, formaður landssamtaka hestamanna, mótið. Sýnd verða kynbótahross með af- kvæmum, sýndir verða A og B- flokks gæðingar, unglingakeppni fer fram, töltkeppni og kappreiðar og loks verður kvöldvaka. Endapunkt- urinn verður svo eins og í gærkvöld, dansleikur í Njálsbúð. Á sunnudag verða verðlaun veitt og mótinu síðan Gustur frá Stormi sýnir. Jón Sigurbjörnsson fylgist grannt með. Tímamyndir- Gísli Egill.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.