Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Títnirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Fréttaflutningur dagblaða í könnun sem Hagvangur hf. gerði fyrir ríkisfjölmiðl- ana nú í júlí, voru þátttakendur spurðir hversu ábyrgar og trúverðugar þeir teldu að fréttir sjónvarps og útvarps væru, í samanburði við fréttir dagblaðanna. Niðurstaðan gefur til kynna að yfirgnæfandi meiri- hluti landsmanna telur fréttir ríkisfjölmiðlanna mun trúverðugri og ábyrgari en fréttir dagblaðanna. Hér skal ekki farið út í að meta áreiðanleika þessarar könnunar, eða hversu rétta mynd hún gefur en nokkur atriði er vert að hugleiða í þessu sambandi. Fullyrða má að íslendingar fylgjast vel með fréttum og eru vel upplýstir um flest það sem gerist. Fréttatímar ríkisfjölmiðlanna ekki síst útvarpsins eru á þeim tíma sem fólk á gott með að hlusta á þá. Útvörp eru opin á vinnustöðum og án þess að fólk sé e.t.v. sérstaklega að sækjast eftir því hlustar það á fréttir. Séu íslenskar fréttir skoðaðar má að einhverju leyti flokka þær í þrennt. í fyrsta lagi má nefna fréttir sem hafa mikið upplýsingagildi, s.s. fréttir frá atvinnuvegunum, um tilraunir og nýjungar í atvinnumálum, af kjaramálum og um stöðu landsmála yfirleitt. Á þessar fréttir hlýða landsmenn í útvarpi og sjónvarpi með öðrum fréttum. Oft gefa þessar fréttir ekki tilefni til stórfyrirsagna í dagblöðum og því fara þær framhjá mörgum eða að fólk gefur sér ekki tíma til að lesa þær. Þeta eru þó í flestum tilvikum vel unnar fréttir og ábyggilegar ■ og gerð jafn góð skil í blöðum sem í ríkisfjölmiðlunum. Þó er það mismunandi hversu vel blöðin sinna þessum fréttum og veldur þar stærð blaðanna og ekki síður til hverra þau vilja höfða með skrifum sínum og hversu ábyggileg þau vilja vera. í öðru lagi má nefna fréttir sem geta talist til æsifrétta eða slúðurfrétta. Þessar fréttir eru óábyrgar og lítt trúverðugar, en fer mikið fyrir þeim í .blöðum sem treysta hvað helst á lausasölu. Ríkisfjölmiðlarnir birta ekki fréttir af þessu tagi að fyrrabragði og eru þessar fréttir kannski helsta orsök þess að fólk treystir síður fréttum dagblaðanna. Fyrir þessum fréttum eru oft litlar heimildir en hægt að slá þeim upp og gera þær forvitnilegar. Oft reynast þessar fréttir nánast hreinn uppspuni eða ýktar svo að fólki ofbýður fréttaflutningurinn. Samt er það svo að þetta eru fréttir sem fólk kaupir og væri fróðlegt að gera könnun á því hvers konar fréttir fólk vill helst lesa. Að síðustu má nefna fréttir með afmarkað og oft lítið upplýsingagildi. Má þar nefna ýmsar fréttatilkynningar sem oft er fremur hægt að flokka undir auglýsingu fremur en frétt. Þessum fréttatilkynningum sinna ríkis- fjölmiðlarnir lítið sem ekkert, en blöðin líta á það sem skyldu sína að birta þær eftir því sem kostur er. Það skal þó enn ítrekað að mjög mismunandi er hversu mikinn metnað blöðin leggja í fréttaflutning sinn, og því óraunhæft að setja þau öll undir sama hatt þegar leitað er álits landsmanna um áreiðanleika frétta dagblaða. Föstudagur 11. júlí 1986 GARRI Miðstjórnarfundur um „jakann“ Deilurnar og átÖkin innan Al- þýðubandalagsins halda áfram. í fyrradag fjallaði framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins undir forsæti Ólafs Ragnars Grínissonar um málefni Guðmundar J. Guð- mundssonar. Frainkvæmdastjórn- in ákvaö að kalla miðstjórn flokks- ins saman með stuttum fyrirvara á óvenjulegum tíma til að ræða mál Guðmundar J. og „atburði síöustu vikna“. Umræðan mun fara fram í fjarveru Guðmundar J. Guð- mundssonar, en hann liggur nú á sjúkrahúsi og gctur því ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Á félagsfundi í Alþýðubandalag- inu á ísafirði st. þriðjudagskvöld var samþykkt einróma ályktun, þar sent þess var krafist að Guð- mundur J. Guðmundsson segði af sér þingmennsku fyrir Alþýðu- bandalagið. Áður hafði Alþýðu- bandalagið á Akureyri gert sams- konar ályktun. Svavar er undrandi Á miöstjórnarfundi á mánudag má búast við að heitt verði í kolunum. Fullvíst má telja að „Heimsmyndar“-viðtal Össurar Skarphéðinssonar, ritstjóra Þjóð- viljans, verði þar rætt. I viðtali við DV í gær segir Svavar Gestsson, formaður Al- þýðuhandalagsins, aðspurður um þá spá Össurar Skarphéðinssonar, að „IýðræðLshópurinn“ í Alþýðu- bandalaginu muni klofna frá flokknum og taka saman við vinstri krata, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalista: „Ég er satt að segja nokkuð m Ólafur Ragnar. Guðmundur J. 0 Svavar. Össur. undrandi á þessum ummxlum. Ég hefði talið eðlilegra að Össur Skarphéðinsson tæki þessi mál fyr- ir í framkræmdastjórn fíokksins. Ég hef ekki orðið var við það að okkar flokksmenn eigi samleið með til dæmis Bandalagi jafnað- armanna. sem núna hefur gerst aðili að samsteypu hægriftokka á Norðurliindum. Auðvitað verður hver og einn að gera þessa hluti upp við sjálfan sig, en þessi um- mæli koma méralgerlega á óvart. “ Össur afneitar orðum sínum enn í Þjóöviljann í gær skrifar svo ritstjórinn, Össur Skarphéðinsson, í þættinum „Klippt og skorið“, að það sé allt saman rangt, sem menn hafi verið að lesa út úr viðtalinu, sem hann hafði við tímaritið Heimsmynd. Það sé buil að hann sé með einhvern „klofningsvilja". Hann bregður á ný fyrir sig sjón- varpsstilnum. Hann afneitaði orð- um sínum á bíófundinum í sjón- varpi kvöldið fyrir kjördag frammi fyrir allri þjóðinni. Nú segir hann að menn lesi bara vit- laust það, sem hann sagði við tímaritið Heimsmynd. Hann hafi þvert á móti verið að sækja Al- þýðubandalaginu nýjan styrk! Össur segir: „Á þetta benti sá sem hérklippir og sker í viðtali við tímaritið Heimsmynd, og var af einhverjum sakaður um klofningsvilja. Það er auðvitað tómt bull. Menn verða einfaldlega að geta gert sér grein fyrir væntanlegri þróun, til að flokkur einsog Alþýðubandalagið geti sem lifandi hreyfing aðlagað sig breytingum og svarað nýjum þörfum. Ef rétt er á spöðum haldið er nefnilega hægt að nýta þetta ástand til að sækja Alþýðubanda- laginu nýjan styrk. Og það er auðvitað það sem máli skiptir. “ Neyðarástandsfundur í viötali Svavars Gestssonar í gær við DV upplýsir hann, að verkalýðsráð Alþýðubandalagsins hefur ekki enn verið kosið. Hann segir að það muni verða kosið á næsta miðstjórnarfundi. Kosning þess er samt ekki á dagskrá fundar- ins á inánudaginn, ef marka má Þjóðviljann. Hún á sjálfsagt að bíða þar til úrslit liggja fyrir í Guðmundarmálinu. Mánudags- fundurinn er hreinn neyðar- ástands-fundur.! Garri Blettur á verslunarfrelsinu Viðbrögð talsmauna heildsala við ■ verðsamanburði á vöru í Skotlandi og á íslandi hafa verið undarleg, en samt komið kunnuglega fyrir sjónir. Þeir sem gengið hafa fram fyrir skjöldu til að sýna fram á að vöruverð á íslandi sé eiginlega ekk- ert hærra en í Skotlandi hafa nær undantekningarlaust byrjað á að fullyrða að verðkönnun og saman- burður Verðlagsstofnunar sé marklaus. Illa sé að könnuninni staðið, starfsmenn Verðlagsstofn- unar hafi yfirleitt ekkert vit á verðlagningu og nánast óhæfir til að gera marktæka verðkönnun eða verðsamanburð. Það skiptir engu máli þótt verð- lag á sömu vörutegund sé að öllu jöfnu þrisvar sinnum hærri á ís- landi en í Skotlandi og að munur- inn á innkaupsverði heildsala hér komist allt upp í að vera sex sinnurn hærri en útsöluverð á sömu vörutegund í Skotlandi. Enginn neitar því, heldur ekki Verðlagsstofnun, að ekkert sé óeðlilegt við að margar vöruteg- undir séu dýrari hér á landi en í nágrannalöndunum í Evrópu. Þar kemur margt til. Oft er um fram- leiðslu eigin lands að ræða, þannig að varan er seld í sama landinu og hún er framleidd í. Meðal fjöl- mennari þjóða eru markaðir stærri og stórkaupendur geta fengið magnafslátt. Flutningar til íslands eru dýrir oginnflutningsgjöld bætast við vöru. En tollar eru líka til í útlöndum, og alls kyns gjöld eru lögð á vöru áður en hún lendir í höndum endanlegs kaupanda og söluskattur er ekki séríslenskt fyrirbæri. Við einir vitum Talsmann heildsalanna,sem ekki hafa vit á að gera hagkvæm inn- kaup, leggja sig í líma við að gera könnun Verðlagsstofnunar tor- tryggilega. En rökin sem þeir eru að rembast við að færa fyrir því að ekkert sé eðlilegra en að álagning á varningi til íslenskra neytenda se þrisvar og upp í sex sinnum hærri en annar staðar tíðkast, eru fárán- leg og sýna að álagningameistar- arnir bera hag flestra annarra en neytenda fyrir brjósti. Kunna ekki sitt fag Frjáls verslun er einn af horn- steinum sjálfstæðisins. Það tók langan tíma að berjast fyrir frelsi verslunarinnar og sem betur fer eru íslendingar yfirleitt hlynntir frjálsri verslun og vilja hafa allar viðskiptahömlur í lágmarki. Frjáls samkeppni og frjáls verðmyndun er hluti af verslunarfrelsinu og neytendur vilja hafa frjálsar hend- ur um að velja og hafna. Þeir sem setja blett á frjálsu verslunina eru þeir verslunarmenn sem nýta sér fáfræði og lélegt verðskyn neytenda til að smyrja óhóflega álagningu á söluvarning sinn. Eða þá þeir sem ekki bera skynbragð á hvernig gera á hag- kvæm innkaup í útlöndum. Spjótum beint í ranga átt Talsmönnum innflytjenda og þeirra stórkaupmanna, sem ekki kunna að gera innkaup eða leggja óhóflega á vöru, væri nær að snúa sé að þeim vesölu aðilum, en að beina spjótum sínum að Verðlags- stofnun og halda því fram að þar kunni ekki nokkur maður til verka og að þær upplýsingar sem sú stofnun veitir neytendum séu gall- aðar og marklausar. Verslunarfrelsið er ekki eingöngu til að einstakir kaupmenn græði óhóflega á kostnað neytenda. Það á að tryggja að aliir hafi hag af viðskiptunum. Verslunarráð og samtök innflytj- enda og kaupmanna og málgögn þeirra ættu að gera sér ljóst að frjálsri verslun er gerður mikili ógreiði með því að leggjast ein- hliða í vörn fákunnandi kaupmanna og okrara, en ráðast í þess stað á þá sem benda á slæmar veilur í mikilsverðri atvinnugrein. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.