Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 15 Föstudagur 11. júlí 1986 lllllllHllllllllllll . .............................. ............. ............... ............. ............ ..........I................II.IIIIII......lilll..................................lliilll........... Dregið í Evrópukeppnunum í knattspyrnu: VALUR - JUVENTUS - „Trúi þessu varla“ segir Þorgrímur Þráinsson - Valsmenn svo sannar- lega í lukkupottinn - Fram óheppið að vanda en Skagamenn mæta góðu liði - Platini og Laudrup til fslands? - Verður vallarmetið slegið? Michael Laudrup skærasta stjarna Dana á HM. Hann leikur með Juventus og mætir sjálfsagt á Laugardalsvöllinn í haust. Mjólkurbikarkeppni KSÍ: Hárfínt hjá Val - þurftu framlengingu til að vinna Grindavík 6-2 Prá Frímanni Ólafssyni í Gríndavik: „Þetta er frábært. Ég trúi þessu varla“ sagði landsliösmaðurinn Þor- grímur Þráinsson hjá Val er honum voru færð tíðindin góðu að Valur hefði dregist á móti ítölsku meistur- unum Juventus í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. „Nú setj- um við vallarmet" bætti hann.við. I gær var dregið í Evrópu- keppnunum þremur í knattspyrnu og er víst óhætt að segja að Vals- menn hafi dottið í lukkupottinn. Juventus er án efa eitt frægasta félagslið í Evrópu og margfaldir Ítalíumeistarar auk þess sem þeir voru Evrópumeistarar meistaraliða í fyrra. Sannkallað draumalið. Hin íslensku liðin sem taka þátt í Evrópukeppnunum voru ekki eins „heppin“ með dráttinn. Fram, sem spilar í Evrópukeppni bikarhafa, fær að spreyta sig á pólska liðinu Katowice en Skagamenn fá leik gegn portúgalska liðinu Sporting Lissabon í UEFA-keppninni. Skagamenn voru í potti með Napóli og vissulega hefði það verið drauma- liðið með Maradona innanborðs. Heppnin var þó ekki með Skaga- mönnum að þessu sinni og Napólí lenti á móti Toulouse frá Frakklandi. Evrópukeppni meistaraliða: Af þeim liðum sem taka þátt í Platini - Franski snillingurinn spilar með Juventus. meistarakeppninni þá verður Ju- ventus að teljast draumalið fyrir Val. Það að fá leikmenn á borð við Platini, Laudrup, Cabrini, Scirea og hugsanlega Rush er auðvitað dásam- legt. „Við gátum varla verið heppn- ari í þetta sinn. Að leika gegn stjörnum eins og Platini og Laudrup er eins og draumur. Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir knattspyrnu- unnendur á íslandi," sagði Þorgrím- ur Þráinsson hjá Val er Tíminn tilkynnti honum um dráttinn. Vals- menn eiga samkvæmt drættinum að leika fyrri leikinn á ftalíu þann 17. september en þann síðari í Reykja- vík þann 1. október. Liðin sem leika saman í Evrópu- keppni meistaraliða eru: Eindhoven (Hollandi) - Bayern Munchen (Þýskalandi) Porto (Portúgal) - Rabat (Möltu) Beggen (Lúx) - Austria Vín (Austurriki) Juventus - VALUR Red Star (Júgósl.) - Panathinaikos (Grikkl.) Beroe Stara (Búlgar.) - Dinamo Kiev (Sovét.) Young Boys (Sviss) - Real Madrid (Spáni) Anderlecht (Belgíu) - Gornik (Póllandi) Brönby (Danmörku) - Honved (Ungverjal.) Besiktas (Tyrkl.) - Dynamo Tirana (Alban.) Apoel (Kýpur) - Helsinki (Finnlandi) Rosenborg (Noregi) - Linfield (írlandi) Örgryte (Svíþj.) - Dynamo Berlín (A-Þýskal.) Shamrock Rovers (írlandi) - Celtic (Skotl.) Paris St. Germain (Frakkl.) - Vitkovice (Tékkó) Steaua Búkarest (Rúmeníu) situr hjá í fyrstu umferð. Evrópukeppni bikarhafa: Framarar gátu varla verið óheppn- ari. Þeir fengu pólska mótherja og þó ekki sé um stórlið að ræða þá gætu þeir líklega reynst mjög erfiðir án þess að draga að fólk. Vonandi að Fram takist vel upp og vinna leikina gegn þessu pólska liði. Einn landsliðsmaður er í liði Katowice. Sá heitir Jan Furtok og er útherji. Hann var valinn efnilegasti leikmað- ur Póllands árið 1984 og valinn útherji ársins 1985. Skemmtilega leikinn leikmaður með 4 landsleiki að baki. Hann er 24 ára. Framarar spila fyrri leikinn á Laugardalsvelli þann 46. september. Annars lítur drátturinn í Evrópukeppni bikar- hafa svona út: Rapid Vin (Austurr.) - Brugge (Belgiu) Roma (ítaliu) - Real Zaragoza (Spáni) Benfica (Portúgal) - Lilleström (Noregi) Nentori (Albaniu) - Dinamo Búkarest (Rúmeníu) Aberdeen (Skotlandi) - Sion (Sviss) Bordeaux (Frakklandi) - Waterford (írlandi) Malmö (Sviþjóð) - Apollon Limasol (Kýpur) Bursaspor (Tyrklandi) - Ajax (Hollandi) Wrexham (Wales) - Zurrieq (Möltu) Haka (Finnlandi) - Torpedo (Sovótr.) Olympic Piraeus (Grikkl.) - US Luxemborg (Lúx) Stuttgart (V-Þýskal.) - Spartak Trnava (Tékkó.) Katowic - FRAM 1903 (Danmörku) - Vitosha (Búlgaríu) Glentoran (N-írlandi) - Lokomotiv Leipzig (A-Þýskal) Vasas (Ungverjal.) - Velez Mostar (Júgósl) UEFA-kcppnin: Skagamenn mæta portúgalska lið- inu Sporting frá Lissabon. Sporting státar af fimm landsliðsmönnum og eru tveir þeirra meðal bestu leik- manna Portúgala. Það eru miðju- mennirnir Suosa og Pacheco. Það verður erfiður róður hjá Skaga- mönnum en þeir hafa þó alltaf staðið sig vel undir pressu og verða örugg- lega verðugir mótherjar Sporting. Liðin sem drógust saman í UEFA- keppninni eru annars: Lens (Frakkl.) - Dundee United (Skotl.) Groingen (Hollandi) - Galway (írlandi) Sporting - ÍA At. Bilbao (Spáni) - Magdeburg (A-Þýskal.) At. Madrid (Spáni) - Werder Bremen (V- Þýskal.) Jeunesse (Lúx) - Ghent (Belgíu) Pecsi (Ungverjal.) - Feyenoord (Hollandi) Sparta Prag (Tékkóslóvak.) - Vitoria (Portúgal) Dukla Prag (Tékkó) - Hearts (Skotl.) Tórinó (Ítalíu) - Nantes (Frakkl.) Leverkusen (V-Þýskal.) - Kalmar (Svíþjóð) Dinamo Minsk (Sovét) - Raba Eto (Ungv.) Gautaborg (Svíþjóð) - Sigma (Tékkó) Coleraine (N-írl.) - Brandenb. (A-Þýskal.) Legía Varsjá (Póll.) - Dnepropetrovsk (Sovót) Rangers (Skotlandi) - Tampere (Finnlandi) Uerdingen (V-Þýskal.) - Carl Zeiss Jena (A-Þýskal) Linz (Austurríki) — Widzew Lodz (Póllandi) Neuchtalen Xamax (Sviss) - Lyngby (Danmörku) Beveren (Belgíu) - Valerengens (Noregi) Crete (Grikklandi) - Hajduk Split (Júgósl.) Fiamurtari (Albaníu) - Barcelona (Spáni) Fiorentina (Ítalíu) - Boavista (Portúgal) Hibernians (Möltu) - Trakia (Búlgaríu) Swarowski (Austurr.) - Sredetz (Búlgaríu) Inter Mílanó (Ítalíu) - AEK (Grikklandi) „Gladbach" (V-Þýskalandi) - Partizan Bel- grad (Júgósl) Omonia Nicosia (Kýpur) - Sportul (Rúmeníu) Galatasaray (Tyrkl.) - Uni Craiova (Rúmeníu) Rijeka (Júgósl) - Liege (Belgíu) Napóli (Ítalíu) - Toulouse (Frakklandi) Lucern (Sviss) - Spartak Moskvu (Sovét) Valsmenn þurftu heldur betur að taka á honum stóra sínum til að Knattspyrnuskóli ÚÍA UÍA heldur um þessar mundir knattspyrnuskóla að Eiðum. Enn eru laus pláss í námskeið fyrir 6. flokk þann 14.-18. júlí og fyrir 4 og 5 flokk 2L-25.júlí. Kennt er á grasi og eru auk fótboltans video, kvöldvök- ur, leikir og fleira. Skráning cr í síma 97-1353. Kennarar eru Ársæll Hafsteinsson og Grétar Eggertsson. vinna 3. deildarlið Grindavíkur fyrir framan fjölda áhorfenda í Grindavík í gær. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 og í fyrri hluta framlengingarinnar skoraði hvorugt liðið. I þeim síðari sprungu hinsveg- ar heimamenn og Valur skoraði fjórum sinnum. Guðni Bergsson skoraði 0-1 fyrir Val eftir 46 sekúndur eftir horn og voru Valsmenn betri í fyrri hálfleik. Sigurjón Kristjánsson kom þeim í 2-0 í byrjun síðari háltleiks en þá fóru heimamenn í gang og Steinþór Helgason og Guðlaugur Jónsson jöfnuðu leikinn. Grindvíkingar voru síst verri í síðari hálfleik. Krístín Arnþórsdóttir var stöðugur ógnvaldur í A-varnarinnar og hún skoraði eina mark lciksins. Tímamynd Pétur íslandsmótiö í knattspyrnu - 1. deild kvanna: Valsstúlkurnar eru ósigrandi - Unnu í gær íslandsmeistara ÍA Valsstúlkurnar héldu áfram sig- urgöngu sinni í 1. deild kvenna á íslandsmótinu í gær. Liðið sigraði sjálfa íslandsmeistarana af Skagan- um á Valbjarnarvelli með einu marki gegn engu. Þar með eru stúlkurnar Tindastóll efstur Tindastóll skaust í efsta sætið í B-riðli 3. deildar í knattspyrnu í fyrradag með 4-1 sigri á Magna á meðan að Leiftur frá Olafsfirði tapaði fyrir Reyni Á 0-1. Þeir bræður Eyjólfur og Eiríkur Sverrissynir skoruðu tvívegis hvor fyrir Tindastól en Friðbjörn Pétursson skoraði fyrir Magna rétt fyrir leikslok. Kristján Sigurðsson skoraði sigurmark Reynis gegn Leiftri á Árskógsströndinni. Tindastóll hefur nú 18 stig en Leiftur 17 og Þróttur Nes 16. ÖÞ frá Hlíðarenda komnar með að minnsta kosti nokkra fingur á ís- landsbikarinn en búast má við að úrslitaleikurinn um þann grip verði næsta föstudag er Valur og Breiða- blik eigast við. Það var markamaskínan Kristín Arnþórsdóttir sem tryggði Val sigur- inn í gær. Hún slapp laus snemma í leiknum og stakk ÍA vörnina af og skoraði örugglega eins og henni er Iagið. Annars var leikurinn í jafn- vægi lengstum og mátti ekki á milli sjá. Tækifærin voru þó af heldur skornum skammti en þó átti Karitas Jónsdóttir ein þrjú góð færi til að jafna leikinn fyrir ÍA. Kristín ógnaði einnig og átti m.a. í fyrri hálfleik skot í slá eftir glæsilegan einleik. Þegar líða tók á leikinn þá bökkuðu Valsstúlkurnar heldur og Kristín var m.a. færð aftar á völlinn. Þetta hleypti Skagastúlkunum þó ekki mikið framar heldur var úr eitt allsherjar hnoð. Sigurinn var þó sæt- ur fyrir þær rauðklæddu og fögnuður niikill. í framlengingunni sem fylgdi var jafnræði með liðunum til að byrja með en í síðari hlutanum sprungu heimamenn og Valur Valsson, Jón Grétar 2 og Hilmar Sigurgíslason bættu við mörkum og tryggðu ís- landsmeisturunum sigur á baráttu- glöðum Grindvíkingum. ■ Hinu fræga og gamalgróna enska knattspyrnuliði, Úlfunum, var bjargað frá gjaldþrotaskipt- um í að minnsta kosti þrjár vikur enn í fyrradag. Þá dæmdi undir- réttur að liðið hefði nú þrjár vikur enn til að koma málum sínum á hreint. Úlfarnir verða þó að vera búnir að gera upp við skuldunauta sína fyrir 18. ágúst því þá hefst deildarkeppnin og þeir fá ekki að vera með ef allt er í ólagi hjá þeim samkvæmt nýjum reglum deildarfélaganna. ■ Vinstri bakvörður Brasilíu- manna í HM í knattspyrnu, Branco, var í fyrradag keyptur til ítalska liðsins Brescia sem mun spila í 1. deild á næsta keppnis- tímabili. Branco, sem spilaði vel ■ HM, gerði þriggja ára samning. ■ Fyrstudeildarliðið Atlanta á Ítalíu keypti fyrrum enska lands- liðsmanninn Trevor Francis frá Sampdoria. Samningurinn er aðeins til eins árs. Francis er nú um þrítugt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.