Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 16
VALSSTÚLKURNAR héldu áfram sigur- göngu sinni í 1. deild [slandsmótsins í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Þá lögöu þær íslandsmeist- ara Skagamanna aö velli á Valbjarnarvelli meö einu marki gegn engu. Þaö var markamaskínan s Kristín Arnþórsdóttir sem skoraöi markiö eina snemma í leiknum. Þá spiluöu Grindvíkingar og I Valsmenn í bikarkeppninni og sigruðu Valsmenn eftir framlengoan leik. Valur er þar með kominn í 8-liða úrslit ásamtFram, KR, IBK, UBK, FH, ÍA og Víkingi. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra: Kjaradómur hætti að dæma um laun - Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn boðuðu forföll frá vinnu í gær „Ég tel niðurstöðu Kjaradóms sýna það, að það sé útilokað fyrir ríkis- valdið að semja um hluta af launum opinberra starfsmanna í frjálsum samningum en vera háð dómi með annan hluta,“ sagði Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra um ákvörðun Kjaradómsum laun BHMR manna. Þorsteinn sagði ennfremur að dómur Kjaradóms gengi nokkuð á svig við þá launamálastefnu sem mörkuð hefur verið, og hann sagðist ekki hafa átt von á því að Kjaradóm- ur færi að mæla almenna launahækk- un til háskólamenntaðra starfs-' manna umfram það scm almennt. verkafólk hefur fengið. „Ég ræddi það á ríkisstjórnarfundi í morgun í framhaldi af Kjaradóms- ákvörðuninni, að taka verði launa- ákvarðanir frá Kjaradómi og að þær verði ákveðnar að öllu leyti í frjáls- um samningum. Að mínu mati gefur skýrslan um kjarasamanburð há- skólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu við aðra á almennum markaði ekki tilefni til almennra launahækk- ana og í skýrslunni kemur augljós- lega fram að erfitt er að bera saman laun á almennum markaði og opin- berum markaði. í reynd eru það heildarkjör sem skipta máli. Þessi skýrsla er heldur ekki í neinni nálægð við þær kröfur sem BHMR hefur sett fram,“ sagði Þorsteinn. í sératkvæði Stefáns Ólafssonar kemur fram að á Kjaradómi hvíli sú lagalega skylda að dæma BHMR sambærileg laun og tíðkast á al- mennum markaði. Þar sem miklar rannsóknir hafi leitt í Ijós að 61% munur hafi verið á dagvinnulaunum hópanna, þá veki furðu að Kjara- dómur haldi uppi málflutningi um að enginn munur sé á launum hjá ríkinu og á almennum markaði. Ef Kjaradómur dæmi ríkisstarfsmönn- um of litla leiðréttigu, leiði það til frekari spillingar á launakerfi margra ríkisstofnana sem geta ekki haldið starfsfólki sínu nema borga því hálf dagvinnulaun og gefa því síðan kost á aukavöktum til að ná upp launum, eða greiði óunnar eftirvinnustundir með dagvinnukaupi. Þetta sýni það, að ekki sé allt með felldu í launamál- un þeirra starfsmanna sem Kjara- dómur sé að fjalla um. Nokkur röskun varð á starfsemi opinberra stofnana í gær sökum óánægju háskólamenntaðra manna sem vinna hjá ríkinu. Margir til- kynntu veikindaforföll, t.d. hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfar- ar, sálfræðingar og félagsráðgjafar á Landspítalanum. ABS ístungan er % til 9/io að þéttleika, færist innar í Húnaflóann en bráðnar. Þríhyrningarnir merkja hurgarísjaka, sem þó eru smáir. Hafísinn lætur á sér kræla Hafísinn fyrir norðan land berst hægt inn Húnaflóann, en hlýindi og sólbráð þíða hann jafnt og þétt. Tveir borgarísjakar berast nær landi, eru litlir en varasamir. 1 gær fengust upplýsingar úr könnunarflugi Landhelgisgæslunnar um ísröndina úti fyrir Horni og inn Húnaflóa. Þar er lagís og besta siglingaleiðin virðist vera frá Horni innan við Óðinsboða úti fyrir Geir- ólfsgnúp og inn undir Antdrupsboða og þaðan á Skaga. Fyrir minni báta er þó æskilegt að fara innan við Óðinsboða, suður undir Gjögur og þar yfir flóann. í gær var þokuslæð- ingur yfir svæðinu. Syðsti endi hafístungunnar inn Húnaflóa var á 65°56'N og 20°52'V (sjá kort). í samtali við Þór Jakobs- son, veðurfræðing, í gær sagði hann að skip mættu tilkynna honum frekar um stöðu íssins. Hann biður skip- stjórnarmenn á hafísslóðum ein- dregið að senda Veðurstofunni upp- lýsingar um hafís, sem þeir sigla um eða verða varir við. Landhelgisgæsl- an mun þó kortleggja ísröndina að nýju í dag. Þj- (Tímamynd-Pétur) Meistaraflokkur markaðsnefndarinnar kynnir Fjallalambið utan við Hagahúðina. Kynning markaösnefndar: Fjallalambið um víðan völl Kynning markaðsnefndar á Fjalla- Iambi er nú hálfnuð, en undanfarið hafa svokallaðir Meistaraflokkar ferðast á milli matvöruverslana og stórmarkaða með útigrill og leyft viðskiptavinum að bragða Ijúffenga rétti, auk þess sern þeir hafa dreift auglýsingabæklingum. I hverri meistarasveit eru mat- reiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og húsmæður, sent kynna bestu nýtingu heilla skrokka, - allt frá hlutun hans þar til hinir ýmsu partar eru komnir ofan í pott eða á grillið. „Þessi herferð okkar hefur mælst mjög vel fyrir og hún hefur hlotið góðar viðtökur," sagði Sigurður Garðarsson, nieistaraflokksmaður, er blaðamaður haföi tal af honum, er hann var við að grilla Fjallalamb utan við Hagabúðina. „Við ráðleggj- um fólki hvernig best sé að með- höndla kjötið og framreiða það og svo bendum við á ýmsar nýjungar, en fólk er dálítið staðnað hvað varðar matargerð með kindakjöt. Við verðum að gera okkur grein fyrir að Fjallalambið, sem er vöru- merkið, er villibráð og af því fæst betri matur en af öldum skepnum. Við leggjum mikla áherslu á geymslu afurðarinnar og innkaup hcnnar í kynningu okkar, en ýmsar uppskriftir má finna í kynningar- bæklingnum. í þessari meistaraflokksherferð okkar leggjum við mikið upp úr því að menn athugi að þeir séu að meðhöndla hreina náttúruafurð.“ Markaðsnefndin mun kynna Fjallalambið um land allt og á næstu dögum má finna meistaraflokka í helstu stórmörkuðum í Reykjavík. Þj Juventus mótherjar Vals í Evrópukeppni: Valsmenn duttu í lukkupottinn -fjöldi leikmanna úr HM leikur með Juventus Valsmenn duttu heldur betur í lukkupottinn í gærdag, þegar dregið var um hvaða lið leika saman í Evrópukeppni meistaraliða sem hefst í haust. Valur fékk ekki óverð- ugri mótherja en Juventus frá Ítalíu. Sem dæmi um þekkta leikmenn sem spila með liðinu, er hægt að nefna Laudrup hinn danska, Serena hinn ítalska og Platini hinn franska. Þessir menn ættu að vera íslending- um að góðu kunnir eftir útsendingar frá heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. „Við erum í skýjunum" sagði Svanbjörn Thoroddsen fram- kvæmdastjóri Vals í samtali við Tímann nokkrum mínútum eftir að kunngert var í fréttaskeytum að Valur hafði dregist á móti hinu sterka ítalska liði. Sem framkvæmdastjóri hugsaði Svanbjörn að sjálfsögðu um peningahliðina og benti á að þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir félag- ið, bæði sem kynning á því og eins gæti fjárhagslegur ávinningur vcrið talsverður fyrir félagið, bæði vegna sölu á aðgangseyri og í sölu auglýs- inga í leikskrá og á búninga þegar leikið verður erlendis. Samkvæmt reglum Evrópusam- bandsins eiga Valsmenn að leika fyrri leikinn suður á Ítalíu, en tals- verðir hagsmunir eru í húfi fyrir Val að fá að leika fyrri leikinn hér heima og voru tveir menn frá félaginu á rökstólum í Sviss, þarsem drátturinn fór fram, og taldi Svanbjörn fram- kvæmdastjóri að líkur væru góðar á því að Valsmenn fengju leikjaröðun breytt. Þrátt fyrir bjartsýni sagði Svan- björn ekki vilja lofa öðru Benfica ævintýri, þegar vallarmet var sett á Laugardalsvellinum og átján þúsund manns sáu leik Vals og Benfica. „En við búumst við góðri aðsókn." Sjá íþróttir bls. 15. - ES Byggðastofnun: Stofnuð Byggðastofnun ákvað á stjórn- arfundi sínum, að efla þjónustu stofnunarinnar við landsbyggðina og lýsti sig reiðubúna til að undir- búa starfsemi umboða Byggða- stofnunar í hverju kjördæmi. Stefán Guðmundsson formað- ur stjórnar Byggðastofnunar sagði í samtali við Tímann, að þessi ákvörðun stofnunarinnar væri miklu hagstæðari fyrir Iands- byggðina, vegna þess að þá væri stofnunin í reynd á miklu fleiri stöðum á landinu, en ef um einhliða flutning hennar hefði verið að ræða til Akureyrar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.