Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. júlí 1986 Tíminn 7 lllllllillllllllllllllllllli AÐ UTAN fyrir utan húsdyrnar hjá honum hundruð fréttamanna og ljósmynd- ara. Þetta var í fyrsta skipti sem dómstóll hafði komist að þeirri niðurstöðu að barn haldið Aids ætti að snúa aftur til skóla. Stór stund var runnin upp og vonandi hefði hún í för með sér aukinn skilning á sjúk- dómnum. Ryan hafði fallist á að fara eítir vissum varúðarreglum þegar hann kæmi í skólann. Hann átti að nota sérstakt snyrtiherbergi, hann átti ekki að taka þátt í leikfimi eða sundi ásamt skólafélögunum. Samt sem áður var þriðjungur skólasystkin- anna fjarverandi frá skóla þennan föstudagsmorgun. Það var ekki slæmt veður sem hindraði þau í að mæta, það var ótti foreldra þeirra, sem ekki hafði minnkað, þrátt fyrir dómsúrskurðinn. Ósigur og fagnaðarlæti Þrem stundum seinna höfðu Ryan og móðir hans beðið ósigur á ný. Áhyggjufullir foreldrar skólasyst- kina hans höfðu farið fram á að mál hans yrði tekið fyrir aftur fyrir dómstólum og nú komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að Ryan væri haldinn smitandi sjúkdómi og sam- kvæmt því væri honum óheimilt að mæta aftur í skólann þetta sama síðdegi. Þar með vfsaði hann til fyrrnefndra laga. Augnabliksþögn sló á dómssalinn, en smám saman brutust út áköf fagnaðarlæti. „Það mætti halda að verið væri að fagna íþróttasigri. Fólk klappaði fyrir úrskurði dómarans," segir Ryan. Vonbrigði hans voru geysimikil. Ryan sneri sér að móður sinni með tárin í augunum og sagði með grátstafinn í kverkunum: „Þau hafa eyðilagt allt. Þau hafa ekki skilið neitt." Ryan og Jennie flýttu sér heim, lokuðu sig inni og grétu. Sigurinn sem þau höfðu unnið nokkrum klukkustundum fyrrhafði aftur verið frá þeim tekinn. En þau voru ekki á því að gefast upp. Baráttunni skyldi haldið áfram. Sigur á ný - en hvað nú? Og í apríl rann upp önnur sigur- stund þeirra, að vísu skammvinn en þó kannski spor í áttina. Enn einn dómarinn kom við sögu og felldi nú þann úrskurð að úrskurður fyrri dómara væri úr gildi fallinn. Ryan gladdist að vonum og hélt beint úr réttarsalnum að skólanum. Þar komst hann að raun um það að foreldrar 27 barna höfðu tekið börn sín úr skólanum og ákveðið að áfrýja dómnum. Þessir foreldrar hafa nú komið á fót einkaskóla fyrir börn sín. Auðvitað er kostnaðurinn mikill en þetta fólk segist ekki horfa í peningana ef þetta gæti orðið til þess að börn þeirra yrðu ekki fórnar- lömb Aids. Það gæti því farið svo að Ryan verði eini nemandinn í skóla sínum. Baráttan heldur áfram - aukin þekking nauðsynleg Ryan á sér mörg þjáningarsystkin í Bandaríkjunum. Foreldrar þeirra hafa tekið þá afstöðu að forða börn- um sínum frá deilum og umræðum. Þau hljóta flest kennslu heima fyrir og verða að búa við þá einangrun sem því fylgir. Jennie móðir Ryans iðrast ekki þeirrar ákvörðunar sinn- ar að berjast fyrir réttindum sonar síns. „Fólk hefur að minnsta kosti lært heilmikið um Aids vegna þessarar baráttu okkar, ekki síst hér í ná- grenni Kokomo þar sem það hefur staðið í þeirri meiningu að Aids sé eingöngu hommasjúkdómur. Ef við getum unnið á móðursýkinni, væri næsta skrefið að setjast niður og finna viðunandi lausn á málunt þess- ara barna," segir Jennie. Ryan virðist vera sæmilega hcilsu- góður þessa stundina. Hann vegur orðið um 40 kg og er ekki í neinni læknismeðferð, utan hvað honum eru gefin hvít blóðkorn einu sinni í mánuði til að styrkja ónæmiskerfið. Hann nýtur nú engrar meðferðar gegn dreyrasýkinni. Sjúkdómur hans stjórnar ekki lífi hans eins og er, en Ryan gerir sér vel grein fyrir hvert stefnir. „Eins og er virðist sjúkdómurinn í rénun en hvenær sem er gæti vírusinn bært á sér og ég orðið að leggjast á sjúkrahúsið aftur. Engin lækning hefur enn fundist gegn Aids,“ segir hann stillilega. Ryan White er ekki nema fjórtán ára en honum er það fullljóst að ekki er víst að hann eigi meira en þrjú ár ólifuð. Ryan er biæðari og hann smitaðist af hinum illræmda sjúkdómi AIDS við blóðgjöf á sjúkrahúsi. Núna þarf hann ekki einungis að bera þá þungu byrði að horfast í augu við dauðann á unga aldri, heldur verður hann að sætta sig við þau örlög þann skamma tíma sem hann á eftir, að jafnaldrar hans og fyrrum vinir vilja ekkert samneyti við hann og ekki einu sinni sækja sama skóla og hann. Hann er Ryan White hefur kynnt sér allar upplýsingar um Aids sem hann hefur komist yfir og veit að hann getur ekki átt von á því að verða langlífur. En hann vill lifa sama lífi ogjafnaldrar hans á meðan hann getur BUEDARIHALDINN AIDS Getið þið séð fyrir ykkur skóla- byggingu þar sem þögnin ein ræður ríkjum og enginn er á ferðinni, - nema 14 ára piltur, einn og yfirgef- inn? Allir fyrrum vinir hans og skóla- systkin stunda nú sitt nám í hinum enda bæjarins af ótta við að vera nálægt honum. Ryan White kann að þurfa að horfast í augu við þetta ástand, svo og móðir hans Jennie, sökum þess að dómstóll felldi þann úrskurð þeim í vil að Ryan skyldi hafa heimild til að stunda aftur skóla, sem hefur verið honum lokað- ur í hér um bil heilt ár. Ryan er blæðari og smitaður af Aids sem skelfir foreldra skólasyst- kina hans í Kokomo, Indiana í Bandaríkjunum svo mjög að þeir hafa þegar komið upp bráðabirgða- kennslu fyrir börn sín fyrir utan skólakerfið, svo að þau þurfi ekki að vera undir sama þaki og Ryan. Ryan hefur þegar orðið að líða mikinn sársauka, bæði andlegan og líkam- legan og sýnt gífurlegt hugrekki. „Er ég að deyja?“ Upphafið að hörmungum Ryans var í desembermánuði 1984. Jennie móðir Ryans rauk ekki upp til handa og fóta þó að Ryan kvartaði undan því að hann væri stöðugt þreyttur. En þegar hann nokkrum dögum síðar steyptist út í stórum rauðum skellum var honum óðar komið á sjúkrahús til rannsóknar. Níu dög- um fyrir jólin sögðu læknar sjúkra- hússins Jennie sannleikann, Ryan hafði fengið Aids er honum var gefið smitað blóð á spítalanum. Niður- staða læknanna var sú, að hann ætti ekki nema 6 mánuði ólifaða. Jólin 1984 væru þau síðustu sem hann myndi lifa. „í 10 daga leyndi ég Ryan sann- leikanum," segir Jennie. „Ég óskaði þess að hann ætti gleðileg jól, þau síðustu sem hann ætti eftir að lifa. Ég mátti ekki láta hann.’. sjá að mér væri brugðið." Á nýársdag herti Jennie upp hugann og sagði Ryan allt af létta. Andlitsdrættir Ryans stífnuðu þegar hann heyrði orðið Aids og það eina sem hann sagði var: „Er ég að deyja?“ „Ætla að lifa eins eðlilegu lífi og ég get“ Ryan hafði fyrir löngu gert sér grein fyrir að hann var í áhættuhópi þeirra sem líklegri eru til að smitast af Aids og hann hafði lesið allt um sjúkdóminn sem á vtgi hans hafði orðið. Hann vissi að. enn var engin lækning fundin gegn sjúkdómnum, en fáum dögum eftir að hann fékk úrskurðinn um að hann sjálfur væri haldinn Aids ákvað hann að reyna að lifa með sjúkdómnum eins eðli- legu lífi og unnt væri. „Ég vildi ekki að vinir mínir vorkenndu mér og segðu: „Aumingja Ryan, hann er að deyja," segir hann. I þrjá mánuði dvaldist Ryan á sjúkrahúsinu. Hann hríðléttist og vó ekki nema 28,5 kg. En þá skyndilega hætti sjúkdómurinn herferð sinni í bili og Ryan gat loks hugleitt að taka upp eðlilega lifnaðarhætti á ný. Þar var efst á blaði að byrja aftur skólagöngu. Jennie gekk á fund skólastjórans og tilkynnti honum að Ryan væri kominn til slíkrar heilsu að hann gæti aftur sest á skólabekk. Hún var óviðbúin þeim svörum sem hún fékk. Skólastjórinn tjáði henni að því miður gæti Ryan ekki fengið inngöngu í skólann á ný. Of mörgum spurningum væri ósvarað um sjúk- dóminn Aids og hann væri hræddur um að stefna öðrum nemendum skólans í hættu með nærveru Ryans. Þessi svör vöktu baráttuhug hjá Jennie. Hún komst fljótlega að raun um að það var ekki nóg með að fjölmargir vildu meina syni hennar að setjast í skólann, þeir vildu helst reka hann ■ út úr mannlegu samfélagi líka! „Einhverjir hringdu á útvarps- stöð í bænum og kvörtuðu undan því að Ryan færi með mér í stórmarkað- Þaö hefur ekki linnt mótmælunum í Kokoma í Indiana gegn því aö Ryan fái að vera í skólanum Jennie og Ryan White berjast fyrir því að börnum sem haldin eru Aids sé ekki útskúfað úr mannlegu samfélagi. inn. Þeirsögðu að hann hnerraði yfir matvörurnar!" segir hún. Þrýstihópur myndaður Ekki leið á löngu þar til íbúar smábæjarins Kokomo skiptust í tvær fylkingar í afstöðu sinni Ryans. For- eldrar skólasystkina hans mynduðu háværan þrýstihóp og kröfðust þess að Ryan fengi ekki að stíga inn fyrir skólans dyr. Þeir söfnuðu 1000 undirskriftum á kröfuskjal og það tók þá ekki nema hálfan mánuð að safna saman 20.000 dollurum. Þeir héldu fjölmenna fundi þar sem til- finningarnar risu hátt í ræðum þar scm talað var um þær hættur sem fylgdu því að hleypa Aidssjúklingum í skólana og þörfina á að veita þeirra eigin börnum vernd. Jennie varð að þola nafnlausar hringingar og bréf. En Jennie átti líka sína stuðnings- menn. Dagblað Kokomo studdi málstað þeirra mæðgina og gerði ítrekaðar tilraunir til að koma les- endum sínum í skilning um að Aids smitist ekki eftir öðrum leiðum en með blóði og við kynmök. En allt kom fyrir ekki, æsingur og móður- sýki breiddist út í bænum. „Af hverju hlustar fólk ekki á læknana?“ Ryan missti besta vin sinn. „Ég hætti bara að sjá hann," segir Ryan stillilega. „Foreldrar hans voru ótta- slegnir." Ryan hefur eins mikla vitn- eskju um Aids og flestir fullorðnir og hann getur talað um sjúkdóminn án allrar tilfinningasemi. En einmitt vegna vitneskju sinnar um sjúkdóm- inn á hann erfitt með að skilja hvers vegna fólk forðast liann, þegar það hefur ekkert að óttast. „Af hverju hlustar það ekki á það sem læknarnir segja?“ spyr hann. „Læknarnir hafa fullyrt að sjúkdómurinn smitist ekki við daglega umgengni. Ef ég get leikið mér við vini mína, af hverju má ég þá ekki fara í skólann?" Þrýstihópur foreldranna studdist við gömul lög sem gilda í Indiana, en samkvæmt þeim mega börn með smitsjúkdóma ekki sækja skóla. Dómarinn féllst á að þessi lög giltu í tilfelli Ryans. En 6 mánuðum seinna skiptu dómsyfirvöld um skoðun og nú hljóðaði dómurinn á þá leið að hann hefði verið sviptur réttindum sínum þegar honum var meinuð skólavist. Ryan og Jennie höfðu unnið sigur. Ryan fer í skólann 21. febrúar 1986 var Ryanáfótum fyrir allar aldir. Hann hlustaði ákaf- ur á veðurspána. Það hafði snjóað mikið um nóttina og hann hafði áhyggjur af því að vera kynni að skólanum væri aflýst vegna veðurs. Smám saman höfðu safnast saman

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.