Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 2
Föstudagur 11. júlí 1986 2 Tíminn' Fyrstu sex mánuöir ársins: Heildaraukn- ing á fiskafla Fiskafli sem borist hefur á land það sem af er árinu er um 730 þúsund tonn. Á sama tíma í fyrra var aflinn 683 þúsund tonn. Hér er því um 47 þúsund tonna aukningu að ræða, frá árinu ’85 sem talið var mjög gott ár. f júnímánuði í ár var aflinn tæp- lega 6 þúsund tonnum meiri en í júní í fyrra og munar þar mest um botnfiskafla togara, annan en þorsk. Toluvert meira hefur veiðst af rækju það sem af er árinu en í fyrra, eða um 2.300 tonnum meira og af öðrum tegundum hefur að jafnaði veiðst meira í ár heldur en á sama tíma í fyrra. Vestmannaeyjar hafa tekið á móti mestum afla það sem af er ári eða um 107 þúsund tonnum. Næst á eftir Vestmannaeyjum kemur Eskifjörð- ur með 40 þúsund tonn. í þessum tölum vegur loðnuafli þyngst, eða samtals rúm 345 þúsund tonn. Þar af hefur loðnulöndun í Vestmannaeyj- um verið rúm 77 þúsund tonn og á Eskifirði tæp 35 þúsund tonn. 80 þúsund tonn hafa verið seld erlendis nú þegar og er það um helmings aukning frá í fyrra. Af afla seldum erlendis er loðna um 64 þúsund tonn. Þótt um heildaraukningu fiskafla yfir landið sé að ræða þá eru sumar löndunarstöðvar með minni afla það sem af er ári í ár heldur en í fyrra. Má þar nefna Kópasker sem hefur aðeins landað 9 tonnum af skelfiski en í fyrra var aflinn 261 tonn. Þar sem þetta er aðalfiskvinnsla á Kópa- skeri er um verulegan samdrátt að ræða. Kristján Ármannsson fram- kvæmdastjóri Sæbliks á Kópaskeri sagði í samtali við Tímann að skýringin á þvf væri sú að lokað var fyrir rækjuveiðar í Öxarfirði og eng- in skip hafa fengist í viðskipti síðasta ár jafnframt því að ekki hefur fengist leyfi tii að kaupa skip til Kópaskers. „Þetta lítur því mjög illa út fyrir staðinn ef ekki rætist úr. Rauðinúpur mun fara á rækju- veiðar bráðlega og verður í mánuð og við fáum þann afla en annars eru engar framtíðarhorfur í fiskvinnslu hér á meðan engin skip leggja hér upp afla og við fáum ekki skip,“ sagði Kristján. ABS Guðmundur Halldórsson tekur við starfi forstöðumanns Norðurlanda- deildar. Eimskip: Eimskip hefur ákveðið að opna nýja skrifstofu í Gautaborg í Svíþjóð. Skrifstofan mun taka til starfa þann fyrsta október. Kjartan Jónsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður skrif- stofunnar. Kjartan hefur starfað hjá Eimskip síðan 1979, og hefur gegnt starfi forstöðumanns Norðurlanda- Kjartan Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýju skrifstofunnar. deildar Eimskips frá 1982. Guðmundur Halldórsson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Norðurlandadeildar í stað Kjartans. Guðmundur hefur starfað hjá Eimskip síðan 1969 og var forstöðumaður Rotterdam skrif- stofunnar frá áramótum 1985. Skrifstof a í Gautaborg Stuðmenn á faraldsfæti Stuðmenn eru að leggja upp í ferðalag nú um helgina. Komið verð- ur við á sextán stöðum. Ferðaáætl- unin er sem hér segir: Laugum 11. júlí, Miðgarði 12. júlí, Akureyri 13. júlí, Grímsey 15. júlí, Seyðisfirði 17. júlí, Neskaupstað 18. júlí, Fá- skrúðsfirði 19. júlí, Höfn í Horna- firði 20. júlí, Dalabúð 24. júlí, Patreksfirði 25. júlí, Hnífsdal 26. júlí, Hólmavík 27. júlí, Vestmanna- eyjar 1.-3. ágúst, Reykjavík 7. ágúst, Selfoss 8. ágúst og loks Logalandi 9. ágúst. Á skemmtunum þeim sent haldnar verða verður boðið upp á blöndu af gömlu og nýju efni, en uppistaða dagskrárinnar verður sú sama og í nýafstaðinni Kínaferð hljómsveitar- innar. - ES Tveir hjúkrunarfræðingar utan: Hjálparstarf í Súdan og Thaiiandi Tveir íslenskir hjúkrunar- fræðingar eru nú á förum til hjálp- arstarfa á vegum Rauða krossins. Sigríður Guðmundsdóttir fer til Súdan þar sem hún mun starfa við kannanir á næringarástandi meðul íbúa Darfur-héraðs. Ætlunin er að gera áætlun um fæðugjafir í sam- vinnu við Rauða hálfmánann sem er starfandi þar í landi í samvinnu með Alþjóða Rauða krossinum. Sigríður mun verða í Súdan í fjóra mánuði til að byrja með. Pálína Ásgeirsdóttir fer til Thai- lands og mun starfa á sjúkrahúsi í flóttamannabúðum við landamæri Thailands og Kampútseu. Pálína mun verða í Thailandi næstu sex mánuði og taka við af Lilju Stein- grímsdóttur, en alls hafa átján sendifulltrúar RKÍ starfað í flótta- mannabúðum í Thailandi síðan árið 1979. ABS Landþörf virkjana og umhverfis þeirra: 1.100 ferkm. undir virkjanir landsins Virkjanir geta haft áhrif á búsetu í landinu í skýrslu landbúnaðarráðuneytis- ins um landnýtingu, sem Tíminn hefur áður skýrt frá í meginatriðum, kemur fram áætluð landþörf þeirra virkjunarkosta sem eru á athugunar- eða undirbúningsstigum. Þar kemur fram að 1% af flatarmáli landsins mun fara undir virkjanir og umhverfi þeirra, eða um 1.100 ferkílómetrar lands. Fjögur hundruð ferkílómetrar eru gróið land og 300 ferkílómetrar eru í vötnum og farvegum. Helming- ur þessa gróna lands færi undir Jökullón við virkjun Jökulsánna á Fjöllum og í Dal. Bein landþörf vegna háspennulína takmarkast við staurastæðurnar, en undir línum og meðfram þeim er önnur landnýting bönnuð, t.d. eru engar byggingar leyfðar á tilteknu svæði undir línunum. Samtals er áætlað að meginflutningslínur raf- orkukerfisins takmarki 320 ferkíló- metra lands en núverandi línukerfi ásamt áætluðum línum takmarka um 120 ferkílómetra. Lega byggðarlína eða annarra meiriháttar stofnlína getur ráðið miklu um atvinnuuppbyggingu og búsetu á stórum svæðum nálægt línunum. Lagning hringlínu um landið og samtenging landshlutanna hefur nú þegar jafnað raforkuverð og átt sinn þátt í því að stuðla að jafnvægi í byggð. í skýrslunni er talið ólíklegt að ráðist verði í stórvirkjanafram- kvæmdir nema í tengslum við stór- iðjufyrirtæki, t.d. er talið ólíklegt að af virkjunarframkvæmdum verði á Fljótsdalsvirkjun á næstu árum nema til komi stóriðjufyrirtæki á Norður - eða Austurlandi. Um 80% húsnæðis landsmanna er hitað upp með jarðvarma og 4,5% raforku er framleidd i jarðgufu- stöðvum. Jarðhiti leggur til 28% af hráorkunotkun landsmanna. Búast má við að jarðhiti verði nýttur í auknum mæli á þeim stöðum sem hann finnst til uppbyggingar iðnað- ar, ylræktar og fiskeldis. ABS Sæ-túr- istar Þeir fengu ekki amalcgt veður túristarnar á skemmtiferðaskip- inu Funchal. í íslandsdvöl sinni. Skipið kom í gær tii Reykjavíkur, eftir viðkomu á Akureyri. Það lagðist að Sundahöfn og streymdu túristarnir úr því og flestir lögðu leið sína í Ramma- gerðina að venju að kaupa hinn hefðbundna lopafatnað túrist- anna. Tímamynd-Gísli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.