Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Scarlett O’Hara 50 ára Vivicn Lcigh í lilutvcrki Scarlctt O'Hara, sem var fíngerð Suðurríkjastúlka en blönduð írsku bændablóði frá föður sínuni og hafði einnig hans bráöa skap. 30. maí s.l. varð hún Scarlett O'Hara 50 ára. Er kannski einhver sem ekki kannast við dömuna? A.m.k. þekkja aliir sem eru komn- ir á rniðjan aldur aðalpersónuna í Gonc With Thc Wind (Á hverf- anda hveli), hana Scarlett O'Hara. Þó að bókin sjálf kæmi ekki út fyrr en um mánuði seinna, voru nokkur eintök með dagsetningunni 30. maí 1936. Safnarar gefa mikið fyrir eitt slíkt eintak. Margaret Mitchell, höfundur sögunnar Á hverfanda hveli, hefur líklega ekki gert sér grein fyrir því þegar hún gaf út bók sína, að hún var að setja af stað „stóriðnað" með þessari spcnnandi fjölskyldu- sögu úr bandaríska þrælastríöinu. Enn seljast yfir 1000 eintök af bókinni daglega í Bandaríkjunum, og myndir úr kvikmyndinni og ýmsir minjagripir hafa selst fyrir óhemju upphæðir. Þegar kvikmyndafyrirtækið aug- lýsti eftir leikurum í myndina Á hverfanda hveli voru hvorki meira né minna en 90 leikkonur prófaðar í aðalhlutvcrkið - hana Scarlett O'Hara -. Það var breska leikkon- an Vivien Leigh sem varð hlut- skörpust og varð heimsfræg um leið, því að myndin fór sigurför um allan heiminn. Glæsimennið Rhctt Butler (leikinn af Clark Gable) biður Scarlctt O’Hara, scm þarna er nýoröin ekkja, að giftast sér. Eins og sjá má tekur ekkjan því vel. Annar eins koss hafði ckki sést í bíómynd þá, - enda kallaður KOSSINN. Larry Hagman, betur þckktur sem JR í Dallas, tókst ekki vel upp þegar hann vildi stinga Ijósmyndara af. Hér virðist hann vera að biðja þá vægðar. í skrítnum feluleik við Ijósmyndara ana. En brottförin varð ekki eins hljóðlát og lítið áberandi og Larry hafði ætlað sér. Ósköpin byrjuðu með því að hann villtist á gírum á bílnum sínum og fyrr en varði var hann búinn að bakka af fullum krafti beint í kassastæðu þar sem geymt var grænmeti. Auðvitað brá Larry við þessa uppákomu og skellti nú bílnum í réttan gír og steig bensín- ið í botn, enda voru ljósmyndar- arnir mættir á vettvang og var ekki seinna vænna að reyna að stinga þá af. En þá tók ekki betra við. Einn kassinn hafði fest undir bílnum og innihaldið rann smám saman út. Leikur einn var að rekja slóð Larrys. Það var heldur lúpulegur Larry sem ljósmyndararnir höfðu á valdi sínu að leikslokum! StUNDUM ER gaman að vcra frægur og vinsæll. en stundum er það ekki eins gaman. Larry Hagman, betur þekktur sem JR í Dallas, er orðinn fórnarlamb vin- sælda sinna og getur sig ekki hreyft án þess að vera hundeltur af ljós- myndurum við hvert fótmál. Auð- vitað verður Larry leiður á því að eiga ekkert einkalíf í friði og þess vegna neytir hann allra bragða til að leika á ljósmyndarana. Nú í vor hélt Dallas-gengið upp á það að vera komið í sumarfrí með því að hittast á veitingastað einum og borða saman í rólegheit- um. Að skemmtun og máltíð lok- inni ætlaði Larry Hagman að læð- ast burtu og umfram allt vildi hann forðast kvalara sína, Ijósmyndar- Föstudagur 11. júlí 1986 lllllllllllllllllllll! ÚTLÖND lllllllllllllllllll! FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Francois Mitter- rand Frakklandsforseti sagði eftir viðræður sínar við Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga að enn væru torfærur í veginum fyrir að halda ráðstefnu milli stórveldanna tveggja og að hann gæti ekki sagt fyrir um hvenær að ráðstefnunni gæti orðið. Bresk stjórnvöld sögðust vera reiðubúin til að svara ákalli Mitterrands um að bæta samskipti sín við sovésk stjórnvöld. Eduard Shevard- nadze utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna kemur í heimsókn til Bretlands í næstu viku. TEL AVIV — Talsmaður hersins sagði tvo ísraelska hermenn hafa látið llfið þegar hermenn úr landher og sjóher felldu arabískan skæruliðahóp á suðurströnd Líbanons, rétt norður af landamærum ísra- els. I Damascus sagði tals- maður palestínsku skæru- liðasamtakanna „Framvarðar- sveit fyrir frelsun Palestínu" að menn samtakanna hefðu árás frá sjó. HARARE — Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bret- lands átti viðræður við Robert Mugabe forsætisráðherra Zimbabvye um málefni Suður- Afríku. Á sama tíma íhuguðu íþróttamálayfirvöld I Zimb- abwe hvort senda ætti íþrótta- lið frá landinu á Samveldisleik- ana I Edinborg. Afrískur sendi- ráðsmaður sagði I Lundúnum að hann byggist við að flestar stjórnir þeirra Afríkuríkja sem I Samveldisbandalaginu eru myndu fara að dæmi Nígeríu- stjórnar og Ghanastjórnar og senda ekki lið á leikana. STRASSBORG - Á Evr ópuþinginu var allt tilbúið til að samþykkja fjárhagsáætlun Evrópubandalagsins fyrir árið 1986. Með samþykktinni er endi bundinn á lögfræðilegar deilur Evrópuþingsins og stjórna hinna tólf ríkja Evrópu- bandalagsins. PARÍS — Háttsettir franskir embættismenn lögreglunnar fordæmdu sprengjuárásina sem varð einum manni að bana og særði að minnsta kosti tuttugu aðra. Sprengjan sprakk I höfuðstöðvum París- arlögreglunnar. LUNDÚNIR — Hersveitir írana drápu eða særðu 500 írakska hermenn og réðust lengra inn á írakst yfirráða- svæði suðuraf víglínu ríkjanna tveggja við Persaflóann. Þetta var haft eftir írönsku fréttastof- unni IRNA. OSLÓ — Stjórnvöld í Noregi og Danmörku hafa beðið sænsk stjórnvöld um skýringar á fréttum um að kjarnaofnar í sænsku kjarnorkuveri séu nær ónýtir vegna ryðs og málm- þreytu. BEIRÚT — Hundruð krist- inna manna og múslima í Líba- non fóru í tveggja klukku- stunda setuverkfall til að mót- mæla hinu ellefu ára borgara- stríði og efnahagskreppu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.