Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. júlí 1986 Tíminn 5 UTLÖND Spánn: Fundað um framtíð bandarísks herafla Samkvæmt blaöafregnum vilja stjórnvöld á Spáni fækka verulega í herliði Bandaríkjamanna Madríd-Reuter Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og stjórnvalda á Spáni hófu viðræður í Madríd í gær. Viðræðurnar snúast um fækkun í herafla Bandaríkja- manna á Spáni og herma heimildir að spænsk stjórnvöld vilji nánast láta loka tveimur af fjórum herstöðvum Bandaríkjamanna á Spáni en þar er alls 12.500 hermenn. Viðræðurnar hófust á því að full- trúar skiptust á skoðanaskjölum varðandi málið. Spænsku fulltrúarn- ir bjuggust við að ná fram verulegri Noröur-írland: Mikil ólga í Portadown - Heimili kaþólikka grýtt - Hin árlega sigurganga mótmælenda áætluö um helgina Bclfust-Rcuter Mótmælendur réðust á heimili fimm kaþólskra fjölskyldna í gær- morgun og fylgdu árásirnar í kjölfar- ið á dauða tveggja breskra hermanna sem létu lífið í sprengjuárás írska lýðveldishersins (IRA) á bíl þeirra. Talsmaður lögreglunnar á Norð- ur-írlandi sagði hóp mótmælenda hafa ráðist á heimili fjölskyldnanna með steinakasti og bensínsprengj- um. Einnig var bíl velt fyrir utan eitt heimilið. Atburðir þessir áttu sér stað í bænum Portadown sem er 48 kílómetra vestur af Belfast. Mikil ólga ríkir nú í bænum vegna hinnar árlegu göngu mótmælenda sem fyrirhuguð er um næstu helgi. Gangan er farin til að minnast sigurs mótmælenda yfir kaþólikkum í bardaganum við Boyne árið 1690. Á síðasta ári kom til harðra átaka í Portadown milli mótmælenda og lögreglu sem kom í veg fyrir að göngumenn héldu inn í hverfi kaþólikka. Hermennirnir tveir sem létu lífið í fyrradag fórust þegar bílsprengja sprakk. Atburðurinn átti sér stað í grennd við Crossmaglen sem er nálægt landamærunum við Irland. Alls hafa því 13 hermenn látið lífið á Norður-Irlandi það sem af er þessu ári. Sovétríkin: Drykkja minni og heilsufar dafnar Reagan og Gonzalez ræddu væntanlega fækkun í bandarísku herliði á Spáni þegar þeir hittust í Madríd á síðasta ári. Nú eru viðræður hafnar fyrir alvöru. Moskvu-Reuter Áróðursherferð stjórnvalda í Sov- étríkjunum gegn óhóflegri drykkju hefur valdið því að dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma hefur fækk- að um rúmlega 100 þúsund á ári. Petta kom fram í frétt sem dagblaðið Pradva birti í gær. Blaðið hafði eftir Igor Ligasjov, meðlimi framkvæmdastjórnar sov- éska kommúnistaflokksins, að auk færri dauðsfalla af völdum hjarta- sjúkdóma hefði slysum í vinnu og glæpum sem framdir væru í ölæði einnig fækkað. Ligasjov staðhæfði þctta á fundi í bænum Voronezh sem er sunnan við Moskvu. „Meginþorri þjóðarinnar styður hjartanlega þá stefnu flokksins að draga úr áfengisframleiðslunni," sagði Ligasjov og benti á að í kjölfar minnkandi drykkju hefði „andrúms- loftið innan fjölskyldna okkar orðið betra." Ligasjov sagði dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma hafa fækkað um rúm hundrað þúsund á tfmabilinu frá júní 1985 til júní á þessu ári miðað við tímabilið þar á undan. Hann sagði lækna þakka þetta minnkandi áfcngisneyslu. Ekki gaf Ligasjov upp ncinar ákveðnar tölur um dauðsföllin. Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi tilkynnti um takmarkanir á opnun vínbara og sölu víns og setti aðrar hömlur á víndrykkju stuttu eftir að hann tók við völdum í mars árið 1985. fækkun í herliði Btindaríkjamanna en ekki fyrr en cftir umfangsmikil fundarhöld. Ekki vildu fulltrúarnir láta hafa neitt eftir sér varðandi frétt spænskra dagblaða um gífurlega fækkun. Blaðið El Pais sagði t.d. að herstöðv- arnar við Torrejon og Zaragoza yrðu nánast lagðar niður. Samkvæmt fréttum munu þó ekki verða settar fram kröfur um umtalsverða fækkun við Moron ílug- vallarstöðina og Rota flotastöðina sem báðar eru á Suður-Spáni. Embættismcnn sósíalistastjórnar- innar hafa viðurkennt að Torrejon herstöðin skammt fyrir utan Madríd sé efst á lista hvað varðar fækkun herliðs. Andstæðingar NATO aðild- ar á Spáni hafa löngum notað þessa stöð sem helsta skotspón mótmæla sinna. Spánverjar samþykktu í þjóðar- atkvæðagreiðslu í mars síðastliðnum að halda áfram að vera aðilar að NATO en skilyrðin fyrir samþykkt- inni voru rneðal annars þau að fækka í bandarísku herliði og leyfa ekki kjarnorkuvopn á spænskri grundu. Stefnt er að því af báðum aðilum að Spánverjar taki yfir flestar þær skyldur sem bandarísku her- mennirnir hafa að gegna, þjóðirnar komust að þessu samkomulagi í fyrra þegar Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti heimsótti Spán. Spænsk stjórnvöld hafa gefið í skyn að þau búist við að samkomulag liafi náðst áður cn hinn hefðbundni hersamningur ríkjanna tveggja komi að nýju til endurskoðunar. Samning- ur þessi hcfur verið undirritaður á fimm ára fresti frá árinu 1953 og kemurtilendurskoðunar í maí 1988. Italía: Ævilangt fangelsi til handa þeim fjarstöddu Gcnou-Reutcr ítalskur dómstóll dæmdi í gær þrjá Palestínumenn, þar á meðal skæruliðaleiðtogann Ábu Abbas, í lífstíðarfangelsi fyrir þátttöku þeirra í ráninu á skemmtiferða- skipinu Achille Lauro á síðasta ári. Hvorki Abbas, sem ítölsk yfir- völd létu reyndar laus eftir ránið, né hinir tveir nánu samstarfsmenn hans eru í haldi á ftglíu. Dómstóllinn dæmdi þá þrjá menn sem í haldi eru á Ítalíu vegna ránsins til fangelsisvistunar allt frá fimmtán til þrjátíu árum. Foringi hópsins, Magied A1 Molqi sem er 23 ára, hlaut þyngsta dóminn. Alls voru fjórir þeirra sem ákærðir voru vegna ránsins á skemmtiferðaskipinu sýknaðir en dómstóllinn dæmdi fimm aðra í fangelsi sem hljóðaði frá sex mán- uðum til sjö og hálfs árs. Kína: Vélmenni á markað Hon}> Kong-Reuter Kínverjar hafa hafið framleiðslu á vélmennum. Framleiðslan er bundin við verksmiðju í borginni Shenyang sem er í norðaustur hluta landsins. Frétt þessa efnis birtist í dagblaði í Hong Kong sem er hlynnt stjórn- völdum í Peking. Dagblaðið Wen Wei Po sagði að bæði alhliða vélmenni svo og vél- menni sem gætu starfað t.d. neðan- sjávar yrðu framleidd í kínversku verksmiðjunni. Blaðið hafði eftir Song Jian, yfir- manni hins ríkisskipaða vísinda- og tækniráðs, að þörf væri á að hraða sjállvirkni allskonar og auka fram- leiðni. Song sagði þetta við opnun verksmiðjunnar. „Sumir halda að við þurfum ekki á vélmennum að halda vegna þess hve mikill mannfjöldi býr í landinu. Við verðum að gera allt sem hægt er til að auka framleiðni okkar,“ sagði Song. VIÐ SELJUM ALLABÍLA Láttu skrá bílinn strax BILASALAN Vélar og vagnar LANDSBYGGÐAR- ÞJÓNUSTAN Sími 99-1504-1506 Eyrarvegi 15 Selfossi Japan: Lífseigt fólk Tokyo-Reuter Japanar, sem segjast lifa einna lengst af fólki í heiminum, geta nú búist við að lifa dulítið lengur. Meðalaldur Japana lengdist upp í 80,46 ár fyrir konur og 74,84 ár fyrir karlmenn. Þetta kom fram í tilkynn- ingu frá heilbrigðis- og velferðar- málaráðuneyti landsins sem birt var í gær. Lenging meðalaldurs er aðallega að þakka færri dauðatilfellum af völdum hjartaslags. Lengingin þýðir að japanskir karlmenn geta nú búist við að lifa í fjóra mánuði í viðbót, japanskar konur í þrjá. Krabbamein, hjartasjúkdómar og hjartaslag eru aðaldauðaorsakirnar í Japan. Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Sameinuðu þjóðunum geta konur á íslandi og Sviss búist við að lifa lengur en japanskar konur en enginn slær japönskum karlmönnum við. Á timabilinu 1. mai til 30. sept. Atimabilinu 1. juni til 31. ágúst Mánudaga: Frá Stykkisholmi kl. 09.00 Fra Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk Þriðjudaga: ^ Fra Stykkisholmi kl 14.00 eftir komu rútu Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Fimmtudaga Fostudaga Samatimataflaog mánudaga. Frá Stykkishólmi kl 14,00. eftir komu rutu. Laugardaga. Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyiar. Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Viðkoma i inneyjum. A timabilinu 1. juli til 31. ágúst Fra Brjánslæk kl 19 30 Til Stykkishólms kl 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00. fyrir brottför rútu. Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum. Bílaflutninga er nauösynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkisholmi: Hja afgreiðslu Ðaldurs Stykkishólmi, s.: 93-8120 Fra Brjanslæk: Hjá Ragnari Guömundssyni Brjanslæk, $.: 94-2020.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.