Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.07.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. júlí 1986 Tíminn 3 Rauði kross íslands: 30 tonn af fatnaði til Mosambique - sem safnaðist hér s.l. haust Rauði kross Islands sendi nýlega 30 tonn af fötum til Mosambique. Petta eru föt sem safnað var hér á landi s.l. haust en hafa si'ðan verið í flokkun í Danmörku, en þar hafa einnig farið fram viðgerðir og hreins- anir á fatnaðinum. Ennþá eru eftir um 20 tonn af þeim 70 tonnum af fötum sem safnaðist í haust. Verið er að vinna að frágangi á þeim áður en þau verða send þeim sem þörf fyrir þau hafa. Undanfarandi mán- uði hefur RKÍ borist fatnaður sem sendur verður til Danmerkur til flokkunar. í haust ráðgerir RKÍ að efna til fatasöfnunar líkri þeirri sem haldin var síðastliðið haust. ABS Fatasöfnun Rauða kross íslands haustið 1985. British Midland: Samningur íslands og Bretlands heimilar flug Eins og skýrt var frá í forsíðufrétt í Tímanum síðastliðinn miðvikudag, hefur breska flugfélagið British Mid- land hug á að hefja ferðir til íslands. Samkvæmt heimildum úr sam- gönguráðuneytinu, liggur það Ijóst fyrir að fái félagið leyfi breskra yfirvalda til Ougsins, er í gildi samn- ingur milli Islands og Bretlands sem heimilar sjálfkrafa leyfisveitingu til flugs hingað til lands. Þar sem heimildir Tímans töldu miklar líkur á að British Midland fengju flugleyfi í Bretlandi, virðist fátt því til fyrirstöðu að félagið hefji flug hingað til lands. jafnvel strax í haust. phh Grjótkast og rúðubrot Klæöning hefur verið lögð á þjóðveg eitt, á sandskeiði. Talsverð hætta er á grjótkasti og geta rúðubrot fylgt í kjölfarið á því í nokkra daga. Fari mcnn hinsvegar eftir merkjununi og aki á leyfileguin hraða og ekki allir í sömu hjólförum verður þetta ástand ekki jafn hættulegt og ella. Tímamynd Gísli Kgill Skoöanakönnun ríkisútvarps: Fréttamenn trúverðugri en blaðamenn - eru niöurstööur Hagvangs íslendingar virðast ekki hafa mikla tiltrú á fréttaskrifum dag- blaðanna. Hinsvegar virðist megin- þorri almennings telja fréttir frá ríkisfjölmiðlunum, útvarpi og sjónvarpi, mjög ábyrgar og trú- verðugar eða frekar ábyrgar og trúverðugar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Hagvangur framkvæmdi fyrir ríkisútvarpið á síðustu dögum. Úrtakið var þús- und manns, á aldrinum 18-67 ára. Tæp 25 prósent þeirra sem spurðir voru töldu að fréttaflutn- ingur útvarps væri mjög ábyrgurog trúverðugur, og rúmlega 51 prós- ent sagði hann frekar ábyrgar og trúverðugan. Umsjónvarpiðsögðu 18 prósent að þar væri fréttaflutn- ingur mjög ábyrgur og trúverðug- ur. Frekar ábyrgur og trúverðugur sögðu ríflega 53 prósent. Önnur afstaða var uppi á ten- ingnum þegar spurt var um frétta- flutning dagblaðanna. Einungis2,8 prósent telja fréttaflutning þeirra vera nijög ábyrgan og trúverðugan og ekki voru nema 18 prósent sem töldu fréttaflutning vera frekar ábyrgan. Þriðjungur þeirra sem spurðir voru sagði að fréttaflutningur dag- blaðanna væri bæði og, ábyrgur og ekki. Rúm þrjátíu prósent taldi hann ekki ábyrgan og trúverðugan og sex prósent alls ekki. Um sex prósent úrtaksins sögðust ekki lesa dagblöð. I sömu könnun var einnig spurt hvort viðkomandi þætti breytt fyrirkomulag á fréttum sjónvarps til hins betra eða verra. 85 prósent þeirra sem svöruðu sögðu breyting- arnar mjög jákvæðar eða fremur jákvæðar. - ES Islandsmót í svifflugi 1986 Laugardaginn 12. júlí n.k. mun Flugmálafélag íslands gangast fyrir fslandsmóti í svifflugi á Hellu-flug- velli. Mótið mun standa í 9 daga og Ijúka sunnudaginn 20.júli. Ellefu keppendur og svifflugur verða í keppninni en auk þeirra eru í hverju keppnisliði einn til þrír aðstoðarmenn. Fimm sviffluganna eru í eigu Svif- fiugfélags íslands og ein cr eign Svifflugfélags Akureyrar. Hinar fimni eru í einkaeign og eru þrjár þeirra smíðaðar úr trefjaplasti. Dráttarflugvélar draga svif- flugurnar á loft í 600 metra flughæð þar sem svifflugan sleppir dráttar- tauginrú. St'ðan niunu keppendur rcyna að fljúga þá kcppnisleið scnt mótsstjórn ákveður hverju sinni. Aðallega verður keppt í hraðflugi, t.d. á 100 km þríhyrningslciðum eða á leiðum að tilteknum stöðum og til baka að Helluflugvelli. Kepp- endur sanna flug sitt urn slíka staði með því að Ijósmynda þá úr lofti samkvæmt alþjóðlegum flug- keppnisreglum. NÁL „Brjótum múrana“ er heiti á verkefni Norrænu ráðherra- nefndarinnar sem miðar að því að auka starfsval kvenna á vinnu- markaði. Grundvöllur þessa verk- efnis er sá að jafnvel þó atvinnu- þátttaka kvenna hafi stóraukist á undanförnum árum. að þá er fjöl- breytni í störfum þeirra lítil. Kvennastarfsgreinar eru fáar 25- Brjótum múrana: Stefnt að jafnrétti 30, og eru flestar framhald þeirra starfa sem konur vinna innan veggja heimilanna. Þá standa kon- ur höllum fæti hvað varðar mennt- un sé miðað við karla og störf þeirra eru yfirleitt verr launuð. Sem tilraun til að ráða bót á þessu hefur nú verið komið af stað tilraunaverkefnum á afmörkuðum svæðum á hverju hinna fimm Norðurlanda. Hér á landi var ákveðið að gera Akureyri að tilraunasvæði og er reynt að vinna á mörgum sviðum samtímis svo að sem bestur árangur náist. Fyrsta árið verður þó lögð áhersla á skólana og liggja þegar fyrir áætlanir um starfsfræðslu og jafnréttisfræðslu í efri bekkjum grunnskóla. í framhaldsskólunum verður komið á undirbúningsnám- skeiðum svo sem í tölvufræðslu og verkstæðis- og vélavinnu. Sérstök- um stuðningshópum verður komið upp fyrir konur í karlagreinum, konur í stjórnunarstörfum og þær konur sem stofna eigin fyrirtæki. Verða haldin tvö námskeið fyrir tvo síðasttöldu hópana í tengslum við Iðntæknistofnun og fleiri aðila. Þá eru áætlaðar aðgerðir sem eiga að bæta stöðu einstæðra mæðra. Skipst verður á upplýsingum milli Norðurlandanna þau fjögur ár sem verkefnið er ráðgert og er vonandi að það starf skili árangri. Verkefnisstjóri á íslandi er Val- gerður Bjarnadóttir. phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.