Tíminn - 25.07.1986, Side 2

Tíminn - 25.07.1986, Side 2
I Tíminn Föstudagur 25. júlí 1986 Gullæði við Gullinbrú Mikil laxveiöi í Grafarvoginum Inn í Grafarvog hafa villst laxa- torfur sem líklega hafa verið á leið inn í Elliðaár. Undanfarið hefur streymt þangað mikill fjöldi fólks nteð hin ólíklegasta veiðibúnað til að krækja sér í árkonunginn ódýrt. íslendingar hafa eignast eigið Klondyke, þar sem menn flykkjast til að sækja gullið í greipar Ægis og til þess er beitt öllum brögðum. Meðal annars má benda á þríkrækj- ur sem menn festa á girnið með jöfnu millibili, og plægja svo botninn undir brúnni nteð, til að húkka laxinn upp. Af brúnni taldi blm. allt upp í þrjátíu laxa sem lágu þar í torfu í gær. Ekki vildi hann bíta en menn voru að reyta upp ufsa og marhnút. Margvíslegar veiðisögur voru sagðar við Gullinbrú. í næturskjóli hafa menn stundað netaveiðar og náðust upp 26 laxar með þeim hætti í fyrrinótt. Um daginn var 16 punda laxi landað á stöng. Þá sögðu menn cinnig frá þremur hjálpfúsum lög- rcgluþjónum sem hrifust af leiknunt og aðstoðuðu menn við að landa laxi í gríð og erg. Þó svo iaxinn vildi ekki taka var leikur í honum og stukku margir og veltu sér í straumnum sem niyndað- ist er fjaraði út. Það er ekki fjarri lagi að þeir stærstu hafi verið um 18 eða 20 pund. Að lokum fór svo að blaðamenn áttu fótum sínum fjör að launa þar sem tugir öngla, krækja og spúna svifu ofan af brúnni og neðan af bakka sem skapaði stórhættu. Harð- fengir fiskimcnn voru þó ekki á þeim buxunum að láta hrekja sig á brott, þó svo girnið væri komið í eina bendu og oftar var færi náungans við hliöina dregið í land en vænn fiskur. Þj Albert Guðmundsson iðnaðarráö- herra gengur út af ríkisstjórnarfundi í gærmorgun eftir að hafa lagt frani tillögur um breytingar á iðnaðarlög- um. (Tímamynd Pétur) Finnskir skátar: „Félagsskapurinn stærsti kosturinn“ - segja skátaforingjarnir Esa og Hannamaija Tíminn hitti að máli tvo skáta frá Finnlandi sem eru hingað komnir á landsmótið. Þau heita Esa Utukka og Hannamaija Helander og eru frá hafnarborginni Turku. Esa kom með félögum sínum í gær en Hannamaija hefur dvalist hcr síðan á sunnudag. Þau voru bæði ánægð með aðbúnaö og móttökur scm þau hafa fengið og sögðu að íslendingar væru einstak- lega hjálpsamt og vingjarnlegt fólk. Bæði hafa þau sótt sambærileg mót víðsvcgar um Evrópu og sögðu að stóri kosturinn viö svona mót væri allur sá aragrúi af fólki sem þau kynnast. Skátaforingjarnir finnsku Hannam- aija Helander og Esa Utukka. Tímamynd: - Císli Kgill. Ríkisstjórnarfundur í gær: Breytingar á iðnaðarlögum - frumvarp þar að lútandi lagt fram. „Rætt í þingflokkum“ segir forsætisráðherra Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum fyrtr ríkisstjórnarfund sem haldinn var í gær. Frumvarpið er í meginatriðum það sama og lagt var fyrir Alþingi í vetur sem leið. um santa efni. Frum- varpið verður rætt í þingflokkum stjórnarflokkanna á næstunni. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði þegar hann var spurður uni álit á frumvarpinu, að hann hefði áður lýst skoðun sinni á þessu máli og hann ætti ekki von á því að hún breyttist. Það eru einkum tvær breytingar sem frumvarp Alberts felur í sér. I fyrsta lagi að hann seni iðnaðarráð- herra geti veitt undanþágu frá því skilyrði til iðnrekstrar að meirihluti hlutafjár skuli vera í cign manna búsettra hér á landi. í öðru lagi að erlendur aðili sent fengi leyfi til iðnrekstrar öðlist sjálf- krafa rétt til að eiga eða nota fasteign hér á landi í þágu iðn- rekstrarins. Steingrímur Hermannsson sagði að mcð þessu væri verið að ganga inn á sviö dómsmálaráðuneytisins sem hefur eitt veitt undanþágur, þegar um eign útlendinga á fasteign- um hefur verið að ræða, umfram tuttugu prósent. „Dómsmálaráðu- neytið hcfur verið nokkurs konar öryggisventill í þessum ntálum og það er að mínu mati slæmt að missa þann öryggisventil," sagði Stein- grímur. Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem tillögum iðnaðarráðherra er mótmælt harð- lega og jafnframt bent á að með samþykkt þeirra verði úrslitavald um hlutdeild erlendra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi fært úr höndum Alþingis til eins ráðherra. -ES Lýðveldi í Viðey: Landsmót skáta hefst um helgina „Með stórhug og dug, þrjósku og þor höfum við stofnað nýtt lýðveldi í Viðey." Þessi orð er að finna í ávarpi forsætisráðherra í hinu ný- stofnaða lýðveldi í Viðey en stofn- endur þess cru skátar hvarvetna af landinu og reyndar víðar því að lýðveldinu standa cinnig fjölmargir skátar úr öllum heimshornum. Tilcfni þcssa viðburðar er landsmót skáta í Viðey sem verður haldið dagana 27. júlí til 3. ágúst. Dagskráin er fjölbreytt Það verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá meðan mótið stendur yfir. Þátttakendur geta valið um leiki og þrautir, kcppni af ýmsu tagi, fræðslu og ferðalög þar á meðal fjallaferðir í Esju, flekaferðir um sundin blá og götuleiki í Reykjavík. Einnig verða útileguferðir í Heiðmörk, að Elliða- vatni og Rauðavatnsskóg auk íþróttamóts og varðelda. Skátalýðveldi Rammi mótsins er Nýtt lýðveldi og ætla skátar að taka lýðveldisstofn- unina alvarlega og gera Viðey að fyrirmyndar lýðveldi þann tíma sem mótið stendur yfir. Allir íbúar fá sérstakt vegabréf, rnynduð verður þjóðstjórn og þing, Iðnaðarbankinn mun stofna útibú á eynni, símstöð og sjúkrahús verður á staðnum. fáni, skjaldarmerki, lög og sérstak- ur þjóðsöngur. Ekki má gleynta pósthúsinu en sérstakt pósthús verð- ur á staönum og verður dagstimpill í notkun alla daga mótsins. Skipting mótssvæðisins Mótssvæðinu verður skipt í fjórar sýslur Norður-, Suður-, Austur- og Vestursýslu. Tvennar tjaldbúðir verða á mótinu, skátatjaldbúðir og fjölskyldutjaldbúðir. Skátatjaldbúð- irnar eru fyrir alla starfandi skáta 11 ára og eldri. A mótssvæðinu verður svo að finna sérstök svæði fyrir hin ýntsu tilefni svo sem hátíðarsvæði, varðeldasvæði og verslunarsvæði. Matarsendingar Eitt er það vandantál sent allir eybúar sem ekki eru sjálfum sér nógir verða að glíma við. Það er sú blákalda staðreynd að ekki þrífast 2000 rnunnar af loftinu cinu saman, ekki einu sinni skátamunnar. En skátar eru ekki vanir að deyja ráða- lausir. Hvern mótsdag verður listi frá versluninni Miklagarði látinn ganga og þar getur hver og einn pantað sínar nauðþurftir. geh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.