Tíminn - 25.07.1986, Page 3

Tíminn - 25.07.1986, Page 3
Föstudagur 25. júlí 1986 Tíminn 3 Kjúklinga- og svínabændur: Vilja fá lækkun kjarnfóðurgjalds í kjölfar niðurgreiðslna á dilkakjöti Kjúklinga- og svínabændur fund- uðu í gærkvöldi um hinar auknu niðurgreiðslur ríkisins á dilkakjöti. Stjórnir þessara búgreina hyggjast mótmæla þessum auknu niður- greiðslum dilkakjöts á meðan svína- bændur og kjúklingabændur „þurfa að borga kjarnfóðurskatt til ríkisins sem síðan er notað til þess að greiða niður dilkakjötið," eins og Jónas Halldórsson form. félags kjúklinga- bænda sagði í samtali við Tímann í gær fyrir fundinn. „Okkar mótmæli munu að öllunt líkindum felast í ósk unt að slegið verði af kjarnfóður- gjaldinu," sagði Jónas. Nú eru til um 250-280 tonn af kjúklingakjöti og rúmlega 60 tonn af svínakjöti í landinu, svo ekki er um veruleg offramleiðsluvandamál að ræða í þessum búgreinum. Að sögn Jónasar lækkaði kjúklingakjöt um 20% í fyrrahaust unt leið og dilka- kjöt lækkaði, en verð á kjúklingum náðist ekki upp aftur, svo ólíklegt veröur, að niðurgreiðslum dilka- kjöts verði mætt með slíkum lækk- unum eins og í fyrra. AIJS Hér er komið með tvö hjólböruhlöss af þeim 1400 sem fóru í gerð göngustígsins. VEIÐIHORNIÐ Umsjón: Eggert Skúlason Grímsá komin í þúsundlaxa „Þetta hefur gengið alveg ljóm- andi vel," sagði Þorbjörn Gíslason leiðsögumaður í Gríntsá í samtali við Veiðihornið í gær. Þegar veiði- degi lauk í fyrrakvöld var kominn á land 971 lax, og taldi Þorbjörn í gær að þúsundið yrði fyllt innan skamms. Stærsti laxinn sem komið hefur á land í sumar veiddi Banda- rtkjamaður og vó hann átján pund og tók flugu. Utlendingatímanum lýkur þann þriðja ágúst og hafa flest öll leyfi í ána verið seld eftir þann tíma. Sú nýbrcytni var tekin upp í sumar að veiðiréttareigendur við Grímsá ákváðu sjálfir að selja leyfi í ána. milliliðalaust, í stað þess að leigja ána Stangaveiðifélagi Rcykjavík- ur. Þorbjörn sagði að þetta hefði gengið upp og sennilega hefðu veiðileyfi ekki hækkað jafn mikið og ella, þar sem einn milliliður er felldur út. „Reynum allt í fluguboxinu“ Veiði í Selá í Vopnafirði hefur verið ntjög góð það sem af er veiðitímanum, ef miðað er við síðustu ár, en illa hefur gengið um nokkurn tíma. Veiðimenn sem voru við veiðar í Selá í gær sögðu að áin væri bunkuð af fiski en erfitt væri að fá hann til að taka. Guðmundur Sig- tryggsson sagði í samtali við Veiði- hornið að menn hefðu verið að rcyna allt í fluguboxunum, frá túpum og niður í flugur númer tíu. Veður hjá Guðmundi og félögum hans, sem eru m.a. Rafn Haffjörð og Bragi Hannesson hefur verið með eindæmunt gott og yfirleitt unt fimmtán stiga hiti. Um miðjan dag í gær sagði Guðmundur að útlit væri fyrir að hann ætlaði að þykkna upp, og „nú ætlum við að fara að veiða," sagði Guðmundur og var hvíldartíminn að verða úti svo hann varð að rjúka út í á með félögunum, sent voru ekki allt of hressir með veiðina, sextán laxa á tveimur dögum. Fiskurinn var um fimmtán pund sá stærsti, og sumir lúsugir. Alls liafa veiðst um 250 laxar í Selá. Kvótinn ekki alltaf til góðs Þessi er sönn: Tveir veiðimenn fóru í ónefnda laxveiðiá og átti nú heldur betur að taka hann. Kvóti var í ánni og ekki heimilt að landa fleiri en átta löxum á dag á stönd. Vinirnir fóru út snemma um morg- uninn og þeir voru varla búnir að kasta þegar lax er á. Þriggja punda fiskur. Það er kastað aftur og hann er á. Tveggja punda lax. Þriðja kastið og enn er hann á. Þriggja punda lax. Það renna tvær grímur á félagana þegar sá fjórði tekur í fjórða kasti og hann er tæp þrjú pund. Allt vaðandi í smáfiski. Þeir ákveða að sleppa þeim fjórða, og vonast til að síðar taki heldur stærri fiskur. Svona gengur þetta í nokkurn tíma að þeir sleppa þó nokkrum löxum frá að hádcgi, þegar skipt er um svæði. Þeir hugsuðu sér gott til glóðarinnar að taka rrú heldur stærri fisk á efri svæðum í ánni. þegar hann var í svona brjáluðu tökustuði og tveir og hálfur dagur eftir af hollinu. En heldur kárnaði gamanið þegar leið á daginn og dagana þar á eftir, því þeir félagar komu heim með þrjá laxa tvo þriggja punda og einn tveggja punda eftir þriggja daga veiði. Eins og þetta byrjaði nú vel.... Margar hendur vinna létt verk. Hér er verið að vinna að brúarsmíð og komast greinilega færri að en vildu. Tímamyndir: Pétur. Dagur fjölskyldunnar: Lagðir stígar og byggðar brýr Fjölmargir Kópavogsbúar tóku til hendinni sl. miðvikudag, þegar hald- inn var þar Dagur fjölskyldunnar. Um 300 krakkar úr Vinnuskóla Kópavogs og um 60 fullorðnir bæjar- búar tóku höndum saman um að leggja gangstíga og byggja göngu- brýr í Fossvogsdalnum. Að sögn Þórðar Guðmundssonar, yfirverkstjóra hjá Vinnuskólanum, var stígur lagður um 400 metra veg milli Birkigrundarog Daltúns. Teng- ist þessi stígur mörgum göngustígum sem voru þarna fyrir og var um 100m3 af möl ekið í stíginn. Taldist mönnum til að það samsvari 1400 hjólböruferðum, en ekki var unnt að nota dráttarvélar við vinnuna vegna mýrlendis. Þá voru byggðar tvær göngubrýr og gert við aðrar. Hópurinn vann að verkinu frá kl. 14 til kvöldverðar, en boðið var upp á grillaðar pylsur frá félagsmiðstöðinni Agnarögn, um kl. 19. Munu þessar framkvæmdir stuðla að því að Fossvogsdalurinn færist nær því að vera það útivistarsvæði sem hann er kjörinn til. phh Lífeyrissjóður verslunarmanna: Greiðir ekki 55% til Húsnæðisstofnunar í ár Mun tryggja félögum sínum hámarkslánsrétt eftir öðrum leiðum Sem kunnugt er gera ný lög um húsnæðislán ráð fyrir því að hver einstakur lífeyrissjóður greiði 55% af ráðstöfunarfé sínu til Húsnæðis- stofnunar og tryggi þannig félögum sínum hámarkslánsrétt. Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti hins vegar þegar í maíbyrj- un að þeir ntuni ekki á þessu ári greiða þessi 55%, heldur er ætlunin að fara aðrar leiðir til að tryggja félögum hámarksrétt. „Þetta snýr þannig við á okkar bæ, að þegar þessi lög voru samþykkt í vor að þá lágu fyrir samþykkt láns- loforð sem duga langt fram á haust- ið. Ef sjóðurinn keypti fyrir 55% af ráðstöfunarfé þessa árs er Ijóst að sjóðurinn þarf að svíkja áður gefin lánsloforð," sagði Þorgeir Eyjólfs- son, forstjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna í viðtali við Tíntann. Sagði Þorgeir að þeir umsækjend- ur sem sæki um eftir gildistöku laganna, þann 1. september nk., fái væntanlega afgreiðslu á árinu 1987. “Sú afgreiðsla mun þá miðast við kaup og þann samning sem við gerum vegna þess árs, en þegar er frágengið að sjóður verslunarmanna kaupi fyrir 55% af ráðstöfunarfénu fyrir það árið. Hvað varðar þá sem þegar eiga lánsbeiðnir inni í kerfinu, að þá er ljóst að sjóðnum er gefinn kostur á ákveðnum hlutfallskaupum á bilinu 20-55%, og síðan getur sjóðurinn keypt einstökum aðilum þann mismun á lánsrétt sem myndast. Stjórn sjóðsins hefur ekki tekið endanlega ákvörðun í þessu máli en líklegast er að þessi leið verði farin. Þeim einstaklingum sem þegar eiga inni umsóknir verður sem sagt tryggður hámarkslánsréttur á óafgreiddum lánshlutum." Ekki er Ijóst á þessu stigi málsins hversu margir félagar Lífevrissjóðs verslunarmanna eiga í dag inni lánsumsóknir hjá Húsnæðisstofnun skv. gömlu lögunum og því er ekki hægt að áætla hversu stóran hlut ráðstöfunartekna sjóðurinn mun greiða stofnuninni á þessu ári. phh Akureyri: Sirkusinn Arena á íþrótta- svæði Þórs Um verslunarmannahelgina 2.-3. ágúst verða sirkussýningar á íþróttasvæði Þórs í Glerárhverfi á Akureyri. Þarna er á ferðinni 60 fjölleikamenn frá 10 þjóðum sem kalla sig Cirkus Arena. Tvær .sýningar verða hvorn dag og hefjast þær kl. 16 og kl. 20 báða dagana. Cirkus Arena kemur til Akur- eyrar eftir sýningaferðalag í Sví- þjóð og Noregi. Eftir sýningar á Akureyri, heldur hópurinn til Reykjavíkur og verður með nokkiar sýningar þar 6.-11. ágúst, en að því loknu yfirgcfur sirkusinn landið. Sýningar Cirkus Arena ku vera einkar glæsilegar, og komast um 2000 manns í sæti í tjaldinu hjá þeim. Mikið er lagt upp úr því að kitla hláturtaugar sýningargesta þ.a. engum ætti að lciðast. Margir norðanmenn ættu reyndar að kannast við hópinn, því hann var á ferðinni á Akureyri fyrir þrem- ur árum síðan. Hópurinn samanstendur af fjölda trúða, töframanna, fim- leikamanna, línudansara, keilu- og knattakastara, átta manna hljómsveit frá Póllandi, auk ann- arra. Nú þegar eru trúðar og ýmsar fígúrur farnar að leggja leið sína í miðbæ Akureyrar og víðar til að kynna sýninguna. Forsala að- göngumiða er hafin, og fer hún fram í versluninni Kompan í Skipagötu. Miðar verða einnig til sölu við innganginn. Búist er við miklum fjölda áhorfenda, bæði Norðlendinga og ferðamanna á sýningar Cirkus Arena, enda ekki á hverjum degi sem íslendingar berja slíkar uppákomur augum. HIÁ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.