Tíminn - 25.07.1986, Síða 4
4 Tíminn
s
VAR tíðin að Barbara
Cartland sagði við syni sína tvo, að
ef hún lifði það að verða 85 ára
gömul, ósjálfbjarga og gæti ekki
skrifað lengur, skyldu þeir grípa til
sinna ráða og „ieggja kodda að
vitum hennar!" Hún tók það fram
að hún hefði engan áhuga á því að
draga fram lífið „elliær öryrki sem
yrði að gefa næringu í æð“.
En nú er Barbara, „drottning
rómantíkurinnar" eins og hún er
gjarna kölluð, orðin 85 ára og ber
lítil ellimerki, þrátt fyrir háan
aldur. Hún er enn að skrifa, bæk-
urnar hennar eru orðnar 435, og
þykir ung í anda. Upp á afmælið
hélt hún með því að fara á veitinga-
stað í London með sonunum, sem
hún hafði fengið verkcfnið að
koma henni fyrir kattarnef, og
enginn koddi var innan seilingar.
Daginn eftir tók hún til við að
lesa ritara sínum fyrir síðasta kafl-
ann í nýrri bók. Enda segist hún
sjaldan hafa verið í betra formi. í
fyrra samdi hún alls 26 bækur og
geri aðrir rithöfundar betur! Enda
segir hún að hún hafi ekki hugsað
sér að gera nokkrum öfundsjúkum
sálum það til geðs að hrökkva upp
af enn sem komiö er.
Bækur Barböru þykja hálfgerð
tímaskekkja. Hún leggur þar alla
áherslu á rómantík og andlega ást.
Hún leggur mikla áherslu á hrcin-
leika ungra meyja þegar þær ganga
í hjónaband, því að þegar allt komi
til alls sé það öruggt að góðir
eiginmenn vilji endilega giftast
hreinum mcyjum. Hún heldur því
fram að stúlka sem stundar kynlíf
fyrir tvítugsaldurinn beri þess
merki alla ævi! Bækur sínar segist
hún skrifa sem leiðarvísi fyrir ung-
ar stúlkur, þær sem séu orðnar
hálfþrítugar eigi að geta séð um sig
sjálfar, enda hafi þær farið að
ráðleggingum Barböru til þcss
tíma.
„Satt best að segja hef ég það
Barbara Cartland lætur ekki deigan síga þó að hún sé oröin 85 ára.
Barbara Cartland
85 ára og síung
fyrir sið að lesa síðustu blaðsíðurn-
ar í skáldsögu cftir Barböru Cart-
land þegar mér líður illa eða er
þreytt. Og það bregst ekki, ég
sofna sæl og ánægð í örmum hetj- og halda góðri heilsu. Því hvað
unnar minnar, þegar ég er búin að sem um Barbara Cartland má
því,“ segir Barbara og kannski er . segja, er hún óvenju hress af konu
þetta gott ráð til að ná háum aldri á svona háum aldri að vcra.
bergi geymir hann loðfeldi sína. í
öðru herbergi eru sólgleraugun
hans o.s.frv.", segir hann. Ogéin-
hvers staðar geymir Elton dýrgrip
sem á engan sinn líka og skraddar-
inn á heiðurinn af. Það er sérsaum-
aður frakki, útbróderaður með
smáljósaperum, sem Elton getur
kveikt og slökkt á að vild mcð rofa
í einum vasa.
Eins og nærri má geta þykir
klæðskeranum í meira lagi vænt
urn þennan góða viðskiptavin,
enda hafa viðskipti þeirra staðið í
9 ár og gefið skraddaranum vel í
aðra hönd. En Elton John er ekki
eini frægi viðskiptavinur hans. Rod
Stcwart er ekki síðri kúnni og
pantar fötin sín alla leið frá Kali-
forníu. Og fleiri frægum nöfnum
romsar John Kaye upp úr sér:
Mick Jagger, Ringo Starr, David
Bowie, Rick Parfitt í Status Quo,
Paul Young, Simon Le Bon og
John Taylor í Duran Duran.
Pað kemur fyrir að venjulegt
fólk rekur nefið inn í búð Johns,
en flestir komast fljótlega að því að
verðlagið er ekki í samræmi við
pyngjuna hjá almenningi. Enda er
John ekkert að sælast eftir slíkum
viðskiptum. Honum nægir alveg
að sauma á poppstjörnurnar og
verðleggur vörur sínar líka sam-
kvæmt því. Það líður þess vegna
ekki á löngu þar til hann verður
orðinn eins ríkur og viðskiptavinir
hans!
-segirskraddarinn hans
geti talist.
Nú hefur skraddarinn hans, John
Kaye, staðfest að futauella Eltons
nái út yfir öll takmörk. Hann segir
mörg herbcrgi á heimili Eltons
alveg sneisafull af hinum og þess-
um klæðisplöggum. „I kældu her-
Elton John er með fatadellu
John Kaye skraddari hefur sér-
stakt dálæti á Ringo Starr og
Barböru Bach. „Það var mikill
heiður fyrir mig þegar Ringo kom
í búðina til mín. Ég var mikill
aðdáandi Bítlanna," segir hann.
Það er haft lyrir satt að Elton
John eigi meira af fötum en Díana
prinsessa, Joan Collins og Boy
Gcorge samanlagt, cn samt sem
áður fær hann sig aldrei til að
henda einni cinustu flík. Því er
meira segja haldið fram að fata-
söfnunaráráttan, svo að ekki sé
talað urn fræga söfnun hans á
sólgleraugum, sé meiri en heilbrigð
Elton John er með fatadellu
og ólæknandi söfnunaráráttu
Föstudagur 25. júlí 1986
UTLÖND
FRÉTTAYFIRLIT
JERÚSALEM — Símon
Peres forsætisráðherra ísraels
og Hassan Marokkókonungur
gáfu út sameiginlega yfirlýs-
ingu að afloknum viðræðum
þeirra í Marokkó og kom þar
greinilega fram að þeir höfðu
ekki komist að neinu sam-
komulagi um leiðir tii að ná friði
í Mið-Austurlöndum.
m&i i
JÓHANNESARBORG
— Sir Geoffrey Howe utanríkis-
ráðherra Bretlands átti viðræð-
ur við ýmsa áhrifamikla við-
skiptamenn í Suður-Afríku og
einnig við hvíta andstæðinga
stjórnarinnar. Honum var tjáð
aó kraftaverk þyrfti til ætti för
hans til landsins að bera ein-
hvern árangur.
MADRÍD -FelipeGonzalez
sór embættiseið sem forsætis-
ráðherra Spánar næstu fjögur
árin. Hann leiddi hjá sér gagn-
rýni stjórnarandstöðunnar á
leiðir hans til að sporna við
ofbeldi baskneskra skæruliða í
landinu.
COLOMBO — Sprengja
sprakk f rútu á Sri Lanka í gær
oa jétust 28 manns og fjörutíu
aorir slösuðust. Sprengjunni
var komið fyrir af aoskilnaðar-
sinnum tamila að því er tals-
maður hersins sagoi.
TEL AVIV — Palestínskir
skæruliðar hentu hand-
sprengju að aðalstöðvum lög-
reglunnar í bænum Jeríkó á
Vesturbakkanum og slösuðust
tólf Israelar og einn arabi.
Þessi atburður átti sér stað
aðeins fáeinum klukkustund-
um eftir að Símon Peres for-
sætisráðherra Israels snéri
heim frá fundi sínum við Hass-
an Marokkókonung.
MADRÍD — Stjórnvöld í Mið-
I baugs-Guineu (áður spænsku
Guineu) komu upp um fyrir-
hugaða byltingartilraun um
síðustu helgi er beindist gegn
Teodoro Obiang Nguema for-
seta. Að sögn spænskra em-
bættismanna var byltingartil-
raun þessi leidd af ráðherrum,
herforingjum og borgurum sem
óánægðir voru með ástand
efnahagsmála og laun í þessu
litla ríki í Vestur-Afríku sem
var spænskt yfirráðasvæði
fram til ársins 1968.
CAGAYAN DE ORO,
Filippseyjar - Hermenn
stjórnar Corazonar Aquino
fundu fjöldagröf þar sem lík að
minnsta kosti tuttugu fórnar-
lamba dauðasveita skæruliða
kommúnista lágu. Þetta var
haft eftir höfuðsmanni hersins
á Suður-Filippseyjum.
NAIRÓBÍ — Stjórnarherinn
í Súdan rak á flótta liðsmenn
sudanska alþýðuhersins frá
hlíðunum kringum flugvöllinn í
Juba í Suður-Súdan.
PRAIA DA VITORIA -
Andrés Bretaprins og Sara
kona hans eyddu fyrsta degi
brúðkaupsferoar sinnar um
borð í snekkju er siglir um
Azóreyjar.