Tíminn - 25.07.1986, Qupperneq 7

Tíminn - 25.07.1986, Qupperneq 7
Tíminn 7 Föstudagur 25. júlí 1986 VETTVANGUR Hákon Sigurgrímsson: Síðari grein Islenskur landbúnaður - „aðferð við að lifa“ eða atvinnuvegur í grein sinni um nýútkomna landnýtingarskýrslu fjallar Páll Pétursson alþingismaður m.a. um viðhorf sín til iandbúnaðar, bú- stærð og framkvæmd núverandi landbúnaðarstefnu. Fram kemur að Páll telur að hægt sé að skapa sveitafólki viðun- andi tekjur og svipaða lífsaðstöðu og öðrum þjóðfélagshópum án verulegrar fækkunar bænda í naut- gripa og sauðfjárrækt. Þetta megi gera með því að bændur taki upp nýjar búgreinar meðfram og með því að smækka stóru búin. „Ef af verulegri fækkun bænda yrði þá mundu smærri bændur að öðru jöfnu gefast upp fyrst. Þeirri stefnu hefur verið haldið mjög ákveðið fram af ýmsum undanfarið að svo skuli gert. Það er einnig það sjónarmið sem ég les út úr nefndri skýrslu. Smærri bændurnireruekki vandamálið, vandamálið eru stóru búin og þess vegna er þessi stór- bændastefna forkastanleg. Það sem gera þarf er að smækka stóru búin og það er þar sem ríkisvaldið á að verja skipulagningarfé land- búnaðarins. Búskapur er aðferð við að lifa, meira að segja eftir- sóknarverð aðferð. Hóflega stór fjölskyldubú hafa reynst skila best- um arði og ánægjulegustu lífs- formi". Þetta virðist mér vera kjarninn í boðskap Páls. „Aðferð við að lifa“ Ég tek heilshugar undir það sjónarmið að búskapur sé ánægju- legt starf, en það sjónarmið sem fram kemur hjá Páli að búskapur- inn sé „aðferð við að lifa" hefur hins vegar lengi verið kjarabaráttu bænda almennt einn helsti fjötur um fót. Stjórnvöld og aðrir við- semjendur bænda hafa viljað túlka þetta þannig að svo margir beinir og óbeinir kostir fylgi bóndastarf- inu að menn geti þess vegna sætt sig við lakari fjárhagslega afkomu en aðrir þjóðfélagshópar njóta. Þar sem tekist hefur að víkja þessu sjónarmiði til hliðar og fá menn til þess að viðurkenna að landbúnað- ur er atvinnuvegur og býli bóndans fyrirtæki sem lýtur flestum sömu lögmálum og annar rekstur, er afkoma bænda með mestum blóma. í því sambandi bendi ég á Norðurlönd og mörg lönd Mið- og Vestur-Evrópu. Mér er Ijóst að þessi hugsun er til meðal bænda af eldri kynslóðinni hér á landi. Þessir menn kjósa að hafa lítið bú og sætta sig við þá afkomu sem það gefur. Kjarabarátta bænda verður hins vegar ekki háð á þeim grund- velli. Hvað ræður vali fólks? Ég held að það sem fyrst og fremst ræður ákvörðun fólks þegar það velur sér lífsstarf sé það hvaða lífskjör viðkomandi starf býður upp á. Frá þessu kunna vissulega að vera undantekningar, en þetta á við um flesta. Ég held líka að það sé ekki lengur ýkja mikill munur á óskum yngra fólks um afkomu hvort heldur er í Breiðholtinu eða Svínavatnshreppi. Þetta á meðal annars við um húsnæði, fatnað, fæði, bíl, sjónvarp, útvarp, náms- aðstöðu og önnur ytri lífsgæði. Fólk gerir líka auknar kröfur um hagkvæma og þokkalega vinnuað- stöðu og hóflegt vinnuálag. Sífellt fleiri bændur gera sér nú grein fyrir því að þeir þurfa að geta tekið sér frí eins og annað fólk. Hvaðþarftil? Ég er sammála Páli um það að fjölskyldubú er það rekstrarform sem veita ber forgang í landbúnað- Þar sem tekist hefur að víkja þessu sjónarmiði til hliðar og fá menn til þess að viðurkenna að landbúnaður er atvinnuvegur og býli bóndans fyrirtæki sem lýturflestum sömu lög- málum og annar rekstur, er afkoma bænda með mestum blóma. fjós eða 875 kinda fjárhús ef um félagsbú tveggja manna er að ræða. Gera verður ráð fyrir því að til grundvallar þessum stærðarmörk- um liggi mat á því hvaða tekjum bú þarf að geta skilað til þess að standa undir kostnaði af fjárfest- ingu og skapað bóndanum og fjöl- skyldu hans viðunandi afkomu með hæfilegu vinnuálagi. Skynsamleg mörk Ég tel að þessi stærðarmörk Stofnlánadeildar séu skynsamleg fyrir fjölskyldubú miðað við að ekki sé um aðra verulega tekjuöfl- un að ræða. Sérstaklega á þetta við um mjólkurframleiðsluna. Þarhef- ur sérhæfing aukist mjög á undan- förnum árum. Aukin tækni og hertar heilbrigðiskröfur munu væntanlega ýta undir þá þróun. Sérhæfingin og tæknin kalla á inum. Þetta rekstrarform hefur sýnt sig að henta vel, það sannar okkur eigin reynsla og reynsla annarra þjóða í Vestur-Evrópu. Stéttarsamband bænda hefur markað þá stefnu að stuðlað skuli að þeirri bústærð „sem með hag- kvæmri tækni og eðlilegu vinnuá- lagi geti veitt fjölskyldu lífsfram- færi sitt“. Þessi bústærð hefur hins vegar ekki enn verið skilgreind nánar. Aftur á móti hefur Stofn- lánadeild landbúnaðarins sett regl- ur um hámarksstærð útihúsa sem lánað er til bygginga á. Þessi mörk eru 30 bása fjós eða 500 kinda fjárhús fyrir einvrkja en 52 bása vj ' Því ræöur engin „stór- bændastefna“ heldur er þetta áframhald þróunar sem staðið hefur alla þessa öld, að tæknin stækkar rekstr- areiningarnar, eykur afköstin og fækkar því fólki sem við framleiðsluna vinnur stærri bú. Þetta kom glöggt í ljós þegar tankvæðingin hóf innreið sína. Minnstu búin gátu ekki mætt þeim kostnaði sem henni fylgdi. Afurðir af 30 kúa búi eru að meðaltali um 110 þúsund lítrar mjókur á ári eða um 630 ærgildisaf- urðir. Mér finnst líklegt að eftir 5-8 ár muni mjólkurframleiðslan í megin atriðum verða á búum af þessari eða svipaðri stærð og því augljóst að ekki verður rúm fyrir nema 1000-1200 bændur í þessari búgrein miðað við að framleiðslan sé þarna aðalstarf. Því ræður engin „stórbændastefna“ heldur er þetta áframhald þróunar sem staðið hef- ur alla þessa öld, að tæknin stækkar rekstrareiningarnar, eykur afköst- in og fækkar því fóíki sem við framleiðsluna vinnur. Landbúnað- ur á íslandi hlýtur að fylgja þessari þróun. Að öðrum kosti verður hann ekki samkeppnisfær, hvorki um vinnuafl og fjármagn né afurð- arverð. Hvað er stórbú? Verðlagsárið 1984/1985 var framleidd mjólk og kindakjöt á 4.925 búum á landinu. Á 1.242 • þessara búa var framleitt minna en 100 ærgildisafurðir og á 821 búi var framleiðslan á bilinu 100-200 ær- gildisafurðir. Samtals eru því 9 Það myndi því litlu bjarga að taka fram- leiðslurétt af stærstu búunum og færa til þeirra litlu. Vandi þeirra verður ekki leystur með þeim hætti og frá- leitt að mínu áliti að verja hagræðingarfé landbúnaðarins á þann hátt. 44,38% allra býlanna með minna en 200 ærgildisafurða framleiðslu. Frá þessum búum komu 13,3% framleiðslunnar. Á 1.350 búum var 200-400 ærgildisafurða fram- leiðsla, 764 bú voru með fram- leiðslu á bilinu 400-600 ærgildisaf- urðir, 312 bú á bilinu 600-800 og 159 bú voru með yfir 800 ærgildis- afurða framleiðslu. Rétt 12% framleiðslunnar komu frá búum af þeirri stærð. Starfandi voru 410 félagsbú og eru þau flest í flokki Égheldlíka aðþaðsé ekki ýkja mikill munur á óskum yngra fólks um afkomu hvort heldur er í Breiðholtinu eða Svínavatnshreppi. Þetta á meðal annars við um húsnæði, fatnað, fæði, bíl, sjónvarp, útvarp, námsaðstöðu og önn- ur ytri lífsgæði. m stærri búanna.þar með að heita má öll stærstu búin. Því er Ijóst að 2-3 fjölskyldur eru að baki flestum stærstu búanna. Til samanburðar skal minnt á að stærðarmörk Stofn- lánadefldar fyrir félagsbú eru 875 kinda fjárhús og 52 bása fjós sem gera má ráð fyrir að skili urn 1070 ærgildisafurða mjólkurframleiðslu á ári. Það myndi því bjarga litlu að taka framleiðslurétt af stærstu bú- unum og færa til þeirra litlu. Vandi þeirra verður ekki leystur með þeim hætti og fráleitt að mínu áliti að verja hagræðingarfé landbúnað- arins á þann hátt. Vandi litlu búanna Smá bú geta að sjálfsögðu verið hagkvæm og ágætur kostur fyrir þá sem sætta sig við þá afkomu sem þau skapa. Þau henta prýðilega við hlið annarra búgreina eða með vinnu utan bús. Þctta á þó að mínu áliti einkum við um sauðfjárbú og ég hygg að sauðfjárframleiðslan verði áfram að hluta í slíkum einingum. Ef litið er á tölurnar um bústærð hér að framan hygg ég að talsverður hluti búanna sem eru með undir 200 ærgildisafurða fram- leiðslu sé þannig „partbúskapur“ og að áfram verði stundaður þar búskapur með því sniði. Partbú- skapur hefur færst ntjög í vöxt í mörgum Evrópulöndum undanfar- in ár í kjölfar breyttra þjóðfélags- hátta og hefur það stuðlað að viðhaldi byggðar í sveitum. Sá hluti búanna sem er yfir 200 ærgildisafurða markinu er að lang mestum hluta rekinn af bændum sem hafa búskapinn að aðalstarfi. Þessi bú voru 2.585 talsins verð- lagsárið 1984/85 og frá þeim komu 86,7% mjólkurinnar og kinda- kjötsins. Ég tel hins vegar að hluti þessara búa sé í verulegri hættu. Þar á ég við bú af stærðinni 200-400 ærgildisafurðir sem verið hafa helsta eða eina tekjuöflunarleið viðkomandi bónda. Hættan er sú að ný kynslóð telji það ekki fýsileg- an koSt að taka við slíku búi og möguleikar til þess að stækka þau eins og þarf, til þess að mæta breyttum kröfum, eru ekki fyrir hendi við núverndi markaðsað- stæður. Sérstaklega á þetta við ef byggingar eru úreltar og óhag- kvæmar. Ég álít að hagræðingarfé land- búnaðarins eigi öðru fremur að verja til þess að hjálpa bændum með bú af þessari stærð til þess að koma upp viðbótar framleiðslu í nýjum búgreinum eða á annan hátt að skapa þeim möguleika til auk- innar tekjuöflunar. Hákon Sigurgríms.son er frumkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.