Tíminn - 25.07.1986, Page 15
Föstudagur 25. júlí 1986
Tíminn 19
HELGIN FRAMUNDAN
Hlllil
iiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiiniiiiii
Gerry
andthe
Pacemakers
í Broadway
í kvöld og annað kvöld halda
Gerry and The Pacemakers tón-
leika í Broadway, en þeir eiga
langan og litríkan feril að baki.
Hljómsveitin erfrá Liverpool,
rétt eins og Bítlarnir, en voru
fyrr á ferðinni en þeir. Og hún
hefur unnið ýms afrek sem jafn-
vel Bítlunum hefur ekki tekist
að leika eftir. M.a. þutu 3 fyrstu
plötur hljómsveitarinnar beint
upp í efsta sæti breska vinsælda-
listans og hafa ekki aðrir gert
betur.
Garry and The Pacemakers
halda tvenna tónleika í Bro-
adway um helgina.
Torfhleðslu námskeið
Nú um helgina kennirTryggvi Han-
sen torfhleðslu, þ.e. að ristaoghlaða
streng, í Vatnsmýrinni við Norræna
húsið, en hann hefur undanfarin 5 ár
haldið námskeið í grjót- og torf-
hleðslu.
Námskciðið nú um helgina kemur
þeim að gagni er hyggjast kynna sér
elstu iðn er ísland geymir og einnig
þcim er vilja hlaða sér bæ eða
skjólgarð úr efni jarðarinnar.
Tryggvi hefur einnig þekkingu á að
nýta efnið í skúlptúr. Námskeiðið
stendur yfir laugardag og sunnudag
og er opiö öllum áhugasömum.
Björg fsaksdóttir
sýnir á Ferstiklu
og í Þrastarlundi
Þessa dagana standa yfir sýningar
á myndlistarverkum Bjargar Isaks-
dóttur á Ferstiklu og í Þrastarlundi.
í Þrastarlundi sýnir Björg 14 kol-
teikningar og olíumálverk en 28
olíumálverk á Ferstiklu.
Björg hefur haldið 3 einkasýning-
ar á íslandi og tekið þátt í samsýning-
um. Þá hefur hún haldið einkasýn-
ingu í Svíþjóð og tekið þátt í samsýn-
ingum í Svfþjóð, Finnlandi og á
Kaprí. Björg er nýflutt til íslands frá
New York og mikið af kolteikning-
unum eru unnar í New York.
Kristinn Guðbrandur
í Slúnkaríki
Nú stendur yfir sýning Kristins
Guðbrands Harðarsonar á málverk-
um og grafík, sem hann hefur unnið
á undanförnum tveim árum, í
Slúnkaríki, Aðalstræti 22, ísafirði.
Sýningin stendur til 31. júlí og er
opin alla virka daga frá kl. 14-16, en
um helgar kl. 15-18.
■
i
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Sumartónleikar I Skálholti
Á Sumartónleikum í Skálholts-
kirkju um helgina verður tvennskon-
ar dagskrá eins og vant er. Klukkan
15 á laugardag flytur sönghópurinn
Hljómeyki lög eftir Nystedt, Holm-
boe, Speight, Báru Grímsdóttur,
Byrd og Britten og Marteinn H.
Friðriksson dómorganisti leikur
þætti úr Fúgulistinni eftir J.S. Bach.
Á laugardaginn kl. 17 og aftur á
sunnudaginn kl. 15 flytur Hljómeyki
eingöngu sönglög eftir Jón Nordal
sem sextugur varð á þessu ári. Eitt
þeirra er frumflutt enda spánýtt og
nefnist Aldasöngur við texta sem
fjalla um kaþólskan sið á Islandi.
Messa er á sunnudeginum kl. 17,
prestur sr. Guðmundur Óli Ólafs-
son. Áætlunarferðir cru frá BSÍ
báða dagana kl. 13 og til baka kl.
18.15. Ókcypis aðgangur
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Hljómlist og
hljóðfærasmíð
í Norræna
húsinu
Sunnudaginn 27 júlí kl. 15-17
verður í gangi eins konar
„workshop" í Norræna húsinu, þar
sem kynnt verður sænsk alþýðutón-
list og hvcrnig skal farið að við
fiðlusmíð. Hér eru á ferð Richard
Náslín, alþýðusöngvari og Astrid
Pullar fiðlusmiður, sem hefur lært
hljóðfærasmíð í fjögur ár við eina
skólann á Norðurlöndunt, þar scm
slíkt cr kennt. við lýðháskólann í
Leksand í Svíþjóð.
Til þess að kynna þennan skóla
hafa þau sett upp sýningu á vegg-
spjöldum í anddyri Norræna hússins
og mun hún hanga uppi til 30. júlí,
en auk þess ntunu þau Astrid og
Richard syngja, spila og sýna lit-
skyggnur frá skólanum á fyrrgreind-
um tíma, kl. 15-17 á sunnudaginn.
Aðgangur er ókeypis og þau von-
asl til þess að fá sem flesta til að
koma og kynnast því, sem þau hafa
fram að færa.
Alþýðu-
leikhúsið
og Hlað-
varpinn
í myndlistarsal Hlaðvarpans að
Vesturgötu 3 getur nú að líta batik-
sýningu sænsku listakonunnar Ednu
Cers. Nú um helgina, laugardag og
sunnudag, verða sett upp kaffihús
þar sem boðið verður upp á gómsæt-
ar veitingar. Gestum gefst að hlýða
á tónleika gítarleikarans Kristins
Árnasonar, sem flytur Pavana eftir
Luis Milan, prelúdíu og fúgu úr
Lútusvítu nr. 2 eftir J.S. Bach og að
síðustu Drei Tentos eftir Hans
Werner Henze.
Að því loknu verður fluttur ein-
þáttungurinn „Hin sterkari“ eftir
August Strindberg í íslenskri þýð-
ingu Einars Braga.
Það eru þær Margrét Ákadóttir og
Anna Sigríður Einarsdóttir sem fara
með hlutverk tveggja hefðar- og
leikkvenna sem hittast á kaffihúsi og
gera upp sín hjartans mál. Elfa
Gísladóttir leikuí þjónustustúlku,
en leikstjóri er Inga Bjarnason.
Djúsbarinn hefur veg og vanda af
veitingum og miðasölu.
Upplýsingar um miðasölu eru í
síma 19560. Sýningar um helgina
hefjast kl. 16.00.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Ásta Pálsdóttir myndlistarmaður sýnir í Leiru.
Myndlistarsýning í Leiru
Ásta Pálsdóttir myndlistarmaður
í Keflavík opnaði málverkasýningu
í nýja golfskáía'num í Leiru fimmtu-
daginn 24. jú.lí sl. Ásta sýnir 35
vatnslitamyndir og sækir hún mynd-
efni sitt að mestu leyti í Leiruna og
aðra staði á Suðurnesjum. Þetta er
önnur einkasýning Ástu. Fyrri sýn-
ingin var á Sauðárkróki '82. Einnig
hefur hún tekið þátt í nokkrum
samsýningum bæði hér heima og
erlendis. Sýning þessi stendur fram
yfir Landsmótið í golfi, sem verður
á Hólmsvelli í Leiru nú í ár.
Sýningunni lýkur 5. ágúst.
ÁRBÆJARSAFN
Ólöf Sesselja Óskarsdóttir leikur á viola da gamba í Dillonshúsi
laugardaginn 26. júlí kl. 15-17.