Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 3
FERÐABLAÐ TÍMANS
Tíminn 3
Þrastakista auðug er undir fossi Skóga.
Hver sem þangað fyrstur fer, finnur auðlegð góða.
Hollenskur
draugur
En Jón Erlendsson er ekki
eini merkispresturinn sem setiö
hefur í Villingaholti, þar sat á
árunum 1821-1855 presturinn
Tómas Guömundsson. Honum
var á þann veg lýst: gáfumaður,
góöur predíkari og sögumaður,
afbragös smiöur og verkamaö-
ur, hagmæltur, heldur góöur
búhöldur og vefari. í hans tíð
uröu atburðir er þóttu í frásögur
færandi. Þá tóku tveir menn sig
til og ætluðu að vekja upp draug
í Villingaholtskirkjugaröi. Þeir
fóru þangaö aö næturlagi og
vöktu upp drauginn, en til allrar
óhamingju þá hittu þeir á Hol-
lending sem farist haföi við
skipsbrot og hafði veriðjarðaður
þar í garðinum. Þeirfélagar höfðu
drauginn undir, en þegar þeir
ætluðu að leggja fyrir hann hvað
hann ætti að gera.þá tókstsvo illa
til að draugurinn skildi þá ekki.
Mennirnir komust þá í mestu
vandræði og tóku þaö loksins til
bragðs að annar þeirra fór upp
á glugga þann er presturinn
svaf undir, vakti hann og bað
hjálpar. Séra Tómas fór þegar
út og veitti þeim félögum nokk-
uð lið, en ekki gat hann komið
draugnum fyrir að fullu og öllu.
Því hefur hann jafnan fylgt þeim
er vöktu hann upp og niðjum
þeirra, en fremur er hann mátt-
arlítill og er það þakkað aðgerð-
um prests.
Þessari sögu til sönnunar var
það svo sagt og bókfært hjá
Ólafi Davíðssyni að ferðamaður
er fór þar hjá um nóttina sá
beran mann þar í garðinum,
Guðmundur sonur séra Tómas-
ar mundi líka eftir því er
mennirnir komu á gluggann og
báöu hjálpar.
FERÐAMENN!!
Velkomnir til
Eskifjarðar
Öll ferðamanna-
þjónusta á
staðnum
ESKIFJARÐARKAUPSTAÐUR
Bjóðum ferðamenn sem aðra
velkomna í bæinn.
Öll þjónusta á staðnum.
Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur
tryggja öruggar ferðir milli
Reykjavíkur og Keflavíkur.
Sundhöllin er opin alla virka
daga kl. 07.00—09.00 og
12.00—21.30; laugardaga kl.
09.00—18.00 og sunnudaga
kl. 09.00-12.00.
KEFLAVIKU RKAU PSTAÐUR