Tíminn - 26.07.1986, Side 4

Tíminn - 26.07.1986, Side 4
4 Tíminn. FERÐABLAÐ TÍMANS Katla vaknar árið 1918. Á ferð úr Öræfum. Oft var eina leiðin til umheimsins yfir jökulinn. Katla og Kötluhlaup ísland er þekkt sem land elds og ísa. En hvað gerist þegar þessi náttúruöfl leggjast á eitt af fullum krafti? Það er ekki úr vegi að skoða það þegar haldið er út* á eyðilegar víðáttur Mýrdals- sands, því þar hafa þessi öfl unnið saman að einum stórkost- legustu hamförum sem þekkjast, Kötluhlaupum. I Mýrdalsjökli sem gnæfir yfir í norðaustri býr Katla, ein þekkt- asta eldstöð Islands. Hún liggur í dvala undir ísnum í 40-80 ár að jafnaði, en rankar þá við sér' og tekur að gjósa. Við það þeytir hún af sér íshellunni og bræðir jökulinn á stóru svæði. Vatns- flóðið sem myndast hleypur fram á Mýrdalssandinn með jakaburði, aurog leðju. Þá renn- ur um sandinn svipað vatns- magn og í vatnavöxtum Ama- zon, sem að öllu jöfnu er vatns- mesta fljót veraldar. Þegar land var numið mátti finna gróðurvin þar sem nú eru sandar. Að sjálfsögðu byggðu forfeður okkar sér bæi þar, en þá tók af í hlaupi 894. Aftur tók af byggð í Kötluhlaupi árið 1311, en það hlaup var nefnt Sturlu- hlaup, því sagt er aö allt fólk hafi drukknað nema Sturla nokkur og ungbarn er hann tók með sér í vöggu upp á ísjaka sem bar þau út á haf. Seinna bar jakann að landi og þau björguðust. Eins og svo oft gerist, þá hefur myndast sögn sem á að skýra hin geigvænlegu Kötlu- hlaup. Hún er á þessa leið: „Það bar eitthvört sinn á Þykkvabæjarklaustri eftir að það var orðið munkasetur að ábóti sem þar bjó hélt þar matselju eina er Katla hét; hún var forn í skapi, og átti brók sem hafði þá náttúru að hvör sem í hana fór þreyttist aldrei á hlaupum; brúk- aði Katla brók þessa í viðlögum; stóð mörgum ótti af fjölkynngi hennar og skaplyndi og jafnvel ábóta sjálfum. Þar á staðnum var sauðamaður er Barði hét; mátti hann oft líða harðar átölur Kötlu ef nokkuð vantaði af fénu þegar hann smalaði. Eitt sinn um haust fór ábóti til veizlu og matselja með honum, og skyldi Barði hafa rekið heim allt féð er þau kæmu heim. Fann nú ei smalamaður féð sem skyldi; tekur hann því það ráð að hann fer í brók Kötlu, hleypur síðan sem af tekur og finnur allt féð. Þegar Katla kemur heim verður hún brátt þess vís að Barði hefur tekið brók hennar; tekur hún því Barða leynilega og kæfir hann í sýrukeri því er í fornum sið stóð í karldyrum og lætur hann þar liggja; vissi eng- inn hvað af honum varð, en eftir sem leið á veturinn og sýran fer að þorna í kerinu heyrði fólk þessi orð hennar: „Senn brydd- ar á Barða“ En þá gat hún nærri að vonzka hennar mundi upp komast og gjöld þau er við lágu tekur hún brók sína, hleypur úr klaustrinu og stefnir í norðvestur til jökulsins og steypir sér þar ofan í að menn héldu, því hún sást hvörgi framar; brá þá svo við að rétt þar á eftir kom hlaup úr jöklinum er helzt stefndi á klaustrið og Álftaverið, komst þá sá trúnaður á að fjölkynngi hennar hefði valdið þessu, var gjáin þaðan í frá nefnd Kötlugjá Jökulsýn í Skaftafelli. og plátsið, sem þetta hlaupið helzt foreyddi, Kötlusandur." Katla gaus síðast árið 1918. Þá færðist land fram um þrjá kílómetra í hlaupinu sem fylgdi, þannig að þar sem flæðarmál var eftir gosið hafði áður verið þrjátíu metra dýpi. Við skulum því vona að enginn verði á ferli næst er Katla tekur að rumska, en það gæti orðið hvenær sem er, ef marka má fyrri svefnvenjur hennar. Einar byssu- smiður í Skaftafelli Ein af stórkostlegustu perlum íslenskrar náttúru er þjóðgarð- urinn í Skaftafelli í Öræfum og F®í ais* um ejgið land Hef ur þú kynnzt töfrum íslenzkrar náttúru? Ef svo er ekki, átt bú eftir að njóta sumarleyfis í landi, sem jafnast á við þekktustu ferðamannalönd veraldar. Ferðamálaráð hvetur alla landsmenn til að ferðast um Isiand og ganga vel um landið. A FERÐAMÁLARÁÐ Tte ÍSLANDS umhverfi hans. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að lýsa landslaginu og þeirri sérstæðu stemmningu sem þar virðist ríkja. Því skulum við líta á glefsur úr sögu staðarins. Skaftafell var þingstaður til forna og er staðarins getið í Njáls sögu. Öræfi voru þá og allt frá fyrstu byggð landsins blómleg byggð, kölluð Hérað eða Litla- hérað. En árið 1362 dundu ósköpin yfir. Þá gaus Öræfajök- ull, sem áður virtist, þrátt fyrir hrikalegan tignarleik sinn, svo friðsæll, stærsta vikurgosi sem orðið hefur á íslandi frá því um 800 fyrir Krists burð. Gosið og hlaupið sem fylgdi í kjölfarið tók af nær alla byggðina, a.m.k. fjörutíu bæi. Eftir það voru leifar byggðarinnar kölluð Öræfi. Oræfi hafa síðan ætíð verið mjög einangruð byggð, og var sú einangrun í raun ekki rofin fyrr en Jökulsá á Breiðamerk- ursandi var brúuð árið 1966- 1967. Fyrir þann tíma voru hin þungu jökulvötn sundriðin, eða þá að farið var fyrir þau upp á jökulbrúnum. I Skaftafelli bjó á 18. öld Einar Jónsson sem kunnur er af því að eiga vingott við skessu er bjó þar skammt frá og gætti stund- um fjár fyrir Einar, og af því að vera hagleiksmaður mikill. Sag- an segir að Einar hafi eitt sinn á Eyrarbakka falað sterklega byssu af skipherra þar, en ekki fengið, sagt þá óþarfa að fala þetta tól, því hann gæti smíðað aðra jafngóða en varanlegri. Skipherrann tók það fyrir skrum og út af því slegið veð, 100 dalir hvor. Raunin átti að koma fram árið eftir á sama stað. Báðir komu á tilsettum tíma. Einar hafði byssu með koparhlaupi skrúfað saman og er þær voru reyndar gafst hin íslenska betur svo Einar hlaut veðféð. Sögunni fylgdi að skipherrann hafi falað byssuna af Einari og ekki fengið fyrr en hún kostaði jafn mikið og veðslátturinn, hundrað dali. Einar var mjög frægur af byssusmíði sinni og af því að hafa drepið bjarndýr með einni slíkri árið 1748, en það þykir fátítt á suðurströndinni. Annars hafa ætíð verið góðir járnsmiðir í Öræfum, enda gnótt málma úr þeim fjölda skipa er strandað hata á söndunum í kring.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.