Tíminn - 26.07.1986, Qupperneq 6
6 Tíminn
FERÐABLAÐ TÍMANS
KAUPFÉLAG VOPNAFJARÐAR
KAUPFÉLÖGIN
- KJÖLFESTA í
HVERRI BYGGÐ!
VERIÐ
VELKOMIN
KAUPFÉLAG VOPNAFJARÐAR
EKKl FLJÚGA FRÁ PFR
ÁSKRIFTARSÍMI 686300
Brú Hrútafirði
Höfum á boðstólum:
Nesti í ferðalagið í miklu úrvali.
Gos - Sælgæti
Veitingar
Létta grillrétti
Bensín og olíur
Verið velkomin
Brú Hrntafirði
Sími: 95-1122
LÁTTU
límann
Bjóðum
ferðamönnum
þjónustu okkar
í smáu sem stóru
Matvörur
nýlenduvörur
ferðamannavörur
Teigarhorn, bær rétt við Djúpavog. Þar er þekktasti fundarstað-
ur geislasteina í heiminum. Þar má finna fjölmargar tegundir
geislasteina og suma óvenju stóra. Geislasteinanáman er
friðlýst og þarf leyfi til skoðunar.
Kerlinga-
þvotturíÞvottá
Þáttur úr
íslenskri
frumkristni
tjón ef ekki yrði gott af.
Þangbrandur skírði gömlu
konurnar í ánni skammt frá
bænum og daginn eftir gekk
Hallur til þeirra, fyrst náttúrlega
til að sjá hvort þær væru á lífi.
Þegar hann sá að svo var innti
hann þær eftir líðaninni. Þá brá
svo við að þeim hafði ekki um
langan aldur liðið eins vel og
sögðu honum að þær væru sem
nýjar manneskjur. Allir limir er
Einn kunnasti maðursöguald-
ar, Hallur Þorsteinsson betur
þekktur undir nafninu Síðu-
Hallur, gaf bæ sínum það
skemmtilega nafn Þvottá. Bær-
inn stendur við sunnanverðan
Álftafjörð, syðst í Suður-Múla-
sýslu. Sagan bak við nafngiftina
er stórskemmtileg, og ekki spillir
fyrir að hún tengist mjög einum
af stærstu atburðum Islands-
sögunnar. Við skulum nú rifja
hana upp.
Þegar sagan hefst skömmu
fyrir árið þúsund, hét bærinn Á.
Þá sendi Ólafur konungur
Tryggvason Þangbrand biskup
til íslands oa var hlufverk hans
að kristna Islendinga. Sagan
segir að Þangbrandur hafi haft
orðsendingu til Síðu-Halls ef
hann skyldi koma að landi á
Austfjörðum. Nú Síðu-Hallurtók
við honum óg leyfði honum að
tjalda í túnfætinum hjá sér. Þar
söng Þangbrandur messu og
hélt heilagt á sunnudögum að
því er segir, en Síðu-Hallur
horfði á aðfarirnar og leist ekki
svo illa á þessa siði. En þegar
Þangbrandur bauð Síðu-Halli
skírn þá tók hann því nú hægt í
fyrstu, en sagði honum nú samt
að það væru hjá sér tvær kerl-
ingar karlægar. Hann mætti
skíra þær og það væri rétt að sjá
hvernig þeim yrði við af skírn-
inni.
Hér fór Síðu-Hallur svipað að
og þegar hval rak á land fyrrum.
Þá voru einhverjir sem ekki var
talinn fengur í látnir bragða á
hvalnum, svo ekki yrði alvarlegt
^ur
ogzaánir
af jinmf'
vcgmm
áður voru stirðir og þjáðir voru
nú mjúkir og þýðir.
Þegar Hallur sá hvað góð
áhrif skírnin hafði á kerlingarnar
þá lét hann skíra sig og allt sitt
fólk. Það var gert í ánni sem
fékk þaðan í frá nafnið Þvottá
sem og bærinn. Síðu-Hallur
varð síðan einn af helstu tals-
mönnum kristninnar upp frá
þessu. Hann fór með Þangbr-
andi um allt land og til Alþingis
og studdi mál hans. Þegar
Þangbrandur hvarf af landi brott
án þess að koma þó á nokkurri
kristni að gagni, þá var Síðu-
Hallur einn af þeim er héldu trúnni
og átti mjög drjúgan þátt í að
kristni var lögtekin á Alþingi árið
999 eða 1000, eftir því sem
verkast vill.
í Þvottá voru tvær karlægar kerlingar skírðar - Svona til að sjá
hvort skírn væri nokkuð hættuleg!