Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.07.1986, Blaðsíða 11
10 Tíminn FERÐABLAÐ TÍMANS FERÐABLAÐ TÍMANS Tíminn 11 Saurbæjarkirkja i Eyjafirði. í Saurbæ bjó Einar Þveræingur er hann átti í deilum við Víga-Glúm. GASGRILLIN 4l komin aftur 3 stæröir & wm fe% Vönduð vara á vægu verði BÚSTOFtL • Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.' Norræn tru í Eyjafirði Um leið og við ætlum að skyggnast eitt augnablik inn Eyjafjörðinn, þá ætlum við leiðinni að skyggnast ögn inn trúarheim forfeðra okkar, þeirra er aðhylltust norrænan átrúnað. Okkur til leiðsagnar fengum við Jón Hnefil Aðalsteinsson sem nokkuð hefur rannsakað norrænar leifar norræns átrún- aðar er birtist í íslendinga- sögunum. Við gefum Jóni því orðið. Landnáms- ■ ■■ jorðm Kristnes Þegar farið er frá Akureyri í Eyjafjörðinn að vestanverðu, þá verður fyrir hver sögustaðurinn öðrum merkari. Fyrst er komið að Kristnesi sem er landsnáms- jörð Helga magra og fyrsti bær sem sögur fara af í Eyjafirði. Helgi magri nam Eyjafjörðinn eins og kunnugt er reisti bæ sinn og kallaði í Kristnesi, en Helgi var með þeim undaríega herki gerr, að hann var það sem kallað er blendinn í trú, hann trúði bæði á Krist og Þór. Hann átti nú til þeirra að telja að hann haföi alist upp við hvorntveggja siðinn. Það er þó ekki svo að sjá að kristni hafi haldist í ætt Helga, enda er í Landnámubók greint frá því að þeir kristnu landnáms- menn sem hér settust að hafi ekki nema sumir haidið trú sína til dauðadags. Sumir þeirra hafi reist hof og blótað „og land var alheiðið nær hundruð vetra“ eins og segir í Landnámu. Sonur Helga reisti bæ á Þverá og sögur eru um að hann hafi haft þar hof. Þetta var mjög eðlileg þróun því að til þess að geta tekið fullan þátt í stjórn landsins og átt aðild að málum, þá urðu menn að játa hin fornu norrænu trúarbrögð. Þess vegna virðist þessi litla kristni sem hér kom með landnáms- mönnunum hafa lagst niður. Hrafnagil Nú ef við höldum áfram inn dalinn þá verður næst fyrir hinn merkilegi sögustaður Hrafnagil sem er fornt höfuðból. Þar var Þorgils skarði veginn laust eftir miðja 13. öld og á Hrafnagili hafa setið margir merkis prestar á síðari öldum. Jón Arason for- faðir allra Islendinga, síðar COMBI CAMP er lausnin að vel- heppnuðu sumarleyfi, veiðiferð eða heimsókn til fjarstaddra vina og vandamanna. COMBI CAMP er ein fljótlegasta lausnin á tjöldun er býðst. Aðeins 15 sek. COMBI CAMP hefur trégólf í svefn- og íverurými er dregur úr jarðkulda og raka. COMBICAMP biskup á Hólum, var þar prestur um skeiö. Af merkisprestum í seinni tíð er svo Jónas Jónas- son, rithöfundur og fræðimaður. Hann var upphafsmaður ís- lenskra þjóðfræðirannsókna og hefur með réttu verið kallaður fyrsti þjóðfræðingur íslendinga. Fjúka höfuð Þegar komið er innar í dalinn þá verður fyrir stórbýlið Grund, sem er eitt mesta og sögurík- asta höfuðból í Eyjafirði. Á Sturl- ungaöld bjó Sighvatur Sturluson á Grund og fleiri þeirra Sturlunga. Sighvatur lagði upp frá Grund er hann fór í sína síðustu för þegar hann féll með sonum sínum við Örlygsstaði í Skagafirði árið 1238. Fleiri merk- ismenn hafa gert garðinn fræg- an að Grund. Grundar-Helga var þar á 14. öld. Það var hún sem bruggaði Smiði Andréssyni hirðstjóra og Jóni Guttormssyni skráveifu, banaráð með Grundarbardaga. Hún bauð þeim heim og veitti þeim vel meðan hún safnaði fiði, lét svö fara að þeim og drepa þá. Það er nú sögn sem segirfrá því að höfuðið af Smið hafi hrokkið ofan í mjólkurtrog og einhver griðkona hafi ætlað að hella niður mjólkinni, þá hafi Helga sagt: „Þaö er óþarfi, það má altént nota þetta handa kálf- unum.“ Af öðrum merkiskonufn sem búið hafa á Grund, þá má nefna sérstaklega Þórunni dóttur Jóns Arasonar sem bjó þar við mikinn skörungsskap. Frá hennar tíð eru Grundarstólar, en annar þeirra er nú í Þjóðminjasafninu. Víga-Glúmur Þegar kemur inn að Saurbæ, þá rifjast upp fyrir okkur Víga- Glúms saga. Þar bjó Einar Þveræingur áður en hann gat hrakið Víga-Glúm af Þverá. í Saurbæ er torfkirkja sem var byggð 1858 og er friðlýst. Þar var einnig munka klaustur um þrjátíu ára skeið nálægt 1200. Víga-Glúms saga er ein af merkustu Islendingasögunum, ekki síst fyrir þá sök að í henni er svo mikið af gömlu trúar- sögulegu efni sem virðist vera merkilega lítið mengað af við- horfum og meðferð sagnaritara eftir að kristni vartekin í landinu En Víga-Glúmssaga fjallar um Víga-Glúm sem var fæddur og uppalinn á Þverá. Þótti nú ekki mikill fyrir sér í æsku og var einn af þessum svokölluðu kolbítum og þótti ekki vænlegt mannsefni framan af. En hann fór svo í heimsókn til móðurafa síns sem hét Vigfús og bjó í Voss í Noregi. Þar rættist verulega úr honum og sór hann sig í móð- urættina með því að drepa einn bersek mikinn og ójafnaðar- mann. Segir skemmtilega frá því hversu lítils viröi hann var hjá afa sínum þangað til hann drap berserkinn, en eftir það var hann hærra settur. Freysdýrkun á Þverá Á Þverá var hof sem var helgað guðinum Frey, enda er eðlilegt að það sé Freysdýrkun í sveit eins og Eyjafirði. Þar er frjósemin á hverjum bæ áber- andi, gróður meiri en í öðrum héruðum. Á Þverá var auk þess akur sem var sérstök helgi á Hann var kallaður Vitaznjafi sem þýðir sá sem aldrei brenst, sá sem gefur ákveðinn ávöxt. En þó Glúmur hafi komið úr samfélagi bænda og Freysdýrk- enda, þá tók hann í Noregi upp háttu skálda og vígamanna og hóf að dýrka Oðinn. Hann lét ekki þar við sitja, heldur tók að óvirða Frey með ýmsu móti og gera honum móti skapi, van- helga helgidóma Freys. Hann vegur mann á akrinum Vitaz- gjafa, mann sem að vísu hafði haft í frammi ofstopa í garö hans og móður hans, en vígið var samt sem áður rakin helgi- spjöll á akri Freys. Þorkell faðir Sigmundar þess er Glúmur vó, þurfti síðan að hrökklast frá Þverá, en áður en hann fór þá gekk hann til hofs Freys og ieiddí þangað uxa einn gamlan og mælti svo? „Freyr, lengi hef ég fulltrúi þinn verið og margar gjafir af þér þegið,.nú gef ég þér þennan uxa til þess að Glúmur fari eigi ónauðgari frá Þverá en ég fer nú, og láttu sjá þess nokkrarjarteiknirhvortþú þiggur eður eigi.“ En uxanum brá svo við að hann kvað við og dettur niður dauður. Þá var Þorkell hughægara því honum þótti niður dauöur. Þá var Þorkeii fór svo til Mývatns og er úr sögunni. Freyr varð þó eftir og heldur áfram andæfinu gegn Glúmi fyrir Þorkel. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga velkomið í þjómistustöðvar sínar á fegurstu áningarstöðum landsins Þjonustumiðstöðina l Skaftaf zlli’. Verslun - Veitingar - Bensín, olíur o.fl. Fagurholsmyri: Alhliða verslun - Bensín, olíur o.fl. Nesjum: Alhliða verslun - Bensín, olíur o.fl. ' €S CP11! Q \T S111 .dllaifíllsa Y »111 Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn - Skaftafelli - Fagurhólsmýri - Nesjum Benco hf Bolholti 4. Sími: 91 -21945. f % Verðkr. 135.000 Staðgreitt COMBI CAMP hefur góöa lokun á öllum samskeytum vagns og tjalds er eykur enn á notagildi við erfið skilyrði. COMBI CAMP er rúmur og þægilegur fjölskylduvagn er hentar vel til ferða- laga hvar sem er. COMBI CAMP er á hagstæðu verði og kjörum. Hafið samband. Sjón er sögu ríkari. COMBICAMP Verð kr. 121.500 Staðgreitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.