Tíminn - 26.07.1986, Side 12

Tíminn - 26.07.1986, Side 12
12 Tíminn FERÐABLAÐ TÍMANS Verslanir okkar eru opnar írá kl. 9.00 til 18.00 Vefnaðarvöru- verslun frá kl, 13.30 til 18.00. Söluskáli með Essó- bensín, olíur og ferðavörur er opinn virka daga frá kl. 9.00-22.00 og um helgar frá kl. 9.00-23.00. " KAUPFÉLAG DÝRFIRÐINGA Þingeyri • Sími 8200 LATTU Timanxf EKKI FLJÚGA FRÁ ÞÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300 Viga-Glúmur í vígaham. Óðinn, guð hengdra Glúmur reyndi enn að halda Þverá eftir að gert hafði verið samkomulag um að Einar Þveræringurfengi jörðina. Einar sendi verkamenn til að undirbúa komu sína. Glúmur tók þá tali og gaf þeim ráð. En Einar hafði beðið þá um að segja sér hvert kvöld allt sem Glúmur segði við þá á daginn. Eitt það sem Glúmur ráðlagði þeim var að setja upp vindaameið til að hengja þvott á vio ána. Þetta þótti verkamönnunum mjög skynsamlegt og sögðu Einari frá því aö þeim þótti Glúmur mjög ráðagóður og vilja þeim vel. En Einar, sem vareinn af vitrustu mönnum þessa tíma, hann sá miklu lengra og hann sagði að þarna mundi Glúmur ætla að láta þá reisa gálga til þess að hengja þá á. Ef það hefði verið þá hefur Glúmur ætlað að færa Oðni fórn til þess að vita hvort hann gæti ekki komið honum til hjálpar í barátt- unni við Frey. Úr því sem komið var gat Óðinn einn hjálpað ÐUREYRA HREPPUR ÝÐUR ÞIG rELKOMINl SUNDLAUG ÖLL ALMENN FERÐAMANNAÞJÓNUSTA Glúmi. Einar kom í veg fyrir það með sinni spakvissu. Heng- ingarfórn Glúms hefði ekki verið nein tilviljun, því Öðinn var með- al annars hangaguð. Hann hékk níu næturá vindgameiði, gefinn sjálfum sér. Hann sat einnig undir gálganum og nam þannig fræði af þeim er fórnað var með hengingu. Því voru menn er fórnað var í nafni Óðins, hengdir. Glúmur ögrar Frey Glúmur hélt áfram hætti guðs vígamanna, skálda og upp- reisnamanna, Óðins, og hafði í frammi hrekki við guð frjósem- innar Frey. Eitt af því sem Glúmur gerði var að halda son sinn á laun. Sonur hans, Vigfús, hafði orðið sekur og átti að fara úr landi, en fór hvergi þar sem faðir hans hélt yfir honum vernd- arhendi á Uppsölum rétt hjá Þverá. Það segir í sögunni að hann hafi ekki getað haft hann á Þverá því að Freyr leyfði það ekki að sekir menn væru þar sem Freyshof væri. Þetta er mjög skemmtileg athugasemd í sögunni, því hún dregurfram hin nánu tengsl sem eru á milli trúarbragðanna og laganna sem virðist hafa verið í gildi á 10. öld. Með þessu ögraði Glúmur enn Frey og máttarvöldunum sem kom honum f koll þó síðar yrði. Glúmur sór einnig tvíræðan eið í þremur Freyshof- um í Eyjafirði, sem voru einnig helgispjöll. Freyr launar uxagjöf Glúmur gerði allt sitt til þess að halda Þveránni fram í rauðan dauðann, en þegar hann fór til Alþingis í síðasta skiptiö áður en hann þurfti að hverfa frá Þverá, þá dreymdi Glúm að hann væri staddur á eyrunum sunnan við Þverána við hofið. Þar sá hann Frey sitja á stóli og voru margir menn komnir þar til Freys. Hann þóttist spyrja hverjir þar væru og þá er honum svarað því „þetta eru frændur þínir framliðnir og biðjum við nú Frey að þú sér eigi brott hafður af Þverárlandi og tjóar ekki og svarar Freyr stirt og reiðilega og minnist nú á uxagjöf Þorkels hins háva.“ Það þýddi því ekki fyrir Víga-Glúm að malda í móinn, því að Freyr mundi það sem honum hafði verið gefið tuttugu árum áður, og var nú komið að Frey að launa gjöf Þorkels háva. Sittu heill Glúmur Sagan segir síðast að þegar Glúmur átti að hverfa frá Þverá, þá settist hann í öndvegi og neitaði að ganga út. Þá kom móðir Einars Þveræings og ávarpaði Glúm meö þessum orðum: „Sittu heill Glúmur, en ekki er hér nú lengur að vera. Komið hef ég eldi á Þverárland og geri ég þig á brott með allt þitt og er landið helgað Einari syni mínum.“ Þá segir sagan að Glúmur hafi risið upp og mælt á þann veg aö hún skyldi gleypa kerlinga. örmust. Hér er ekki um að ræða Gertað kálfumeftir Freysblót

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.