Tíminn - 26.07.1986, Side 14
14 Tíminn
FERÐABLAÐ TÍMANS
Kýrin Drangey og Kerlingin.
Eitt sinn
skal hver deyja
Einn af örlagaríkustu bardög-
um íslandssögunnar var háöur
að Örlygsstööum í Blönduhlíö
21. ágúst árið 1293 þegar Ás-
birningar og Haukdælir unnu
sigur á Sturlungum. Þar féllu
rúmlega fimmtíu manns. Þá
kvað Þórir jökull á dauðastund-
inni hin fleygu orð:
Upp skaltu á kjöl klífa,
köld er sjávardrífa.
Kostaðu huginn að herða,
hér muntu lífit verða.
Skafl beygjattu, skalli
þó at skúr á þik falli.
Ást hafðir þú meyja.
Eitt sinn skal hver deyja.
Auðvelt er að finna þennan
sögufrægastað. Hanneraðeins
um fimm mínútna gang frá þjóð-
veginum, en við hann skammt
frá Víðivöllum er vegvísir er
sýnir leiðina.
Grettir
Ásmundarson
Drangey er þó í raun mynduð
úr móbergi og stendur hún
u.þ.b. 180 metra þverhnípt upp
úr Skagafirðinum. Aðeins er
hægt að klífa hana á einum
stað, þar heitir Uppganga. Fræg
er dvöl Grettis Ásmundarsonar
í Drangey. Þar dvaldi hann með
llluga bróður sínum í þrjú ár þar
til hann var veginn. Eitt mesta
afrek Grettis var Drangeyjar-
sundið, en hann synti í land eftir
eldi, eins og frægt er. Um Gretti
má lesa í Grettissögu.
Upphaf
Drangeyjar
I Þórðarhöfða í Skagafirði
sem hefir 150 faðma háa sjóar-
hamra bjuggu forðum kall og
kelling sem voru nátttröll, og
áttu þau eina kú sér til bjargar.
Eitt sinn bar það til eina nótt að
kýrin var að yxna, en þá var ekki
naut við hennar hæfi nær en í
Tindastól hinum megin fjarðar-
ins. Fóru þau þá á stað með
kúna og óðu skemmstu leið yfir
fjöröinn, en það er um fjórar
vikur sjóar, og héldu henni undir
bolann úr Tindastól. Héldu þau
svo sömu leið til baka. En þegar
þau voru valla komin á miðjan
fjörð dagaði þau uppi, og urðu
þau þá að steini á firðinum og
kýrin með og sjást þau þar enn
í dag. Kýrin er Drangey, en
kallinn stendur norðan til, en
kellingin sunnan og vestan til.
Svo hljóðar þjóðsagan um
tilurð Drangeyjar. Að vísu er
karlinn nú fallinn í hafið, en kýrin
Drangey og Kerlingin standa
enn á sínum stað og munu gera
það um ókomna framtíð.
Einhvers
staðar verða
vondir að vera
Frá örófi hafa Skagfirðingar
haldið út í Drangey að vorinu og
ALLT
FYRIR VEIÐIMANNINN
Daiwa
Eigum fyrirliggjandi
stangir og veiðihiól frá I
° b J Daiwa Sports Ltd.
Einnig allar aðrar veiðivörur:
Spúna — flugur — h'nur — veiðivesti — vöðlur —
bússur — flugnanet — veiðihatta.
ALLT
í ÚTILEGUNA
Tjöld 3,4,5 og 6 manna.
Tjaldhimnar — svefnpokar — borð — stólar
— útigrill — grillkol og m.fl.
Opið laugardaga
frá9-12.
EYFJÖRÐ
Hjatteyrargötu 4,
ami 96-22275.
sigið þar í björgin eftir eggjum.
En hún hefur tekið sinn toll, fjöldi
manns hefur farist þar við eggja-
töku. Svo mikið bar á því á
dögum Guðmundar biskups
góða, að hann hélt út í eyna til
að vígja björgin. Sagt er að
hann hafi haldið messu á kletta-
stalli sem er við rætur Upp-
göngu. Heitir þar síðan Gvend-
araltari og hafa menn ætíð hald-
ið þann sið að biðja þar bænar
áður en haldið er upp á eyna.
Guðmundur seig víða í bjargið
og vígði það, en er hann var
langt kominn kom loppa ein stór
bæði grá og loðin með rauða
ermi út úr berginu og heldur á
stórri skálm og biturlegri er hún
bregður á festina sem biskup
var í og tekur hún þegar í
sundur tvo þætti festarinnar; en
það vildi biskupi til lífs að skálm-
in beit ekki á þriðja þáttinn því
hann var þaulvígður. (því heyrir
biskup rödd úr berginu segja:
„Vígðu nú ekki meira Gvendur
biskup; einhversstaðar verða
vondir að vera“. Biskup hætti þá
að vígja og hefur þessi hluti
bjargsins verið óvígður æ síðan.
Heitir hann Heiðnaberg og er
aldrei sigið í þann hluta Drang-
eyjar.
Á Örlygsstöðum fór fram ein örlagaríkasta orrusta íslands-
sögunnar. Þar voru vegnir yfir fimmtíu menn.
Fáir kunna
í góðu veðri
heiman
að búa
- örfá minnisatriði fyrir ferðalagið
Hér í eina tíð lögðu menn
upp í langferðir með nesti og
nýja skó. Nú á tímum er það
fleira sem þarf að huga að. Ef
farið er á einkabílnum þá þarf
að fullvissa sig um að blessað-
ur skrjóðurinn sé í góðu standi.
Athuga þarf olíu og kælivatn,
ganga úr skugga um að vara-
dekkið sé með, auka viftureim1
þarf að vera í skottinu og fleiri
nauðsynlegir varahlutir. Hvað
viöleguútbúnað varðar, þá er
gott að yfirfara hann, kannski
haföi tjaldið lekið í fyrra, því
þarf að kippa í lag, tjaldhælar
þurfa að vera með, nægt gas
á gastækinu o.s.frv.
Gamalt spakmæli segir -
fáir kunna sig í góðu veðri
heiman að búa - og þótt sól
skíni í heiði þá er ekki úr vegi
að taka með sér skjólgóðar
flíkur og stígvél. Þá er gamla
góða föðurlandið ómissandi í
öll ferðalög, sérstaklega ef
halda á í lengri gönguferðir. Þá
þarf skófatnaðurinn að vera
góður. Það má svo að lokum
minna menn á hinar fjölmörgu
sundlaugar um allt land - fátt
er meira hressandi á ferðalög-
um en að fá sér sundsprett og
skola af sér ferðarykið. Takið
því sundfötin með!