Tíminn - 26.07.1986, Qupperneq 19

Tíminn - 26.07.1986, Qupperneq 19
FERÐABLAÐ TÍMANS Tíminn 19 börnum sínum sámeiginlega þungar átölur, sérstaklega þó Jóni. Eftir hirtingarræöuna gekk Jón til starfa sinna viö aö gæta fjár, en kemur ekki heim framar, hvorki þennan dag né annan. Leit hófst aö honum en án árangurs, þar sem fyrirliði leitarmanna Bergþór að nafni ákveður aö næsta dag skuli leita í Tungulæk. Um nóttina hrekkur Bergþór upp af fasta svefni og sér þar Jón steyta aö sér hnefa, ógnarlegan útlits. Þegar Bergþór ávarpaði hann hvarf Jón sjónum hans, en kom ætíð aftur þegar Bergþór hugö- ist taka á sig náöir. Daginn eftir var leit haldiö áfram, og var hani prestsins á Borg haföur með í förinni. Kom í Ijós að haninn gól á vissum staö viö lækjarfljótiö. Þar var líkiö slætt upp og var eins á sig komið og Bergþór hafði séö um nóttina. Þegar kom að jarðarfarardegi Jóns voru fengnir sex líkmenn til aö reiöa kistuna í kirkju. Gengu til skiptis tveir og tveir af mönnunum, hvor undir sínum enda á kistunni til aö létta undir hestinum, enda yfir mýrarsund aö fara, alldjúpt á klaka. Sóttist ferðin því seint. Kom loks aö því aö hesturinn sligaöist undan kistunni og voru dagar hans þar meö taldir. Varö þaö úr aö lík- mennirnir sex báru kistuna þann spöl er eftir var að Borg. Svo undarlega bar til að kistan virtist þyngjast eftir því sem nær dró kirkjustaðnum. Því næst kom aö jarðarförinni og báru sömu menn kistuna til grafar. Þá gerö- ist þaö undur aö kistan virtist ekki þyngri en sem svaraði viön- um sem í henni var. Upp frá þessu fór Jón að ganga Ijósum logum og var oftast kallaður Lækjar-Jón, en stundum Brekku-Jón. Aðal- bækistöö draugsa er í kringum hylinn sem hann drekkti sér í og sáu ferðamenn og smalar hann þar iðulega. Mest voru brögö aö því þegar menn villtust vegar og komu aö læknum. Mörgum varö þá skyndilega illt og uröu að leggjast fyrir. Leið þá venju- lega ekki á löngu þangað til þeir sáu draugsa greinilega. Varö þaö þá fangaráð aö vísa honum þangað sem hæfir, og leystist hann þá upp fyrir augum þeirra, oft í eldglæringar. Fyrir kom aö menn heilsuðu Jóni í dimmu í þeirri trú að lifandi maöur væri. Ef menn tóku ofan höfuðfatið átti Lækjar-Jón það til aö taka ofan hausinn á móti. Margar sögur fara af glettum Jóns, en heldur hefur þeim fækkaö á síðustu áratugum. Þó vita menn ekki betur en aö hann sé enn á sveimi í kring um Tungulæk. Ef þið veröið vör viö Jón á ferðalagi ykkar, þá má róa ykkur meö því aö hann hefur aldrei oröiö valdur aö manntjóni. Ertu á ferðinni? Hér á Húsavík er ýmislegt að sjá og skoða — kirkja, safnahús, skrúðgarður, sjónskifa á Húsavíkurfjalli í 417 metra hæð og svo iðandi mannlífið með trillum og togurum. Þjónusta við ferðamenn: Hótel, sundlaug, tjaldstæði og bifreiða- og hjólbarðaverkstæði. Frá Húsavik er aðeins spölkorn til Mývatns, Ásbyrgis, Dettifoss, Hljóðakletta, Goðafoss og annarra fagurra staða. Á Húsavík er stærsta ferðamannaverslun í Þingeyjarsýslu, Naustagil. í Naustagili færðu nestið: öl, gosdrykki, sælgæti ávaxtasafa brauð.kex, pylsur hamborgara samlokur harðfisk mjólk, skyr rjóma, smjör, jógúrt dagblöð, filmur o.fl. bensin oliur gas, gasfyllingar grill, grillkol o.fl. Úrval — gæði Ath. ókeypis kort af Húsavík — þjónusta, miðsvæðis í Þingeyjarsýslu Olíusala K.Þ. Naustagil Héðinsbraut 2, Húsavík, Simi: 96-41444 KAUPFELAG SAURBÆINGA SKRIÐULANDI veitir almenna verslunarþjónustu og hefur auk þess opna ferðamanna- verslun á kvöldin og um helgar. Við seljum m.a. allskonar ferðavörur, samlokur, sælgæti, öl og gosdrykki að ógleymdu brauði, mjólk og ís. ESSO-þjónusta — Við erum í þjóðbraut — Hjólbarðar — Þvottaplan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.