Tíminn - 03.08.1986, Qupperneq 2

Tíminn - 03.08.1986, Qupperneq 2
2 Tíminn Sunnudagur 3. ágúst 1986 HÖFUÐBORGARINNAR Nú styttist óöum þar til 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar rennur upp, ef einhver skyldi ekki vita það þá verður það mánudaginn 18. ágúst n.k. Ýmis atriði hátíðahaldanna standa í nokkra daga kringum afmælið en eins og vera ber verður hápunkturinn á afmælisdaginn sjálfan. Þá hefst hátíðin strax um morguninn með því að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir kemur í opinbera heimsókn til Reykjavíkur, hina fyrstu á sínum ferli, en forseti lýðveldisins hefur ekki gist Reykjavík sem opinber gestur síðan 1961, að því er Davíð Oddsson borgarstjóri skýrði frá á blaðamannafundi á dögunum. Forsetinn mun byrja heimsóknina á hátíðarfundi borgarstjórnar Reykjavíkur, en verður síðan viðstaddur afmælisgleðskapinn sem mun standa til miðnættis. Þess er óskað að dagurinn verði frídagur á öllum vinnustöðum í borginni þar sem því verður við komið. Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800 Vinsœldir tætarans má ad tatsverði /eyti rek/a tit hnífaöxulsins. Hnífarnir mynda spíra/ eftir öx/inum þannia að emungis fveir snerta rótina feinu „Þf?J,aJafn°r o/agið um leið og ofiþorf verður minni. KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI S-91.651800 Handvök vastýriþúnaðurinn frá Sprage/se er önnur nýjung og passar á allar tegundir sláttutœtara Þetta er sjáifstœtt vökvakerfi, óháð vökvakerfi drátfarvélarinnar. Athugið að fyrirtœki okkar hefur nu þegar þyggt upp góðan varahlutalager fyrir Spragelse landþunaðartœkin. SPRRCEISE RAUNAR er 18. ágúst þriðji dagur hátíða- haldanna, en þau hefj- ast þann 16. með opn- un sýningar á Kjarvalsstöðum er nefnist „Reykjavík í 200 ár - svipmynd mannlífs og byggðar". Uppistaðan á þeirri sýningu verða ljósmyndir frá ýmsum skeiðum úr sögu Reykjavíkur eftir að ljósmyndatæknin kom til sögunnar, teknar af mörgum þekktustu atvinnu- og áhuga- ljósmyndurum landsins. Ljós- myndasafnið hefur átt veg og vanda af þessari sýningu. A sýningunni getur einnig að líta ýmislegt fleira sem vekur upp minningar um liðna tíma, t.d krambúð eins og þær litu úf þegar þær voru og hétu, sýning á ýmsum tækjum og tólum sem komið hafa við sögu í lífi borgar- búa í þær tvær aldir sem liðnar eru af sögu borgarinnar. Þessi sýning mun standa til loka septem- ber og þar munu koma um 10 eldri borgarar Reykjavíkur og flytja fyrirlestra um minnisverða þætti í lífi sínu. Þann 17. ágúst verða einnig nokkur atriði á dagskrá til að minnast afmælisins. Þá mun Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra afhenda Reykjavík- urborg Viðey til eignar. Sú athöfn mun fara fram úti í Viðey. Sama dag verða hátíðaguðsþjónustur í öllum kirkjum höfuðborgarinnar ’ og þar munu borgarfulltrúar eða varaborgarfulltrúar flytja ávörp eða predika. 16. ágúst verður opnuð önnur af tveim stórum sýningum í tilefni afmælisins, en það er tæknisýning í nýja borgar- leikhúsinu. Þar verður kynnt á lifandi hátt starfsemi ýmissa stofnana borgarinnar, svo sem vatnsveitu, gatnagerðar, hita- veitu, rörsteypu o.s.frv. Lands- virkjun, Skýrr og Skógræktar- félag Reykjavíkur taka einnig þátt í sýningunni sem er kostuð Þessi virðulegi peningakassi verður einn af gripunum í kram- búðinni sem sett verður upp á Kjarvalsstöðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.