Tíminn - 03.08.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.08.1986, Blaðsíða 4
Sunnudagur 3. ágúst 1986 4 Tíminn; Hlynur Jörundsson: Nú velta vísindamenn því fyrir sér hversu miklu magni af' upplýsingum megi koma fyrir á heilmyndum (holograph). Er í því tilliti litið til ákveðinna reiknireglna sem byggi þvívíð- ar myndir en þær eru túlkaðar rúmfræðilega. Hafa margar spurningar vaknað í því sam- bandi og sér í lagi sú hvort að slíkt minni sé nægjanlega að- gengilegt fyrir aðrar upplýsing- ar en þær sem að eru litlum breytingum undirorpnarogeru ekki þess eðlis að þær þurfi að vera mjög hraðlesnar. Heilmyndir eru þrívíddar- myndir sem sýna framhlið og báðar hliðar ímyndar þeirrar sem á myndfleti er. Flestir hafa séð heilmyndir en fáir gera sér grein fyrir því hvað tilkoma þeirra boðar. Þróun heilmynda hefur fleytt fram, margfalt hraðar en gert var ráð fyrir. í dag er staðan sú að hægt er að kaupa heilmynd á viðráðan- legu verði og má jafnvel sjá þær á forsíðum tímarita, t.d. National Geograpic. Þessar myndir eru teknar með notkun leisigeislagjafa á sérstakar heilmyndafilmur. Nokkrir af stærstu framleiðendum myndavéla kanna nú hvort að tæknin á þessu sviði hafi náð því marki að vera orðin sölu- vara. Almennt er þó ekki við slíku búist sökum kostnaðar leisigeislagjafanna. En meiri áhugi beinist að rannsóknum á sviði heilmyndakvikmynda þar sem heilmyndin nýtir sérstaka tækni til að geta sýnt hreyfingu á einum og sama myndfleti. Ekki er þó um að ræða áhuga vegna væntanlegrar framleiðslu heilmyndakvikmynda fyrir heilmyndasjónvarp heldur vegna hins gífurlega gagna- magns sem koma má fyrir á heilmynd. Sem dæmi má nefna er talið að koma megi fyrir öllum rituðum heimildum sem til eru í heiminum á heilmynd sem væri einungis 15 x 15 cm. að stærð. Það er því lítill vafi á því að slíkar myndir myndu valda algerri byltingu á sviði tölvunotkunar ef hægt reynist að finna út ódýra hægkvæma aðferð til að lesa gögn af heil- mynd. Gæti þá hvert skólabarn haft aðgang að öllum rituðum heimildum sem til væru, og geymt þau gögn í skólatösk- unni. Ljóstölvan Með tilkomu ljóstölva, (og sú fyrsta hefur verið hönnuð), má auka vinnsluhraða talva 100-falt til 1000-falt, miðað við hraðvirkustu tölvu sem nú er til. Þetta þýðir milljarða bita á um. Biðtíminn gat því orðið til þess að tímasparnaður vegna notkunar „n“ fjölda örtölva til lausnar hluta vandamálsins, í stað lausnar heildarvandamáls með einni örtölvu, varð sáralít- ill. Með notkun ljóstölva má leysa þennan flöskuháls. Hraðaaukningin í vinnslu gæti orðið allt frá 1000000 til 1000000000 föld. Það ætti því að vera hægt að gera fastlega ráð fyrir því að fræðilega séð sé til möguleiki á hönnun tölva sem geti framkvæmt 4.000.000.000.000.000 aðgerð- ir á sekúndu. Eins og gefur að skilja þá er ekki gert ráð fyrir því að komist verði í námunda við slíka aðgerðargetu, en þó segir talan okkur að framfarir á sviði afkastagetu tölva eru ótrúlegar. Myndin er sjálfsmynd Cray-1 ofurtölvunnar. Tölvan er í útliti frábrugðin öðrum tölvukerfum og lágu þar bæði tæknilegar og fagurfræðilegar ástæður að baki. sékúndu, markmiðið er 4000.000.000.000 bits á sek- úndu. Slík talva hefur svo geysilega vinnslugetu að hún gæti nýtt slíkt geymslurými. Vonir standa til að slík tölva verði komin á markaðinn inn- an sjö ára. Benda má á að gagnastreymi það sem að skyn- færi mannslíkamans taka við er 10.000.000.000 bits á sek- úndu og magn aðgengilegra upplýsinga sem minni manns- ins geymir er einungis talið vera kringum 2.000.000.000 bits. Þó er geymsluhæfni manns- hugarins margfalt nieira og tal- ið er að fyrirkomulag gagna í gagnageymslu hugans sé einnig háð eðli, gerð og magni gagna eða svokallað „hiracjal" fyrir- komulag. Með tilkomu ofurtöl- va með ofurminni gefst mögu- leiki á síku fyrirkomulagi gagna og við það verður breyE ing á öllum aðgerðarferlum og geymsluferðum innan tölv- anna. Parellar tölvan Um leið og vinnslugetan eykst og gagnarýmdin eykst þá myndast einnig raunhæfur möguleiki á gerð parellar tölvu. Slík tölva hefur fleiri en eina örtölvu og meðhöndlar þá hver örtölva sinn hluta vanda- málsins. Lengi vel þá hefur verið ómögulegt að búa til síka tölvu, en vinnslugeta hennar er margfalt meiri en tölva er nota einungis eina örtölvu. Vandamálið var það að til- flutningur gagna milli örtölv- Performanc* (Mftope) Utwac \ 7030 6600 I Year '96° 'sce 19711972 1974 1976 1991 1932 i9M i984 Performance (Mflops) anna innbyrðis og ur og i minnissæti var svo langur að gerð slíkrar tölvu borgaði sig ekki sem skyldi. Slík tölva þarf að vera tengd innbyrðis milli allra örtölva og annars bún'aðs og leiddi það til þess að leiðslur á milli eininganna urðu flöskuháls á hraða vinnslunnar þar sem að leiðslurnar gátu ekki borið gögnin nægjanlega . hratt og þvinguðu örtölvurnar til þess að bíða eftir gögnun- Fijitsu 500-megaflops er sögð samhæfð við IBM 370 og er í útliti lík venjulegum tölvukerfum af stærð og gerð. Fijitsu 500-megaflops (floting point aðgerðir á sek) VP-200 er samhæfð við IBM 370 og hefur minni upp á 256 megabits og 55-nanósekúndna aðgangstíma að minni. Hún er samt langt frá því að vera hraðvirkust, t.d. hefur Hitachi framleitt 630 megaflop tölvur í næstum tvö ár (S810/20). NEC SX-2 getur t.d. afgreitt 1.3 gigaflops. Uppsetning gagnanna ræður hér meiru um hraðann en afkastageta tölvanna. Sem dæmi má nefna að raunafköst Hitachi S810/20 er einungis 600 megaflops. Ef áætlanir standast, fyrir hefðbundnar ofurtölvur, má þó gera ráð fyrir tilkomu talva á markaðinn, kringum 1992, sem geti afkastað allt að 30.000 megaflops. Eins og svo oft vill verða eru rannsóknir á þessu sviði háðar framlagi ríkisstjórna og fyrir- tækja og því hægfara vegna fjármagnsskorts sem stafar af óvissu um hvenær hægt verði að koma slíkum tölvum í fram- leiðslu. Einnig er mikil tregða gagnvart niðurstöðum rann- sókna á þessum sviðum, sér í lagi vegna þeirrar eðlisbreyt- ingar tölvanna að vinna með ljós í stað rafmagns. Sér í lagi hafa þó rannsóknir á þessum sviðum (svo og rannsóknir á efnum svipaðs eðlis) orðið hart úti vegna þess viðhorfs að líta á núverandi eðli reiknivéla sem endanlegt í grunnmynd (þ.e.a.s. notkun rafmagns). í dag eru því heilmyndir mest notaðar sem mælitæki en vegna sérstakra eiginleika heil- mynda valda þær bylgjuvíxlun ef tvær myndir sem ekki eru nákvæmlega eins eru lagðar hvor á aðra. Frávikið þarf ekki að vera meira en hálf bylgju- Iengd Ijóssins til að greinileg , bylgjuvíxlun verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.