Tíminn - 03.08.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.08.1986, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. ágúst 1986 Skírn Orðið skírn merkir hið sama og hreinsun og lýsingarorðið skír merkir hreinn. í kristnum sið var skírn þá talin merkja hreins- un sálar frekar en líkama og þar með fyrsta vörn gegn erfðasynd- inni. Af þeim sökum var það kristileg skylda að láta skíra barnið svo fljótt sem auðið var, svo að það yrði ekki eldsmatur djöfulsins ef það dæi óskírt. Neyðarskírn Fyrirmælin í Kristinna laga þætti gömlu þjóðveldislaganna um skemmri skírn eru all ýtar- leg: „Ef barn er svo sjúkt, að við bana er hætt og náir eigi prests- fundi, þá skal karlmaður ólærð- ur skíra barn og taka vatn, þar er því náir eður sjó, ef eigi náir vatni.“ Síðan segir: „Nú náir hann eigi vatni, en náir snjó, þá skal hann gera kross í á snjónum og kveða slík orð yfir sem hann skyldi yfir vatninu. Hann skal drepa barninu í snjó og láta fylgja þau orð öll, sem þá að hann drepi því í vatn... Eigi skal hann svo drepa barni í snjó, að því angri kuldi, svo að við bana sé hætt.“ Tekið er fram að rétt sé að konur, kenni mönnum að skíra börn en að þær skyldu sjálfar ekki framkvæma þessa athöfn nema þess sé enginn annar kostur. „Sveinn sjö vetra gamall skal skíra barn, ef eigi er rosknari maður tii. Því aðeins skal yngri sveinn skíra barn, ef hann kann bæði pater noster og credo.“ (þ.e. Faðir vorið og trú- arjátninguna.) í þessu atriði birtist berlega mismunun kynj- anna innan kirkjunnar. Konur mega ekki fremja barnsskírn nema í ýtrustu neyð sem er auðvitað í samræmi við það að þær máttu ekki gegna prests- þjónustu. í ákvæðunum var vikið að því, að í miklum vatnsskorti mætti bjargast við að væta höfuð barnsins með höndum sér. Svo virðist sem sumir hafi gripið til þess ráðs í algjöru vatnsleysi að skíra börn í munnvatni sínu og bera það á höfuð og líkama barnsins. Þetta er nefnt hráka- skírn, en hún var aflögð með skipun Árna biskups Þorláks- sonar frá 1269. í skipan Jóns biskups Sigurð- arsonar frá 1345 er getið um skírn í burðarliðnum. Ef fæð- ingu bar ekki rétt að og í ljós kom hönd eða fótur, átti að skíra þann lim og nefna hann einungis „skepnu Guðs“ þar sem ekki var vitað hvors kyns barnið var og því ekki hægt að gefa því nafn. Ef barnið síðan fæddist var það skírt aftur og þá með nafni annað hvort hjá presti eða skemmri skírn. Ákvæðið um skírn í burðarliðnum var, afnum- ið með siðbreytingunni. Skírnarsiðir á síðari öldum í kristinrétti hinum forna var svo kveðið á, að barn skyldi borið til skírnar svo fljótt sem auðið var. í kristinrétti hinum yngri frá 13. öld var gefinn fimm nátta frestur en eftir siðbreyting- una var þessi frestur lengdur í sjö daga. Lögum samkvæmt átti þá að skíra barnið í kirkju nema líf þess lægi við. í reyndinni var þó smám saman heimilað að skíra börnin heima, hvað sem lögin sögðu, einkum ef þau voru veikburða. Talið er að það hafi átt einhvern þátt í ungbarna- dauðanum þegar fólk reyndi að brjótast með nýfædd börnin til kirkju hvernig sem viðraði. Eftir kirkjuskipaninni frá 1537 bar yfirsetukonum öðrum fremur að framkvæma skemmri skírn og var það 'mikil breyting frá því er þær máttu ekki skíra nema í ítrustu neyð. Það er svo ekki fyrr en 1877 sem þeim er bannað að fremja skemmri skírn Foreldrarnir völdu yfirleitt nafnið og var það oftast haft úr ættinni. Fremur óvenjulegt var að foreldrar létu heita í höfuðið á sjálfum sér. Helst var það gert í þeim tilgangi, að börnin yrðu ekki fleiri eða ef þau áttu síður von á fleiri börnum. Ef foreldrar misstu barn og eignuðust síðan annað sama kyns, þótti yfirleitt heldur áhætta að láta það heita sama nafni, því þá voru líkur á að það myndi deyja líka. Ef barnshafandi konu dreymir einhvern oft eða einkennilega, sem oftast biður um að fá að' vera eða vill komast upp í rúmið hjá henni, er sagt, að sá hinn sami sé að vitja nafns þ.e. fara í kringum það, að barnið verði látið heita eftir sér. Feður gat einnig dreymt á svipaðan hátt. Oftast voru þetta látnir menn, en gátu líka verið lifandi og jafnvel alókunnugir menn, sem þá sögðu til nafns. Óráðlegt þótti að neita þessari bón því þá var hætt við, að barnið yrði ógæfumaður, sjúklingur, van- skapningur, fáráðlingur eða dæi fljótt. Nafnatískan hefur verið tals- verðum breytingum undirorpin í aldanna rás. Á söguöldini virð- ast nöfnin hafa verið mjög fjöl- skrúðug. Eftir kristnitökuna fækkar smám saman þeim nöfn- um sem tengd þóttu heiðnum goðum eða vættum en kristleg nöfn komu í staðinn. Ymis hetjunöfn héldu þó alltaf velli. Á þessari öld hafa gömlu nöfnin , aftur unnið mikið á og mörg ný íkomið til sögunnar. -HM fyrirspurnum gáfu helst til kynna, að skírnarfötin hefðu oftast verið úr hvítu eða a.m.k. ljósu efni eins og algengast mun enn í dag. Sumir segjast hafa lifað þær breytingar að sérstök skírnarklæði hafi tíðkast, þegar þeir mundu fyrst eftir sér, síðan hafi verið skírt í öllu mögulegu en á síðari árum sé aftur farið að nota þau. Sérstakar skírnarhúf- ur hafi verið sjaldgæfar. Skírnarveislur Fram eftir öldum hefur bamsöl verið einskonar skímarveisla, þar sem börnin voru skírð fárra daga gömul. Þegar búið var að skíra var sest að snæðingi og drukkið brennivín með. Nóg kaffi og súkkulaði var í veislunni og vel með í staupinu, enda kom það fyrir að menn yrðu vel ölvaðir í skírnarveislum. Þegar nær dreg- ur aldamótum og síðar, virðast veitingar í skírnarveislum hafa tekið nokkrum breytingum. Kaffi, súkkulaði og kökur urðu þá helsta góðgætið. Skírnargjafir og tannfé Skírnargjafir virðast ekki hafa verið tíðar meðal almennings. Þær hafa hins vegar færst nokk- uð í vöxt á síðustu hundrað árum en þó aldrei orðið föst venja. Væri á annað borð gefið nokkuð voru það oftast peningar eða klæðisplagg, silfurmunir eða einhver ættargripur. Þá var einn- ig gefið lamb, folald, leikfang eða trúarleg bók. Þegar fyrsta tönnin fannst í barninu voru því stundum gefnar gjafir sem voru svipaðar og skírnargjafirnar. Það var í rauninni mjög eðlilegt að barn fengi frekar tannfé en skírnargjöf. Þegar það hafði náð þeim þroska voru mun meiri líkur til að það kæmist á legg, heldur en þegar það var skírt fárra daga gamalt. Nafnið og gamlir skírnarsiðir á íslandi Tíminn 5 Allt frá því Jóhannes skírari hélt sig við ána Jórdan og dýfði syndugum mönnum í ána í nafni heilags anda, þá hefur skírnin skipað öndvegissess í hugum kristinna manna. Skírnin hefur verið fyrsta skrefið inn í kristið samfélag, auk þess sem hver einstaklingur hefur með henni eignast nokkuð sem fylgir honum alia ævi, nafnið. Hér á eftir munum við fræðast nokkuð um ýmsar hugmyndir og siði sem tengjast þessari merku athöfn. Skírnarfontur Thorvaldsens í Dóm- kirkjunni. nema enginn karlmaður sé ná- lægt sem treysti sér til þess. Árið 1828 var gefin út tilskip- un þess efnis, að átta vikur mættu líða þar til barn væri skírt og raunar lengri tími væri barnið fætt að haust eða vetrarlagi. Á 19. öld var mun algengara að börn væru skírð í heimahúsum, og það er ekki fyrr en með stórbættum samgöngum á 20. öld að kirkjuskírn hefur aftur færst í vöxt. Skírnarvatnið Það er aldagömul trú að skírn- arvatnið sé heilagt og til ýmissa hluta nytsamlegt. Það þekkist til að mynda fram á 19. öld að hella því í kross yfir bæjarþekjuna að skírn lokinni, annað hvort yfir rúmi barnsins eða yfir rúmi hjónanna, einkum ef þurrt hafði verið á milli þeirra. í annan stað þótti skírnarvatnið heillavæn- legt sem læknismeðal, einkum við ýmiskónar augnveiki og jafnvél til að koma í veg fyrir blindu. Loks hefur það verið borið í augu barna til að forða því að þau yrðu skyggn, en það þótti um sinn ekki góður eigin- leiki. Á seinni tímum eftir að menn fóru að girnast skyggnigáf- una frekar en að óttast hana, hefur það afbrigði orðið til að börn yrðu skyggn ef vatninu væri núið í augu þeirra. Nokkrar heimildir eru til um, að skírnarvatninu hafi verið stökkt innanhúss á veggina í baðstofunni og víðar. Sumir segja að þetta hafi átt að fæia buftu drauga. Skírnarklæði Um þau er getið í tilskipunum kaþólskra biskupa en ekki lýst nánar. Frá seinni öldum er fátt sagt um þau og enn síður að þeim sé lýst að nokkru. Svör við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.