Tíminn - 03.08.1986, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. ágúst 1986
Tíminn 7
KÓKAÍNFRAMLEIÐSLA
SUÐURAMERÍKU er
u.þ.b. 200 tonn á ári. Þar af
kaupa Bandaríkin 100 tonn,
en Evrópa og Kanada samtals
um 50 tonn. Afganginn nota
skrælingjarnir sjálfir, eða
selja til lyfjaframleiðslu og
rannsókna. Hver bóndi fram-
leiðir ekki á stóru svæði,
enda hefur hann úr krafsinu
300 Bandaríkjadali á hektara.
Smápöddur skríða
undir hörundinu
Þegar eiturvíman fer að réna
hjá neytandanum finnst honum
alger nauðsyn að fá meira. Vím-
an stendur vanalega í einn til tvo
klukkutíma. Hugsun eituræt-
unnar snýst nú ekki um annað
en að ná sér í nýjan skammt.
Kókaín dregur úr matarlyst og
eiturætur megrast og missa
þrótt. Þegar eitursins hefur verið
neytt vikum eða mánuðum sam-
an fara að koma fram geðveikis-
einkenni.
Þessir aumingjar hafa vakið
athygli læknanna á hættu kók-
aínsins því að alltaf fjölgar slík-
PERÚ VILL KOMA í VEG FYRIR KÓKAÍN-
FRAMLEIÐSLU. Með fjárstuðningi Bandaríkjanna
greiðir stjórn Perú fyrir að ekrurnar verði ónýttar. En
borgarherinn verður að vernda atvinnu starfsmannanna
og bændanna.
um sjúklingum á geðsjúkrahús-
unum.
Kókaínvíman veldur óhugn-
anlegum ofsjónum og hræðslu-
köstum. Algeng er sú meinloka
að smápöddur séu að skríða
undir hörundi sjúklingsins.
Sumir verða alteknir ofsóknar-
brjálæði og sjálfsmorð eru ekki
sjaldgæf.
Mjög erfitt er að lækna þetta,
jafnvel örðugra en að fást við
morfínsjúklinga. Ákaflega erfitt
er að hjálpa þessu fólki, því að
það vill heldur búa við eiturvím-
una en að lifa í heilbrigðu á-
standi.
Kókaín veldur
kynferðislegri fullnægju
Kókaínið er notað á ýmsa
•vegu. Algengast er að taka það
í nefið. Líka er hægt að dæla því
í æð og þá verkar eitrið á
stundinni. Ef það er étið þá
koma áhrifin ekki fyrr en eftir
minnst hálftíma. Þegarkókaínið
er tekið í nefið koma áhrifin svo
til undireins. Neytandanum
finnst hann verða ákaflega kátur
og líði óskaplega vel, nokkurs-
konar hrifningarástand. Honum
finnst að hann sé öllum sterkari
og gáfaðri og glatar allri dóm-
greind um sjálfan sig.
Kynferðisleg fróun fylgir oft
vímunni, einkum ef eitrinu er
spýtt í æð. Þegar víman er liðin
hjá fylgir ástandinu þreyta og
þunglyndi.
Hafi eiturlyfjaneytandinn
dælt kókaíni beint í æð þá standa
áhrifin nálægt fimmtán mínút-
um. Þá kemur löngunin í að fá
meira til þess að halda áhrifun-
um við. Þess finnast dæmi að
eiturætan hafi lokað sig inni í
herbergi sínu með dælu í æðinni
og dælt stanslaust í sig í tvö
dægur þangað til allur forðinn
var búinn.
Til viðbótar við sæluvímuna
og hina kynferðislegu fullnægju
verða neytendurnir oft eirðar-
lausir, þreyta og svengdartilfinn-
ing hverfa en eiturætan verður
kjaftaglöð, sér ofsjónir og heyrir
ofheyrnir. Þar við bætist of-
sóknarbrjálæði meðan víman
stendur.
Sigmund Freud
notaði kókaín
Kókaínið á sér langa og
merkilega sögu. Indíánarnir í
Suður-Ameríku hafa tuggið
kókablöð í um 1200 ár. Helgi-
sagnir þeirra segja frá því þegar
sólguðinn gaf þessa undrajurt
fátækum og vesælum til þess að
forða þeim frá sulti og þreytu og
láta þá gleyma eymdarkjörum
sínum. Prestar Inkanna notuðu
kókaín í helgihaldi sínu. Jafnvel
nú á dögum er talið að 20 millj.
índíána í Andesfjöllum tyggi'
kókablöð til þess að forðast
svengd og þreytu. Blöðin eru
tuggin með kalkdufti sem losar
um eitrið í blöðunum.
Maður er nefndur Albert Nie-
mann. Hann var efnafræðingur
og árið 1860 tókst honum að
vinna hreint kókaín. Sigmund
Freud, faðir sálkönnunarinnar,
fékk áhuga fyrir efninu árið
1884. Hann notaði það til þess
að lækna starfsbróður sinn sem
var morfínisti. Lækningin tókst
að því leyti að maðurinn losnaði
við morfínið en varð í þess stað
kókaínæta. Að lokum þjáðist
hann af ofsóknarbrjálæði. Freud
hafði þó mikið álit á kókaíni.
Hann mælti með því í ritum
sínum og notaði það stundum
sjálfur þegar illa lá á honum.
Freud ráðlagði lækninum Karli
Koller að nota kókaín til stað-
deyfingar við uppskurði á aug-
um. Þaðanífrá hefur kókaín ver-
ið stöðugt notað til staðdeyfing-
ar við augna- og eyrnaskurði.
Þetta hefur verið eina gagnið
sem hægt hefur verið að hafa af
kókaíni til lækninga en núna er
notkun þess að mestu hætt og
önnur efni komin í staðinn, sem
ekki hafa eins slæmar aukaverk-
anir.
Á árunum kringum aldamótin
síðustu var kókaín notað í hin
og þessi skottulæknislyf og 1892
var það notað í Kóka kóla
drykkinn.
Eftir fyrri heimsstyrjöld jókst
kókaínneysla meðal listamanna
og í næturklúbbum en þess gætti
lítt á Norðurlöndum fyrr en
núna á síðustu árum sem notkun
þessa eiturlyfs hefur aukist
ískyggilega.
I Perú eru um 30.000 kókaín-
bændur. Ekki fá þeir mikið fyrir
afurð sína, það eru aðrir sem
græða. Samt gefur kókaínrækt-
un meira af sér en annar búskap-
ur á þessu svæði. Giskað er á að
meira en 120.000 hektarar séu
notaðir fyrir kókaínræktun.
Blöðin eru unnin í litlum efna-
rannsóknarstofum sem eru
vandlega faldar. Afurðin er að
mestu leyti flutt til Bandaríkj-
anna. Þar er kókaínnotkun
miklu algengari en á Norður-
löndum.
Skýrslur segja að í Bandaríkj-
unum séu 15 milljónir eituræta,
þar af 30% sem nota kókaín.
Þessvegna hafa stjórnvöld í
Bandaríkjunum hafið harða
baráttu á móti kókaínræktun,
enda virðist það vera eina ráðið
til að stemma stigu við hinu
ógnarlega kókaínsmygli inn í
landið. Reynt hefur verið að
koma bændunum til að rækta í
staðinn kaffi eða kakó en það
hefur ekki tekist.
Bandaríkjamenn hafa þrýst á
stjórnina i Perú að taka fastar á
þessu vandamáli.
Núna er kókaínökrunum
eytt og hverjum bónda
greitt 300 dollarar fyrir
hvern eyddan hektara. Þó eru
sterk öfl sem vinna á móti þess-
ari viðleitni stjórnarinnar. Á
aðeins þremur mánuðum voru
19 verkamenn drepnir þegar
þeir voru að eyðileggja kókaín-
akra. Þessvegna verður núna að
láta verkamennina njóta her-
verndar við vinnu sína.
Ameríkumenn nota 10 millj-
ónir dollara árlega til eyðingar
kókaplöntunnar. Árlega er 600
hekturum af kókajurtinni eytt.
Ekki dugir það þó mikið vegna
hinna 120.000 hektara af kóka-
ökrum sem eftir eru.
Varla verður hægt að losna
við kókaínræktun fyrr en bænd-
unum finnst borga sig betur að
rækta eitthvað annað. En á með-
an kókaínið verður sífellt dýrara
og eftirspurnin eykst þá eru ekki
miklar líkur til að þessi vandi
leysist í náinni framtíð.
Kókaínið notað
sem lengdareining
Kókaínjurtin hefur latneska
nafnið Erythroxylon coca. Hún
vex í fjallahlíðum hitabeltis Suð-
ur-Ameríku, einkum í Perú og
Bólivíu. Jurtin getur orðið yfir
tveir metrar á hæð og vex í
500-2000 metra hæð yfir sjávar-
máli. í blöðunum er um 1%
kókaín og uppskeran er 3-4
sinnum á ári. Þegar blöðin eru
tuggin kemst eitrið í blóðið. Á
þennan hátt standa áhrifin í um
40 mín. Indíánarnir nota orðið
cocada sem tákn um þann vegar-
spotta sem þeir geta gengið áður
en áhrifin fjara út. Það pr um 2
km á fjallvegum en um 3 km á
sléttlendi.