Tíminn - 03.08.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Sunnudagur 3. ágúst 1986
Velflestir sem eitthvað þekkja til italíu kannast við
borgina Verona og er hún þá qjarnan tengd
sögninni um Rómeó og Júlíu, sem Shakespeare
gerði ódauðlega með samnefndu leikriti sínu.
Borqin er þó ekki eingöngu fræg fyrir að vera
sögusvið Rómeó og Júlíu heldurog fyrir hinafrægu
óperuhátíð sem fram fer I hringleikahúsinu Arena
di Verona.
ARENA °l VERONA.
LA FANCIULLA DEL WEST eftir Puccini.
Söngvurum var annað hvort hampað
ogurlega eða píptir niður fyrir smámuni.
ANDREA CHÉNIER eftir Puccini í hringleika-
húsinu í Verona. Áhorfendur klöppuðu þess-
ari sviðsmynd lof í lófa, en töldu sér ofboðið
í lok óperunnar, er gosbrunnar hófu að
gjósa í harmrænasta þættinum.
Arenan sém byggð var af
Rómverjum á seinni hluta fyrstu
aldar e.kr. var í upphafi notuð
til íþróttaiðkana Rómverja, svo
sem bardagaleika ásamt frum-
skógaleikum og jafnvel leika
þar sem Arenan var fyllt af vatni
og skip látin berjast. Grimmdin
var mikil og þar var barist til
síðasta manns undir villtum
skrílslátum æsts múgsins. Seinna
þegar Rómaveldi fór hnignandi
og germanskar þjóðir flæddu
yfir Norður-Ítalíu lögðust þessir
leikar af og var hringleikahúsið
því ónotað um aldaraðir.
Friður með Arenunni
í frumkristni þótti Arenan
henta mjög vel til að krossfesta
kristna menn og á miðöldum
tóku kirkjufeðurnir svo hring-
leikahúsið í notkun til galdra-
brenna og annarra nauðsynlegra
hluta. Líkt og með Coloseum í
Róm varð Arena di Verona fyrir
miklum skemmdum á þessum
árhundruðum og er þá helst um
að kenna hversu miklu var stolið
af marmara úr Arenunni.
Marmaranum var stolið til að
byggja hallir og allskyns minn-
isvarða og má þekkja hann í
mörgum af merkustu minjum
borgarmnar. A miðöldum fór
hringleikahúsið einnig mjög illa
út úr jarðskjálfta og hrundi þá
meginhluti ytri hrings hússins og
einnig nokkuð af þeim innri.
Gert var við innri hringinn en
ytri hringurinn var svo illa farinn
að ekki var hægt að gera við
hann. Á nítjándu öld byrjaði
ferðamannastraumurinn að auk-
ast til Ítalíu og vildu ferða-
mennirnir gjarna hafa með sér
eitthvað til minja. Brutu þeir þá
gjarnan smástein af hringleika-
húsinu og höfðu með til síns
heima. Fólk fór að gera sér grein
fyrir mikilvægi Arenunnar og þá
aðallega með tilliti til þess hvað
ferðamönnum þótti hún merki-
leg. Fór svo að lokum að hún var
friðlýst.
„Celeste Aida“
Árið 1913 fékk tenórinn Gi-
ovanni Zenatello frá Verona þá
stórkostlegu hugmynd að prófa
hljómburðinn í hringleikahús-
inu með tilliti til óperuflutnings.
Tenórinn sem var nýkominn frá
Bandaríkjunum eftir glæstan
söngferil hóf upp rödd sína og
söng aríuna „Celeste Aida“.
Röddin magnaðist í þessari
feiknastóru höll sem áður hafði
fengið að heyra sársaukavein
skylmingarþræla og angistaróp
krossfestra og galdrabrenndra.
■1
I