Tíminn - 03.08.1986, Side 17

Tíminn - 03.08.1986, Side 17
Sértu íleitaðhinu ÓVENJULEGA Ertu búinn að fá þig fullsaddan af því að eyða sumarorlofinu á sólarströnd eða að skoða borgir í gegn um skítugar rútubílarúður? Langi þig til að gera eitthvað sem ekki heyrir til hins venjubundna, eru það góðar fréttir sem Helgar-Tíminn hefur að færa þér. Frændum okkar í Skandinavíu hefur nefnilega tekist að þyrla upp nokkrum nýjum áhugaverðum verkefnum fyrir ferðamenn, sem leita hins óvenjulega. Einna skemmtilegustu orlofsferðirnar eru farnar til auðra túndra í villihéruðum Lapplands, norður um heimskautsbaug, þar sem Noregur, Svíþjóð og Finnland yddast. GULL! Hvað segirðii um að leita gulls? Pað er frjálst í fjallasölum Tankavaara og í Lemmenjoki þjóðgarðinum í Finnlandi og meðfram Karasjak ánni í Nor- egi. Gullleitarpakkinn hefur að geyma allan nauðsynlegan bún- að og sérstakan fatnað (m.a. tjald, klofstígvél o.fl.) og einnig leyfi til að nota fljótabát eða eikju. Leiðsögumenn aðstoða óvana og ókunnuga við að kom- ast niður flúðirnar að gullleitar- búðunum. Ferðamenn sem nú þegar hafa reist sér ímyndaðar borgir úr gulli mega samt gera sér grein fyrir því að hér er ekki á ferðinni nýtt Klondike. Fundirnir eru yfirleitt fáar og örsmáar gullflís- ar, en þó verðlaun fyrir þann sem vill leggja á sig skemmtilega ferð út í óbyggðir. Þannig borgar ferðin sig í öðru en gulli, þar sem náttúruna má ekki meta til fjár. Og þar að auki, - takist ekki að finna neitt gull - má altént líta inn á gullsafnið í Tankava- ara, sem er borg 230 kílómetra norður um heimskautsbaug. Þar er alþjóðleg heimsmeistara- keppni gullleitarmanna haldin árhvert í byrjun ágústmánaðar. Finnar hafa einnig komið á fót hreindýraskoðunarferðum. Leiðsögumenn eru Samar og liggur leiðin um óbyggðar sveit- ir. Þar lærist manni að stjórna hreindýraeyki og að því námi loknu fá menn ökuskírteini og leyfi til að aka sleða eða kerru með hreindýrum fyrir hvar í heimi sem vera kann! ÆVINTÝRI VID HVERT FÓTMÁL Fyrir þann sem gjarnan vill fara áður ótroðna stigu má benda á að kynna sér Spitzberg- en, eyju sem liggur miðju vegar milli Noregs og norðurpólsins. Um sumrin eru skipulagðar bak- pokaferðir um jökla, fjöll og stórkostlega firði eyjunnar, en það var fyrst árið 1982 sem ferðamannastraumurinn hófst að marki þangað. Mörgum vex ferð þessi í augum, sem þó mun vera óþarfi, megi trúa ferða- skrifstofum, - hún líti mun erfið- ari út á blaði en hún er í raun. Og ávallt er skip til reiðu til að flytja menn „í land“ þegar þeir’ óska, eða vilja flýja af eyjunni eftir fund við hvítabjörn. í sænska héraðinu Vármlandi gefst manni kostur á að smíða sér sinn eigin fleka, líkt og Tom Sawyer í sögunni, og sigla hon- um niður Klarelfi, en verkfæri og timbur útvegar ferðamanna- þjónustan á staðnum (að sjálf- sögðu við gjaldi). Sé maður ekki alveg svo háttstemmdur ævin- týramaður má eins leigja bát í Kristjánshöfn í litskrúðugasta hverfi Kaupmannahafnar. Helsti skipaskurðurinn þar hef- ur verið nefndur lengsti bar í heimi vegna þess að á sumrin Gullleitarmenn í Finnlandsauðn handan við heimskautsbaug. situr venjulega fólk eftir skurðinum endilöngum beggja vegna við og teygar bjór. VEIDIÚTUM HÓTELGLUGGANN í Skandinavíu er úr miklu fleiri gististöðum að velja en aðeins fjögurra-stjörnu hótel- um. Lofoten eyjarnar við Noreg eru fyrir margt spennandi og skemmtilegar, hrikalegar fjalla- borgir en mikil náttúrufegurð. Þar má leigja sér rorbu - veiði- mannaskála sem hvílir á stultum yfir vatninu - og kvöldverðinn má því veiða ferskan út um gluggann úr hafi. Einnig er hægt að leigja sér herbergi á bænda- býlum á Norðurlöndum eða í kastala eða hefðarsetri. Fjölda slíkra er að finna í Danmörku og í Svíþjóð. Eða kannski langar þig til að eyða nótt með 15 munkum í 800 gömlu Valamo klaustrinu í vatnahéraði Finnlands (reyndar er Finnland kallað þúsund vatna landið og hví ekki að sigla um sveitir, hafi menn ráð og dug til?) En hámark allra möguleika ferðamannsins sem leitar hins óvenjulega er sjálfsagt steinald- arbærinn í Frostavallen á Skáni í suðvesturhluta Svíþjóðar. Þar nærast menn á kosti, svo sem steinaldarmenn lögðu sér til munns og þótti ljúfmeti glóðar- steikt, - þar er leikin steinaldar- tónlist og sofið í hellum á sama hátt og forfeður okkar, áður én vasadiskóin urðu til, fyrir um 4000 árum. Hvers annars má æskja? á meðal sjónvarpsstöðvanna til að gera USFL lífið leitt og reyna að beina þeim frá því að spila fótbolta að hausti og vetri til. Þetta tókst að hluta og þá reidd- ust forráðamenn USFL og kærðu NFL til dómstóla fyrir einokun og yfirgang. USFL fór fram á að NFL greiddi þeim 1,6 milljarð, jú, milljarð dollara, fyrir að eyði- leggja komandi keppnistímabil og vildi útskurð réttarkerfisins í þessu máli. Til að gera langa sögu stutta þá komst kviðdómur í New York að því í gær eftir margra mánaða yfirheyrslur og mála- rekstur að það væri rétt hjá USFL-mönnum að NFL hefði reynt að koma í veg fyrir að þeir kæmust inná markaðinn. En í viðskiptum er það talið ekki meira en svo óheiðarlegt að kviðdómurinn dæmdi NFL til að greiða USFL einn dollar í skaða- bætur. Þar með er framtíð USFL í mikilli hættu og alls ekki víst að deildin spili sína leiki í haust og reyndar líklegt að hún leggi upp laupana. „Þetta var ekkert mál. Ég. borgaði sjálfur þennan eina doll- ar og líður vel á eftir,“ sagði Frank Rothman lögfræðingur NFL eftir að málaferlunum var lokið. Það lítur því út fyrir að allt verði óbreytt í bandaríska sportheiminum í bili. Fótbolti á sínum stað og hornabolti á sínum. Það er ekki ofsögum sagt af sambandi viðskipta og íþrótta hjá Bandaríkjamönnum. Hjá þeim fer þetta tvennt oft vel saman. Þannig er það í ameríska fótboltanum. Liðin sem keppa eru í eigu ákveðinna manna eða fjölskyldna og þau eru rekin sem hvert annað fyrirtæki. At- vinnumannaliðin hafa hingað til spilað öll í einni deild sem er nánast einráða um fótboltann þar í landi. Þessi deild (National Football League) ákveður hvaða lið fái að taka þátt í keppninni innan deildarinnar. Þannig hefur deildin verið stækkuð nokkrum sinnum og nú eru 28 lið sem spila í NFL. Þau koma frá rúmlega 20 borgum en eins og skiljanlegt er þá hafa mun fleiri borgir og einstakling- ar haft áhuga á að taka þátt í þessari deild - enda miklir pen- ingar í spilinu. Árið 1983 tóku nokkrir eig- endur liða ásamt nokkrum borg- um sig til og stofnuðu aðra fót- boltadeild í Bandaríkjunum sem heitir Bandaríska fótboltadeild- in (United States Football League). Þessir kappar, undir forystu Donalds Trump sem er eigandi New Jersey Generals- liðsins, ákváðu að spila leikina í sinni deild að vori til en ekki að hausti og vetri eins og NFL gerir. Þannig ætluðu þeir að koma í veg fyrir að deildirnar rækjust á og vitandi það að NFL var mun sterkari deild þá hefðu þeir fengið mun færri áhorfend- ur á sína leiki. Það sem átti þó stærstan þátt í þessari ákvörðun var sjónvarpið. Þegar NFL- keppnistímabilið stendur fyrir sýna allar þrjár stóru sjónvarps- stöðvarnar leiki úr NFL. Það var því ekki pláss fyrir USFL. USFL náði að gera samning við ABC-sjónvarpsstöðina um sýningu á leikjum úr deildinni en þrátt fyrir þann samning fór fljótlega að halla undan fæti hjá deildinni. Áhorfendurvoruekki ýkja margir og nokkur lið gáfust upp. Ástæðan var einföld. í Bandaríkjunum er hornabolta- tímabilið á vorin og sumrin. Hornabolti (baseball) hefur ver- ið þarna svo lengi sem Ameríka man eftir sér og ekkert fær hróflað við honum. Þetta var einfaldlega ekki sá tími ársins sem fótbolti átti að vera á dag- skránni. Forráðamenn USFL reyndu að klóra í bakkann m.a. með því að kaupa bestu leik- mennina úr háskólunum og fjárfesta í nokkrum toppleik- mönnum frá NFL-deildinni. Ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu forráðamenn USFL að hella sér útí keppni við NFL með því að færa keppnistímabil sitt á sama tíma og NFL þ.e. að hausti til og vetri. Eins og sönnum viðskiptajöfr- um sæmir þá kunnu forráða- menn NFL ekki við það að „litli bróðir“ færi að ryðjast inná markaðinn sem þeir höfðu. NFL nýtti sér öll þau sambönd sem deildin hafði í viðskiptalífinu og Úr leik Generals og Stars í USFL fótboltanum. Hart bar- ist þar sem í NFL. Donaid Trump (tv) ásamt þjálfara Generals. Trump er óhemju ríkur og ekki áaðiáta sinn hlut. Hvað verður úr USFL er að miklu leytií hans höndum. Sunnudagur 3. ágúst 1986 Tíminn 17 GULUBETRI Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson: Viðskipti og íþróttir í Bandaríkjunum: FÓTBOLTAÍRAFÁR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.