Tíminn - 03.08.1986, Page 19

Tíminn - 03.08.1986, Page 19
Sunnudagur 3.ágúst1986 Tíminn 19 - komu eigendunum í klípu Prjár konur og einn karlmað- ur hafa verið sektuð um jafnvirði 2300 króna í Wellington á Nýja Sjálandi, fyrir að kippa niður unr sig buxunum og opinbera sitjandann frammi fyrir Elísa- betu Englandsdrottningu, er hún var þar á ferð í marsmánuði sl. Fyrir rétti var atburðurinn staðfestur, að Joseph Davies, 32 ára, Ruth Gravy, 21 árs, Su- zanne Le Robins 21 árs og Rita Simmonds, 33 ára, hefðu haft í frammi ósiðsamlegt athæfi við hátíðleg athöfn, er drottningin ók fram hjá í heimsókn sinni. Mótmælin, dæmigerð fyrir Maori rauðskinna á eyjunni, sáust ekki frá bifreið drottning- ar, sagði í dagblaðinu Royal Aides. Vikuna þar áður fengu tvær konur frá Auckland ekki sýkn- un saka heldur voru dæmdar í sex mánaða fangelsi fyrir að henda eggjum í drottningu. Það er þó huggun harmi stúlknanna gegn, að þær misstu ekki marks. ÞJÓFUR í GATI Jack Bradley í Milwaukee í Bandaríkjununt upplifði söguna um músina sem át of mikið og uppgötvaði sér til skelfingar að hún kæmist ekki inn í músarhol- una sína vegna offitu, þegar kötturinn kom og vildi læsa í hana klónuni. Lögreglan, sem- kom aðvt'f- andi er þjófabjallan í Kjötbúð Billa hóf að bjalla, fann Bradley, 162 sentimetra háan en 101 kíló- gram að þyngd, fastan í gati í veggnum - höfuðið út og botn- inn inn og komst hann hvergi, hvorki fram né aftur fyrir sig. Bradley, sem ekki aðeins er þéttur á velli, er sjötugur að aldri. Hann sagði lögreglunni að hann hefði læðst inn í búðina eftir lokun, eftir að hafa beðið færis í tómri íbúð fyrir ofan búðina. Honum hefði brugðið við þegar bjallan hringdi og reynt að þrýsta sér út um gatið í átt til frelsis - sem, þegar á allt er Iitið, leiddi í raun til helsis. BLOÐIDRIFIÐ BRÚÐKAUP Brúðkaup í Chile hafði hörmulegan endi. Gestur í sam- kvæminu eftir kirkjuathöfnina neitaði að hverfa á brott er því var vikið til hans og hefndi sín með skotárás og særði brúðhjón- in og fjóra menn aðra, að sögn nágranna. Þeir sögðu að vandræðin hefðu hafist þegar Luis Gonza- les Perez (hér nafngreindur svo enginn álpist til að bjóða honunt í brúðkaupið sitt) ,’svaramaður brúðhjónanna, neitaði að hverfa úr samkvæminu eins og hús- ráðendur óskuðu. Honum var að lokum varpað á dyr, en kom skömrnu síðar aftur vopnaður skammbyssu, braust inn um útidyrnar og hóf að skjóta á samkvæmisgesti með fyrrgreindum afleiðingum. Talsmaður sjúkrahússins sagði að brúðguminn og faðir hans væru þungt haldnir. Gonzales var handtekinn og ákærður fyrir vopnaðar líkams-. árás, - skyldi nokkurn undra. Vandi í rússn- eskri hjónasæng Unglingablað í Moskvu vakti nýverið athygli á þeim vanda Rússa, að þeir kynnu lítið til verka í kynlífi er þeir giftast og hvernig skuli koma fram við makann í hjónasænginni. Moskovsky Konsomolets tel- ur að ungt lolk hafi orðið fyrir miklum áhrifum af ólöglegum klámiðnaði og væri undir þrýst- ingi vegna þeirrar trúar að það hefði ekki afl til að standa sig jafn vel og fyrirmyndirnar, sem virðast ofurmenni á kynlífssvið- inu. „Mörg óþægileg atvik gerast snemma á æviskeiðinu vegna þess að drengir og stúlkur vita ekki hvernig skuli haga sér gagn- vart andstæðu kyni,“ segir enn- fremur í unglingablaðinu. „Jafnvel kemst fólk á gifting- araldur og eignast fjölskyldu án þess að vera undir kynlíf búið. “ Með fregninni fylgir sú full- yrðing að rússneskir drengir geri sér ekki grein fyrir að vodka dragi úr kynlífsþrótti þeirra. Blaðinu finnst kominn tími til að þessum málum verði kippt í liðinn. TIL SÖLU NOTAÐAR VÉLAR Deutz Intrack 2004 ’83 M.F. 135 77 I.H. 585 78 Ford 7000 75 Ford 3000 75 Ford County 7704 ’83 Belarus 820 ’83 Höfum einnig á skrá heyvinnuvélar og tæki. Vantar á skrá nýlegan 50 hestafla Zetor BOÐI hf KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 BÆN D U R rr«£9"4 Á OCalfa-laval mjaltakerfum Um 150 bændur hafa nú notið sérstakrar fyrirgreiðslu með endurbætur á mjaitabúnaði undanfarna mánuði MUELLER ALLT FRÁ SPENA OG ÚT í TANK EUROPA B. Vl MJÓLKURKÆLITANKAR Flestar stærðir fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði. VÉLBÚNAÐUR í FÓÐRUN OG HIRÐINGU Kjarnfóðurvagn HJÓLKVÍSLAR VOTHEYSVAGNAR FLÓRSKÖFUKERFIN hafa létt mörgum bóndanum verkin. ÁRMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 OG KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.