Tíminn - 08.08.1986, Síða 3
Föstudagur 8. ágúst 1986
Tíminn 3
Aðeins 406 kærðir
fyrir hraðakstur
Var eldgosið
ísjaki?
Fjögurhundruð og sex ökumenn
voru kærðir fyrir of hraðan akstur
vikuna 1.-6. ágúst, og 2160 hlutu
áminningu. Þar sem verslunar-
mannahelgin er inni í þessu tímabili
þykja þetta ekki háar tölur, en þess
má geta að vikuna áður voru rúm-
lega 600 ökumenn kærðir fyrir of
hraðan akstur.
Sá sem hraðast ók þessa viku var
á mótorhjóli og hafði farþega aftan
á hjólinu. Hann var á leiðinni til
Vestmannaeyja á föstudagskvöldið
og þegar komið var langleiðina á
Þorlákshöfn uppgötvaðist að svefn-
pokinn hafði gleymst heima. Þá var
rokið af stað til Reykjavíkur og á
leiðinni mældi lögregla mótorhjólið
á 130 kílómetra hraða í Svínahrauni
og dró þá sundur. Mótorhjólið var
síðan stöðvað í Árbæ og ökumaður-
inn sviptur ökuleyfinu á staðnum.
Þess má geta að skipið sem átti að
flytja manninn til Vestmannaeyja
var þegar til kom 7 tímum á eftir
áætlun.
Sá sem ekið hefur hraðast, svo
vitað sé, síðan umferðarátak lög-
reglu og Umferðarráðs hófst, var
ökumaður mótorhjóls sem mældist á
180 kílómetra hraða.
GSH
„Það sá þetta einhver Ólafsfirð-
ingurinn úr Múlanum í gær, en
þetta er tóm vitleysa. Mér skilst
þeir hafi verið að tala við hann í
útvarpinu áðan um þetta. Ég er nú
staddur á símstöðinni og hér er
jarðskjálftamælir og á honum sjást
cngar hræringar. Svo liggur varð-
skip hér vestur á víkinni og þeir
væru þá væntanlega farnir að
kanna málið ef þetta væri eitthvað.
Það hljóta að hafa orðið eftir
einhverjar leifar í bruggkútnum
hjá þessum Ólafsfirðingi eftir versl-
unarmannahelgina eða þá að það
glampar á einhvern borgarísjak-
ann, en það er svona einn og einn
hér norð-vestur af eyjunni," sagði
Sigurður Bjarnason í Grímsey þeg-
ar Tíminn bar undir hann tíðindi
um eldgos norður af Grímsey, sem
fram komu í útvarpsþættinum „Á
hringveginum" síðdegis í gær.
-BG
Farandskóburstari
tekur til starfa
„íslendingar í illa pússuðum skóm,“
segir Svava Stefánsdóttir
Borgarráð veitti nýlega Svövu
Stefánsdóttur tæplega tvítugum
Reykvíkingi leyfi til að starfa við
farandskóburstun í miðbæ Reykja-
víkur.
Tíminn hafði samband við Svövu
og spurði hana hvað hefði orðið til
þess að hún ákvað að fara útí að
bursta skó fyrir vegfarendur í
Reykjavík.
„Mér datt þetta nú bara í hug einn
daginn þegar ég var að labba niður í
bæ og sá hvað íslendingar eru í illa
pússuðum skóm. Svo finnst mér
þetta alveg vanta í miðbæinn. Það er
ekki nógu mikil tilbreyting þar því
þar er flest fólkið að bjóða sömu
vöruna til sölu eða því sent næst.“
Svava er ekki ákveðin hvenær hún
byrjar þessa starfsemi. Hún hugðist
nota sumarið til þess en leyfið hefði
verið að koma fyrst núna eftir langan
afgreiðslufrest, svo hún vissi ekki
hvort hún byrjaði í haust eða ekki
fyrr en næsta vor. Um verð fyrir
burstun á einu skópari var ekki
heldur hægt að fá upplýsingar að svo
komnu máli, því eftir er að reikna
það út. Hún bjóst þó varla við að
geta lifað eingöngu á þessari at-
vinnu, en vonaðist til að undirtektir
yrðu góðar við þessari nýbreytni í
bæjarlífinu. ABS
Það slys átti sér stað í Hálsasveit að ungur drengur slasaðist talsvert er hann lenti í heyþyrlu í gær. Var hann fluttur
á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi og þaðan með þyrlu í Borgarspítalann. Ekki er Ijóst hversu alvarleg meiðsli hans
eru en hann er ekki talinn í lífshættu. Tímamynd: Sverrir.
REYKJAVÍK
1786-1986
ÍÞRÓTTADAGAR
FÉLAGA 1986
DAGSKRÁ
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST
REYKJAVÍK
1786-1986
FYLKISDAGURINN
Kl. 10.15 Hátíöin sett.
- 11.00 ReykjavíkurhlaupFylkisáÁrbæjarvelli.
Skráning hefstkl. 10.00.
- 12.45 Lúðrasveit Verkalýösins leikur
- 13.00 Knattspyrna: 5. flokkur: Fylkir-K. Siglufj.
- 13.35 Knattspyma: 4. flokkur: Fylkir-K. Siglufj.
- 14.30 Handknattleikur af léttari gerö áÁrbæjarskólavelli.
- 15.00 Fimleikasýning í íþróttahúsi Árbæjarskóla
- 15.45 Verölaunaafhending fyrir Reykjavíkurhlaupiö
- 16.00 Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maöur sem Fylkir
hefur aliö, keppir viö unga Fylkissveina i bíldrætti
- 16.20 Grín-knattspyma
- 16.50 Knattspyrna: 3. flokkur: Fylkir-K. Siglufj.
Félagsheimilið feröur til sýnis eftir gagngerðar endurbætur
og það verður heitt á könnunni. Félagar og foreldrar ungu
kynslóðarinnar i Fylki, mætum öll og styðjum börnin i hollum
leik okkar og þeim til ánægju. Heilbrigð æska, Hornsteinn
framtíðar.
LEIKNISDAGURINN
Kl. 13.00 Fjólskylduhlaup Leiknis
Skráning á Leiknisvelli kl. 12.30
- 13.30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur
- 14.00
- 15.50
Landsmót4. deild: Leiknir-Bolungarvik
Hefst hraðmót í 6. flokki (2x15 min.)
15.50
16.40
17.30
VöllurA:
LeiknirB-FramB
FramB-LeiknirC
Fram B-KR C
VöllurB:
KRC-LeiknirC
LeiknirB-KRC
LeiknirC-LeiknirB
T.B.R.-DAGURINN
Kl. 14.00-17.00 Kynning á badmintoniþóttinni í T.B.R.-
husinu við Gnoðarvog.
Kaffiveitingar i félagsheimilinu.
ÞRÓTTARDAGURINN
Kl. 11.00 Hraðmót í 6. flokki (leiktimi 2x15 mín.)
- 11.00 6.fl. Fram-Þróttur KR-Valur
- 11.40 5. fl. Þróttur-Valur
- 12.50 6. fl. Þróttur-KR Fram:Valur
- 13.30 4. II. Þróttur-Fram
- 14.15 Lúðrasveit verkalýðsins leikur
- 14.20 6.fi. Þróttur-Valur Fram-KR
- 15.00 Knattspyrna-Gamanleikur
Þróttarkonur annast kaffíveitingar í Þróttheimum.
SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST
ÁRMANNSDAGURINN
Kl. 14.00 íþróttasýning íÁrmannshúsinu:
Fimleikar, lyftingar, júdó, glirna. vítakastskeppni
HLÉ:
Kl. 15.30 íþróttasýningin endurtekin
I hléi verða kaffiveitingar i félagsheimilinu. Þá gefst gestum
kostur á að spreyta sig á áhöldum.
FRAMDAGURINN
Knattspyrna:
Leikir yngstu flokka á grasvelli við Álftamýri:
Kl. 13.00 6.flokkurAogB Fram-FH
- 13.35 3. flokkur Fram-Stjarnan
- 14.50 5-flokkur Fram-lR
- 15.45 4.flokkur Fram-Afturelding
Handknattleikur:
Hraðmót 4. fl. á utivelli við iþróttahús Álftamýrarskóla:
Kl.
Fram-ÍR
Stjarnan-Víkingur
Víkingur-Fram
ÍR-Stjarnan
Víkingur-lR
Fram-Stjarnan
Aðalleikur Framdagsins verður á aðalleikvangi í Laugardal:
Kl. 19.00 Islandsmótið 1. deild Fram-Valur
Kaffiveitingar Framkvenna verða i nýbyggingu Framheimilis-
insfrákl. 14.00.
Lúðrasveit verkalýðsins frá kl. 13.45.
14.00
14.22
14.50
15.12
15.40
16.02
KR-DAGURINN
Knattspyrnumót í 6. flokki (leiktími 2x15 min.)
Kl. 13.30 Völlurl 6. fl. B KR-Þróttur Völlurll Fylkir-Valur
- 14.10 6. fl. AKR-Stjarnan Fylkir-Afturelding
14.50 6. fl.BÞróttur-Valur KR-Fylkir
- 15.30 6. fl. AKR-Afturelding Fylkir-Stjarnan
- 16.10 6. fl. B Fylkir-Þróttur Valur-KR
- 16.50 6. fl. A Stjarnan-Afturelding KR-Fylkir
Kl. 13.30 Völlur III 5. flokkur KR-Fylkir
- 14.40 5. flokkur KR-Stjarnan
- 16.00 2.flokkurkvenna KR-Valur
Kl. 14.30 Stærri íþróttasalur: Minni iþróttasalur: Fimleikar
- 15.00 Handknattleikur: Borðtennis-Glíma
_ 15.30 Mfl. karla - Eldri félagar Körfuknattleikur
- 16.10 Badminton
- 16.10 Pokahlaup milli deildarstjóra
KR konur annast kaffiveitingar i félgsheimilinu.
VÍKINGSDAGURINN
Malarvðllur:
Kl. 14.00 Landsmót2.fl.: Víkingur-Þór,Akureyri
- 16.15 Knattþrautirog vítaspyrnukeppni—markverðir
2. fl. og Meistaraflokks verja markið fyrir gestum
Grasvöllur:
Kl. 14.00 Hraðmót5. fl.: Vikingur-Breiðablik-Fylkir
- 15.10 Hraömót 7. fl.: Víkingur-Fram-FH-lK
- 16.10 Hraömót 5.
- 17.10 Hraðmót 7. fl.: Verðlaunaafhending
- 18.00 HraðmótS.fl.: Verðlaunaafhending
Handknattleiksvöllur:
Kl. 14.15 Handknattleikurkarlaogkvenna
' Mfl.1975-Mfl.1985
Vikingsheimili:
Kl. 13.30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur
- 14.30-18.00 Anddyri: Borðtennis-kennsla
- 14.30-18.00 Kaffiveitingarog kynning áöörum íþrótt-
um félgsins, svo sem badmintondeild,
blakdeild, og skíðakennsla. Kynnt hug-
mynd að stofnun tennisdeildar
Ef veður leyfir útgrill og sölutjald.