Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. ágúst 1986
Tíminn 3
Guðmundur J. sendir 150 þúsund til þrotabús Hafskips:
Guðmundur J. Guðmundsson al-
þingismaður hefur sent ávísun að
upphæð 152.250 kr. til þrotabús
Hafskips. Ávísunin er endurgreiðsla
á þeim 100.000 kr. sem Guðmundur
fékk fyrir milligöngu Alberts Guð-
mundssonar frá Hafskip og Eimskip
til að fjármagna heilsubótarför til
Flórída árið 1983, að viðbættum
vöxtum.
Guðmundur sendi skiptaráðanda
Hafskips, Markúsi Sigurbjörnssyni,
þessa greiðslu um miðjan júlí, eftir
að Albert Guðntundsson hafði neit-
að að taka við þessari upphæð og
koma henni til þeirra aðila sem
upphaflega lögðu féð til.
Eins og komið hefur fram voru
það Eimskipafélag íslands og Haf-
skip sem lögðu franr féð í upphafi
Nýbygging Alþingis:
Hús á byggingar-
svæði munu víkja
Utanríkisráöherrafundur Noröurlanda:
fyrir nrilligöngu Alberts Guðmunds-
sonar og Björgólfs Guðmundssonar.
Ekki fengust upplýsingar um það
í gær frá Eimskipafélaginu hvort
félagið hygðist gera kröfu til þrota-
bús Hafskip um að fá helminginn af
endurgreiðslu Guðmundar, en
Hörður Sigurgestsson forstjóri lýsti
því yfir á sínunt tíma að skipafélögin
tvö hcfðu lagt fram 60 þúsund krón-
ur hvort til að fjármagna för Guð-
mundar. Hörður er nú erlendis og
ekki væntanlegur fyrr en í næstu
viku. Hjá borgarfógetaembættinu
fengust þær upplýsingar í gær, að
Eimskip gæti gert kröfu til fjárins,
þó ekki væri Ijóst hvort þeir ættu rétt
á að t'á það. -BG
Gatnakort af Reykjavík
Sérstök gatnakort af Reykjavík, af stærðinni 1x2 nietrar, er afmælisgjöf
til borgarbúa á 200 ára afmælinu. Kortið sem búið er staðgreini, þannig
að auðvelt er að fínna hvar hver gata í borginni liggur, verður sett upp á
8 stöðum til að byrja með.
Kortin verða innandyra á afgreiðslustöðum Flugleiða og í Umferðar-
miðstöðinni, en úti á Lækjartorgi, Hleinini, Laugardal, Mjóddinni og við
Sundahöfn.
Fyrsta kortið var afhent í gær á Hótel Loftleiðum og á niyndinni sjást
Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri og Sæmundur Guðvinsson blaðafull-
trúi Flugleiða virða fyrir sér kortið. Tímamynd: Svcrrir.
Mun Eimskip gera
kröfu í helminginn?
Þau hús við Kirkjustræti sem
koma til með að víkja fyrir nýbygg-
ingu Alþingis eru Kirkjustræti
númer 8 og 10 en í þeim er m.a.
Skóverslun Þórðar Péturssonar,
Kirkjumunir og Skjaldbreið, en
þar hefur Alþingi aðstöðu. Tvö
hús við Tjarnargötu, þau sem AA-
samtökin hafa haft aðstöðu í
(Rauða og Græna húsið) þurfa
einnig að víkja því þau eru á
byggingarsvæði þeirrar tillögu sem
hlaut 1. verðlaun dómnefndar um
nýbyggingu Alþingis.
Öll þessi hús eru í eigu Alþingis
og að sögn Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis hefur ekki
verið tekin ákvörðun um það
ennþá, hvort húsin verða rifin, eða
hvort þau verða varðveitt með
einhverjum hætti, en húsin eru öll
í fremur slæmu ástandi til að flytja
burt. Forsetar deildanna og sam-
einaðs þings munu taka ákvörðun
um á næstunni, hvað gert verður
við húsin, því nýbyggingin hefst
svo fljótt sem fjárveiting fæst á
fjárlögum til framkvæmdanna.
Helgi sagðist vona að það yrði sem
fyrst því aðstaða Alþingis væri
orðin afar þröng, það jaðraði nán-
ast við hneyksli. ABS
Aukin framlög til
framvarðaríkjanna
Viöskiptabann á Suður Afríku íhugað
Kjarnorkulaus Norðurlönd í salt
LAUNIN FYLGJA
VÍSITÖLUNNI
Úrskurður launanefndar:
Almenn launahækkun þann I.
september verður 3,39%. Þetta er
niðurstaða launanefndar ASÍ og
vinnuveitenda sem birt var í gær. I
kjarasamningunum frá febrúar sl.
var miðað við að framfærsluvísitalan
hækkaði einungis um 4,4% frá árs-
byrjun til 1. ágúst, en vísitalan hefur
hinsvegar hækkað um 5,37% á þessu
tímabili, eða 0,93% umfrant það
sem miðað var við. Þessari umfram-
hækkun vísitölunnar hefur nú verið
mætt mcð tveim „umframhækkun-
um“ á launum, 0,55% í maíbyrjun
og svo 0,38% fyrsta september.
Launahækkunin sem kemur til fram-
kvæmda nú unt mánaðamótin nemur
því þessari umframhækkun að við-
bættri 3% hækkun sem samið var
um í kjarasamningunum.
í greinargerð launanefndar með
þessari niðurstöðu kemur m.a. fram
að helsta orsökin fyrir því að fram-
færsluvísitalan ferfram úrviðmiðun-
armörkum er hækkun á gengi helstu
innflutningsmynta okkar.
Varðandi kaupmátt og verðlags-
þróun segir í greinargerðinni að
breyttar ytri aðstæður hafi hnikað
áætlunum lítillega, en engu að síður
hafi spár um kaupmátt og verðlag
gengið eftir í meginatriðum.
„Endurskoðaðar áætlanir benda til
þess að hækkun framfærslukostnað-
ar á árinu verði 8,5-9%... Að teknu
tilliti til úrskurðar launanefndar um
3,39% hækkun launa frá 1. septem-
ber, benda áætlanir til þess að á 3.
ársfjórðungi verði kaupmáttur taxta-
kaups svipaður eða lítið eitt lakari
en gert var ráð fyrir í febrúar. Er þá
miðað við almennar launabreytingar
og ekki reiknað með áhrifum sér-
kjarasamninga sem gerðir hafa verið
síðar," segir ennfremur í greinar-
gerð launanefndar.
Samstaða varð uni þessa niður-
stöðu.
Nefnd skipuð fulltrúa BSRB og
fjármálaráðuneytisins ásamt hag-
stofustjóra, komst í gær að samskon-
ar niðurstöðu og launanefnd ASÍ og
vinnuveitenda og munu laun félaga
í BSRB því einnig hækka um 3,39%
1. september.
Fundi utanríkisráðherra Norður-
landa lauk í Kaupmannahöfn nú á
fimmtudaginn. Meðal mála á
dagskrá var tillaga Dana um kjarn-
orkuvopnalaus Norðurlönd, en eins
og Matthías A. Mathiesen, utanrík-
isráðherra, sagði fyrir um í Tíman-
um sl. miðvikudag, var sú tillaga
ekki tekin til afgreiðslu. Þess í stað
var ákveðið að fela embættismönn-
unt í utanríkisráðuneytum landanna
að vinna að undirbúningi stofnunar
embættismannanefndar sem síðan á
að vinna að undirbúningi málsins,
þannig að utanríkisráðherrarnir geti
átt auðveldara með að taka afstöðu
til málsins, á næsta utanríkisráð-
herrafundi að ári!
Mál Suður-Afríku voru einnig
rædd og lýstu ráðherrarnir áhyggjum
sínum yfir þróuninni þar í landi.
Voru þeir sammála um að samþykkt-
ir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
væri áhrifaríkasta leiðin til að snúa
þróuninni við, og í samræmi við það
var samþykkt að Norðurlöndin
skyldu einbeita sér að því að fá
viðskiptaþvinganir gegn Suður-
Afríku samþykktar á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna. Jafnframt var
Suður-Afríkunefndinni falið að
meta frekari aðgerðir Norðurland-
anna gegn Suður-Afríku og þar á
meðal viðskiptabann.
Þá var því lýst yfir að Norðurlönd-
in muni auka framlögsín til mannúð-
armála í suðurhluta Afríku, sem og
til þróunarhjálpar við þau lönd sem
liggja að Suður-Afríku, framvarða-
ríkin svokölluðu. í framhaldi af
þessu var lýst yfir að Norðurlöndin
ætli að beita sér fyrir því innan
Sameinuðu þjóðanna, að gerð verði
neyðaráætlun fyrir framvarðaríkin,
komi til þess að þau verði fyrir
árásum eða þvingunum frá Suður-
Afríku.
BÆNDUR - JARDEIGENDUR:
0^ BYLTiNG í
GIRDINGARIN/IÁLUIN/I!
SILVA rafgirðingar
eru ekki aðeins afbragðsgóðar
girðingar, heidur er tiikoma þeirra
nánast bylting í girðingarmálum, hér
sem annars staðar. Þær sameina
kosti venjulegrar girðingar og
rafgirðingar og eru svar nútímans við
kröfum um sterkari, öruggari og
hagkvæmari girðingar.
Helstu eiginleikar:
• Lítið viðhald • Auðveld uppsetning
• Má tengja jafnt við rafgeyma sem
landsrafkerfið • Standa vel af sér snjó
• Geta komið í stað venjulegrar girðingar
og spara þá staura og annað girðingarefni
STREKKJARI * Fjölmargir fylgihlutir • Odýr og
hagkvæm lausn.
Leitið nánari upplýsinga hjá okkur.
■Gbto
LÁGMÚLI 5■ 108REYKJAVÍK-SÍMI 681555
RAFMAGNSTENGI
í j Jeinangrunarrör