Tíminn - 16.08.1986, Síða 5

Tíminn - 16.08.1986, Síða 5
Laugardagur 16. ágúst 1986 -llllllillllllHllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllll Tíminn 5 Tamilamir í Kanada: Frásögnin ósönn Lögreglan í Hamborg segir fullvíst að tamilarnir hafi komið frá V-Þýskalandi en ekki Indlandi Hamborg-Keuter Lögreglan í Vestur-Þýskalandi sagði í gær að tamilarnir sem bjargað var undan ströndum Nýfundnalands hefðu komið þangað á 425 tonna strandferðaskipi sem skráð væri í Hondúras en væri í eigu Vestur- Þjóðverja. Skipið, Aurigae að nafni. flutti 155 tamila frá Vestur-Þýska- landi að ströndum Kanada. Dieter Heering lögreglustjóri sagði á blaðamannafundi að tveir flóttamenn frá Sri Lanka, sem hand- teknir voru í fyrradag, hefðu viður- kennt að hafa skipulagt ferð tamil- ana. Tamilarnir 155 fundust fyrir utan strönd Nýfundnalands þar sent þeir húktu á opnum bátum. Þeir sögðust hafa lagt upp í ferð sína frá Indlandi, nánar tiltekið frá hafnarborginni Madras og verið haldið neðan þilja í ónefndu skipi áður en þeir hefðu verið neyddir til að fara í opna björgunarbáta og látnir sigla sinn sjó. Frásögn þessi þótti strax í upphafi afar ósennileg og nú er komið á daginn að tamilarnir komu í raun frá Vestur-Þýskalandi. Heering lög- reglustjóri sagði hvern og einn þeirra hafa þurft að greiða sem svarar um hundrað þúsund íslenskra króna fyr- ir ferðina yfir hafið. Hann taldi að skipstjórinn á Aurigae, 45 ára gamall Vestur-Þjóðverji, hefði fengið sem svarar tæpum fjórtán milljónum ís- lenskra króna fvrir greiðann. Tamilunum hefur verið veitt dvalar- leyfi til bráðabirgða í Kanada. Marg- ir þeirra hafa reyndar þegar flogið frá St. John á Nýfundnalandi til Toranto og Montreal til að hitta tamila frá Sri Lanka sem þar eru fyrir og hefja með þeim nýtt líf. Kaddafi Líbýuleiðtogi: VILL AÐ ZIA LEYSIBHUTTO Ungverjaland: Pokavín til V-Evrópu Lundúnir-Reuter Muammar Kaddafi Líbýuleiðtogi fór þess á leit í gær við Mohammad Zia-Ul-Haq forseta Pakistan að hann aflétti því sem hann kallaði örþrifaráðum gegn Benazir Bhutto leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Það var líbýska útvarpið sem skýrði frá þessum skilaboðum Kaddafis. Bhutto, leiðtogi Þjóðarflokksins í Pakistan og dóttir Zulifikar Ali Bhutto fyrrum forsætisráðherra sem Zia lét taka af lífi árið 1979, var handtekin í Karachi í fyrradag fyrir að neita að hlýða banni á útisam- komur. Kaddafi sagði í bréfi sínu til Zia að handtaka Bhutto væri „ólýðræðis- leg“ og merki um „persónulegar ofsóknir“ á hendur henni. Líbýu- leiðtoginn sagðist vonast til að öllum takmörkunum á starfsemi Þjóðar- flokksins yrði aflétt. Kaddafi sagði skilaboð sín til Zia Kaddafi Líbýuleiðtogi stóð í bréfa- skriftum í gær. starfa af „siðferðislegum stuðningi við fjölskyldu píslarvottsins Zulficar Ali Bhuttos“. Zia er um þessar mundir á píla- grímsferðalagi um Saudi-Arabíu. Budapest-Reuter Ungverskt samvinnufyrirtæki er flytur út vín hefur í hyggju að selja vín í plastpokum til Vestur- Þýskalands. Það var hin opinbera fréttastofa MTI sem frá þessu skýrði í gær. Samvinnufélagið í Soltvadkert ætlar að fá fyrirtæki í Stuttgart til að hjálpa til við að koma Ezerjo hvítvíninu, Kadarka rauðvíninu og múskatvíni á markaðinn í Vestur-Þýskalandi og verður „plastpokavínið" m.a. notað í þessu tilgangi. Plastpokarnir verða styrktir með alúmínfumþynnum og inni- halda 10, 20, 30 og 200 lítra af víni. Fyrir utan sölu til stór- drykkjumanna verður að sjálf- sögðu reynt að selja vínin til veitingastaða til að byrja með í V-Þýskalandi en síðan, ef vel gengur, í Vestur-Evrópu allri. Kína: Kirkjuklukkum hringt Pekíng-Reuter Kirkjuklukkum var hringt í Pek- Filippseyjar: R0TTUR FÓRUÁ TRIPP Manila-Reuter Rottur í bænum Baguio á norðanverðum Filippseyjum átu í vikunni mikið magn af marijú- ana sem nota átti sem sönnunar- gagn í eiturlyfjamáli. Þetta var haft eftir embættismönnum á Fil- ippseyjum. Rotturnar kusu frekar að éta marijúanað heldur en skjöl sem geymd voru í sama herbergi í dómshúsinu í Baguio. Atvik þetta uppgötvaðist skömmu eftir að bæjarráðið hafði samþykkt á fundi sínum að eyða sem svarar um sex þúsund ís- lenskum króna til að byggja rott- uhelda réttargeymslu. íng í gær eftir að hafa þagað í 28 ár. Tilefni hringinganna voru bæna- gjörðir rúmlega sex þúsund kaþól- ikka í þremur kirkjum borgarinnar. „Hljómar kirkjuklukknanna á nýjan leik sýna styrk og einingu þjóðarinnar og aukið trúarbragða- frelsi", sagði Ying Mulan varafor- maður Kaþólska félagsins í Pekíng í samtali viðfréttastofuna Nýja Kína. Hún sagði að trúræknum Peking- búum hefði verið bannað að hringja Verðbólguhraðinn í ísrael, en árs- verðbólgan var þar um 400% þar til á síðasta sumri. hefur svo sannarlega hægt á sér. í síðasta mánuði var verðbólga nánast engin samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins. Verðbólgan var 27,5% í sama mánuði á síðasta ári. Ársverðbólgan hefur annars verið í kringum 15% eftir að ríkisstjórnin klukkum árið 1958 vegna áhrifa vinstrisinnaðra stjórnmálastefnu sem yfirvöld hefðu nú sagt skilið við. Kirkjuklukkunum var hringt í gær til að minnast Maríumessu hinnar fyrri. Ying sagði klukkunum verða hringt fjórum sinnum á ári eftirleiðis til að minnast fjögurra trúarhátíða kaþólikka; páska, jóla, himnafarar Maríu og hvítasunnu. kom á lögum á síðasta sumri þar sem laun og verðlag var sett fast til að draga úr framfærslukostnaðinum. Verðbólgan í síðasta mánuði var reyndar sú lægsta fyrir júlímánuð síðustu tíu árin. Stjórnvöld í ísrael hafa að undan- förnu linað dulítið tök sín á verðlagi en hyggjast engu að síður ráða verði á sumum vörum næstu mánuðina. ísrael: Verðbólgan nánast engin í júlímánuði Jerúsalem-Reuter Fundarboð Aðalfundur SÍL/Hagfeldar verður haldinn laugar- daqinn 30. ágúst 1986 í Varmahlíð í Skagafirði og hefst kl. 8.30. Fundarefni lagabreytingar og venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin Föstudaginn 29. ágúst verður haldinn búdagur með heimsókn á loðdýrabúin á Syðra Skörðugili, Sauðárkrók og Bændaskólanum að Hólum í Hjaltadal. Einnig verður fóður- og skinnaverkunarstöð Mel- rakka hf. á Sauðárkróki skoðuð. Búdagur hefst kl. 15.30 með miðdegiskaffi í Varmahlíð. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku og panta gistingu fyrir 20. ágúst nk. til skrifstofu SÍL, Síðumúla 34, sími 91-688070. Samband íslenskra loðdýraræktenda. Kjötiðnaðarmaður Kaupfélag V-Húnvetninga óskar eftir að ráða kjötiðnaðarmann, til að veita forstöðu kjötvinnslu kaupfélagsins. Húsnæði fyrir hendi. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra, er veitir nánari upplýsingar um starfið. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga Frá Holtaskóla Keflavík Við Holtaskóla Keflavík er laus ein kennarastaða í líffræði og eðlisfræði. Skólinn er einsetinn. Öll vinnuaðstaða bæði fyrir kennara og nemendur er mjög góð. Upplýsingar gefur Sigurður E. horkelsson skóla- stjóri í síma 92-2597 og Ingvar Guðmundsson yfirkennari í síma 92-1602. Skóiastjóri. Hagsýsluverkefni Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna ýmsum hagsýsluverkefnum. Starfsmanninum er meðal annars ætlað að stjórna slíkum verkefnum og er menntun eða reynsla í stjórnun því æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fjárlaga- og hagsýslustofnun, Arnar- hvoli, fyrir 25. september nk. Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarmenn eða menn vana kjötskurði. Einnig starfsfólk til almennra starfa í kjötiðnaðarstöð. nánari upplýsingar hjá verkstjóra í síma 28200. Kjötiönaðarstöð Sambandsins Kirkjnsamli sími: 686366

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.